Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 11
11 - MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 DV Útlönd Háttsettur liðsmaður Islamic Jihad drepinn í Jenin á laugardag: Umsátri ísraelska hersins í Jenin hætt Netanyahu mætir á ríkisstjórnarfund Benjamin Netanyahu, fyrrum forsætisráöherra ísraela, þáöi boö Ariels Shar- ons fyrir skömmu oggegnir nú stööu utanríkisráöherra til bráöabirgöa. Eftir aö hafa ráðið af dögum hátt- settan liðsmann palestínsku sam- takanna Islamic Jihad hefur ísra- elski herinn hætt umsátri sínu í Jenin á Vesturbakkanum sem varði í um tvær vikur. Umræddum manni, Iyad Sawalha, var kennt um morð 31 ísraela á undanfómum misserum. Einnig er talið að koma bandarisks erindreka hafi haft áhrif á þróun mála. Tveir nýjustu liðsmenn ríkis- stjómar Sharons, þeir Benjamín Netanyahu og Shaul Mofaz, höfðu gagnrýnt Sharon fyrir að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórna um of friðarferlinu í Palestínu. Forsæt- isráðherrann bannaði því ríkis- stjóm sinni að ræða viðkomandi friðartilllögu á vikulegum fundi stjórnarinnar í gær. Koma sendi- manns bandarísku ríkisstjórnarinn- ar i dag er hugsuð til að koma því ferli af stað. Allt þetta á sér stað á sama tíma og tilkynnt er að forystu- val Likud, flokks Sharons, fari fram 28. nóvember og hefur Netanyahu tilkynnt að hann hyggist gefa kost á sér til forystu flokksins og þar af leiðandi stilla sér upp gegn Sharon. Tillagan gerir ráð fyrir að palest- inskt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-ströndinni verði komið á fót árið 2005 en Netanyahu er yfirlýstur andstæðingur palestínsks ríkis. Tvö af stærstu samtökunum í Palestinu, Fatah-samtök Yassers Arafats og skæruliðasamtökin Ham- as, funda nú í Kaíró í Egyptalandi til að reyna að minnka spennu sín á milli og vinna frekar saman að sam- eiginlegum markmiðum Paléstínu- manna. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1995 sem fulltrúar þessara samtaka eiga í formlegum viðræðum. Á norðurhluta Vesturbakkans segjast ísraelskir hermenn hafa komið í veg fyrir hugsanlega sjálfs- morðsárás tveggja Palestínumanna. „Þeir sprengdu bílinn sinn eftir að hafa verið beðnir um að nema stað- ar,“ segir talsmaður ísraelsku landamæralögreglunnar. „Sam- kvæmt upplýsingum okkar létust tveir hryðjuverkamenn í bílnum," bætti hann við. Félagar Sawalha í Islamic Jihad voru ekki lengi að bregðast við að- gerðum ísraela í Jenin á laugardag og drápu ísraelskan hermann og særðu annan i sprengjuárás á Gaza- ströndinni. Snjökeöjuríyíir öil fararteeki„„ &*** Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Tellefsdal - Trygg - OFA Gunnebo- Weed ■ELLUR. cm einum grjcmim Smiðjuvegur 8 - Kóp S Sími: 577 6400 1 m K ns Innritað verður 1.—Í5. nóvember. Dagana 12., 13. og 14. nóvember veita sviðsstjórar og námsráðgjafar aðstoð við áfangaval og innritun. Aðra daga er tekið við umsóknum á skrífstofu skólans frá kl. 9.00—15.00 Umsókn skal fylgja staðfest afrít af gögnutn um fyrra nám. Fyrir námsmat á gögnum frá framhaldsskóla þatf að greiða 1.500 kr. Eftir að innritun lýkur verða sendir greiðsluseðlar til þeina sem fá skólavist. ATH! þeir sem greiða á gjalddaga verða í forgangi varðandi gerð stundatöflu. ‘ llgf Innritað verður á þessar brautir Upplýsinga- og tölvusvið Byggingasvið Rafiðnasvið • Hönnunarsvið Málmiðnasvið Almenn námsbraut Margmiðlunarskólinn Grunnnám fyrir: Bókband • Prentun • Grafiska miðlun • Ljósmyndun • Veftækni • Nettækni Sérsvið: Ljósmyndun • Prentun • Grafisk miðlun • Bókband Tölvubraut: Grunnnám • Forritun • Netkerfi Grunnnám tréiðna • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málaraiðn 1. og 3. önn Veggfóðrun • Tækniteiknun Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafvélavirkjun • Rafeindavirkjun • Rafveituvirkjun • Símsmíði Listnámsbraut / Almenn hönnun • Fataiðnabraut, 7. önn • Hársnyrtibraut 2., 3. og 4. önn Málmtæknibraut • Gull- og silfursmíði Almennar námsbrautir • Tæknibraut / viðbótarnám til stúdentsprófs Margmiðlunarskólinn 1.2.3. og 4. önn Innritun í kvöldnám verður 3.4. og 6. janúar. - Nánar auglýst síðar. Innritun í fjarnám hefst 1. desember á fjarnam@ir.is Upplýsingar um innritun ásamt umsóknar- eyðublaði er að finna á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu skólans í síma 522-6500. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í einstökum áföngum. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.