Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
DV
Mætti á lögreglustöáina
meö höfuö undir hendinni
Það gerast undarlegir hlutir í Indlandi. Á dögunum mætti
maður einn meö höfuö landa síns undir hendinni sem við-
komandi hafði myrt á hrottafenginn hátt skömmu áöur.
Gagan Jani taldi fórnarlambið bera ábyrgð á dauða sonar
síns. Jani fór með látinn son sinn til fómarlambsins sem á
að hafa stundað galdrastarfsemi. Þegar fórnarlambiö neitaði
að lífga soninn við gekk Jani í skrokk á hönum, hjó af hon-
um höfuðið og mætti með þaö til löggunnar skömmu síðar.
Tveggja ára fangelsi fyrir
kynmök á Aisovo torgi?
Tékkneskt par á yfir höfði sér tveggja ára fangelsi eftir að
lögreglan í Ostrava í Tékklandi fjarlægði parið af einu
helsta torgi bæjarins þar sem kynmök voru í hávegum höfð.
28 ára karlmaður og 35 ára ástkona hans voru að hálfu
nakin þegar lögregluna bar að garöi og var þá ástarleikur-
inn þegar hafmn. Þau voru bæði handtekin og sett á bak við
lás og slá. Verði þau fundin sek eigá þau á hættu aö verða
dæmd í tveggja ára fangelsi.
Bieger í límmiöaherferö
gegn jólasveininum
Þýskum presti, Eckhard Bieger, hefur orðið vel ágengt í
Þýskalandi í herferð gegn jólasveininum þar í landi.
Bieger er ekki sáttur við hvemig jólasveinninn hefur ver-
ið notaður sem markaðstæki og hans eina hlutverk sé að
gefa þægum bömum gott eða gjafir í skóinn. Bieger hefur
látið prenta límmiða í liki umferðarmerkis. Þvert yfir
merkið er borði sem á stendur „jólasveinalaust svæði“. Þeg-
ar hefur klerkurinn selt yfir 5000 límmiða.
Þrír fjölmiðlungar í
Dómkórnum í Reykjavík:
Jólahólfið
Venju samkvæmt TBng Dómkór-
inn í Reykjavík fyrir fólk þegar
kveikt voru Ijósin á Óslóarjólatrénu
á Austurvelli á sunnudaginn. Margt
gott söngfólk er í röðum kórfélaga
sem kemur úr ýmsum stéttum. Þar
á meðal eru þrír fjölmiðlungar.
Lengst þeirra hefur Leifur Hauks-
son, útvarpsmaður á RÚV, verið í
kórnum, eða hartnær tvo áratugi.
Eiríkur Hjálmarsson, fréttamaður á
Stöð 2, hefur verið meðal kórfélaga
nú í tæpan áratug - og Gunnar E.
Kvaran, fv. fréttamaður á RÚV og
nú upplýsingafulltrúi Skeljungs, í
um það bil fimm ár.
Afar snjöll inngöngupólitík
„Marteinn dómorganisti og kór-
stjóri segist alltaf velja fólk í kórinn
frekar eftir því hvort það er
skemmtilegt en eftir kunnáttu í tón-
list. Það er hægt að kenna öllum að
syngja, segir Marteinn, og bætir við
að ekki sé öllum gefið að vera góður
félagi. Ég held að þessi inntökupóli-
tik sé afar snjöll," sagði Eiríkur
Hjálmarsson í spjalli við DV-
Magasín um kórstarfið - en hann
segir heilmikla lotu vera í því á
þessum tíma ársins.
„í raun er nýlokið Tónlistardög-
um Dómkirkjunnar, þar sem tónlist-
arleg þrekvirki eru unnin á nýjum
verkum sérlega sömdum fyrir Tón-
listardagana sem og eldri kirkjuleg-
um tónsmíðum," segir Eiríkur. „Við
taka síðan aðventukvöld og jólatón-
leikar auk þess sem messuhald er
vitaskuld með blómlegum hætti yflr
hátíðir. Kórsöngurinn er vitaskuld
orðinn sjálfsagður hluti af undir-
búningi og jólahaldi hjá fjölskyld-
unni.“
Gömlu góðu jólalögin
„Jólalögin eiga alltaf sérstakan
sess í hjartanu,“ segir Eiríkur.
„Eins og það er gefandi að takast á
við ný verkefni og sigrast á þeim er
það bara ómissandi að syngja gömlu
góðu jólalögin. Við eigum öll okkar
hólf í hjartanu og huganum sem við
opnum fyrir og yfir jólin. Úr þessu
hólfi hjá mér streymir meðal ann-
ars jólatónlistin, þessi hefðbundna,
sem hjálpar manni að rifja upp jóla-
haldið hjá manni í gegnum tíðina."
-sbs
C
STERÍÓ 895 OG MAGASÍN
KYNNA STERÍÓLISTANN TOPP 20
11.-18. DESEMBER 2002
Nr. SÍÐAST LAG FLYTJANDI VIKUR
1 (2) Loose yourself Eminem 5
2 (D Dag sem dimma nátt 1 svörtum fötum 5
3 (4) SkBter Boy Avril Lavigne 5
4 (3) Alt the thing she said T.A.T.U 5
5 (6) The Last Goodbye Atomic Kitten 2
6 (7) Feel Robbie Williams 2
7 (-) Slendy Land og synir 1
8 (-) Allt sem ég sé írafár 1
9 (-) Walk on water Milk Inc. 1
10 (-) Don't mess with my man Nivea 1
11 (-) When l'm gone 3 doors down 1
12 (*) If 1 Can go Angie Martinez 4
13 (11) Jenny From The Block Jennifer Lopez 5
14 (-) Help Me Nick Carter 1
15 (-) This side Nickel Creek 1
16 (-) Billy Jean Remix The sound Bluntz 1
17 (11) Like 1 love you Justin Timberlake 5
18 (12) Family Portrait Pink 5
19 (16) Come In To My World Kylie Minouge 4
20 (20) Dirrty Christina Aguilera 4
' = endurkoma á lista
ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN
ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00
www.sterio.is
Fjölbreytt,
fróölegt
og Ijúffengt
í Helgarblaði DV verður að
venju íjölbreytt efni. Meðal efnis
i blaðinu er viðtal við hina ungu
söngkonu, Heru, sem hefur sleg-
ið í gegn með tónlist sinni og
ræðir hún í Helgarblaði DV um
frægðina, bakgrunn sinn og sér-
stæða texta. Thor Vilhjálmsson
er heimsóttur og rætt við hann
um nýja skáldsögu hans sem
nefnist Sveigur. Andri Snær
Magnason var tilnefndur til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir skáldsögu sína LoveStar.
Hann veitti einnig í vikunni
móttöku íslensku bjartsýnis-
verðlaununum. Rætt er við
hann um skáldskap, ást og bjart-
sýni.
Litiö er yfir sögu Kio Briggs
sem birtist í ísland í aldanna rás
sem JPV gefur út nú fyrir jólin.
Farið er yfir hvaða vín er best
að hafa með jólasteikinni og
birtar ljúffengar uppskriftir að
síldarréttum fyrir hátíðarborð-
in. Rætt er við Hilmar öm
Hilmarsson, tónskáld og tónlist-
armann, en hann stendur ásamt
fleirum útgáfu hljómdisksins
Rímur og rapp þar sem leiddir
eru saman ung kynslóð rappara
og Kvæðamannafélagið Iðunn
svo eitthvaö sé nefnt. Einnig er
fjallað um virkjanamál og frétta-
stjórastöðu ríkissjónvarpsins.
Leifur Hauksson, útvarpsmaöur á
RÚV, hefur veriö í Dómkórnum í
hartnær tvo áratugi. Eiríkur Hjálm-
arsson, fréftamaöur á Stöö 2, hefur
veriö meðal kórfélaga í tæpan ára-
tug - og Gunnar E. Kvaran, fv.
fréttamaöur á RÚV og nú upplýs-
ingafulltrúi Skeijungs,
í um þaö bil fimm ár.
Draumurinn
sem rættist
Christu Garro, bandarískri
konu, dreymdi að hún myndi ala
bam sitt á sama degi í systir
hennar.
Hún opinberaði drauminn fyr-
ir nokkrum mánuðum. Og hann
gekk eftir á dögunum þrátt fyrir
að þær ættu alls ekki að eiga á
svipuðum tíma. Garro átti barn
sitt mánuði fyrir tímann og syst-
ir hennar gekk tvo mánuði fram
yfir timann. Og bömin fæddust
sama daginn.
Löggan rann á
ilmvatnslyktina
Óheppnir þjófar komust fljótt í
hendur lögreglunnar eftir mis-
heppnaða tilraun til að ræna
nokkru magni af ilmvötnum úr
snyrtivöruverslun.
Þjófarnir létu til skarar skríða
en vel vakandi starfsfólk tók eft-
ir því þegar þeir stálu ilmvötn-
um. Þar á meðal var lítersflaska
af Jasmine ilmvatni en flaskan
var höfð til sýningar í verslun-
inni.
Á flóttanum bmtu þeir flösk-
una og eftirleikurinn var lögregl-
unni auðveldur. Hún rann á
lyktina og fann þjófana í þröngri
götu skömmu síðar.