Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 32
Jófadagar í Reykjanesbæ - Hótel Keflavík býður fría gistingu Þaö verður mikið um að vera í Reykjanesbæ á laugardag. Kl. 16 verður sannkölluð stór-tónleika- veisla í Reykjaneshöllinni þar sem fram kemur rjóminn af íslensku tónlistarlífi þ.e.a.s írafár, í svört- um fótum, Land og synir, Hera , Eyfi Kristjáns, Rúni Júi., Jóhanna Guðrún , Daysleeper og KK. Miða- verð inn á tónleikana er einungis 700 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. SBK verður með rútuferðir frá Reykjavík (BSÍ). Kaffi Duus ætlar að sjá um kaffihúsarekstur í höllinni þennan dag. Verslanir í Reykjanesbæ eru einnig með ým- iss konar tilboð í verslunum sín- um en allt er þetta í tengslum við svokallaða jóladaga í bænum. Ekki svo vitlaus hugmynd fyrir fjölskylduna að renna til Keflavík- ur á laugardag, mamma og pabbi fara að versla á meðan unglingur- inn kíkir á tónleika í höllinni. Ef verslað er í Reykjanesbæ getur maður einnig fengið fría gistingu á Hótel Keflavík gegn framvísun greiðslukvittana frá verslunum eða þjónustuaðilum. Nánari upp- lýsingar má flnna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanes- baer.is | J.~JL:-- -----jl. -■ fímmtudagur 1 12/12 ________________________ •Krár BEkta gav á Snotlight Þaö verður öðruvísi tónlist á Spotlight. Happy hour frá kl. 21-24 sem þýöir að þá eru 2 fyrir einn. Opiö alla fimmtudaga frá 19-01. Ekta gay fílingur. BNikkan uppí á Diner-lnn Þorvaldur Jónsson harmoníkuleikari spilar fyrir gesti og gangandi á Dinernum, Ármúla 21, frá 17-20 í dag, allir velkomnir. ■Sv&fnir á Café Catalínu Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson spilar á Café Catalínu í kvöld. ■Di Þórður á Dillon Dj Þóröur er mættur aftur á Dillon eftir nokkurt hlé og spilar skemmtilega tónlist i kvöld. ■Atli á Glaumbar Atli skemmtanalögga spilar nýja og ferska tón- list i bland viö gamalt og gott efni á Glaumbar í kvöld. ■Óskar Einars á Celtic Cross Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Celtic Cross i kvöld. ■Hermann Ingi á Champions Trúbadorinn Hermann Ingi spilar á Champions i kvöld. ■Rav og Mette á Romance Þau Ray Ramon og Mette Gudmundsen leika á Café Romance í kvöld. •Tónleikar ■íslensku dívumar á iólatónleikum í Hallgrímskirkiu Geislaplatan Frostróslr er ein stærsta tónlistar- útgáfa sem gefin hefur veriö út á íslandi. ís- lensku dívurnar eru þær Védís Hervör, Margrét Eir, Guörún Ámý, Valgeröur Guðnadóttir og Ragga Gísla. Á geislaplötunni eru falleglr jóla- sálmar settir í glæsilegan viðhafnarbúning og nýjar jólaperlur líta dagsins Ijós. Flytjendur auk dívanna eru félagar úr Sinfóníuhljómsvelt ís- lands, fjöldi annarra hljóöfæraleikara, félagar úr Karlakórnum Fóstbræörum, Vox femine og gospelkór Fíladelfíu. Geislaplatan var tekinn upp á alls 8 stöðum og hátt á annað hundraö einstaklingar komu að gerö hennar. Jólatónleik- arnir í Hallgrímskirkju í kvöld veröa hinir glæsileg- ustu, í stíl við plötuna. Alls koma um 200 manns fram á tónleikunum. ■Útgáfutónleikar Sesars A á Grand Rokk Rapparinn Sesar A heldur útgáfutónleika vegna breiöskífunnar Geröuþaösjálfur á Grand Rokk í kvöld. Auk Sesarsins koma fram Móri, Bæjarins bestu, Messíaz MC, Vivid Brain og fleiri góöir gestir. 500 kall inn. ■200.000 naglbítar á Gauknum 200.000 naglbitar spila á tónleikum á Gaukn- um í kvöld, húsiö veröur opnaö kl. 21. ■Kammerkér Langholtskirkju Útgáfutónleikar veröa í Langholtskirkju kl. 20.30 I tilefni af nýjum hljómdiski sem Kam- merkór Langholtskirkju gefur út.Aögangur er ókeypis og verður nýi diskurinn til sölu á kostn- aðarverði. ■200.000 Naglbitar á Gauknum 200.000 naglbítar mæta á Gauk á stöng í kvöld. Sveitin mun spila nýtt efnl sem hún ætlar að taka upp í janúar og gefa út næsta vor. Minnum á að það má einnig heyra í strákunum á Grand Rokk á laugardagskvöld. •Sveitin ■Upplestur á ísafirfti Lesiö veröur úr nýútkomnum bókum í Faktors- húsinu á ísafirði kl. 20.30. Guörún Eva Mínervu- dóttlr les úr skáldsögu sinni, Sagan af sjóreknu píanóunum, og Hrafn Jökulsson úr Ijóöabók Jóns Thoroddsens, Rugur, sem fyrst kom út áriö 1922. Sagan af sjóreknu píanóunum er fjórða skáldsaga Guörúnar Evu og hefur hlotiö afar góðar viötökur gagnrýnenda og les- enda. Fyrr á árinu gaf Guðrún Eva út skáldsög- una Albúm og fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Fyrirlestur um hamingjuna. Rugur var fyrsta íslenska bókin sem einvörðungu haföi aö geyma prósaljóð. Jón, sem fæddist á ísafirði 1898 og lést í Kaupmannahöfn 1924, var sonur Skúla Thoroddsens stjórnmálaforingja og Theodóru skáldkonu. ■Mát á Selfossi Bandlö MÁT veröur á HM-kaffi, Selfossl, í kvöld, en það er m.a þekkt fyrir Djúpu laugar lagið ■Rapp á Akurevri Hundur i óskilum veröur i Ketilhúsinu Akureyri kl. 20.30. Þeir eru þeir einu sem hafa rappað Gunnar á Hlíðarenda, félagarnir í Hundi í óskif um, þeir Eirikur og Hjörleifur. Nú ætla þeir að fagna nýjum hljómdiski sem er að koma glóö- volgur í verslanir þessa dagana meö útgáfutón- leikum í Ketilhúsinu í kvöld. Aögangseyrir er kr. 1000. •Leikhús ■Síðasta aukasvning á Vifinu Leikritiö Meö vtfiö í lúkunum hverfur af fjölunum eftir síöustu aukasýningu sem verður í kvöld í Borgarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt voriö 2001, þ.e. á næstsíðasta leikári, og hefur veriö sýnt alls 64 sinnum fyrir nærri 25.000 áhorfend- ur. Þaö eru Stelnn Ármann Magnússon, Helga Braga Jónsdóttir, Eggert Þorleifsson og Ólafia Hrönn Jónsdóttir sem fara með aðalhlutverkin i leikritinu. •Síöustu forvöö ■Vörður í #39 Sigríður Gísladóttir lýkur málverkasýningu í nýj- um sal - #39 við Hverfisgötu í Reykjavík. Opiö frá kl. 13 til 18 alla daga. •Uppákomur ■Upplestur og iass Á aðventunni leggja Kringlusafniö, Eymundsson, Kringlan og Borgarleikhúslö saman krafta sína og bjóöa upp á notalega kaffihúsatemmningu í anddyri Borgarleikhússins þar sem rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum og Ijúfir jasstón- ar ramma inn stundina. Kl. 20 lesa rithöfundarn- ir Arnaldur Indriöason, Einar Már Guömunds- son, Einar Kárason, Guörún Eva Minervudóttir, Stefán Mánl og Þórarinn Eldjám.Fyrir upplestur og i hléi er boðiö upp á jasstónlist og hægt verö- ur aö kaupa veitingar viö hæfi hvers og eins. ■Lióóakvöld á Dublíners Á efri hæö Dubliners, Hafnarstræti, veröur hald- ið Ijóðakvöld sem hefst kl. 20. Þeir sem lesa upp eru: Baldur Óskarsson, Bjarni Bernharöur, Einar Már Guömundsson, Hallberg Hallmunds- son, Hrafn Jökulsson (les úr Flugum), Ingibjörg Haraldsdóttlr, ísak Haröarson, Krlstján Eiríks- son (fyrirlestur), Norma E. Samúelsdóttir, Sigr- tyggur Magnason, Sigmundur Emir Rúnarsson, Steinn K og Þorsteinn frá Hamrl. ■Jélabasar í Nýlistasafninu Nú gefst færi á aö finna aldeilis sérstakar jóla- gjafir handa vinum og vandamönnum, nú eöa bara manni sjálfum. Stjórn Nýlistasafnsins hefur ákveðiö aö nota neðra rými safnsins viö Vatns- stíg undir markað fram til jóla. Þar munu m.a. listamenn og hönnuðir vera meö ýmsa muni til sölu. Hugmyndin er að sem flestir taki þátt, þannig að úrvaliö veröi sem fjölbreyttast og að auk listaverka veröi boöiö upp á hönnun, tónlist, bækur, plaköt, sýningarskrár, póstkort, gamalt og nýtt í bland. Þá veröur staöiö fyrir ýmsum uppákomum í safninu sem veröa nánar auglýst- ar siðar en opnunarkvöldiö í kvöld veröur boðið upp á tónlistarflutning, jólasveinar veröa á staðnum og sitthvaö fleira. Húsið opnað ki. 20 og er aðgangur auövitaö ókeypis. Jólabasar Ný- listasafnsins veröur svo opinn I takt við verslan- irí bænum allt til jóla. ■Jél í Kringlusafni og Borgarleik- húsi Á aöventunni leggja Kringlusafnið, Eymundsson, Kringlan og Borgarleikhúsiö saman krafta sína og bjóða upp á notalega kaffihúsatemmningu i forsal Borgarleikhússins þar sem rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum og Ijúfir tónar ramma inn stundina.i kvöld er komið að síðari hluta þessarar dagskrár. Þá lesa rithöfundarnir Amaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guörún Eva Minervudóttir, Stef- án Máni og Þórarinn Eldjárn úr nýútkomnum bókum sinum. Fyrir upplestur og í hléi mun KK leika og syngja fyrir gesti. Dagskráin hefst kl. 20. Aögangur er ókeypis. •Fyrir börn ■Stekkiarstaur kemur til bvggða Hinir einu sönnu íslensku jólasveinar koma aö sjálfsögðu ekki til byggða fýrr en þrettán dögum fyrir jól og þá einn i einu. Þeir eiga lítið skylt viö þessa Kókakóla-Kláusa sem byrja miklu fýrr á sinu flakki. Okkar sveinar eru forvitnir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt meö að átta sig í tæknk væddri nútímaveröld. Fötin þeirra eru íslensk yst sem innst. Fyrir nokkrum árum rann velunnurum þeirra til rifia hvaö þeir voru illa til fara og meö aðstoð íslenskra hönnuö og handverksfólks fengu þeir og foreldrar þeirra nýjan alklæönað frá hvirfli til ilja, úr vaðmáli, gærum, flóka og ís- lenskri ull. Eins og undanfarin ár munu jólasvein- arnir koma viö i Ráöhúsi Reykjavíkur i boöi Þjóö- minjasafns íslands. Stekkjarstaur kemur fýrstur í dag kl. 10.30 og svo einn af öðrum klukkan 10.30 á virkum dögum en kl. 14 um helgar. Aö- gangur að jólasveinadagskránni er ókeypis og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.