Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Skoðun i Senn hitnar í kolunum Við rannsóknir í Flatey á Skjálfanda Gasið streymir upp. Vinnurðu aukavinnu með skólanum? Elín Edda Alexandersdóttir nemi: Já, stundum á kaffihúsi. Ég er farin aö búa, svo þaö væri ekki hægt annars. Þorleifur Gíslason nemi: Já, svona af og til í Eldsmiöjunni. Þaö getur veriö dýrt aö vera í skóla. Davíð H. Lúövíksson nemi: Já, ég er kerfisstjóri í skóianum og þaö er mín aukavinna. Júlíus Jónsson nemi: Já, ég er aö vinna á Hróa Hetti, ekki annaö hægt en aö vinna meö skólanum. Jón Berg Þórsson nemi: Nei, ég sparaöi sumarlaunin og lifi á þeim auk hjáipar foreidra minna. Matthías Hjartarson nemi: Já, ég er að vinna í Bónus. Þaö er dýrt aö vera í skóla. Ekki verður bet- ur séð en að fá- mennur, illskeytt- ur, en þrautreynd- ur mótmælenda- hópur sé að að sviðsetja ágreining miili Landsvirkj- unar og nokkurra íslenskra vísinda- manna sem starfað hafa við umhverf- ismat i Þjórsárver- um og víðar. Ætla verður að mótmælendur og andstæðingar virkjunarframkvæmda hafi aðgang að miklu fjármagni til að moða úr i baráttu sinni. Brátt mun koma í ljós hvaða öfl - stofhanir, fjöl- miðlar og talsmenn úr einstökum „fag- mannahópum" - hafa sig í frammi til að efla sem mestan ófagnað gagnvart íslenskum virkjunarframkvæmdum og nýtingu innlendrar orku í landinu. Þetta er ekki nýtt hér. Áður hefur oft og iðulega verið staðið í veginum gegn framkvæmdum á landsvísu og sem hef- ur orðið þjóðinni þungur baggi eftir á. - Þar á meðal eru rannsóknir og leit að olíu og gasi við og á Norðausturlandi. Um það mál var mikið skrifað í DV á níunda áratugnum, bæði af lærðum og leikum. Þar fóru þó fremstir nokkrir jarðvísindamenn Orkustofnunar sem skrifuðu fróðlegar greinar um rann- sóknir sínar og annarra þar eystra eft- ir að líkur á jarðgasi i miklu magni og hugsanlega olíu í setlögum í Öxarfirði, á hafsbotni í Skjáifanda og á Tjömesi vora kynntar. Þessi skrif lögðust niður. Reynsla mín af samskiptum við nokkra jarðvís- indamenn, sem sendu inn greinar í DV, sem var eini fjölmiðillinn sem sinnti málinu, var þó sú, að þessir vísinda- Ögtnundur Jónasson alþm. skrifar: f sjálfu sér þarf ekki að vera verra að erlendir fjármálamenn fái ítök í ís- lensku fjármálalífi en innlendir. Reyndar hafa menn haft af því mestar áhyggjur að sömu aðilamir og eru komnir með eignarhald á nánast öllu atvinnulífi hér innanlands eignist einnig flármálastofnanir landsins. Sú staða, sama hvaða aðili á í hlut, hlýtur að bjóða heim tortryggni um misnotk- un aðstöðu og grefur því undan því sem er bankastarfsemi einna mikil- vægast, trausti. Jafnt eindregnustu markaðssinnar sem aðrir hijóta að hafa áhyggjur af slíku. Til að skerpa þessa mynd má ímynda sér hvað gerðist ef glæpahring- „Brátt mun koma í Ijós hvaða öfl - stofnanir, fjölmiðlar og talsmenn úr einstökum „fag- mannahópum“- hafa sig í frammi til að efla sem mestan ófagnað gagnvart íslenskum virkjanaframkvæmdum og nýtingu innlendrar orku í landinu.“ menn væra því mjög fylgjandi að halda áfram rannsóknum og kynningu. En það var líkt því sem þrýstingur frá and- stæðingum frekari rannsókna lokaði málinu. Og hefur svo verið um alllangt skeið. Ljóst er að ekki einvörðungu íslenskir fjármálamenn eru að koma ár sinni fyrir borð í íslensku fjármálalífi. Þannig segirfrá því ífjölmiðlum að Frakkar séu að eignast hlut í Búnaðarbanka, Þjóðverjar í Landsbanka og einnig hefur verið talað um rússneskt fé. ur eins og Mafían öðlaðist þessi völd og kæmi ár sinni fyrir borð sem ráðandi aðili í atvinnulífi og efnahagslífi þjóð- arinnar. Reyndar þarf ekki að ímynda Nú var málið vakið upp frá dauðum með frétt í Sjónvarpinu sl. þriðjudag þess efnis að jarðvisindamenn hjá Orkustofnun teldu líkur á að gas og olíu væri að finna í setlögum í Skjálf- andaflóa og þegar hafi fundist olíuleif- ar og gas í setlögum í Öxarfirði og á Tjömesi! Vísbendingar kaili á frekari rannsóknir næsta sumar. Fréttamaður þessarar fréttar á þakkir skildar fyrir að taka málið upp á þennan hátt... En hvað þá? Munu náttúruvemdar- sinnar mæta til leiks með sina að- keyptu talsmenn og erlenda sjávarlíf- fræðinga? Eitt er víst, að senn hitnar í kolunum, bæði á láði og legi, ofan sjáv- ar sem neðan. Brýnt er að setja ný og skynsamleg lög um umhverfismat - ágreiningsfrí að mestu. sér svo öfgafullt dæmi. Alþjóðlegir auð- hringir hafa ekki reynst vandir að virð- ingu sinni og iðulega troðið á almanna- hagsmunum þar sem þeir hafa náð undir sig eignum almennings. Eina vömin gegn slíku er eignarhald þjóðarinnar á grunnþjónustuþáttum á borð við raforku, vatnsveitur, velferð- arstofnanir og í þessu samhengi verður einnig ljóst hve mikilvægt er að tryggja eignarhald þjóðarinnar á einum traust- um ríkisbanka. Þar væri að finna verð- uga kjölfestu og vamir fyrir lýðræðis- þjóðfélag. Núverandi ríkisstjóm reisir þjóðinni enga slíka vamarmúra. Þvert á móti rífur hún þá niður. Sem betur fer nálgast kosningar. - Hins vegar er ljóst að áður munu mikil spjöll hafa verið unnin á íslensku þjóðfélagi. Geir R, Andersen blaöamaöur skrifar: Hvernig forðast má að Mafían eignist fsland __ Övönduð vinnubrögð Það er stundum erfitt að vera til. Sérstaklega þegar maður er listamaður og háður duttlungum gagnrýnenda. Listamenn eru viðkvæmar sálir enda alkunna að heilabúið í þeim starfar á öðru tíðnisviði en gengur og gerist og því áríðandi að fara að öllu með gát þar sem þeir eru annars veg- ar. Þegar listamaður hefur birt verk sin almenn- ingi verða þeir sem á horfðu, heyrðu eða lásu að gera sér grein fyrir því að listamaðurinn hefur lagt sál og líkama í verk sitt og því ekki sama hvernig fjallað er um það. Og umfram allt verða gagnrýnendur að setja sig inn í samhengi hlut- anna, hafa menningarlegar tilvísanir á takteinum svo þeir verði ekki sakaðir um að hafa kastað til hendinni. Sjá ekki snilldina Þegar gagnrýnendur eru ánægðir með framlag listamanna, hafa um verk þeirra mörg fógur orð án þess þó að skýra það neitt frekar heyrist sjaldnast í listamönnunum sjálfum. Þeir fagna í hljóði og taka alúðlega á móti heillaóskum. Sýna af sér þá hógværð sem sögð er einkenna stór- menni í listinni. Gangrýnandinn fær þann dóm listamannsins að vera starfi sínu vaxinn, að hafa sýnt vönduð vinnubrögð og ekki síst að hafa séð hlutina í réttu samhengi. Þannig mæra þeir hvor annan, listamaðurinn og gagnrýnandinn, hefja hvor annan upp í æðra veldi. Þá er kátt í höllinni. Hjá þeim. En það gerist nokkuð oft en þó. allt of sjaldan að gagnrýnendur sjá ekki snilldina sem listamaðurinn telur sig hafa fram að færa og láta þá skoðun sína í ljós að hér sé ekkert merkilegt á ferðinni. Þá er eins og við manninn mælt að skyndilega fara listamenn að gera miklar kröfur um fagleg og vönduð vinnubrögð, setjast í stól gagnrýnandans. Ef þeir geysast ekki fram á rit- völlinn í eign nafni fá þeir einhvem sér hand- genginn til þess. Niðurstaðan verður sú að gagn- rýnandinn hafi brugðist skyldum sínum, sé ekki starfi sínu vaxinn og virðist of tregur til að skynja samhengi hlutanna. í versta falli stjórnast gagn- rýni hans af annarlegum hvötum. Gagnrýni lista- mannanna gerist svæsin. Er ósjaldan mælst til þess að gagnrýnandinn fái uppsagnarbréf frá þeim fjölmiðli sem hann starfar fyrir. Að öðrum kosti sé umfjöllun um listir og menningu í stór- hættu. Gott og vont Garri er einfaldur maður. Hann telur listaverk góð eða slæm og þarf ekki að styðjast við neitt annað en eigið innsæi í þeim efnum. Honum leið- ist afstöðuleysi sem felst í orðum eins og áhuga- verður. Og hann skilur ekki hvers vegna rök- styðja þarf neikvæða dóma betur en jákvæða. Hvers vegna kröfur um vönduð vinnubrögð, sem alla jafna eru viðhöfð, verða meiri þegar niður- staða gagnrýnandans er á neikvæðum nótum gagnvart listamanninum. Þegar listamenn gerast sjálfskipaðir gagnrýnendur gagnrýnenda og um leið gagnrýnendur eigin verka finnst Garra liggja beinast við að segja öllum gagnrýnendum upp störfum og láta listamennina sjálfa um að gagn- rýna. Enda eru þeir hafnir yfir óvönduð vinnu- brögð og annarlegar hvatir, eins og allir vita. l Spennandi prófkjör Bjðrn Jónsson skrifar: Skemmtileg umræða um próf- kjörin var í Silfri Egils um næstsíð- ustu helgi. Hall- grimur Thor- steinsson, út- varpsmaðurinn góðkunni, af Út- varp Sögu, hélt því fram af ókunn- um ástæðum að fáir frambjóðend- ur væru í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Því er ég ósammála því ekki færri en 8 nýir frambjóðendur keppa við hina ágætu núverandi þingmenn flokksins, alls 17 manns. Það má því segja að hinir 8 nýju keppi við hina 9 gömlu! Hjá Samfylkingunni í Reykavík tóku aðeins 13 manns þátt í prófkjöri, og ekkert prófkjör er svo hjá Framsókn eða Vinstri grænum. í nýja hópnum hjá Sjálfstæðisflokki er margt ungt fólk og efnilegt. Ég er líka sammála því sem fram kom hjá öðrum viðmæl- endum Egils, að Birgir Ármannsson hefur víða skirskotun og er líklegur til að ná langt. Sameinar það að vera ungur og reyndur og þekkja vel bæði til málefna atvinnulífsins og stjórn- málanna. Uppskrift aö undirheimi Stefán Þór Stefánssor^skrifar: Undirheimar á íslandi eru nú mjög í umræðunni. Fólki hrýs hug- ur við fréttum af atburðum er upp á yfirborðið komast. Refsiramminn fyrir fíkniefnabrot er nú þyngdur og í kjölfarið hefur heimurinn harðn- að. Þyngdur refsirammi verkar sem olía á eld, undirheimamir sökkva enn dýpra, og gerir þá erfiðari við- fangs. Sovét-hugsunin að telja boð og bönn leysa vandann ætti að heyra sögunni til. Leita verður að rótum vandans og kljást við hann í fæðingu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar í stríðinu við eiturlyf eru með öllu gagnslausar. Fíkniefni verða til á meðan kaupendur eru að þeim. Með löggjöf um um ávana/fíkniefni væri stoðunum kippt undan þeim er selja þau á ok- urverði i undirheimunum. Samfara henni hryndi veldi fíkniefnasala og engin ógæfusál þyrfti að eiga það á hættu að lenda í sora undir- heimanna. Vandamálið væri þá loks sýnilegt og hægt yrði að eiga við þennan heilbrigðisvanda.- Eða er það ekki það sem við viljum, að gera vandann sýnilegan? Þrýstihópurinn þráláti Guðnl iónsson skrifar. Margir hafa það á tilfmningunni að hópurinn sem vill allar áætlanir um frekari virkjana- framkvæmdir feig- ar leggi nú allt í sölurnar til að koma höggi á Landsvirkjun. Fundurinn í Austur- bæjarbíói, þar sem á fremstu bekkjum mátti sjá fyrrv. forseta íslands ásamt fyrrv. forsætisráðherra, sýnir að öll- um ráðum og brögðum verður beitt til að magna upp ágreining milli hinna svokölluðu „vísindamanna", sem komu að umhverfismati Þjórsárvera og víðar. Næstu dagar munu leiða í ljós hvaða málpipur hafa verið ráðnar til að ganga erinda þessa þráláta þrýstihóps sem leggur aUt undir til að draga Island af braut velmegunar og framfarabraut niður á steinaldarstig. Fundaö um Þjórsárver Allt lagt undir? Birgir Armannsson í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. ■i. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn i síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.