Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
DV
David Blunkett.
Bretar og Frakkar
hvetja til árvekni
Bresk og frönsk yfirvöld hafa
hvatt þegna sína að sýna árvekni og
aðgætni gagnvart hugsanlegum
hryðjuverkum, sérstaklega nú þeg-
ar nær dregur jólahátíðinni.
„Við getum ekki lofað því að geta
vemdað alla hverju einustu min-
útu,“ sagði David Blunkett, innan-
ríkisráðherra Breta, í samtalið við
BBC-sjónvarpsstöðina. Hann bætti
þvi við að Bretar væru í eldlínunni
þar sem að þeir væru einhverjir
helstu stuðningsmenn Bandaríkj-
anna en kollegi hans handan
Ermarsundsins, Nicolas Sarkozy,
sagði að Frakkar væru helsta tak-
mark þeirra öfgasamtaka sem enn
væru starfandi í Evrópu.
„Frakkland er í herbúðum lýð-
ræðisins og lýðræði er skotmark
hryöjuverkamanna," sagði Sarkozy.
Bandaríkjamenn og Bretar gera ráð fyrir hinu versta:
Búist viö að írak
samþykki ályktun
það út í samtali við BBC-fréttastof-
una að ráðuneytið væri þegar byrj-
að að skoða staðsetningar í írak þar
sem bandarískar herdeildir gætu
staðsett sig í hugsanlegum eftirmála
hvers kyns stríðsreksturs.
Ályktun SÞ var því greinilega
studd með þeim skilaboðum að ef
írakar hlíti ekki þeim fyrirmælum
sé augljóst til hvaða ráðs næst verði
gripið.
Stjórnvöld i Bagdad hafa frest til
fóstudags til að gefa út afstöðu sína
gagnvart ályktuninni. Geri þeir það
verður næsta skref að írakar þurfi
að gefa upp allar upplýsingar sem
tengjast framleiðslu gereyðingar-
vopna í landinu eftir 30 daga. 15
dögum síðar verður írökum skylt að
hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ
inn í landið til að sinna sínu starfi
þar. Eftirlitsmennimir hafa þá 60
daga til að gefa skýrslu til Öryggis-
ráðsins.
Fréttaskýrendur í Kaíró segja að
þrátt fyrir að leiðtogar araharikj-
anna álíti ályktun SÞ siðasta friðar-
spilið í stöðunni séu þeir tortryggn-
ir um raunverulega afstöðu Banda-
ríkjanna gagnvart írak.
írakar munu að öllum líkindum
gangast við nýrri ályktun Samein-
uðu þjóðanna um alþjóðlegt vopna-
eftirlit I landinu og að Irakar eyði-
leggi öll þau gereyðingarvopn sem
þeir kunni að búa yfir. Utanríkis-
ráðherrar arabaríkja sem funda nú
í Kaíró í Egyptalandi segjast ráða af
aðstæðum að sú verði niðurstaðan.
írakar hafa hins vegar hægt um
sig og segjast vera að skoða ályktun-
ina í rólegheitum og munu á næstu
dögum gefa út afstöðu sína gagnvart
henni.
Utanríkisráðherrarnir vilja að
írakar stuggi ekki við Bandaríkja-
mönnum með því að hunsa ályktun-
ina til að forðast hugsanleg stríðs-
átök við Persaflóa.
„í Bagdad er mikill vilji til að
vinna með hvers kyns ályktun sem
felur ekki í sér einhvers konar
hemaðarlegar aðgerðir,“ sagði Ah-
med Maher, utanríkisráðherra
Egyptalands. Ályktunin var sam-
þykkt í Öryggisráði SÞ af öllum 15
ríkjum, þar með eina fulltrúa
arabalandanna, Sýrlandi.
Á sama tíma slá Bandaríkjamenn
hvergi slöku við og búa sig af kappi
undir hugsanlega innrás í landið.
, REUTERSMYND
Utanríkisráöherra íraks
Naji Sabri fær hér fyigd lífvaröa
sinna af fundi utanríkisráöherra
arabaríkjanna í Kaíró í gær.
New York Times hefur heimildir
fyrir því að George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hafi samþykkt hemað-
aráætlun sem gerir ráð fyrir að 250
þúsund hermenn ráðist til atlögu.
Þá gaf háttsettur embættismaður í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu
HEFUR ÞUsÉBOGHEimÞflÐ BEIRA?
Aoneer DU-350 kf. 34.900.-
Aoneer DEH-1400 kr. 29.900.-
Aooeer DEH-3400 kr. 35.900.-
Þ-ooeer DEH-P8400 kr. 89.900.-
OKMSSON
UMBOÐSMENN
UMLANDALLT!
Heimsfrægar gæðavörur, liprar í meðhöndlun!
DVD spilari, utvarp og Dolby Digital/DTS magnari*Spilar DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD/MP3/DVD-
R.Magnari 6 X 75 W RMS»Bassabox 75 W RMS-Stilling á Bassa og DIskanÞÚtvarp með 30
stöðva minni og RDS "Dolby Digital / DTS / Pro logic II* AUX inngangur og TV inngangur* AUX
útgangur*“0ptical" stafrænn inngang-ur*Super VHS útgangur*Bassabox 13 x 36 x 36 cm*Bak-
og Framhátalarar 11x15.5x76 cm*Miðjuhátalari 20 x 11 x 76 cm
Hljómflutningstæki, CD-spilarí. DVD, heimabio og utvarp
Magnari 2 X100 W*Þrískiptir Hátaiarar 2 X120 W*0ptical stafrænn
útgangur*RCA lnngangur*Spilar CD-R, CD RW *Kassettutæki
•Fjarstýring*AM / FM útvarp með RDS *30 Stöðva minni*Bass /
Treble*Skjár með birtustilli
Geislaspilari, útvarp og magnari • Magnari 110w RMS • 1x50 djúpbassi
• RCA inngangur • Ailar upplýsingar á skjá
• Útvarp með RDS og 30 stöðva minni • Fullkomin fjarstýring
Spilar CD-R, CD-RW, DVD-R og DVD-RW »192kHz/24-bit DAC»Yfir Innbyggt RDS útvarp*DTS Digital Surround*Digital Signal *Processor
500 línu upplausn*Spilar MP3»Aðeins 55 mm á hæð»Spilar öll svæði (DSP)-Dolby DigitaÞDolby Pro Logic Surround »5 x 30 W 8 ohm«4
x Optical inngangar*1x Coxial inngangur*
PIONEER BÍLTÆKI • ÚTVARP • GEISLASPILARI • ÍSETNING FYLGIR
4x50W magnari*MP3 / WMA afspilun»24 stöðva
minni»RDS«Laus framhlið*3 banda tónjafnari*EEQ
forstilltur tónjafnari«2 x RCA útgangar* fjarstýring
4x50W magnari»18 stöðva minni*RDS»Laus framhlið
•3 banda tónjafnari*EEQ forstilltur tónjafnari»2 x RCA
útgangar*möguleiki á fjarstyringu
4x45W magnari»18 stöðva minni«RDS«Laus framhlið
•3 banda tónjafnari*EEQ forstilltur tónjafnari*RCA
útgangur
Aoneer USX-C100 kr. 47.900,-
Malvo játar í lög-
regluyfirheyrslu
Samkvæmt frétt The Washington
Post, sem birtist í sunnudagsútgáfu
blaðsins í gær, mun hinn 17 ára
gamli John Lee Malvo hafa játað að
hafa verið sá sem tók í byssugikk-
inn í nokkrum tilfellum í morðæði
hans og Johns Allens Mohammeds í
síðasta mánuði.
Þetta mun hann hafa gert í 7
klukkustunda lögregluyflrheyrslu
en Mohammed hefur enn ekki sagt
orð við yfirvöld. Malvo mun heldur
ekki hafa nefnt Mohammed á nafn,
heldur einungis notað „við“ til að
lýsa aðgerðum þeirra.
Samtals myrtu þeir 10 manns í 15
skotárásum en Malvo játaði meðal
annars að hafa orðið Lindu Frank-
lin, starfsmann bandarísku alríkis-
lögreglunnar, að bana.
Amrozi
Amrozi er sakaöur um aö vera einn
þeirra sem stóöu á bak við
sprengjutilræöið á Balí.
10 sprengjuliðar
enn í Indónesíu
Indónesíska lögreglan sagði í gær
að hún teldi að enn væru 10 manns
sem stóðu að sprengjutilræðinu á
ferðamannaeyjunni Balí staddir í
Indónesíu. Aðeins hefur einn maður
vérið handtekinn í tengslum við til-
ræðið, Amrozi, sem á nú yfir höfði
sér dauðarefsingu.
„En við erum sannfæröir um að
allir aðrir sem tengjast glæpnum
séu enn staddir í Indónesíu," sagði
yfirmaður lögreglumála í landinu.
Alls fórust um 180 manns í spreng-
ingunni.
Konungur ökklabrýtur sig
Albert Belgíu-
konungur varð fyr-
ir því óláni á fóstu-
dag að ökklabrjóta
sig i mótor-
hjólaslysi í suður-
hluta Frakklands.
Tildrög slyssins
hafa ekki verið
látin uppi en Albert, sem er 68 ára
gamall, þurfti að aflýsa öllum sínum
áætlunum í kjölfarið.
Tveir látnir í Jórdan
Tveir eru látnir og mikill fjöldi
slasaður í kjölfar átaka sem brutust
út í suðurhluta Jórdan, í borginni
Maan, þegar öryggissveitir söfnuðu
saman múslímskum harðlínumönn-
um af ótta við hugsanlegar aðgerðir
þeirra ef stríð í írak brytist út.
Meistaraverki stoliö
Fingralangir bókaormar stálu
sjaldgæfri útgáfu af bók Isaac
Newton, Principia, sem inniheldur
kenningar hans um þyngdarlögmál-
ið. Bókin var á safni í Rússlandi en
verkið er talið eitt það merkasta í
sögu vísinda.
Þing sett á morgun
Bandaríska þingið verður aftur
sett á morgun. Að baki er römm
kosningabarátta þar sem
repúblikanar voru sigursælir og
náðu meirihluta í þinginu.
íranskir nemar mótmæla
Hundruð íranskra stúdenta mót-
mæltu annan daginn í röð í gær
dauðadómi sem háskólamaður hef-
ur fengið fyrir guðlast. Mótmælin
eru þau mestu í landinu í 3 ár.
Lýst eftir sexmenningum
Lögreglan í Suður-Afriku hefur
lýst eftir 6 mönnum í tengslum við
sprengjutilræðin í bænum Soweto í
síðuasta mánuði. Einn lést og mikl-
ar skemmdir hlutust af sprenging-
unum 9.
Gengur vel í Ástralíu
Vegna smávegis rigningar og
óvæntrar lækkunar hitastigs hefur
gengið vel hjá slökkviliðsmönnum í
Ástralíu þar sem barist er við skóg-
arelda. Þannig hafa allir eldar í ná-
grenni við Sydney verið hamdir.
Drnovsek í forsetastól?
Janez Drnovsek, forsætisráð-
herra Slóveníu, hlaut flest atkvæði i
forsetakosningum landsins sem
fram fóru um helgina. Hann fékk þó
ekki hreinan meirihluta og þarf því
að keppa gegn þeim andstæðingi
sem næstflest atkvæði hlaut í
annarri umferð.
Nord-Ost aftur á fjalirnar
Þaö var með þungum huga að
leikarar og aðstandendur sýningar-
innar Nord-Ost tóku upp þráðinn
þar sem frá var horfið í leikhúsinu
í Moskvu þar sem tsjetsjenskir upp-
reisnarmenn tóku leikhúsgesti og
starfsmenn i gíslingu með ofsaleg-
um afieiðingum. Sérstök góðgerðar-
sýning var haldin í gærkvöld.