Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Síða 29
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
53
x>v
Tilvera
Gallerí Skuggi:
Flugnafár á Hverfisgötunni
Gallerí Skuggi við Hverfísgötu er
nú fullur af flugum og undarlegum
prjónastykkjum. Það eru myndlist-
arkonurnar Rósa Sigrún Jónsdóttir
og Stella Sigurgeirsdóttir sem sýna
þar verk sín um þessar mundir en
sýningar þeirra voru opnaðar á
laugardag. Á efri hæðinni sýnir
Rósa Sigrún verkið Minni en Stella
sýnir verkið Flugufótur i klefa og
kjallara gallerísins. Margir lögðu
leið sína á opnunina á laugardag
enda nóg að skoöa. -snæ
1 t .«•*»** i \
m f 1 ? 1 \ i
Á opnuninnl Myndlistarkonurnar Rósa Sigrún Jónsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir voru két- aryfir prjónaskap sínum og flugum. Sýningar þeirra standa til 1. desember.
Jóga hjá Guðjóni Bergmann
Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818
Jóga fyrir byrjendur
Sfðasta námskeið fyrir áramót verður frá 25. nóv. til
18. des. Hægt er að greiða námskeiðið eftir mánaðamót
nóv./des. 2002. Náðu góðri slökun fyrir jól.
Skráning í síma 690-1818 eða á www.gbergmann.is.
Leiðbeinandi: Guðjón Bergmann
■ ■ ■ ■
Jólaforskot
20% afsláttur
til i. des.
Menningarferð
Stöllurnar Ingunn og Eva Rakel voru
menningarlegar é laugardag þegar
þær lögöu leiö sína í Gallerí Skugga.
Sein á svið
Htjómsveitin Sein tróð upp á
skemmtistaðnum Vídalín á fóstu-
dagskvöld. Mikið stuð var á gestum
staðarins eins og sést á meðfylgj-
andi myndum en þetta var fyrsta al-
vöruball hljómsveitarinnar. Sveitin
tróð upp með vinsælum slögurum
en söngkona sveitarinnar er nýstig-
in af sæng. Spennandi verður að
fylgjast með þessari sveit í framtíð-
inni en gestir staðarins voru ánægð-
ir ineð tónlistarflutninginn.
Laugavegur 20t
á korni Laugavegar og Klapparstígs.
Sími: 552 2515
Fljúgandl flugur
Guölaugur og Guömundur voru hrifnir af flugum Stellu og létu sér ekki nægja
að horfa é þær heldur líka snerta. Kannski þeir hafi líka fengiö flugu í höfuö-
iö af heimsókninni?
Súludans?
, Vopnuö og hættuleg“ er életrunin é
bol þessarar stúlku sem sveiflaöi
sér é súlunni viö tónlist Sein.
DV-MYNDIR KÖ
Stuð á Vídalín
Söngkona sveitarinnar er nýbúin að eignast barn en lét ekki móöurhlutverkiö
aftra sér fré því að troöa upp é Vídalín é föstudagskvöld.
BILAMALUN
JÓNASAR K. HARÐARSONAR
- '?fa<fútccö
vimubiácih $
KAPLAHRAUNI 14 HAFNARFIRÐI -
------SÍMI: 555-1 540 ---------
Tonlíst
Geirmundur Valtýsson - Alltaf eítthvað nýtt
• /
Tjutt og tralala
Þær eru orðnar þónokkrar plöt-
umar frá dansiballakónginum að
norðan. Það sem stundum hefur
verið nefnt Geirmundarsveifla er
náttúrlega bara tjútt og tralala.
Hann hefur samið mörg grípandi
lög á liðnum árum en á þessari
plötu fórlast honum eitthvað.
Þannig virðist Geirmundur heldur
mikið endurtaka sjáifan sig frá fyrri
tíð auk þess sem uppbygging
margra laganna virðist mjög svip-
uð. Gripið er til sömu lausna í
hljómsetningum; IV-(I)-II-V-(I) kem-
ur til að mynda fyrir í meira en
helmingi laganna. En það er alltaf
ákveðin stemning yfir lögum Geir-
mundar, létt og rómantísk í bland,
og hún er vissulega fyrir hendi hér.
Textar Kristjáns Hreinssonar eru
prýðilega ortir án þess aö vera sér-
lega eftirminnilegir. Þeir leggja
áherslu á aö taka lífinu létt því að
lífið er línudans o.s.frv. og allt gott
svo sem um það að segja. Sem sagt
jákvæðir og uppörvandi og hæfa
þannig ágætlega músíkinni sem er
býsna hressileg þegar best lætur.
Má í því sambandi nefna lagið í
rétta átt.
Það er einvalalið sem kemur að
þessari hljóðritun. Hinir ágætustu
söngvarar og hljóöfæraleikarar.
Ekki bregst Geirmundi bogalistin
hvað það varðar að fá úrvalsfólk sér
til aðstoðar. Magnús Kjartansson
stjómar upptökum og leikur á pí-
anó og hljómborð. Hann og Vil-
hjálmur Guðjónsson gítarleikari
koma hér fram sem frábært bak-
raddapar. Gunnlaugur Briem sér
um trommuleik og Haraldur Þor-
steinsson leikur á bassa. Samúel J.
Samúelsson útsetur blásturshljóð-
færi. Þau lífga harla vel upp á mús-
íkina og Samúel á fallegt básúnu-
sóló í síðasta laginu, Kæri vinur. En
þrátt fyrir góðan hóp músíkanta
tekst ekki alltaf að glæða músíkina
almennilega lífi. Til þess vantar
bara meira af eftirtektarverðari lög-
um. Söngvaramir Páll Rósinkrans,
Snöramar, Berglind Björk, Guðrún
Gunnars og Helga Möller skila þó
sínu ágætlega.
Geirmundur syngur sjálfur nokk-
ur lög. Rödd hans hefur ekki þá
hlýju og tilfinningahita sem hinir
söngvaramir geta ljáð lögum og
textum en hann sleppur þó bærilega
frá sínu. Lögin eru þess eölis að það
hefði verið hægt að útsetja þau flest-
öfl sem kántrýmúsík. Samba fyrir
Silla hefði þá orðið tjúttlag. f sum-
um tilfellum er farið hálfa leið í átt
að kántrýinu, t.d. með prýðilegum
fetilgítarleik Jerry Hogans. Til hans
hefði mátt heyrast í fleiri lögum.
Það er nú svona. Þessi diskur veld-
ur því svolitlum vonbrigðum þrátt
fyrir vissa stemningu. Fyrstu þrjú
lögin eru ágæt á sína vísu, sérstak-
lega Ég vildi geta flogið. Það lag,
Augun þín lýsa mér leiöina heim og
nokkur fleiri bera með sér þessa
þægilegu einlægni sem einkenna
lagasmíðar Geirmundar og hafa
gert hann vinsælan í gegnum tíð-
ina. Og víst er að aðdáendur Geir-
mundar geta þokkalega vel við
unað. Ingvi Þór Kormáksson
Gólfþjqnóstan
KOMDU .
PARKETIIMU A
FYRIR JOL!
...3 gegnheil tilboö á parketi,
niður komið og full unnið!
EÍk 10 mm Gegnheil
Eik 1 B mm Gegnheil liiiini
Yberaro 14 mm Gegnheil j
- og aö sjálfsögöu gerum viö tilboö þér aö kostnaöarlausu
V-
847 1481 • 898 8494
_l*r