Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Page 4
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Samkeppnisstofnun um nýtt félag um rekstur Ávaxtahússins eHf. og Banana ehf.:
Samþykkt með
ströngum skilyrðum
starfsmenn sæti þagnarskyldu gagnvart eigendum
Samkeppnisstofnun hefur gefið
grænt ljós á samning Baugs Group
hf. og Eignarhaldsfélagins Fengs hf.
um stofnun einkahlutafélags um
rekstur Ávaxtahússins ehf. og Ban-
ana ehf. en með skilyrðum. Það er
mat ráðsins að samningurinn um
einkahlutafélagið Grænt ehf. upp-
fylli skilyrði laga til ihlutunar. Með
heimild í lagaákvæði og til að koma
í veg fyrir röskun á samkeppni eru
sett sjö skilyrði og sum afar ströng.
Þagnarskylda
Eitt þeirra skilyrða sem athygli
vekur og Samkeppnisstofnun setur
er að framkvæmdastjóra og starfs-
mönnum Græns og tengdra fyrir-
tækja sé óheimilt að veita stjórn-
endum og eigendum félagsins upp-
lýsingar um viðskipti eða viðskipta-
kjör einstakra viðskiptavina. Skulu
starfsmenn Græns ehf. undirrita yf-
irlýsingu um þagnarskyldu og trún-
að þar um og skal senda afrit til
Samkeppnisstofnunar.
Þá er skilyrði um að óheimilt sé
að semja um að tiltekið hlutfall af
ávöxtum og grænmeti í vörufram-
boði Baugs Group hf. sé keypt af
Grænu ehf. og tengdum fyrirtækj-
um.
Baugur skuldbindi sig til að
kaupa slíkar vörur af keppinautun-
um ef þeir geti boðið sambærilega
vöru á sambærilegum eða betri
kjörum en Grænt og dótturfélög
þess geta boðið.
Baugi er óheimilt að gera þá
kröfu til Græns og tengdra fyrir-
tækja að verslanir Baugs njóti ann-
arra og betri viðskiptakjara en aðr-
ir viðskiptavinir Græns.
Grænu ehf. er óheimilt að gera
samninga sem útiloka ákveðna við-
skiptamenn með beinum eða óbein-
um hætti.
Stjórnarmenn, starfsmenn, eig-
endur að meiru en 1% hlut í Baugi
Group hf„ dótturfélögum eða fyrir-
tækjum sem Baugur hefur virk yfir-
ráð yfir mega ekki sitja í stjórn eða
varastjórn fyrirtækja sem tengd eru
Grænu og eiga viðskipti við keppi-
nauta Baugsfyrirtækja. Sama gildir
um maka eigenda, systkini, náin
skyldmenni eða mægða aðila.
Þá er sett skilyrði um að Grænt
ehf. kynni þessa ákvörðun Sam-
keppnisstofnunar fyrir starfsmönn-
um og viðskiptavinum og upplýsi
stofnunina um framkvæmd máls-
ms.
-HKr.
Grænmeti ódýrara
Meðalverð á öllum tegundum
ávaxta hefur lækkað frá því í febrú-
ar. Þannig er t.d. meðalverð á eplum
15-34% lægra nú en það var í febrú-
ar, meðalverð á appelsínum er 20%
lægra, á banönum 16% lægra, á kívi
30% lægra og á perum 31% lægra.
Margar algengar grænmetistegund-
ir hafa einnig lækkað í verði. Með-
alverð á íslenskum og inníluttum
agúrkum hefur lækkað um 54-60%,
innfluttir tómatar hafa lækkað um
39%, ísbergssalat hefur lækkað um
60%, paprikur um 43-59%, blómkál
um 59% og rauðlaukur, blaðlaukur,
spergilkál og selleri um 35-51%.
Þetta’ kemur fram á vef Sam-
keppnisstofnunar en stofnunin hef-
ur frá því í febrúar gert mánaðar-
legar verðkannanir á grænmeti og
ávöxtum til þess að fylgjast með
verðþróun á þessum vörum eftir af-
nám tolla á ýmsum grænmetisteg-
undum sl. vetur. -hlh
Amerískur hvíldarsíóll
Ófrúlega þœgilegur!
DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON
Banvæn bifreiö
Birgir Friöriksson meö minkinn sem hann skaut undir bíl fréttaritara DV. Fyrr í
haust lét smyrill lífiö þegar hann lenti á þessari banvænu Corollu.
Minkur skotinn
undir bíl við
heimahús
Þrátt fyrir góða viðleitni loðdýra-
bænda að halda dýrum sínum í búr-
um er alltaf eitthvað um að þau
sleppi út og í veðurblíðuna. Króks-
arinn Birgir Friðriksson, einn
helsti veiðimaður héraðsins, skaut
mink heima við hús í bænum í síð-
ustu viku, eftir að hafa átt í eltinga-
leik við hann um hverfið. Um búr-
læðu var að ræða.
Birgir býr við Ægisstíginn þar
sem fréttaritari DV er til húsa.
Hann varð minksins fyrst var neð-
arlega við götuna, þar sem hann
leitaði inn í garð dagmömmunnar
Aðalbjargar Sigfúsdóttur frá Gunn-
arsstöðum í Þistilfirði. Minksi þaut
síðan yfir götuna og leitaði undir bíl
fréttaritarans sem stóð á plani viö
húsið. Þar beindi Birgir hólknum
að dýrinu sem lá í valnum.
Þess má geta að bifreið DV-
mannsins, Toyota Corolla, árgerð
‘94, sem reynst hefur ákaflega vel,
var vettvangur viðburða fyrr í
haust því þá flaug smyrill á bílinn
við Móskóg í Fljótunum og hlaut af
því bana. -ÞÁ
DV-MYND GARÐAR HARÐARSON
I heimahöfn
Hér er Álftafelliö komiö til síns
heima og byrjar senn aö færa
afla til verkunar.
Nýr bátur á Stöðvarfjörð
Nýr bátur bættist í flota Stöðflrð-
inga á laugardag þegar Álftafell SU
100 kom til heimahafnar. Álftafellið
er 62 lesta stálbátur, smíðaður á
Seyðisfirði árið 1970.
Báturinn leysir af hólmi trébát
með sama nafni sem var um 19 lest-
ir að stærð. Það er fyrirtækið Kross
ehf. sem er eigandi hins nýja báts
og að sögn Alberts Geirssonar,
framkvæmdastjóra þess, verður bát-
urinn gerður út á dragnót (snurvoð)
og net. í áhöfn verða fjórir til fimm
manns. -GH
RÖGUM Á MORGUN
Fá&u þér mi&a í síma 800 6611 e&a á hhl.fs
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
Stal kjöti og konfekti
Maður með fjóra stóra hamborg-
arhryggi var stöðvaður af lögregl-
unni í Kópavogi íá laugardag en
borist hafði tilkynning frá starfs-
manni Bónus um mann sem grun-
aður var um að hafa hnuplað úr
búðinni.
Annar starfsmaður hafði hlaupið
þjófinn uppi þar sem maðurinn
hafði tekið 5 kfó af konfekti með
sér úr búðinni án þess að borga.
Þegar lögregla hafði henur í hári
mannsins komu i ljós fjórir myndar-
legir hamborgarhryggir sem hann
hafði hnuplað úr annarri verslun.
Manninum var var sleppt að lokn-
um yfirheyrslum.
Fikniefni á Þórshöfn
Við rannsókn flkniefnamáls, er
upp kom þann 12.12. sl„ voru tveir
menn handteknir á Þórshöfn og í
framhaldi af handtökunni var hald
lagt á 5 grömm af hassi.
Við frekari rannsókn málsins
kom í ljós að annar mannanna
tengdist málinu ekki.
Var hann því látinn laus strax og
það kom í ljós. Hinn maðurinn sem
handtekinn var játaði aðild og telst
málið upplýst. -hlh
Brot á siðareglum SÍA
Siðanefnd Sambands íslenskra
auglýsingastofa telur að auglýsing,
gerð af ART-AD fyrir Sjómannafé-
lag Reykjavíkur, Vélstjórafélag ís-
lands og Félag íslenskra skipstjórn-
armanna, sem birtar voru í Frétta-
blaðinu þann 23. október 2002 og í
Morgunblaðinu þann 24. október
2002, brjóti í bága við siðareglur
SÍA.
Málið var tekið fyrir á fundi siða-
nefndar á fmuntudag er fjallaö var
um kæru frá Lögmálum ehf„ f-h.
Atlantsskipa ehf„ dags. 26. nóvem-
ber 2002.
Atlantsskip töldu illa að sér veg-
ið með téðri auglýsingu.
Niðurstaða nefndarinnar er að
umræddar auglýsingar brjóti í bága
við siðareglur SÍA, 2. gr„ um heið-
arleika, 4. gr. um sannleiksgildi og
7. gr. um last.
Nefndin mælist til að auglýsing-
arnar verði ekki birtar aftur. í ljósi
þessa telur Siðanefnd SÍA ekki
ástæðu til frekari aðgerða. -HKr.