Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 2
2
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
JÖV
Fréttir
Taílendingar torvelda íslendingum að ferðast til landsins:
Sérreglur um Islendinga
- allir þurfa vegabréfsáritun frá og með 29. desember
Taílendingar hafa hert reglur um
komu íslenskra ferðamanna til
landsins og gilda eftir breytinguna
strangari reglur um íslendinga en
aðra Norðurlandabúa. Frá og með
29. desember þurfa íslendingar
vegabréfsáritun tO Taílands óháö
því hvað þeir dvelja þar lengi en til
þessa hefur ekki þurft áritun til 30
daga eða skemmri dvalar.
„Þetta kom flatt upp á mig,“ segir
Kjartan Borg, ræðismaður Taílands
á íslandi, en hann fékk tilkynningu
um málið fyrr í mánuðinum frá
sendiráði Taílands í Kaupmanna-
höfn. Sendiráðið gat ekki upplýst
hvers vegna strangari reglur giltu
um íslenska ferðamenn en aðra
Norðurlandabúa en Kjartan á von á
skýringum i vikunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Ur-
vali-Útsýn eiga á þriðja hundrað Is-
lendinga bókaða ferð til Taílands
með ferðaskrifstofunni í janúar,
febrúar og mars. Félagiö er að afla
upplýsinga um stöðu málsins og um
það hvemig staðið verður að því að
afla vegabréfsáritana. Verður öllum
farþegum sent bréf um málið á
næstu dögum.
Núverandi fyrirkomulag hefur
ekki aðeins auðveldað íslendingum
að fara í styttri ferðir til Taílands
heldur einnig gert þeim kleift að
dvelja þar eins lengi og þeim sýnist
án vegabréfsáritunar með því að-
eins að bregða sér yfir landamærin
á 30 daga fresti.
Kjartan Borg segir að flestir ís-
lendingar fari til Taílands í nóvem-
ber, desember og janúar og þetta sé
því vondur tími. En hann segir að
ekki séu endilega öll kurl komin til
grafar í málinu.
„Ég vona að þetta eigi eftir að
breytast og að við fáum að vera und-
ir sama þaki og hinar Norðurlanda-
þjóðimar,“ segir Kjartan. „Á heima-
síðu sendiráðs Taílands í Brussel er
búið að taka ísland af 30-daga frílist-
anum en á síðu sendiráðsins í
Washington erum við enn þá inni.
Þetta virðist því vera eitthvert
millibilsástand og línur ekki alveg
skýrar.
En eins og sakir standa verð ég
að svara því til að þeir sem fara til
landsins 29. desember eða síðar
þurfa aö verða sér úti um áritun."
-ÓTG
í heldur grýttan jarðveg
----------- Brian Mikkelsen,
menningarmálaráð-
herra Danmerkur,
treystir sér ekki til
mynd Tómasar Inga
Olrich menntamála-
ráðherra að stofna ís-
lensk-danska menningarstofnun hér
á landi og að íslenskir forngripir í
vörslu Dana verði fluttir til lands-
ins. Mbl. greindi frá.
Færri fóstureyðingar
Allt stefnir í að fóstureyðingum
hér á landi fækki um 10% á þessu
ári ef miðað er við meðaltalið árin
fimm þar á undan. I nóvember
höfðu 707 fóstureyðingar verið gerð-
ar á höfuðborgarsvæðinu og stefnir
í að þær verði innan við 800. Mbl.
greindi frá.
Karen og Adam dönsuðu til sigurs:
Tvö gull í Ástralíu
Fulltrúar íslands, Karen Björk
Björgvinsdóttir og Adam Reeve úr
ÍR, unnu til tvennra gullverðlauna á
opna ástralska meistaramótinu í
samkvæmisdönsum sem fram fór í
Melbourne í Ástralíu í fyrrinótt.
Þau kepptu í standard- og latin-
dönsum og unnu báðar greinarnar.
Mörg hundruð keppendur taka þátt
í mótinu og um 50 pör kepptu í
sama flokki og Karen og Adam. I
samtali við þau eftir keppnina sögð-
ust þau vera í sjöunda himni en
keppnin hefði verið erfið þar sem
keppt var í báðum greinum sama
daginn. Um 5000 áhorfendur fylgd-
ust með keppninni og var sigurveg-
urunum ákaft fagnað, enda Adam
Ástrali.
Karenu og Adam hefur verið boð-
ið að halda danssýningu í Tokyo
þann 21. desember. Siðan munu þau
eyða jólum og áramótum í Sydney,
heimaborg Adams. -Gun.
Hressó á dýrustu lóð landsins til sölu:
Framkvæmdamenn
hafa að undanförnu
spurst fyrir um söluna
á Hressingarskálanum
við Austurstræti sem
nú er auglýst til sölu.
Flestum þykir ljóst að
þar séu á ferðinni
menn sem hugsa til
_ Omar nýbyggingar, enda hef-
Kristjánsson. ur nýting lóðarinnar,
sem án efa er meðal allra dýrustu lóða
landsins, verið með eindæmum slök.
Húsið er aðallega á einni hæð en auk
þess er stór garður sunnan við húsið
sem nýtist ekki nema á sólríkustu dög-
um. I nýjasta skipulagi er gert ráð fyr-
ir 4 hæða byggingu á þessum stað.
„Aðstæður hafa breyst og við vilj-
um kanna hvort hægt er að selja eign-
ina á verði sem við getum unað við,“
sagði séra Ólafur Jóhannsson, prestur
í Grensásprestakalli, við DV en hann
er formaður KFUM, eiganda Austur-
strætis 20. KFUM hefur átt þessa eign
í 70 ár, fékk hana í makaskiptum fyr-
ir lóð á Bernhöftstorfunni sem þá stóð
tO að rífa og byggja stjórnarráðshús á
lóðinni. „Þetta hús hefur lengi verið
fjárhagslegur bakhjarl okkar starfs,“
sagði séra Ólafur í gærkvöld.
Ómar Kristjánsson er gjaldkeri
KFUM. Hann sagði í gærkvöld að ekki
skorti áhugann á að leigja eða kaupa
Austurstræti 20. Hins vegar treysti
KFUM sér ekki til að gerast leigusali
ölkráarreksturs, slíkt væri ekki við
hæfi. En svo virtist sem allt laust hús-
næði i miðborginni færi undir slikan
rekstur í dag. Ómar sagði lóðina og
mannvirkið gríðarlega mikil verð-
mæti. Húsið er meira en 100 ára gam-
alt og er á skrá yfir friðuð mannvirki.
En innviðir hússins, sem og annað
byggingarefni, er frá síðari timum. -
Gulltllþrlf á dansgólfinu
Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve úr ÍR unnu til tvennra gullverö-
launa á opna ástralska meistaramótinu í Ástralíu í fyrrinótt.
Undirritun samnings um sölu á hlut ríkis í Búnaðarbankanum:
Frestað fram yfir áramót
Undirritun kaupsamn-
ings vegna kaupa S-hópsins
á 45,8% í Búnaðarbanka ís-
lands hefur verið frestað
fram yfir áramót. Ólafur
Davíðsson, formaður einka-
væðingarnefndar, segir að
málið allt heifi reynst tíma-
frekara en ráðgert var; ekki
sé hægt að nefna eitt atriði
öðrum fremur i því sam-
bandi. Nú fari jólin senn í
hönd og því hafi verið ákveðið að
stefna að undirritun fyrir 21. janúar
en ekki fyrir árslok eins og stefnt
var að.
Áður hafði því verið
frestað um viku að tilkynna
hvaða erlendir fjárfestar
muni eiga aðild að kaupun-
um. Umsamið kaupverð er
ríflega 11,9 milljarðar króna.
Kaupendur eru Vátrygginga-
félag Islands, Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn og eignar-
haldsfélagið Egla, sem er í
eigu Samvinnutrygginga ehf.
og Kers (áður Olíufélagsins),
auk þess sem ein eða fleiri erlend
fjármálastofnun mun koma að félag-
inu.
Þvi hefur verið haldið fram að S-
Ólafur
Davíösson.
hópurinn eigi fullt í fangi með að
fjármagna kaupin. Heimildamenn
DV telja að frestunin nú þurfi ekki
endilega að fela í sér staðfestingu á
slikum fullyrðingum; líklega sé ein-
faldlega tímafrekara að semja við
hóp kaupenda sem eigi í samstarfi
við stóra erlenda fjármálastofnun.
Ákvarðanatökuferli og boðleiðir
hijóti að vera þar lengri en til dæm-
is hjá Samson, eignarhaldsfélagi
kaupenda að hlut ríkisins í Lands-
bankanum. Ólafur Davíðsson segir
stefnt að því að ganga frá kaup-
samningi við Samson fyrir jól.
-ÓTG
KFUM vill ekki
leigja undir ölkrár
Alaiörleaa bríllíant
3 ^3 Súsanna Svavarsdóttii
Súsanna Svavarsdóttir / STÖÐ 2
„Bókin er svo vel skrifuð og flott fléttuð,
Súsanna Svavarsdóttir / STÖÐ 2
„Fantavel skrifuð, úthugsuð og útpæld ..
hans besta bók fram til þessa."
Sigríöur Albertsdóttir / DV
„Einn af stærstu og
yngstu höfundum
fslands. Fylgist
með honum."
DANSKA
RlKISÚTVARPIÐ
„Mikael tekst firnavel upp ... full af krafti
og Iffi... hressandi að lesa bækur sem eru
jafnlausar við tepruskap"
Kristín Heiöa Kristinsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ
JPV ÚTGÁFA
Bræðraborgarstíg 7 • Síml 575 5600
ÍSLENS BÓKMLNi KU \’1A
VI Rj0l.AU
íslenskukennsla vestra
Islenskukennsla hefst í janúar-
byrjun á bandarísku sjónvarpsstöð-
inni Scola sem er einungis með
fræðsluefni á dagskrá sinni. Mbl.
sagði frá.
Flýja Frón yfir jólin
Fjöldi íslendinga leggst í ferðalög
um jól og nýár og segja forsvars-
menn ferðaskrifstofanna fjölgun á
ferðum fólks til útlanda um jólin frá
þvi i fyrra. Flestir fara til Kanarí-
eyja, eða á annað þúsund manns.
Mbl. greindi frá.
A5 bjarga Guðrúnu
Tuttugu norskir kafarar og
fjórtán íslendingar vinna að því að
koma skipinu Guðrúnu Gísladóttur
á flot en skipið liggur á hafsbotni
við strendur Noregs.
Verðleggi upplýsingar
Rikisstjómin hefur samþykkt til-
lögu fjármálaráðherra um aö samið
verði lagafrumvarp um verðlagn-
ingu opinberra upplýsinga.
Deila hart á Selfossi
Úrskurður Héraðsdóms Suður-
lands um að heimila lögmanni
Landsafls (félag sem tengist BYKÓ)
að yfirheyra vitni fyrir dómi áður
en mál er höfðað vegna lóðakaupa
Húsasmiðjunnar á Selfossi hefur
verið kærður til Hæstaréttar. RÚV
greindi frá.
Fagnar útboði
Þórir Bjöm Kolbeinsson, formað-
ur Félags heimilislækna, fagnar
þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra
að bjóða út rekstur nýrrar heilsu-
gæslustöðvar í Kópavogi. Honum
finnst hugmyndin um afkastatengd-
ar tekjur frá ríkinu eðlileg.
Verðbólga úr böndunum?
aGuðmundur Gunn-
arsson, formaður Raf-
iðnarsambands ís-
lands, óttast að boðað-
ar verðlags- og skatta-
hækkanir sveitar-
stjórna og ríkis leiði
til þess að verðbólgan
fari úr böndunum. Sambandið og
Efling stéttarfélag mótmæla harð-
lega iðgjaldahækkunum bruna-
trygginga. I ályktun Eflingar er
fullri ábyrgð lýst á stjómvöld og fyr-
irtæki sem gangi fram fyrir skjöldu
með verðhækkunum á þessum
tíma. RÚV greindi frá -hlh
Haldið til haga
I umfjöllum um vínin með
jólamatnum á bls. 31 í helgarblaði
DV misrituðust nöfn tveggja
víninnflytjenda. I stað allied doneq
átti að standa Allied Domeq en það
er nafn eins stærsta vínfyrirtækis í
heimi. I stað RSC átti síðan að
standa RJC en sú skammstöfun
stendur fyrir Rolf Johansen &
Company.