Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Page 28
52
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Tilvera DV
Mikki eldri en
margur heldur
Mikki mús er eldri en margur
heldur því nýlega fannst 700 ára
gömul mynd af honum á fomri
veggmynd í kirkju í Möltu-dal í
Carinthia-héraði í Austurríki.
Mynin er svo svo lík að halda
mætti að sjálfur Walt Disney hefði
verið þar á ferð, en hann teiknaði
Mikka fyrst árið 1928.
Það var austurriskur listfræð-
ingur, Eduard Mahlknecht, sem
uppgötvaði myndina nýlega við
rannsóknarstörf en Mikki er þar í
öllu sínu veldi við hliðina á dýr-
lingnum Sankti Kristófer. Að sögn
Eduards er myndin frá því í
byrjun fjórtándu aldar. „Þetta er
aö mínu mati algjör tilviljun en St.
Kristófer hefur oft verið málaður
með dýr í kringum sig og í þetta
skipti fígúru sem er ótrúlega lík
Mikka mús,“ sagði Eduard.
Ferðamálayfirvöld í héraðinu
hugsa sér gott til glóðarinnar og
sagði Siggi Neuschitzer ferðamála-
fulltúi þetta algjöra himna-
sendingu. „Þetta er Mikki
ljóslifandi og svo likur að við
gætum hugsanlega náð einka-
réttinum af Disney. Okkar er 700
árum eldri og lagalegur réttur
hlýtur því að vera okkar megin,“
sagði Siggi, en auðvitað í gríni.
tHíkemstfljóttað!
...enþúgeturlíkapantadtíma
Rakarastofan
Klapparstíg
stofnaðigiS* * sími 551 2725
Upplýsingar
Islma 580 2525
Textavarp ÍÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
Jókertölur
laugardags
&Æ 7 2 3 3 1
—aes
■S?\
AÐALTÖLUR
1 ) 14 ) 20
21) 22) 44
BÓNUSTÖLUR
Alltaf á *
miðvikudögum
JW Jókertölur
mlðvlkudags
jEaL 01910
S Listasafn íslands:
Islensk samtímalist
Dagur íslenskrar tungu:
Þjóðlegt á Egilsstöðum
Tvær danskar
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Á laugardag var opnuð stærsta
sýning sem haldin hefur verið á
íslenskri samtímalist í Listasafni
íslands. Listafólkið sem á verk á
sýningunni er allt fætt eftir 1950,
en sýnd eru 99 verk eftir 53 lista-
menn í sölum en 317 verk eftir 97
listamenn í tölvum, gerð á árun-
um 1980-2000. Verkin eru öll í
eigu Listasafns íslands en fæst
þeirra hafa verið sýnd þar áður.
Safnið býður upp á viðamikla leið-
sögn, barnadagskrá og umræður í
tengslum við sýninguna. Sýning-
arstjóri er dr. Ólafur Kvaran safn-
stjóri.
DV-MYNDIR KÖ
Norðurljós í Listasafni ísiands
Kona virðir fyrir sér Norðurljósabarinn, eitt af fjölmörgum verkum á sýningunni.
Taktur samtímans
Á sýningunni má kynnast ýmsum
straumum og aðferðum undanfar-
inna tveggja áratuga. Hér náigast
Elva og Hildur taktinn og tæknina í
myndlist samtimans.
íslenskir jöklar
Hér má sjá Jöklamyndir eftir Ólaf
Elíasson en náttúran er viöamikil á
sýningunni og Ijóst að margir lista-
mannanna sækja sér efnivið í hana.
Nútíminn sýndur
Ljósmyndarinn Spessi var spekings-
legur á svip, líklega að reyna að meta
þróun íslenskrar nútímalistasögu.
Sláandi
slagverk
Slagverkshópurinn Benda var
með tónleika í Borgarleikhúsinu á
laugardag. Meðlimir hópsins eru
Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og
Steef van Oosterhout auk Snorra
Sigfúsar Birgissonar sem spilar á
píanó. Benda býr til tónlist úr ýms-
um hlutum og mátti t.d. heyra hóp-
inn spila á dagblöð á tónleikunum á
laugardag þar sem trompetleikar-
inn Eiríkur Öm Pálsson var sér-
stakur gestur hópsins.
Dagur íslenskrar tungu var hald-
inn hátíðlegur víða um land í tilefni
af fæðingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar 16. nóvember. Á Egilsstöðum
var veigamikil dagskrá í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum þar sem
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra veitti verðlaun og viðurkenn-
ingar fyrir eflingu íslenskrar tungu.
Ráðherrann og þeir sem viðurkenn-
ingar hlutu íluttu ávörp, einnig var
flutt tónlist á vegum Tónskóla Aust-
ur-Héraðs og böm úr Fellaskóla
voru með upplestur. -PG
Fallegur lestur
Árni Jón Þórðarson, nemandi í Fella-
skóla, var einn þeirra sem las upþ á
samkomunni en hann fékk verðlaun í
Stóru upplestrarkeppninni í fyrravetur.
DV-MYNDIR PG
Barnasöngur
Barnakór Grunnskóla Egilsstaða og Eiða söng nokkur lög undir stjórn Ástu B.
Schram tóniistarkennara.
iganiim - Min sostes born -k-k-k Monas verden kk
Spilaö á dagblöö
Það er hægt að búa til tóniist úrýmsu
öðru en hefðbundnum hljóðfærum,
eins og slagverkshópurinn Benda sann-
aði í Borgarleikhúsinu á laugardag.
Donsk kvikmyndahatið í Regnl
Min sasters bom var fyrst gerð í
Danmörku árið 1966 og fjallaði um
bamasálfræðing sem fær tækifæri
til að reyna framúrstefnulegar hug-
myndir sínar um barnauppeldi á
óþekktaröngum systur sinnar.
Myndin varð óhemju vinsæl og ein-
ar fjórar kvikmyndir um sömu fjöl-
skyldu fylgdu á eftir.
Nú er komin endurgerð á smellin-
um með Peter Gantzler (Taxi) í hlut-
verki sálfræðingsins barnlausa.
Hann er nýbúinn að gefa út bók og
í byrjun myndar er hann í vinsæl-
um sjónvarpsþætti að tala um bók-
ina sína og við fáum samtímis að
vita að hann, þessi væni og hálf-
feimni maður, á að passa fimm börn
systur sinnar í heila viku í niður-
níddu húsi þeirra einhvers staðar í
annars mjög finu úthverfl. Aha!
Hugsar maður með sér, nú á aldeil-
is aö reka ofan í hann allar hug-
myndir hans um frjálst uppeldi og
svoleiðis, en það reyndar gengur
ekki eftir. Bömin eru indæl og
óþæg og uppátækjasöm eins og
kvikmyndaböm em gjaman: mála
hús á einum degi, aka sportbíl í
nærliggjandi sveitarfélag (klúður-
laust), fylla kjallarann af vatni úr
sundlauginni í næsta húsi, veiða
hárkollu af leiöindagaur og hjálpa
frændanum hjárænulega að reyna
við flnu konuna í næsta húsi. Öllu
þessu tekur frændi með bros á vör
og allir em vinir.
Það em bæði skemmtileg og
skondin atriði á víð og dreif í mynd-
inni Min sosters born, og eins og
margar danskar fjölskyldumyndir
er hún afar hlý og elskuleg.
Gantzler er prýðilega hallærislegur
í aðalhlutverkinu og krakkamir
sykursætir og sjarmerandi.
Monas verden
í Monas verden leikur Sidse
Babett Knudsen, sú sem var svo
ómótstæðileg í Den eneste ene, hina
frekar hallærislegu og fráhrindandi
Monu, sem er bókhaldari á agalega
töff auglýsingastofu. Hún lendir í
því í upphafi myndar að vera tekin
sem gísl af frekar vonlausum
bankaræningjum. Hún sleppur frá
þeim en þegar hún lýsir þeim fyrir
lögreglunni þá gefur hún öðrum
þeirra útlit draumaprinsms síns,
myndarlegs módels sem hún hefur
séð í strætó. Bankaræninginn, sem
hún fegrar, sér teikninguna af „sér“
í dagblaöi og er handviss um að
Mona hafi fegrað sig vegna ástar og
fer umsvifalaust að stíga í vænginn
við hana, Monu til mikillar hrell-
ingar, því hún elskar hinn óínáan-
lega prins en ekki þennan hálfhall-
ærislega smákrimma.
Ef Monas verden væri öll eins góð
og bestu atriðin, þá væri hún frá-
bær. En því miður er sú ekki raun-
in. Mona er illa skrifuð persóna og
þótt Sidse gæði hana holdi og blóði
er hún svo samsett að hún er alveg
óskiljanleg, eins og fjölmörgum
sketsum um einhleypar konur á fer-
tugsaldri hafl veið skeytt saman al-
veg gangrýnislaust. Persóna banka-
ræningjans Thorbjöms sem Thom-
as Bo Larsen (Festen) leikur af kóm-
ískum léttleika er mun heilsteyptari
persóna og atriði þeirra Sidse eru
þau bestu í myndinni, einkum ein
ógleymanleg barsena þar sem þau
bulla á heimatilbúinni rússnesku og
er nánast bíóferðarinnar virði!
Handritið, sem er að hluta byggt
á spunavinnu með leikurunum, er
allsundurlaust og i stað þess að
treysta á aðalsöguna og þróa hana
betur, þá er aukasögum og persón-
um bætt við sem gera lítið fyrir
framvindu myndarinnar. Monas
verden fær mann til að hlæja dátt
og stendur fyllilega jafnfætis lung-
anum af þeim rómantísku kómedí-
um sem hellast yfir okkur frá
Hollywood en hún skilur ekkert eft-
ir sig, ekki einu sinni áhuga á aðal-
persónunum.
Mln sosters bam. Lelkstjóri: Tomas Vill-
um Jensen Aðalleikarar: Peter Gantzler,
Lotte Merete Andersen, Birthe Neumann,
Neel Ronholt ofl.
Monas verden. Leikstjóri: Jonas Elmer
Aðalleikarar: Sidse Babett Knudsen,
Thomas Bo Larsen ofl.