Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
M
agasm
DV
Glæsileg danssýning
á Broadway:
Stekkjarstaur fór á kostum á baiiinu og krakkarnir skemmtu sér vel.
Björg Thorarensen, Ólafur Sveinsson og Sigríöur
Thors voru smart á danshátíöinni.
Jóladansinn dunar
Yngstu dansararnir sýndu mikil tilþrif.
Hver veit nema hér sé komlö danspar framtíöarinnar. Tilþrifln eru
glæsileg og framtíöin björt.
Hin árlega jólaskemmtun Dansráðs íslands var haldin á
Broadway um liðna helgi. Dansarar frá helstu dansskólum
bæjarins svifu um á sviðinu í frábærum og fallegum döns-
um, en að sýningu lokinni kom jólasveinn úr fjöllum og
dansaði með börnum á öilum aldri í kringum jólatréð. Þetta
var því fjölskylduskemmtun eins og þær gerast bestar og
skemmtilegastar.
„Það er mikið líf í dansmenningu þjóðarinnar um þessar
mundir. Nemendur eru margir og áhuginn er greinilega
mikill, hvort heldur það er í keppnisdönsum, djassballett
eða freestyle, svo ég nefni nú eitthvaö," sagði Irma Gunn-
arsdóttir hjá Dansráði íslands i samtali við DV-Magasín.
Hún sagði að á skemmtuninni um helgina hefðu yngstu
dansararnir verið fjögurra ára og hinir elstu um sjötugt.
Alls hefðu þetta verið vel á þriðja hundrað manns. Breidd-
in sé mikil, hvort sem litið sé tU aldurs keppenda eða
dansanna - sem séu fyrir aUa, eins og sýningin sannar best.
-sbs
Anna María, Berglind, Guöbjörg og Dagný skemmtu
sér vel og komu frá Dansskóla Heiöars Astvaldssonar.
Þessl litla hnata
haföi um nóg að tala
vlð Stekkjarstaur og
virtist hafa
gaman af
Fyrst á réttunni - svo á röngunni. Krakkarnir lifðu sig inn í dansinn á Broadway.
Þessum dömum leiddist ekki eins og myndin ber
meö sér.
Frá vinstri taliö: K. Brynja Sigurðardóttir markaösstjóri, Valgerö-
ur Hannesdóttir og lengst til hægri er Hafdís Sveinbjörnsdóttir.
Uppákoma hjá útvarpsstöö:
íslenskt - já, takk
„Við erum að fá frábærar undirtektir og hlustendur eru ánægðir," segir K.
Brynja Sigurðardóttir. Hún er markaðsstjóri íslensku stöðvarinnar, sem
sendir út á FM 91,9. Útsendingar stöðvarinnar hafa verið í loftinu í um það
bU mánuð en fyrir nokkrum dögum var helstu viðskiptavinum hennar og
tónlistarmönnum boðið i skemmtUegt samkvæmi. Nokkrir góðkunnir út-
varpsmenn starfa hjá íslensku stöðinni, svo sem Axel Axelsson sem er með
þætti á morgnana alla virka daga. Valdís Gunnarsdóttir, sú fræga drottning
öldnu ljósvakanna, er með þætti á hverjum laugardegi. Brynja segir framtið-
ina hjá útvarpsstöðinni vera bjarta. GreinUegt sé að hlutstendur vUji stöð
sem einvörðungu sé með íslenskri tónlist - og raunar hafi aðrir plægt akur-
inn fyrir hina nýju útvarpsstöð að því leyti. -sbs
Meöal gesta viö opnun Islensku stöövarinnar var
hlnn ástsæli söngvari Björgvin Halldórsson.