Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 34
38 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Alagasín DV dóttir. Einsöngvari aö þessu sinni er Jóhanna G. Linnet sópran. Aðgöngumiöar eru seldir í forsölu í Ými og Pennanum Eymundsson, Austurstræti, Kringlunni og Smáralind og við innganginn. Miða- verð er aðeins kr. 1.500. MVox academica svngur inn iólin í Háteigskitkiu Hinir árlegu jólatónleikar kammerkórsins Vox academica verða í Háteigskirkju kl. 17. Aðventu- tónleikar kórsins eru nú orðnir fastur liður í jóla- menningardagskrá borgarinnar og í fýrra komust færri að en vildu enda kórinn orðinn þekktur að vönduðum flutningi. Á efnisskránni á þessarri aðventu verða vel þekkt íslensk og erlend jólalög og jólasálmar en auk þeirra andleg tónlist. Mið- ar verða seldir við innganginn og kosta kr. 1.000. BAfmælishátíð í Hallgrímskírkiu i tilefni af því að tiu ár eru liðin frá vígslu Klais- orgels Hallgrímskirkju verður dagskrá í kirkjunni I dag. Meðlimir Listvinafélags Hallgrimskirkju og boðsgestir hittast klukkan 14 og veröur þar með- al annars sýnd mynd Sigurðar Grímssonar og Ævars Kjartanssonar um smíði orgelsins. Klukk- an 17 verður svo Tónadans. Hans-Dieter Möller frá Diisseldorf og Höröur Áskelsson, kantor Hallgrimskirkju, kynna hljóðheim orgelsins með fjölbreyttum tóndæmum. Hörður Áskelsson leik- ur Tokkötu og fúgu f d-moll eftir Johann Sebasti- an Bach og frumflytur verkið Innsigli sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi f tilefni af afmælinu. Fé- lagar úr íslenska dansflokknum sýna dansverkið Steeples (Klukkuturnar) eftir enska danshöfund- inn Peter Anderson viö Passacaglíu f c-moll eftir Bach. Ókeypis aðgangur. •Sveitin -1 BCreedence Clearwater á Nes- kaupsstað Egilsbúð i Neskaupstað býður upp á jólahlað- borð. Einar Bragi og Daníel sjá um jólatónlistina. Gildruboltarnir Birgir Haraldsson og Þórhallur Árnason með Creedence Clearwater o.fl. að loknu jólahlaðborði til 03. Verð 3800 kr. 1000 kr aðgangur e. 23 fýrir aðra en matargesti. gStórtónjejkar í Revkianesbæ Kl.16 mun eiga sér stað sannkölluð stór-tón- leikaveisla í Rekjaneshóllinni þar sem verður allt það besta f fslensku tónlistarlffi f dag. þ.e.a.s írafár, í svörtum fótum, Land og synir, Hera, Eyfi Kristjáns, Rúnni Júll, Jóhanna Guðrún, Days- leeper og KK. Hugmyndin er sú að gera þetta að fjölskyldudegi. Miðaverð inn á tónleikana er ein- ungis 700 krónur og frftt fyrir 12 ára og yngri. SBK verður með rútuferðir frá Reykjavík (BSÍ). Kaffi Duus ætlar að opna kaffihús inn í höllinni. Jónleikar þessir eru f samstarfi við svo- kallaða jóladaga f Reykjanesbæ þar sem verslanir verða með ýmis tilboð. BMillarnir í Siallanum á Akurevri Stórsveitin Milljónamæringarnir skemmta Akur- eyringum i Sjallanum f kvöld. MHunang á Eskifirði Hljómsveitin Hunang leikur f Valhöll á Eskifirði f kvöld. MÁ móti sól á Inghóli, Selfossi Sykurpúðarnir í Á móti sói verða á Inghóli, Sel- fossi, f kvöld. Inghóllinn er f jólaskapi og af þvf til- efni kostar aðeins 1000 kr. inn. MPIast á Pollinum Hljómsveitin Plast, með Gunnar Ólafsson i broddi fylkingar, leikur á Við Pollinn á Akureyri í kvöld. ■Egilsbúð Neskaupsstað Á Egilsbúð, Neskaupstað, er í boði yfir 30 rétta. Jólahlaðborð. Snillingarnir Einar Bragi og Daníel sjá um jólatónlistina. Verð 3800 kr. Húsið opnað kl. 19.30. Gildruboltarnir Birgir Haraldsson og Þórhallur Árnason með Creedence Clearwater- dagskrá að loknu jólahlaðborði til 3.1000 kr. að- gangur e. 23 fýrir aðra en matargesti. ■Bylting á Akureyri Hljómsveitin Bylting verður á skemmtistaðnum Oddvitanum, Akureyri. ■Skugga-Baldur á Rabbabarnum á Patró Hinn stórskemmtilegi plötusnúður, Skugga-Bald- ur, er hvergi nærri hættur og heldur áfram að ferðast um smærri byggðarkjarna landsins og skemmta fólki. i kvöld gerir hann einmitt það, á Rabbabarnum á Patreksfirði. ■Sín á Ránni í Keflavik Danssveitin Sín leikur á Ránni í Keflavík í kvöld. Sveitin er skipuö þeim Guðmundi Símonarsyni, Ester Ágústu og Rúnari Þór Guðmundssyni. NONAME COSMETICS ICELAND Glæsileg Organiser snyrtitaska lilva með lausum buddum sem hægt er að nota stakar Útsölustaðir NO NAME um allt land - J j f 0. - j 7 J ri | GJAFIR UNGA FOLKSINS fóst i apótekum og snyrtivöruverslunum Sinii ‘SSCIi f a: m ■. ^ 1»; •' Æmjjk&r * • : 'S \ A 'jlJJLj 1 ■Hip hop-tónleikar á Akurevri Akureyringar fá sinn skammt af hip hop-bylgjunni sem rfður yfir höfuðborgina þessa dagana á Kaffi Amor í kvöld. Móri, Vivid Brain, Messíaz MC, Addi Intro, Dj Bangsi, lllugi og Hugleikur og Sesar A og crew mæta til leiks, heitari en nokkru sinní fýrr. ■Handverksmarkaður á Selfossi Það verður mikill handverksmarkaður í Tryggvaskála á Selfossi í dag milli kl. 11 og 18. 10 dagar eru til jóla þannig að um að gera að fara að huga að jólagjöfunum sem hugsanlega gætu leynst á þessum markaði enda mikið úrval af handverki af ýmsum toga. •Opnanir ■Samsvning listaháskólanema Kl. 16 veður opnuð samsýning nemenda Lista- háskólans f Galleríi Sævars Karls. Á undanförn- um áratugum hefur mátt sjá miklar breytingar f myndlist samtfmans. Karlmannleg gildi hopa fýr- ir kvenlegum eða kynreikulum viðmiðum. Nem- endur f áfanganum Fall íkarusar.undir leiðsögn Halldórs Björns Runólfssonar, hafa skoðað und- anhald karlmannlegra gilda f list samtímans og velt fýrir sér hvar orsakirnar liggja og hvert þró- unin stefnir. Verk nemenda eru unnin f hina ýmsu miðla og stendur sýningin f eina viku. Opn- unin er á laugardaginn 14.des. frá kl. 16-18 sýn- ingin stendur yfir dagana 14. -19. des ■Samsvning á grafikmvndum í Rauðu stofu Gallerí Foldar á Rauðarárstfg verð- ur opnuð samsýning Sigrfðar Önnu E. Nikulás- dóttur, Iréne Jensen og Marilyn Herdísar Mellk á grafíkmyndum. Sýningin stendur í eina viku. ■Qpnun í Gallerí Tukt Karl Kristján Davíðsson hefur verið að leika sér að þvf að teikna og mála í langan tfma, hann hef- ur sótt nokkur námskeið og unnið að ýmsum verkum. Hann opnar einkasýningu f GalieríTukt, Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5 f dag milli kl. 16- 18. Þetta er fjórða einkasýning Karls. Sýningin stendur til 4. janúar og eru allir velkomnir á opn- un eða síðar. •Uppákomur ■Dansað í Borgarleikhúsinu Pars Pro Toto, f samstarfi við Borgarleikhús, Rússfbana og Bendu, sýnir fjögur dansverk á Nýja sviði Borgarleikhússins kl. 20 f kvöld. Jó- hann Freyr Björgvinsson dansar dansverkið Jói e. Láru Stefánsdóttur. Annað verk á sýningu Pars Pro Toto í Borgarleikhúsi er „Til Láru" e. Per Jonsson danshöfund og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld en Lára Stefánsdóttir dansar. Þriðja verk kvöldsins heitir Hræringar, samið af Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsyni. Verkið er dansað af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Lokaverk sýningarinnar er Cyrano, tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar í lifandi flutningi Rússíbana og dansgerð Láru Stefánsdóttur. Dansarar f Cyrano eru m.a. Guðmudur Helgason, Lára Stefánsdótt- ir, Emilía Benedikta, Steve Lorenz o.fl. ■Elvis-svning á Broadwav í kvöld er hvorki meira né minna en Elvis-sýning á Broadway. Hingað til lands er kominn einn fremsti Elvis f heiminum f dag, Kjell Elvis, til að syngja við undirleik hljómsveitar Gunnars Þórð- arsonar sem er 11 manna band. Kjell Elvis var kosinn einn af fimm bestu ELVIS-skemmtikröft- um f Las Vegas fýrir nokkrum árum og í fýrra var hann kosinn besti ELVIS-skemmtikrafturinn í Evr- ópu og Skandinaviu. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi eftir sýninguna. ■Menningarviðburðir í Pennanum- Bókval á Akurevri í dag munu jólasveinarnir verða á svölunum í Pennanum-Bókvali á Akureyri klukkan 15. Klukkan 16 munu rithöfundarnir Anna Valdi- marsdóttir lesa upp úr bók sinni, Leggöu rækt við ástina og Andri Snær Magnason upp úr bók sinni, Lovestar. 1 sunnudagurj 15/12 •Krár ■Santiago á Gauknum Hljómsveitin Santiago spilar á Gauknum i kvöld, húsið opnað kl. 21. ■Garðar á Celtic Trúbadorinn Garðar Garðars skemmtir á Celtic Cross i kvöld. ■Rav og Mette á Romance Þau Ray Ramon og Mette Gudmundsen leika á Café Romance f kvöld. •Tónleikar ■Jólatónlelkar í Áskirkiu Kl.17 verða jólatónleikar í Áskirkju. Þar býður Kammersveitin ungum og efnilegum hljóöfæra- leikurum að koma fram sem einleikarar. Að þessu sinni koma fram fjórir ungir menn sem all- ir hafa nýlega lokið framhaldsnámi erlendis. Þetta eru þeir: Stefán Ragnar Höskuldsson, Stefán Jón Bernharðsson, Hrafnkell Orri Egils- son og Sigurður Bjarki Gunnarsson. ■Borgarkórinn í Lauganeskirkiu Borgarkórinn verður með jólasöngva f Laugar- neskirkju kl. 17. Fram koma Borgarkórinn og Systrakvartett Borgarness. Einsöngur Anna Mar- grét Kaldalóns. Undirleikari Gunnar Gunnarsson. Stjórnandi Sigvaldi Snær Kaldalóns. Aðgangseyr- ir kr. 1000. ■Kvintett Sunnu Gunnlaugs á Kringlukránni Kvintett píanistans Sunnu Gunnlaugs spilar á Kringlukránni f kvöld. Kristjana Stefánsdóttir syngur Ijóð Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinars, Sigurbjargar Þrastardóttir og fleiri við lög Sunnu i bland við jólalög. Sigurður Rosason leikur á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Scott McLemore á trommur. •Klassík ■Sinféniuhlíómsveit áhugamanna Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika i Seltjarnarneskirkju kl. 17. Einleikari á gitar er Arnaldur Arnarson, einsöng syngur Hallveig Rún- arsdóttir og David Nooteboom leikur einleik á trompet. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Að tón- leikum loknum syngja gestir jólalög við undirleik hljómsveitarinnar. Aðgangseyrir 1000 kall, fritt fýrir börn. 500 kr. fýrir eldri borgara. Tvennir aðventutónleikar Karla- kórs Revkiavíkur í Ými Karlakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutón- leika i tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð f dag, klukkan 17 og 20. Á söngskránni eru margar fegurstu perlur tónbókmenntanna sem tengjast jólum. Friðrik S. Kristinsson stjórnar kórnum og undirleikari er sem fýrr Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Einsöngvari að þessu sinni er Jóhanna G. Linnet sópran. Aðgöngumiðar eru seldir f forsölu f Ými og Pennanum Eymundsson, Austurstræti, Kringlunni ogSmáralind ogvið innganginn. Miða- verð er aðeins kr. 1.500. ■Orgeltónleikar í Hallgrímskirkiu Kl. 20 verða orgeltónleikar í Hallgrímskirkju i til- efni af tfu ára vígsluafmæli orgelsins. Hans-Diet- er Möller flytur m.a. verk eftir Bach og Tournemi- ere og frumflytur frumsamið verk sem hann nefnir Sögu og tileinkar þessum tfmamótum. Hann mun einnig leika af fingrum fram yfir þekkt jólalög. Aðgangur 1.500 kr. •Síöustu forvöö ■Veiðimenn i útnorðri Sýningunni „Veiðimenn f útnorðri" lýkur f Nor- ræna húsinu í dag en hún er hönnuð af Edward Fugle sem fæddur er í Klakksvfk f Færeyjum 1965. Edward lauk prófi við Nytjalistaskólann f Kaupmannahöfn árið 1991 og hefur tekið þátt f fjölda sýninga af ýmsu tagi sfðan árið 1983. ■Hraun, ís, skógur á Akurevri Sýningunni Hraun-ís-skógur lýkur í dag f Lista- safninu á Akureyri en hér er um að ræða list- menntunarverkefni sem verið hefur tæp þrjú ár f undirbúningi. Verkefnið er skipulagt af Listasafni Rovaniemi í Lapplandi, Barnalistaskólanum f Rovaniemi og Háskóla Lapplands f samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri ásamt ýmsum aðilum f Narsaq á Græn- landi og Norræna húsinu f Reykjavík. Megin- markmiðið með verkefninu er að tvinna saman sérstaka menningu hinna norölægu landsvæða f starfi barna og unglinga, starfandi listamanna og myndlistarkennara f Lapplandi, á Akureyri og á Grænlandi •Uppákomur ■Aðventusöngvar í Háteigskirkiu Kl. 20 eru hinir áriegu aöventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju. Þar mun Ámi Berg- mann rithöfundur fjalla um „Hátföir í Iffi okkar", Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja hugljúfa tónlist og kirkjukór Háteigskirkju flytur aðventutónlist undir stjórn Douglasar Brotchie. Aðgangur er ókeypis. ■Borgarkórinn í Lauganeskirkiu Borgarkórinn verður með jólasöngva í Laugar- neskirkju kl. 17. Fram koma Borgarkórinn og Systrakvartett Borgarness. Einsöngur Anna Margrét Kaldalóns. Undirleikari Gunnar Gunnarsson. Stjórnandi Sigvaldi Snær Kaldalóns. Aðgangseyrir kr. 1000 ■Samspil i Hafnarborg Kl. 15 munu listakonurnar Kristín Geirsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Ása Ólafs- dóttir verða með leiðsögn um sýningu sfna, Samspil, sem nú stendur yfir f Hafnarborg. ■Skáldkvennakvöld á Nasta bar Sfðara skáldkvennakvöldið á Næsta bar verður í kl. 20. Þær sem koma fram og lesa úr verkum sínum eru Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Halldóra Thoroddsen og Elísabet Ólafsdóttir. Kynnir er Hjalti Rögnvaldsson leik- ari. •Fyrir börn ■Grvla og Leppalúði í Ráðhúsinu Kl. 14 koma Grýla og Leppalúði við í Ráðhúsinu til að líta eftir Þvörusleiki. Aðgangur að jóla- sveinadagskránni er ókeypis og allir velkomnir. ■Jólasveinninn og tófratrumban i Norræna húsinu Klukkan 14 verður sýnd teiknimynd fyrir börn í Norræna húsinu og aðgangur er ókeypis. Jóla- sveinninn og töfrabumban er gerð eftir vinsæl- um jólasveinateikningum og sögum Mauri Kunnas og hefst á því að sfðustu bréfum með jólaóskum er kastað úr flugvél yfir Jólaþorpiö. Eitt bréfið er krot á gulnuðu blaði. Undirskriftin er „Pjakkur" en jólasveinninn og piltar hans átta sig alls ekki á því hvað krotið á að tákna. Þess vegna biður jólasveinninn alla smiði sína að smíða eitthvað eftir eigin hugmyndum um óskina hans Pjakks litla. Það er allt á fullu við undirbún- inginn fýrir aðfangadagskvöld en þó er ekki allt með felldu. Hver setur allt á annan endann? Hver slökkti á norðurljósunum? Hvers vegna er vfrus í tölvunni einmitt þegar jólasveinninn er að finna lausn á vandasamri gjöf? Eirihver er að strfða jólasveininum. Hvers vegna f ósköpunum? Leikstjórn: Pekka Lehtosaari. Handrit: Mauri Kunnas. ■Kvennakór i Ráðhúsinu Kvennakór Léttsveitar Reykjavikur syngur f Ráðhúsinu kl. 16. Borgarbúum býðst að heyra sveitina syngja uppáhaldsjólalögin sín. Einhver úr jólasveinafjölskyldunni kemur í heimsókn. •Bíó ■Kvikmvnd í MÍR Sfðasta kvikmyndasýningin i bíósal MÍR, Vatns- stfg 10, fýrir jól verður í dag kl. 15. Þá verður sýnd rússnesk kvikmynd frá árinu 1958, Fávit- inn, sem byggð er á fýrri hluta samnefndrar skáldsögu Fjodors Dostojevskís. Leikstjóri er ívan Pyriev sem var samstarfsmaður Meyer- holds á sfnum tfma en er þekktastur fýrir söng- leikjamyndir sínar sem og þær kvikmyndir sem hann gerði eftir skáldsögum Dostojevskfs. Is- lenskur texti er með myndinni. Aðgangur ókeyp- is og öllum heimill. ^anudagur ■ 16/12 •Krár ■DJ Le Chef á Suortkaffi DJ Le Chef verður með nýjar hreyfingar f búrinu á Sportkaffi f tilefni á því að það er komið nýtt DJ búr, einnig er búið að gera smá-til- færslur á staðnum. •Klassík Ténleíkar í Hallgrímskirkíu Christian Schmitt frá Þýskalandi leikur verk eftir Bach, Reger, Messiaen o.fl. á tónleikum f HalF grímskirkju f kvöld klukkan 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af tfu ára vígsluafmæli orgels kirkjunnar. Aðgangur 1.500 kr. þtiðjudaguf 17/12 •Krár ■Biarni Trvggva á Café Romance Trúbadorinn Bjami Tryggva skemm Café Romance í kvöld. tir gestum á •Tónleikar ■Vfnvt og Davsleener á Gauknum Hljómsveitin Vínyl leikur á tónleikum á Gauknum i kvöld, húsið opnaö kl. 21 og Daysleeper hitar upp. ■Útgáfutónleikar Jóels í Iðnó Jóel Pálsson saxófónleikari heldur útgáfutón- leika í lönó í kvöld kl. 20.30. Þar leikur hann nýja tónlist af plötunni Septett sem kom út fýrir skömmu. Á tónleikunum koma fram úrvals tón- listarmenn: Jóel Pálsson, Siguröur Rosason, Ef- ríkur Orri Ólafsson, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Einar Scheving og Helgi Svavar Helgason. stendurþlJ fyrir O einhverjuf fokusSfokus•is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.