Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 DV 13 Útlönd CIA er heimilt aö drepa Osama bin Laden hvar og hvenær sem er: Bush samþykkir dauða- lista hryðjuverkamanna - aðstoðarforsætisráðherra Iraks segir Bush hræsnara George W. Bush Bandarlkjaforseti hef- ur heimilað CIA, bandarísku leyniþjón- ustunni, að myrða meira en tug meintra hryðjuverkamanna samkvæmt nafna- lista sem æðstu yfirvöld hafa útbúið, eft- ir því sem kom fram i bandarískum fjöl- miðlum í gær. Samkvæmt heimildum New York Times eru leiðtogi al-Qaeda- samtakanna, Osama bin Laden, og næst- ráðandi hans, Ayuman al-Zawahri, meðal þeirra. Blaðið sagði einnig að morðheimildina mætti nota ef handtaka væri óæskileg og að manntjón almennings væri í lágmarki en fyrir um hálfu ári voru 6 meintir liðs- menn al-Qaeda drepnir þegar eldflaug var skotið að bifreið þeirra í Jemen. Árið 1976 bannaði Gerald Ford, þáver- andi Bandaríkjaforseti, slík launmorð en þar sem mennirnir á listanum eru skil- greindir sem stríðsóvinir þarf CIA, sam- kvæmt heimild forsetans, ekki að leita samþykkis hans í hvert skipti sem ákveðið er að láta til skarar skríða. Einn sexmenninganna í Jemen, Abu Ali, er grunaður um að hafa átt stóran hlut í árás al-Qaeda á bandaríska her- skipið Cole í Jemen fyrir tveimur árum og mun nafn hans hafa verið á listanum. Aðstoðarforsætisráðherra íraks, Tareq Aziz, sagði í gær að Bush væri ekkert nema „hræsnari" sem væri að koma Bandaríkjunum til að reka „fjandsam- lega heimsvaldastefnu" sem væri ekki einungis hættulegt þeim sjálfum heldur heiminum öllum. Hann telur einnig að mannfall Bandaríkjamanna verði mikið, verði ráðist inn í írak með herafli. REUTERS Bush endurnærður eftir helgardvöl í Camp Davld George W. Bush veifar til fréttamanna eftir aö þyrla lenti meö hann á lóö Hvíta hússins í gær. ^njókeðjur fyrir farartæki.,.. Aðeins vara frá viðurkendustu framleiöendum Tellefsdal - Trygg - OFA Gunnebo-Weed ELLUR.ti* einum gracmim Smiöjuvegur 8 - Kóp : Sími: 577 6400 ■■■■■■i^H Skoðið heimasíðuna okkar og kíkið á tilboðin Erutn að taka upp nýjar jólavörur. Bjóðum áfram jólaafsláttinn! A horni Laugavegar og Klápparstigs Þrír gullsmiðir sem reka saman vinnustofu og verslun að Laugavegi 37 þar sem þeir hanna og smíða einstaka hluti. Hlutir frá okkur fást einnig á Listasafni íslands. H LUTAGERÐARFELAGIÐ LAUGAVEGI 37 sírm 51 1 6262 Hvítagull- og aullhringur með demöntum eftir Hörpu Silfurmen eftir Kjartan Gullmen eftir Ástþór Silfurermahnappar eftir Kjartan Gullhringur með Hvítagullsmen með þremur demöntum eftir Hörpu demanti eftir Ástþór Trúlofunarhringir eftir Kjartan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.