Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 28
32
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
M,
agasin
I>V
l
Árinu eldri
Hannes
Pétursson
ljóðskáld verð-
ur 71 árs 14.
desember.
Fyrsta ljóða-
bók hans kom
út á sjötta ára-
tug síðustu
aldar og þá varð ljóst að hann
væri skáld gott - og um það hafa
menn raunar ekki efast síðan.
Hannes, sem býr á Álftanesi, hef-
ur sent frá sér margar ljóðabæk-
ur og einnig frásöguþætti frá
fyrri tíð.
Sigurgeir
Sigurgeirs-
son, fyrrv.
bæjarstjóri á
Seltjamamesi,
verður 68 ára
14. desember.
1-Iann er Skag-
firðingur að
uppruna en íluttist ungur suður.
Hann hvarf af vettvangi bæjar-
mála á Nesinu sl. vor eftir ára-
tugasetu í bæjarstjórastól, sem
óumdeilt er að hafi verið farsæl.
Óli G. Jó-
hannsson, list-
málari á Akur-
eyri, verður 57
ára 13. desem-
ber. Óli hefur
látið að sér
kveða á lista-
sviðinu og m.a. verið bæjarlista-
maður í heimabyggð sinni.
Einnig hefur hann haldið sýning-
ar víða um lönd sem góða dóma
hafa fengið.
Vilhelm
G. Kristins-
son útvarps-
þulur verður
55 ára 14.
desember.
Komungur
byrjaði Vil-
helm í fréttamennsku og hefur
lengst af starfað á því sviði, en
einnig skrifað ævisögur þjóð-
þekktra manna. Síðustu ár hefur
hann verið útvarpsþulur - og seg-
ir hádegis-
fréttir RÚV á
rúmhelgum
dögum.
Einar Karl
Haraldsson
ráðgjafi verð-
ur 55 ára 17. desember. Hann hef-
ur um dagana mikið starfað við
fjölmiðlun, m.a. ritstýrt tveimur
dagblöðum og þykir hann fær á
sviði almannatengsla. Einnig hef-
ur hann talsvert geflð sig að póli-
tík en þó ekki komist í framlín-
una eins og hann hefur þó stefht
að.
Hjördís
Gissurardótt-
ir gullsmiður
verður 52 ára
17. desember.
Hún býr á
Vallá á Kjalar-
nesi þar sem
eiginmaður hennar rekur svína-
bú. Sjálf hefur Hjördís lengi feng-
ist við verslunarrekstur og við
iðn sina og í heimaranni starf-
rækir hún listagallerí.
Herbert
Guömunds-
son söngvari
verður 49 ára
15. desember.
Um dagana
hefur hann
sungið bæði
með hljómsveitum og inn á plöt-
ur. Margir þekkja afmælisbarnið
einnig sem sölumann en í ára-
fjöld hefur hann verið farandsölu-
maður og selt bækur vítt um
landsins breiöu byggðir.
Kristjana
Geirsdóttir
veitingamaöur
verður 47 ára
17. desember.
Hún hefur í
áratugi starfað
í skemmtana-
iðnaðinum og gjarnan starfað á vin-
sælustu stöðunum, svo sem Kaffí
Reykjavík og Broadway. Fyrir
skömmu söðlaöi hún svo um og
rekur nú eigið kaffihús í Garðabæ.
Steingrím-
ur Birgisson,
framkvæmda-
stjóri á Akur-
eyri, verður 38
ára 13. desem-
ber. Hann er
Akureyringur í
húð og hár og hefur lengi starfaö
hjá Höldi og er nú framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Það er eitt það
stærsta á Akureyri og er með starf-
semi meðal annars við bíla og eins
veitingarekstur.
„Sem sagnfræöingur hef ég margoft fundið sannleikann en jafnoft glataö honum aftur,“ segir Jón Hjaltason,
sagnfræöingur og bókaútgefandi, sem hér sýnir lesendum á sér hina hliðina. Magasín-mynd Bjöm Einisson
Sannindi í q&draganda jólanna
- segir Jón Hjaltason, söguritari Akureyrarbæjar
Nafn: Jón Hjaltason.
Aldur: 43 ára.
Maki: Lovísa Björk Kristjánsdóttir.
Böm: Þrjár stelpur.
Starf: Söguritari Akureyrarbæjar og (af sjálfseyð-
ingarhvöt) bókaútgefandi. Starfræki bókaútgáfuna
Hóla.
Uppáhaldsmatur: Poppkom (eða telst það kannski
ekki matur?). Þá vikugamalt skyr hrært af sjálfum
mér.
Fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka: Ég
sá hana í sundi snemma í vor en fékk aldrei nafnið.
Fallegasti staður á Islandl: Vaðlaheiði í dumb-
ungsveðri - og Skjálfandafljót neðan Goðafoss í mikl-
um vexti er líka heillandi. Þá eru báðir staðir vara-
samir, annar fyrir göngumanninn en hinn fyrir
kajakræðarann.
Eftirlætisstaður erlendis: Bellevue-baðströndin í
Kaupmannahöfn, einkum klæðminni hluti hennar þar
sem má láta lofta um.
Hvað gerir þú í frístundum? Skaprauna dætrun-
um og læt vel að eiginkonunni.
Hvað finnst þér bitastæðast í jólabókaflóðinu?
Ég geri ráð fyrir að hér gildi sami svarréttur og um
fallegustu konuna; að ég megi ekki nefna bækur Hóla.
Það er reyndar af mörgu að taka, til dæmis nýjasta
bók Þórs Whiteheads, ísland í hers höndum, og Horf-
inn heimur eftir Þórunni Valdimarsdóttur.
Hvaða þjóðþrifamáli á íslandi þarf fyrst af öllu
að kippa í liðinn: Við þurfum að vera svolítið eða
öllu heldur talsvert betri við eldra fólkið.
Eitthvert sérstakt markmið fyrir komandi mán-
uði: Að lifa af jólin í því fjárhættuspili sem bókaút-
gáfa er. Þá hef ég ekki nefnt allt kjötátið sem hátíðinni
fylgir - og reynist mörgum skeinuhætt.
Hefur þú sem sagnfræðingur fundið sannleik-
ann: Já, margoft, en jafnoft glatað honum aftur. í bili
er ég að reyna að kenna miðdóttur minni þau sann-
indi að líki henni illa við einhvern er afar líklegt að
þeim hinum sama líki illa við hana. Þessi sannindi er
gott að kunna nú í aðdraganda jólanna.
Lífsspeki: Að nöldra og nagga í æfingafélögun-
um,sem ég hitti i hádeginu á hverjum degi. Síðan
reyni ég að gera alltaf örlítið færri endurtekningar en
þeir svo þeir fari ekki í fýlu.
dv.is
550 5000
Skaftahlíð 24