Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Menning DV í sátt og samlyndi Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartans- dóttir og Þorgerður Sigurðar- dóttir, sem deilt hafa vinnuað- stöðu og kjörum að Korpúlfs- stöðum um nokkurra ára skeið, hafa þegar sýnt saman i tvígang og endurtaka þann leik í Hafn- arborg nú á jólaföstunni. Vissu- lega eiga þær stöllur fleira sam- eiginlegt en vinnustaðinn; til dæmis byggja þær á ærinni reynslu og tækni, í verkum þeirra birtist löngun til að auka við skilning okkar á náttúrunni og mannlifxnu og þær stilla saman strengi sína með smekk- legum hætti þegar kemur að samsýningum. Engin þessara listakvenna hafa sérstaklega sóst eftir að leggja lið þeim stefnum sem eru heimilisfastar í Nýlistasafninu, 18, Galleríi Hlemmi og öðrum deiglum nýrra hugmynda og efniviða - sem enginn skyldi álasa þeim fyrir. Enn er býsna mikið slátur í þeim módernísku hefðum sem þær eru hallar undir þar sem ómenguð form- hyggja og umbreyting efnis eru ofarlega á blaði. En einu gildir hvar menn marka sér land í myndlistinni, innihaldsrík, brýn og spennandi - segjum háskaleg - myndverk verða einungis tO þegar listamenn láta reyna á þanþol þeirra hefða sem þeir aðhyllast, sama hverjar þær eru, og koma á ófyrirséðum tengslum milli viðtekixma hugmynda, hluta og efniviða. Raunar er þessi lýs- ing nánast kennslubókarskilgreining á fyrirbær- inu „sköpunargáfa". Gamlar kenndir Líkast til er þetta skýringin á því andrúmslofti lognmollu og fyrirsjáanlegra upplifana sem ríkir á þessari sýningu. Með örfáum undantekningum einkennist hún af undanlátssemi við hugmyndir og myndmál sem ekki eru nýstárleg né líkleg til að ögra áhorfendum, sérstaklega ekki þeim sem fylgst hafa með fyrri sýningum þessa hóps. Smekkleg samstilling strengja Eitt verka Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur á Samspili. Bókmenntir Krosssaumsmyndir Ásu Ólafsdóttur eru að sönnu gagnvandaðar. En í stað þess að reyna á sérstaka náttúru krosssaumsins, færa hann til nútíðar á eigin forsendum, er listakonunni efst í huga að búa til úr honum eins konar málverk í snyrtilegum römmum. Ein undantekning er „Dökkifoss", samsett úr þráðum sem flæða niður eftir einum veggnum. Hér er ávæningur af nauð- synlegri endurskoðun hins viðtekna. Ég hef áður látið í ljós efasemdir um tilraunir leirlistamanna til að færa sig yfir á vettvang þrí- víddarlistar, þar sem fæstir þeirra hafa til þess þjálfun eða forsendur. Drungalegir stein- leirsskúlptúrar Bryndísar Jónsdóttur, svona al- mennar „tilvísanir í íslenska náttúru", verða því miður ekki til að slá á þær efasemdir. Hvorki formgerð þeirra eða áferð eru til þess fallin að ■ vekja með áhorfandanum óvænt hughrif eða nýjar kenndir. Kristín Geirsdóttir er þaul- skipulögð og frjálsleg í til- brigðum sínum um eigindir náttúrunnar. Nú mætti hún breyta um takt og sjónvinkil, svo vel þekkt - og helst til þekkileg - sem vinnubrögð hennar eru. Raunar hélt ég lengi vel að áðumefndur „Dökkifoss" Ásu væri nýr og hrífandi kafli á myndlistar- ferli Kristínar. Hrátt og áríðandi Sennilega er Magdalena Margrét sú eina á þessari sýn- ingu sem kemur til móts við ílöngun áhorfandans í hráar og áríðandi upplifanir. Að vísu endurþekkja margir stór- ar þrykkimyndir hermar, en listakonan reynir áfram á þan- þol grafiklistar og væntingar okkar til listgreinarinnar, að þessu sinni með því að ein- þrykkja stórar dúk- og trérist- ur með óvenjulegum hætti. Auk þess eru kvenmyndir herrnar jafn bosmamiklar og óþægilega ágengar og fyrri daginn; gildir þá einu hvort áhorfandinn er karl- eða kvenkyns. í grafískum verkum sínum hefur Þorgerður Sigurðardóttir sérhæft sig í endurvinnslu trúar- legs myndefnis. Að þessu sinni hefur hún tekið til handargagns aðskotahluti, fernings- og hring- form af ýmsum stærðum og þrykkt eftir þeim. Markmið hennar er eftir sem áður að „vinna með“ veraldlegar og geistlegar eigindir, að því er segir í sýningarskrá. Hér held ég að fleira þurfi að koma til en virkjun og endurtekning áður- nefndra smáforma til að gæða þessar myndir ein- hvers konar „metafýsísku" inntaki, t.a.m. mátu- legur skammtur af ógn og lotningu sem aðeins fæst með því að hugsa stórt og kafa djúpt. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Samspil stendur til 22. des. Hafnarborg er opin alla daga nema þriöjudaga frá kl. 11 til 17. Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Dimmalimm íslensku mynd- skreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm Muggs verða afhent í fyrsta skipti i dag kl. 17 í mm Undirstaða rannsókna Út er komið annað bindið af útgáfu Böðvars Guðmundsson- ar á bréfum Vestur-íslendinga. Samtals eru bindin um 1400 síður og bréfritarar eitthvað yfir 130 talsins og von er á því þriðja eftir því sem höfundur segir í formála. I þessu bindi eru bréf frá fólki sem byrjaði að skrifa heim á árunum 1887 og þar til skömmu eftir aldamótin 1900. Yngstu bréfin eru frá því á 6. áratug síðustu aldar. Bréfasafn þetta gefur ómetanlega innsýn í líf og störf þess fólks sem axlaði sín skinn og hélt vestur á bóginn í leit að ævintýrum eða betra lífi kringum aldamótin 1900. Efni bréfanna er af ýmsu tagi, oftast eru það búksorgir, veðurfar, verðlag og tekjur ásamt fréttum af vinum og vandamönnum en einnig fjallar fólk um skólamál og skemmtanir, svo sem leiksýningar á vegum Vestur-íslendinga. Langflestir telja sig standa bet- ur að vígi en fólk heima á íslandi og verða stund- um dálítið búralegir i tali, gefa í skyn að þeim gangi flest í haginn þótt þeir segi það kannski ekki berum orðum, mest fyrir hæversku sakir. Þó mun sanni næst að þótt menn heföu í sig og á þá urðu fæstir vesturfarar nema rétt bjargálna. Einstaka manni gekk illa og má sem dæmi nefna heldur átakanlegt bréf sem varðveist hefur frá Jó- hannesi Sigurössyni en hann hrökklaðist aftur til íslands eftir að hafa lent á glapstigum. Ekki fann Þorvaldur J. Reykdal heldur hamingjuna í Amer- íku þótt hann byggi þar alla ævi og kæmi upp fjölskyldu. Eitt og annað veldur líka vesturförum áhyggj- um, svo sem þróun íslenskunnar. Sú var að minnsta kosti skoðun Helga Pálssonar og þykir honum illa fara á því þegar orð hafa „enskan skrokkinn en íslenskan hala“, eins og hann orð- ar það svo hnyttilega. Frá sumum bréfriturum er aðeins birt eitt bréf sem bregður upp skyndimynd af bréfritara á ritun- artíma, en frá öðrum eru varðveitt mörg bréf sem stundum spanna áratugi og fær lesandinn þannig örlitla ævisögu í bréfaformi. Lengstur slíkra bálka er frá Gunnlaugi Oddsyni en þar er meðal annars að finna langar predikanir hans yfir ungum frænda sínum um trúmál sem bregða upp svipmynd af trú- ardeilum þeim sem geisuðu meðal Vestur-íslend- inga, í þetta skipti milli únitara undir forystu Magn- úsar Skaftasonar og þeirra sem héldu tryggð við lútherskan rétttrúnað. Fá bréf hafa varðveist frá börnum og ungling- um enda flestir væntanlega þeirrar skoðunar að tíma þeirra væri betur varið til annars en bréfa- skrifta. Þess vegna er mikill fengur í bréfum Mar- grétar Stefánsdóttur en það fyrsta skrifar hún þegar hún er um 10 ára gömul. Þótt bréf hennar séu ekki mörg varpa þau athyglisverðu ljósi á líf og störf bama og unglinga úr hópi innflytjenda. Með þessari útgáfu og rannsóknum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á vesturferðum og birst hafa ýmist í bókum eða tímaritum hefur skapast grundvöllur fyrir því að rita nýja yfirlits- sögu um landnám ís- lendinga í Vesturheimi byggða á frumheimild- mannsgaman um þar sem nýjustu aðferðum og kenningum er beitt við sagnaritunina. Slíkt verkefni gæti orðið samstarfsverkefni sagnfræðinga af íslenskum ættum vestan hafs og okkar sem hér búum. Bréf Vestur-íslendinga eru þó síður en svo eitt- hvert einkamál fræðimanna eða miðuð við þeirra þarfir. Þetta eru bækur sem eiga erindi til allra sem hafa áhuga á menningararfi okkar. Bréfin er hvort sem er hægt að lesa eitt og eitt - og getur lesandi þá gefið gaum aö hverjum bréfritara fyr- ir sig - eða í einum rykk og öölast þannig yfirsýn yfir líf og starf ættingja okkar vestan hafs. Þessi útgáfa leiðir lika hugann að öðrum menningarfjársjóði sem enn liggur óbættur hjá garði en það eru þau bréf sem fóru héðan vestur um haf. Könnun á varðveislu þeirra, skráning og síðan útgáfa á úrvali úr þeim er svo sannarlega verðugt verkefni fyrir framtakssaman fræði- mann. Guðmundur J. Guðmundsson Bréf Vestur-íslendinga II. Böövar Guömundsson bjó til prentunar. Mál og menning 2002. Á fótum fjórum Svo sem venja er hafa kollar fætur fjóra og sak- ar ekki að þeir séu allir jafnlangir. Áftur á móti getur sætið verið margvíslegt. Sjálf sessan. Enda þótt hann sæti oftast á henni þungum rassi sínum stóð hann stundum upp og þá sá í bólstraða sessuna sem var stungin þversum og langsum með þykkum og belgmiklum bólum. Að sjá eins og nokkurt listaverk. Allt þar umkringis voru bækur, heill geimur af orðsins leik og endaleysum. Kilir af kiljum, hill- ur af hillum. Hann gekk um með gleraugun fremst á hvössu nefi sínu sem hafði eina bólu neðanvert og með hæglátum höndum tók hann eina og eina bókina og aðgætti hvort síðumar væru á sínum stað. Svo settist hann aftur á kollinn sinn og beið þess að hanabjallan hringdi, að einhver kæmi, einhver sæist, þó ekki væri nema rödd að gá að veghomum. Kveikti sér i kolaðri pípu og umlaði Ijóð eftir Kipling og kannski Whitman ef tíminn var næg- ur og einveran ólm. Efalítið seldi hann eina bók. Og eina. En þess á milli var það kollurinn sem hvildi búkinn heila starfsævi. Býsn vel bólstraður kollur og tók vel á móti mannsenda. -SER Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Til greina koma allar bamabækur mynd- skreyttar af íslenskum listamanni sem út komu á árinu 2002 og eru listamenn- imir 23 talsins. Sýning á bókum og frummyndum hangir uppi í Gerðubeigi til 6. janúar. Að verðlaununum standa Félag ís- lenskra bókaútgefenda, Myndstef, menntamálaráðuneytið, Gerðuberg og Félag íslenskra teiknara, og í dómnefnd sitja Aðalsteinn Ingólfsson, Aðalbjörg Þórðardóttir og Kalman le Sage le Fontenay. Guðrún Egilson, bamabam bróður Muggs, afhendir verðlaunin, verðlaunakórinn Graduale Nobili syng- ur og einnig mun Dimmalimm koma og heilsa upp á gesti. Staður í nýjum heimi í doktorsritgerð sinni, Staður í nýjum heimi, fiallar Ármann Jakobsson um Morkin- skinnu, íslenskt kon- ungasagnarit írá 13. öld sem markaði tímamót i sagnaritun Islendinga. Hún er elsta sagan þar sem rakin er saga margra konunga á ræki- legan hátt. í Morkinskinnu er meðal annars elsta frásögn á norrænu máli um sál- fræðilega ráðgjöf til að lækna þung- lyndi. Þar em líka einstakar heimildir um hugmyndir Islendinga um konungs- vald, fram settar sem vægðarlaus sam- anburður á konungum í sögunum. Loks er Morkinskinna mikilvæg heimild um afstöðu íslendinga til eigin þjóðemis enda er þar sagt frá mörgum íslending- um við erlenda hirð. Háslcólaútgáfan gefur út. Ritgerðin verður varin við Heimspekideild Háskóla íslands 25. jan- úar næstkomandi. Hver með sínu nefi Bókin Hver með sínu nefi geymir 25 nýjar smásögur sem sendar voru í smá- sagnasamkeppni Þymirósar í ár. Höf- undar em 23,12 karlar og 11 konur. Fyrstu verðlaun hlaut Lýður Ámason fyrir „Fríið hennar Nínu“ en 2.-4. verðlaun hlutu Ásdís Herborg Ólafsdóttir, Krist- inn Þór Ingvason og Þómnn S. Ólafs- dóttir. Sögumar sýna að frásagnargleði landsmanna er söm við sig því fæstir höfundamir em þjálfaðir rithöfundar. Þeir eru á öllum aldri og frá öllum landshomum og viðfangsefnin eru eins mörg og sögumar, alvara og grin, fantasía og raunveruleiki. Þymirós gefur út. Umskiptingurinn Út er komin hjá Bjarti í bókaílokknum Litlir bókaormar sagan Umskiptingurinn eftir Selmu Lagerlöf, einn af öndvegishöfundum heimsbókmenntanna, í vandaðri þýðingu Jóns Kalmans Stefánssonar og með myndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Bóndinn og kona hans eru á ferð í skóginum með htla bamiö sitt þegar tröllskessa fælir hesta þeirra. Konan missir bamið úr höndum sér og ákveður tröllskessan að taka það og skilja trölla- bam eftir þess i stað. Bóndahjónin ann- ast tröllabamið í von um að skessan sjái að sér og færi þeim bamið þeirra aítur. Happdrætti Bókatíðinda Dregin hafa verið eftirtalin númer í Happdrætti Bókatíðinda 2002 í desem- ber: 1. des. 4.336, 2. des. 61.698, 3. des. 62.921,4. des. 23.624, 5. des. 75.816, 6. des. 57.338, 7. des. 90.096,8. des. 74.378, 9. des. 99.888,10. des. 6.154,11. des., 101.286,12. des. 61.905,13. des. 80.070,14. des. 99.087, 15. des. 14.950 og 16. des. 89.946.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.