Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 + 21 j£þ-\/r Tilvera Afmælisbarnið SU Little Richard sjötugur Einn af frumherjum rokksins, Little Richard, á stóraönæli i dag. Hann fædd- ist í Macon í Georgíuríki, þriðji í röð 12 systkina og var skírður Richard Wayne Penniman. Hann byrjaði ungur að syngja í kirkjukór og sterk trú í æsku gerði það að verkum að á hátindi frægðarinnar fór hann í bibliuskóla og gerðist prestur en sneri aftur í sviðsljósið seint á sjöunda áratugnum. Meðal laga sem hafa gert hann ódauðlegan i sögu rokksins má nefna Tutti Frutti, Lucciile og Long Tall Sally. Richard er enn að í dag og er sjálfs- álitið i góðu lagi hjá karli. Stiörnuspá Gildir fyrlr föstudaginn 6. desember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: ¦ Þú lest eitthvað sem vekur áhuga þinn svo um inunar. Þegar til lengri tima er litið á þetta eftir að hafa mikil áhrif. Rskarnir (19. i viuuiqiiui tz Rskarnir (19. febr.-20. mars): Alli sem þú tekur þér Ifyrir hendur í dag gengur vel. Þú ert full- ur bjartsýni og tilbú- inn að reyna eitthvað nýtt. Kvöld- ið verður skemmtilegt. Hrúturlnn (21. mars-19. aprih: #^Þú færð fréttir sem ^¦"•^m"*koma róti á hug þinn. Vi^M Ekki er þó ástæða til ^ að hafa áhyggjur. Ást- in blómstrar hjá þér. | Nautið (20. abril-20. maí): Greiðvikni borgar sig ávallt betur en stirfhi og leiðindi. Þetta áttu eftJr að reyna á eftim- legan hátt í dag. Vinur biður þig um peningalán. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Gerðu eins og þér 'finnst réttast i máli sem þú þarft að taka ákvörðun í. Þú ættir ekki elnu sinni að leita ráða, mál- ið er þess eðlis. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Kunningjar þínir gætu I komið þér í vandræði þó að það sé hreint ekM ætlun þeirra. Þú i sýna sjálfstæði, þá fer allt vel. Llónið (23. iúlí- 22. áeúst): . Þú vinnur að sérstöku gæluverkefni um þess- ar mundir og á það hug þinn allan. Gættu þess að það bitni ekki á fjölskyld- unni. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: ^\é± Ef þú ferð ekki eftir -»^^^^V innsæi þínu eru meiri ^^k'llíkur á að þú lendir í * F ógöngum en ef þú hlýðir á þinn innri mann. Happa- tölur þínar eru 5, 8 og 21. Vogin (23. seot-23. okt.): jf Galgopaskapur ein- r*^Æ kennir daginn í dag og V^r svo virðist sem ekM rf beri að taka eitt orð al- varlega. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. Sporðdreklnn (24. okt.-2i. nóv.): IÞér hættir til að velta Iþér óþarflega mikið pupp úr lítilfjörlegum j vandamálum og hafa af þeim meiri áhyggjur en vert er. Gerðu þér glaðan dag. Bogmaðurlnn (2?. nóv.-2i. des.): LÞér finnst þú hafa Fmikið að gera en verið Í getur að þínir nánustu • hafi það Iíka. Reyndu að sýna sanngirni í samskipum við aðra. Stelngeltin (22. des.-19. ian.t: Þú ert fullur sjálfs- trausts um þessar mundir og ekki minnkar það við við- urkenningu sem þú færð á opin- berum vettvangi. Pottfélagar gæða sér á sauðaketi og öðru gómsæti Árleg aðventuhátíð pottfélaga í Kópavogslaug fór fram ígær. Veisluboröiö svignaöi undan krásunum og var þar meöal annars aö finna sauðaket sem Inginiar Sveinbjörnsson, fyrrverandi flugstjóri, verkaöi sjálfur vestur á Baröaströnd. Vopnfirskur hákarl var á sínum stað og þingeyskt laufabrauö. Jólatré, markaður og menning á Hressó - segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða, hjá borginni Aðventustemning verður alls- ráðandi í hjarta borgarinnar á sunnudaginn. Jólamarkaður verð- ur opnaður á Lækjartorgi, kveikt á jólatrénu á Austurvelli og Hress- ingarskálinn opnaður eftir breyt- ingar. Sif Gunnarsdóttir er verk- efnastjóri viðburða hjá borginni og það á vel við að hitta hana á Kaffi París, með útsýni yfir Aust- urvöll og heyra hennar lýsingu á því sem í vændum er. Byrjum á jólatrénu. „Þetta er 51. tréð sem kemur til íslands frá Óslóarbúum og því fögn- um við með gleði," segir Sif og held- ur áfram: „Hluti af dagskránni er svo klasslskur að við honum verður ekki hróflað. Þar má nefna leik Lúðrasveitar Reykjavíkur sem byrj- ar hér á Austurvelli kl. hálffjögur og söng Dómkórsins á eftir. Borgar- stjórinn í Ósló mun afhenda tréð og okkar borgarstjóri taka á móti því. Hin ástsæla þula, Gerður G. Bjarklind, verður kynnir og 12 ára drengur, sem heitir Auöunn, fær að tendra ljósin." Sveinkar mæta - Koma jólasveinarnir ekki? „Jú, jú og ég veit um þrjú lög sem þeir ætla að syngja með viðstödd- um, Jólasveinar einn og átta, Jóla- sveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi og Bráðum koma blessuð jólin, og nú getur fólk byrj- að að æfa sig heima til að geta tekið hressilega undir! Nýjungarnar í dagskránni eru svo þær að bæði Borgarleikhús og Þjóðleikhús koma til liðs við okkur. Nokkrir leikarar úr Honk sýna tvö atriði og einnig verður brot úr jólasýningu Þjóðleik- hússins, Með fullri reisn. Eftir það geta allir farið glaðir út á jólamark- aðinn á Lækjartorgi aftur þar sem þeir hafa örugglega veriö frá klukk- an eitt!" - Já, hvað verður að gerast þar? „Það er gamall draumur að koma upp fallegum jólamarkaði eins og eru svo vinsælir úti um alla Evr- ópu. Við ætlum að reyna að skapa slíka hefð. Það eru Höfuðborgar- stofa, framkvæmdastjóri miðborgar og Þróunarfélag miðbæjarins sem að því standa. Þarna verða tæplega þrjátíu söluaðilar með varning, handverk, heimatilbúið jólaskraut, barnafót, jólatré og fjölmargt fleira og kristileg samtök munu seha kakó, vöfflur og pönnukökur. Mark- aðurinn verður opnaður með mikl- Eglll B. Hreins- son Leikur ásamt kvartetti sínum djass sem teng- ist New York. Kringlukráin: New York djass í kvöld kl 22.00 leikur kvartett Egils B. Hreins- sonar á Kringlu- kránni. Kvartett- inn skipa: Jón Páll Bjarnason, gítar, Egill B. Hreinsson, píanó; Gunnar Hrafns- son, bassi, og Guðmundur Steingrímsson, trommur. Kvar- tettinn leikur ýmis djassverk -————--. er tengjast beint og óbeint stórborg- inni og ókrýndri höfuðborg djassins en þetta djasskvóld er haldið til tengingar hTjómsveitar og áheyr- enda við hina örlagaríku atburði sem urðu í New York borg á síðast- liðnu ári og áhrif þeirra á framtíð mannlífs í borginni. Sparisjóður 100 ára: Stórtón- leikar í Kaplakrika Sparisjóður ikk^^^bhmb Hafnarfjarðar verður 100 ára 22. desember nk. en daginn eftir, á Þorláksmessu, er öllum boðið til af- mæliskaffis í af- greiðslu spari- sjóðsins við Strandgötu. í til- efni afmælisins býður Sparisjóðurinn til afmælistón- leikaveislu í íþróttahúsinu í Kaplakrika sunnudaginn 8. desember nk. kl. 14.00. Stórtenórinn Kristján Jó- hannsson kemur þar fram ásamt fjölda annarra þekktra listamanna, hafn- firskra sem annarra. Fram koma auk Kristjáns Karlakórinn Þrestir ásamt Björgvini Halldórssyni, Sigrún „Diddú" Hjálmtýsdóttir, öldutúnskór- inn, Kvennakór Hafnarfjarðar, Tríó Björns Thoroddsen, Borgardætur, Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur, Laddi með létt grin, Hljómsveitin BSG, Bubbi Morthens og Sálin. Kynnir verð- ur Guðrún Gunnarsdóttir. -GG Kristján Jóhannsson. Verkefnastjórinn „Ég sé fyrir mér að jólamarkaðurinn lífgi verulega upp á miðborgina, segir Sif. um glæsibrag á sunnudag kl. 13 af Ingibjörgu Sólrúnu og Valgeir Guð- jónsson stígur á svið og syngur fyr- ir viðstadda. Kl. 14 verður sr. Frank M. Halldórsson með smá aðventu- hugvekju og honum fylgir kór Nes- kirkju sem ætlar að syngja fyrir okkur. Andri Snær Magnason kem- ur líka og les upp. Jólamarkaðurinn verður á hverjum sunnudegi fram að jólum og ég sé fyrir mér að hann lífgi verulega upp á miðborgina. Þar verður dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna, til dæmis alltaf einhver prestur með andakt kl. 14." Sambasveifla á Hressó - Gaman að Hressó skuli verða opnaður aftur. „Já, hann verður opinn daglega til jóla kl. 14-18 frá og með sunnu- deginum. Kraftaverkakonan Lilja Hilmarsdóttir er að breyta skálan- um í sitt fyrra horf og ömmukaffi mun sjá um veitingar. Þar verður líka dagskrá af ýmsu tagi frá 16-18 og á sunnudag verður Tómas R. Einarsson með sambasveiflu." - Nú ert þú nýbyrjuð að vinna hjá hinni nýju Höfuðborgarstofu. Hvernig er það? „Þetta er algert draumastarf og það verður gaman að koma sér fyr- ir í Geysishúsinu við Aðalstræti í febrúar." -Gun Verð f rá 68.500- m. grind Queen 153 x 203 Skipholti 35 * Sími 588 1955 í ; 11t ii f iniiíMirii; i; i ¦ 111 í 11 i í -: i m i: 1111111111111. : > irtttiiii i liiiiiliiitn:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.