Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 35 agasín 22 ár frá morðinu á Lennon Sl. sunnudag voru 22 ár liöin frá því að geðsjúkur maður hringdi dyrabjöllunni á heimili bítilsins John Lennons og skaut hann til bana þegar hann kom til dyra. í tilefni af þessu og ástandi heimsmála kom ekkja hans, hin jap- anska Yoko Ono, fram á blaða- mannafundi þar sem hún talaði fyr- ir friði í heiminum og hvatti til samstöðu manna á meðal. Yoko Ono og John Lennon vöktu heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir friði í heim- inum á sínum tíma og allt frá morð- inu á Lennon hefur Ono verið ötull talsmaður friðar og hlotið alls kyns viðurkenningar fyrir baráttu sina fyrir friði. Washington heiðraður Leikarinn góðkunni var heiðrað- ur i Bandaríkjunum á dögunum í miklu og árlegu samkvæmi leikara þar í landi. Washington hefur um langt ára- bil verið í fremstu röð og vann til óskarsverðlaunin fyrir besta leik karlaleikara í aðalhlutverki í mars á þessu ári. Tveir góðir. Denzel Washington tekur við viðurkenningu sinni úr höndum Tom Hanks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.