Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 M agasm DV 'lmm losin eru skemmtilega hönnuð i aldrei langt undan. Þessi 35 ára gamli Benz er eitt listaverk frá upphafi til enda og tvímælalaust einn sá glæsilegasti og viröulegasti á landinu. Ab lítO inn í bílinn er eins og að horfa á fallegt listaverk. Frábær hönnun hvar sem litið er og glæsi- og virðuleikinn er allsráðandi. Mælaborðið er viöarklætt og leður á öllu. Sveinn eyddi öllu síðasta sumri í að taka bílinn í gegn að utan sem innan. í dag er hann eins og nýr og ber nýjum eiganda sínum vel söguna eins og sjá má á myndunum á síöunni. ■ Rokkurinn er rosalegur og segja má að hér sé kominn úlfur í sauöagæru. Vélin er 300 hestöfl en Geir Þorsteinsson fékk framleiðendurna á sínum tíma til að setja þessa miklu sleggju í bílinn sem annars var aðeins notuö í Benz fyrir forseta og fyrirmenni. Sveinn Þorsteinsson á einn fallegasta Benzinn sem er á götunni í dag - SEL 300 6,3: Ulfur í sauöagæru Afturendinn er vígalegur á þessum kraftmikla fornbíl sem var langt á undan slnni samtíð. Leðuráklæði er á sætum og huröum og „stjórnboröið" á sínum stað í hurðunum. Merzedes Benz 300 SEL 6,3 Árgerð: 1967. Vél: 6,3 lítrar - 8 cylindra. Hestöfl: 300. Þyngd: Um 1750 kg Fjöðrun: Loftpúðar. Hraði í 100 km: 5,7 sek. Eigandi: Sveinn Þorsteinsson, Reykjavík. Þorsteinsson við Benzinn glæsilega. Geir var forstjóri Ræsis og fyrsti eigandi bílsins sem Sveinn keypti síöan fyrir ótrúlega tilviljun sl. vor. Magasín-myndír ÞOK „Ég eignaðist þennan glæsilega bíl í maí á þessu ári en þá hafði hann staðið inni í bílskúr í 17 ár,“ segir Sveinn Þorsteinsson í Reykjavík sem á einn glæsilegasta Benz landsins. Billinn er 300 hestöfl og vélin 6,3 lítra. Hér er því á ferð sann- kallaður úlfur í sauðargæru og án efa einn aflmesti fornbíil landsins. Fyrsti eigandi bílsins var Geir Þorsteinsson, fyrr- verandi for- stjóri Ræsis, en hann er fóðurbróðir Sveins. Geir varð fyrir því óláni að fá stein undir pönnuna, olían lak af vélinni og hún bræddi úr sér. Þá seldi hann bílinn til sölumanns hjá Ræsi og síðan lenti hann á flakki. Mánudag einn fyrir um það bil ári var Sveinn staddur á heimOi Geirs og ræddu þeir um bflinn. Daginn eftir átti Sveinn erindi á bílapartasölu í Kópavogi í leit að varahlut í Golf-bifreið sina. Hann fékk varahlutinn og hélt á braut. Síðan sneri hann aftur í partasöluna enda vantaði stykki í varahlutinn. Afgreiðslumaðurinn brá sér bak við og á meðan rak Sveinn augun í bíl i húsnæði partasölunnar og var breytt yfir hann segl. Hann fór að skoða þetta betur og sá fljótlega bungu á seglinu þar sem gæti verið Benzmerkið ef um Benz væri að ræða. Fljótlega kom í ljós að Sveinn var staddur við Benzinn góða sem fóðurbróðir hans hafði átt. „Ég hafði ekkert hugsað um þennan bíl í 30 ár þar tfl ég ræddi um hann við Geir á þessum mánudegi. Ég man vel eftir því þegar ég um 10 ára aldur fékk að sitja í honum hjá Geir og mér þótti mikið tfl koma. Þetta var því undarleg tilvfljun 30 ár- um síðar. Stuttu eftir að ég sá bílinn keypti ég hann og vann svo við það sl. sumar að koma honum saman og í gott horf. Ég nota hann aðeins ef veður er gott og að sumarlagi. Þetta er óhemjuskemmtilegur bíll. Hann var flaggskipið hjá Benz árið 1967. Billinn er með samlæsingum, rafmagni í rúðum, loftlúgu og svona mætti lengi telja,“ segir Sveinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.