Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 *[• Munið síökkva á kertunum Munið að slökkva á kerti áður en þau brenna niður. ?pi> -A ÖRYGGISNET SECNET ¦ Rauði kross íslands \«a Rikislögreglustjórinn LÖGGILOINGARSTOFA /^ySLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Tilvera I>V Jólasveinnlnn 2 Jólasveinninn (Tim Allen) athugar hvort verkin séu ekki vel unnin hjá hinum trúföstu álfum. Bíófrumsýningar: Jólasveinn og karl í kvennakörfubolta Eins og tvær síðustu helgar verða aðeins tvær kvikmyndir frumsýndar í kvikmyndahúsum á höfuðborgar- svæðinu, fjölskyldumyndin Santa Claus 2 og unglingamyndin, Juwanna Mann. Jólasveinninn er stórmynd sem hefur fengið mikla aðsókn í Bandaríkjunum og er ásamt Harry Potter og James Bond langvinsælust. Bíófélagið 101 hóf sýningar á Full Frontal í gær en í þeirri kvikmynd leikur Steven Soederberg sér að hinni dönsku dogme formúlu. Jólasveinninn Tim Allen, sem flestir þekkja úr hinni vinsælu sjónvarpsseríu Hand- laginn heimilisfaðir, hefur leikið í nokkrum kvikmyndum sem náð hafa vinsældum. Vinsælasta kvikmynd hans hingað til var Santa Clause, sem gerð var fyrir átta árum. Santa Clause 2 er nánast beint framhald af þeirri kvikmynd og hefur hún orðið vinsælli en fyrsta kvikmyndin. Eins og þeir sem sáu myndina varð allt í einu skortur á jólasveini þegar háaldraður jólasveinninn hætti störfum. Heimil- isfaðirinn Scott Calvin varð fyrir val- inu sem eftirmaður hans og átti hann enga möguleika á að hafna þessari stöðu. í Santa Clause 2 hefur hann verið jólasveinn síðan og álfarnir hans Juwanna Mann Fylgst með konum \ körfubolta. Full Frontal Catherine Keenererein afmörgum þekktum leikur- um sem leikur í myndinni. segja að hann sé sá besti hingað til. En það eru vandamál í gangi, jóla- sveinninn hefur verið að léttast og er ástæðan talin vera sú að sonur hans úr fyrra lífi er kominn á lista yfir óþekku börnin. Scott ákveður að taka sér smáfrí til þess að hjálpa syni sín- um að komast á rétta braut og lætur varajólasvein sjá um hlutina á meðan hann er í burtu. En þegar varajóla- sveinninn fer að breyta ýmsum regl- um, til dæmis að breyta skilgreining- unni á „þægum" og „óþekkum" krökkum, stefnir hann jólunum i hættu. Scott verður því að snúa aftur og bjarga jólunum. Auk Tims Allens leika í Santa Clause 2, Judge Reynhold, Wendy Crewson og Eric Lloyd, sem öll voru í fyrri myndinni og Elizabeth Mitchell. Leikstjóri er nýliðinn Michael Lembeck, sem hefur mikla reynslu að baki í leik- stjórn gamanþátta í sjónvarpi. Full Frontal Eftir að hafa leik- stýrt þremur stór- virkjum í röð, Erin Brochovich, Traffic og Ocean's 11 safnaði Steven Soderbergh saman fríðu liði leik- ara og gerði kvik- mynd á átján dögum. Afraksturinn er Full Frontal, sem ber þess vissulega merki að vera gerð fyrir lítinn pening en er for- vitnilegt innlegg leikstjórans þekkta í gerð kvikmynda sem falla að ein- hverju leyti undir dogme-reglurnar þótt hún sé alls ekki dogme-mynd. Auk þess að leikstýra er Soderbergh kvikmyndatökumaður. Myndin fjallar um samskipti nokkurra einstaklinga sem eiga lítið sameiginlegt en þurfa að sinna hver öðrum á einhvem máta. í helstu hlutverkum eru Julia Roberts, David Dichnovy, Blair Und- erwood, Brad Pitt (leikur sjálfan sig), David Hyde Pierce, Catherine Keener, Mary McCormack, Nicky katt og Ter- ence Stamp. Juwanna Mann Juwanna Mann er bráðfjörug gam- anmynd, sem segir frá vandræða- gemsanum Jamal Jeffries (Miguel A. Nunez jr.) sem hefur komið sér í það mikil vandræði á vellinum að hann er rekinn og dæmdur frá keppni. Hann getur ekki hugsað sér lífið án körfu- bolta enda hefur það verið lifibrauð hans. Dag einn þegar hann sér leik í kvennadeildinni dettur honum snjall- ræði í hug. Hann klæðir sig upp sem kvenmann, kallar sig Juwanna og fer I prufu. Honum til undrunar og ekki síður til skemmtunar er hann tekinn í liðið. Eins og nærri má geta þarf Jamal að passa sig á því að ekki kom- ist upp um hann. Þetta tekst þar til hann verður ástfanginn af meðspilara sínum, Michelle. Þá verður erfítt fyrir hann að leyna karleðli sínu. Miguel A. Nunez er ekki þekktur leikari en það má sjá honum bregða fyrir í misstórum hlutverkum i stór- myndum á borð við Scooby-Doo, Nutty Professor II, Leathal Weapon 3 og Life. Mótleikarar hans í Juwanna Mann eru Viveca A. Fox, Kevin Pollak og Thommy Davidson. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.