Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Qupperneq 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
DV
Reynt aö ræna flugvél El Al
Öryggisvörðum í vél ísraelska flugfé-
tagsins El Al tókst í gærkvöld að
koma í veg fyrir flugrán.
Komið í veg fyrir
flugrán hjá El Al
ísraelskir öryggisverðir komu í
gærkvöld í veg fyrir að flugvél frá
E1 A1 yrði rænt þar sem hún var á
leið frá Tel Aviv til Istanbúl í Tyrk-
landi.
Flugvélin lenti heilu og höldnu í
Istanbúl tæpum hálftíma siðar og
starfsmaður flugvallarins þar sagði
að einn hryðjuverkamaður hefði
verið handtekinn.
ísraelskir íjölmiðlar sögðu að
ísraelskur arabi hefði reynt að ráð-
ast til inngöngu í flugstjómarklef-
ann en að öryggisverðimir hefðu
stöðvað hann. Svo virðist sem
manninum hafi tekist að smygla
litlum vasahnífi með sér i vélina.
Útvarpsstöð ísraelska hersins
hafði eftir einum farþeganna um
borð að maðurinn hefði ráðist á
flugfreyju áður en hann reyndi að
komast inn í flugstjómarklefann.
Miklar öryggisráðstafanir eru við-
hafðar i flugvélum E1 Al, meiri en
víðast hvar, eftir fjölda bíræfinna
flugrána á 8. áratug síðustu aldar.
Margir vilja sitja
á Grænlandsþingi
Áhuginn á að taka þátt í stjóm-
málum á Grænlandi hefur aldrei
verið meiri en nú. Kjörnefnd heima-
stjórnarinnar hefur samþykkt 214
frambjóðendur fyrir kosningamar
sem haldnar verða 3. desember
næstkomandi.
Færeyska útvarpið segir frá því
að sjö flokkar bjóði sig fram að
þessu sinni, tveimur fleiri en síðast.
Annar nýju flokkanna er aðeins
skipaður konum.
Jonathan Motzfeldt, formaður
heimastjómarinnar, sá sig knúinn
til að boða til kosninga þegar sam-
komulag náðist ekki um ný fjárlög.
Kjarnorkuvopnaeigandi
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu,
og félagar hans hafa viðurkennt að
hafa eignast kjarnorkuvopn.
Kjarnorkuvopn
í Norður-Kóreu
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa
gengist við því í fyrsta sinn að þau
eigi kjarnorkuvopn.
Greint var frá því í norður-
kóreska ríkisútvarpinu í gær að
landið hefði þróað „öflugar hervam-
ir, þar á meðal kjamorkuvopn" til
að mæta það sem kallað var kjam-
orkuógnanir af hálfu Bandaríkja-
manna.
Stjómvöld í Washington sögðu í
síðasta mánuði að Norður-Kóreu-
menn hefðu viðurkennt tilvist
kjamorkuáætlunar sem miðaði að
því að framleiða auðgað úran, sem
er nauðsynlegt efni til framleiðslu
kjarnorkuvopna.
Vopnaeftirlitsmenn SÞ halda til íraks í dag:
írakar hafa örlög
sín í eigin höndum
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna halda í dag frá Kýpur til
Bagdad, höfuðborgar íraks, þar sem
þeir ætla að hefja leit sína að meint-
um gjöreyðingarvopnum íraskra
stjómvalda. Eftirlitsmennimir hétu
því að þeir myndu ekki láta meina sér
að skoða þá staði sem þeir óskuðu.
Forystumenn vopnaeftirlitsins
sögðu að örlög íraks, afnám við-
skiptaþvingana eða stríð, yltu á því
að ráðamenn í Bagdad reyndu ekki
að fela neitt.
Vopnaeftirlitsmenn hafa ekki ver-
ið í írak frá árinu 1998 þegar þeir yf-
irgáfu landið með þeim orðum að
Saddam Hussein forseti væri ekki
samvinnuþýður.
Nokkrum klukkustundum áður
en Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir-
litssveitarinnar, lenti á Kýpur
gerðu bandarískar og breskar orr-
ustuflugvélar árásir á loftvarnabún-
að í norðanverðu írak. Að sögn
bandarískra hernaðaryfirvalda
höfðu írakar áður skotið á þotumar
REUTERSMYND
Vopnaeftirlitsmenn á Kýpur
Hans Blix og Mohamed El-Baradei,
yfirmenn vopnaeftirlits SÞ, koma til
Kýpur á leið sinni til Bagdad þar
sem leita á að gjöreyðingarvopnum.
yfir flugbannssvæði.
„Við erum að hefja nýjan kafla
eftirlitsins í írak,“ sagði hinn 74 ára
gamli sænski Hans Blix við frétta-
menn sem tóku á móti honum á
flugvellinum í Lamaca á Kýpur. í
for með honum var Mohamed El-
Baradei, forstöðumaður Alþjóða
kjamorkumálastofnunarinnar.
Ys og þys var við Flamingo Beach
hótelið við sjávarsiðuna í Larnaca
þegar eftirlitsmenn söfnuðust þar
saman fyrir ferðina tfl íraks.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði i gær að Saddam
Hussein myndi gera stærstu mistök
lífs síns ef hann reyndi að stöðva
eftirlitsmennina í leit þeirra að
sýkla-, efna- og kjarnorkuvopnum.
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra íraks, sagði að írakar væru
reiðubúnir til samvinnu við eftir-
litsmenn og að niðurstöður leitar-
innar myndi afhjúpa ásakanir
Bandarikjanna um gjöreyðingar-
vopnaeign íraka sem lygi.
REUTERSMYND
Börn að leik í olíumengaðri Qöru
Björgunarsveitarmenn unnu að því hörðum höndum í gær að reyna að koma i veg fyrir alvarlegt umhverfisslys á norð-
vesturströnd Spánar þar sem olíu úr olíuskipinu Prestige hefur skolað á land. Þá er farið að bera á dauðum fuglum í
fjörunni. Þessi börn létu olíumengunina þó ekki aftra sér frá því aö bregða á leik í fjörunni nærri Muxia.
Giulio Andreotti dæmdur í 24 ára fangelsi:
Fundinn sekur um að fyrir-
skipa morð á blaðamanni
Áfrýjunardómstóll á Ítalíu dæmdi
Giulio Andreotti, fyrrum forsætis-
ráðherra landsins, til 24 ára fangels-
isvistar i gær fyrir að hafa fengið
bófa úr mafiunni til að drepa blaða-
mann árið 1979.
Andreotti, sem hefur sjö sinnum
gegnt forsætisráðherraembættinu
fyrir flokk kristilegra demókrata á
Ítalíu, hafði verið sýknaður af
ákærunni á lægra dómstigi fyrir
þremur árum.
Að þessu sinni tókst samsóknur-
um að sannfæra dómara um að
Andreotti hefði fyrirskipað morðið
þar sem blaðamaðurinn, Mino
Pecorelli, hefði ætlað að birta upp-
lýsingar sem hefðu getað eyðilagt
pólitískan feril Andreottis.
Andreotti, sem er orðinn 83 ára,
hefur ávallt neitað allri sök og hann
Giulio Andreotti
Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu
dæmdur í fangelsi fyrir morð.
hélt því fram við bæði réttarhöldin
að ákærurnar á hendur honum hafi
verið af pólitískum rótum runnar.
Fréttaritari breska ríkisútvarps-
ins BBC í Róm sagði að áhrif niður-
stöðu dómstólsins á ítalskt stjórn-
málalíf hefðu verið eins og eftir
sprengju.
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra lýsti fyrirlitningu sinni á
dómnum og á ítalska réttarkerfinu
almennt.
Lögfræðingar Andreottis sögðu
að dómnum yröi áfrýjað og að á
meðan myndi skjólstæðingur þeirra
verða frjáls ferða sinna.
Dómararnir i áfrýjunardómstóln-
um í borginni Perugia lokuðu sig
inni á fóstudag en þeim tókst ekki
að komast að sameiginlegri niður-
stöðu fyrr en í gærkvöld.
Nyrup enn í vanda
I Rasmussen, leiðtogi
danskra jafnaðar-
I *■. j.; manna, hefur enn
i ekki leyst þann
■ - A mikla vanda sem
m upp kom í flokkn-
um þegar hann
I aK' ift W reyndi sjálfur að
endurnýja forystuna í þingflokki
krata fyrir þremur mánuðum. Sí-
fellt fleiri flokksmenn efast um að
Nyrup geti komið flokknum upp úr
þeirri ládeyðu sem hann er í.
Abba Eban látinn
Abba Eban, fyrrum utanríkisráð-
herra ísraels og einhver þekktasti
stjómmálamaður landsins, lést á
sjúkrahúsi nærri Tel Aviv í gær.
Hann var 87 ára. Eban var meðal
annars fyrsti sendiherra ísraels hjá
SÞ og hann var talsmaður þess að
Palestínumenn fengju eigið ríki.
Sænskir kratar klárir
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, var létt eftir að fulltrúa-
ráð jafnaðarmannaflokks hans
komst að þeirri niðurstöðu um helg-
ina að landið væri klárt til að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu um fulla
þátttöku í Evrópusamstarfmu.
Heilarnir horfnir
Komið hefur i ljós að heilar
þriggja leiðtoga þýsku borgarskæru-
liðasamtakanna, sem kennd eru við
Baader og Meinhof, hafa horfið.
Heilar þremenninganna, þar á með-
al Baaders sjálfs, voru varðveittir i
þágu visindanna.
Annan minnist fallinna
HKofi Annan,
framk væmdastj óri
sem háðar voru í
kjölfar hruns fyrrum Júgóslavíu.
Annan er í fimm daga heimsókn á
Balkanskaganum.
Skotárásir í Kingston
Vopnaðir menn drápu fimm
manns og særðu fimmtán í
skotárásum á vegfarendur á þremur
stöðum í Kingston, höfuðborg
Jamaíku, á laugardag.
Boxari til Afganistans
Hnefaleikakapp-
inn Muhammad Ali
kom til Afganistans
í gær i hlutverki
friðflytjandans fyr-
ir Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna og
matvælaaðstoð
sömu stofnunar.
Tilgangur ferðarinnar er að vekja
athygli á ófremdarástandinu sem
ríkir í hinu stríðshrjáða Afganistan.
Kirkjur Serba skotmörk
Kirkja Serba í Kosovo var
sprengd í loft upp í gærmorgun og
önnur skemmdist í árás aðfaranótt
sunnudagsins, að sögn talsmanns
gæslusveita Sameinuðu þjóðanna.
Þrýst á Sharon
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, var undir miklum þrýstingi
I gær að hefna fyrirsátar í Hebron
þar sem palestinskir vígamenn
felldu tólf ísraelska hermenn og ör-
yggisverði á fóstudag.