Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 19
18
Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiÐ DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Sotning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Erfitt sambýli
Samskipti EFTA-rikj-
anna og Evrópusambands-
ins eru ekki meö þeim
hætti að sérstakt traust
eða trúnaður sé á milli að-
ila. Hvorki Halldór Ás-
grimsson utanrikisráð-
herra né Davíð Oddsson
forsætisráðherra eru bjart-
sýnir á að samningaviðræður EFTA-ríkjanna við ESB
vegna stækkunar sambandsins muni ljúka á tilsettum
tíma. Aðlögun EES-samningsins að breytingum í Evr-
ópu kann því að vera i uppnámi.
Stækkun Evrópusambandsins, sem samkomulag
náðist um síðastliðinn föstudag, markar skýr og ákveð-
in þáttaskil í sögu sambandsins og í sögu Evrópu. Sam-
þætting Evrópu verður hins vegar langt frá því að vera
auðvelt verk. Þvert á móti verða margar hindranir í
vegi enda þjóðirnar ólíkar, menning þeirra ólík, sem
og efnahagsleg staða.
Stækkun Evrópusambandsins kallar á aukin útgjöld
skriffinnskubáknsins og einmitt þess vegna telja skrif-
finnar sambandsins eðlilegt að EFTA-ríkin taki þátt í
auknum kostnaði. Krafan er í flestu eðlileg þótt hún sé
sett fram með þeim hætti að erfitt er fyrir sjálfstæð
riki að sætta sig við hana. Og fyrir þá sem hæst tala
um nauðsyn þess að ísland gangi til liðs við Evrópu-
sambandið hlýtur að vera umhugsunarvert að 27-föld-
un á framlagi íslands í þróunarsjóði ESB er aðeins
brot af þeim kröfum sem gerðar verða þegar og ef ís-
land sækir um beina aðild.
Hið sama á við um kröfuna um að leyfa erlenda fjár-
festingu í sjávarútvegi. Fullkomlega eðlileg krafa en
sett fram með þeim hætti að íslendingar eiga erfitt með
að verða við henni. Þannig eru og þannig virðast sam-
skiptin við Evrópusambandið ætla að verða í framtíð-
inni. Kröfurnar koma frá skriffinnum Evrópusam-
bandsins og lítil ríki, sem kjósa að standa utan sam-
bandsins, neyðast til að verða við þeim.
Vandséð er hvernig það getur talist eftirsóknarvert
fyrir lítið land að ganga til liðs við alþjóðlega hreyf-
ingu sem er tilbúin að stilla smáríkjum upp við vegg
henti það tilbúnum og upphugsuðum hagsmunum blý-
antsnagara sem hafa lítið annað að gera. Þetta eru
sömu menn og gert hafa sjávarútveg, sjómenn og út-
gerðarmenn að þurfalingum hins opinbera. Evrópu-
sambandið hefur aldrei litið á sjávarútveg sem raun-
verulega atvinnugrein heldur sem þurfaling sem nauð-
synlegt er að halda á lífi. Liðlega 120 milljónir króna
fara á hverjum degi úr sjóðum sambandsins til að
standa undir sjávarútvegi sambandsrikjanna. Við
slíka styrki eru íslenskir útgerðarmenn og sjómenn að
keppa.
Eðlilega höfum við íslendingar alltaf haft horn í síðu
þeirra þjóða sem reka sjávarútveg með opinberum
styrkjum. Fyrir íslendinga er það lífsnauðsynlegt að
berjast gegn hvers konar ríkisstyrkjum til sjávarút-
vegs enda slík útgerð bein árás á lífsafkomu þjóðarinn-
ar. Þetta skilja skriffinnar Evrópusambandsins ekki.
Þeir munu aldrei skilja hagsmuni þjóðar sem á allt sitt
undir því að eðlilegar reglur frjálsra viðskipta gildi um
sjávarútveg eins og aðrar atvinnugreinar.
Óli Bjöm Kárason
+L
MANUDAGUR 16. DESEMBER 2002
MANUDAGUR 16. DESEMBER 2002
DV
Skoðun
U mhverf isverndarsinnar
og Kárahnjúkar
Orn Jónasson
viOskiptafræöingur
Það er með eindæmum
hvað hinir svokölluðu
umhverfissinnar hamast
út af hinni væntanlegu
Kárahnjúkavirkjun og
væntaniegum álversfram
kvæmdum í Reyðarfirði.
Sem gömlum (og landílótta) Aust-
firðingi þykir mér nóg um og tel ég
að ákveðinn fnykur sé af málflutn-
ingi hinna svokölluðu umhverfis-
sinna. Frá mínum bæjardyrum séð
er einungis verið aö koma í veg fyr-
ir að mikil atvinnuuppbygging eigi
sér stað á svæði sem hefur, atvinnu-
lega séð, verið á undanhaldi á undan-
förnum árum með miklum fólks-
flótta og samfélagslegum kostnaði.
Lítilsviröing viö íbúana
Mér finnst hinir svokölluðu um-
hverfissinnar sýna fólkinu sem býr
þárna fyrir austan mikla lítilsvirð-
ingu með aðgerðum sínum gegn
Kárahnjúkavirkjun, loksins þegar
fólk á Austurlandi, sem er láglauna-
svæði, eygir von um betri afkomu
með tilkömu virkjunarframkvæmda
og stóriðju sem mun verða vítamín-
sprauta. Ekki bara fyrir Austurland,
heldur líka íslenskt samfélag með
auknum útflutningstekjum í framtíð-
inni.
Mótmæli þessara umhverfissinna
gegn framkvæmdunum fyrir austan
minna einna helst á mótmæli hval-
„Krafa umhverfissinna um þjóðgarð á öllu svœðinu
norðan Vatnajökuls hefur bara einn tilgang: að koma í
veg fyrir að nokkum tíma verði virkjað á þessu svœði.
Vilji þeir fá þjóðgarð þá geta þeir rétt eins krafist þess
að fá Austurvöll sem þjóðgarð svo þeir geti farið
í pílagrímsför þangað. “
friðunarsinna vestur í Bandaríkjun-
um gegn hvalveiðum íslendinga á
sínum tíma.
Líkt og hvalfriðunarsinnar þekktu
nánast ekkert til íslands og aðstæðna
þar þekkja umhverfissinnar í flest-
um tilfellum ekkert til Austurlands
og aðstæðna þar, hafa e.t.v. aldrei
komið þangað því þeir eru í flestum
tiifellum frá höfuðborgarsvæðinu.
Hinum svokölluðu umhverfissinn-
um tókst með þrýstingi og látum á
sínum tíma að koma í veg fyrir að
Eyjabakkar yrðu virkjaðir.' Og viti
menn, hvað hefur gerst síðan? Þessi
útnefnda og úthrópaða náttúruperla
hefur fallið í gleymskunnar dá. Og
það sama gerist örugglega með Kára-
hnjúkasvæðið, takist hinum svoköll-
uðu umhverfissinnum að spilla fyrir
virkjunarframkvæmdum þar og
stöðva framkvæmdir sem eiga að
bera uppi þætti í efnahagslegum
framfórum í framtíðinni og aukinni
atvinnu, nú þegar atvinnuleysi fer
vaxandi.
Tvískinnungur
Einnig finnst mér að mikils tví-
skinnungs gæti í málflutningi hinna
svokölluðu umhverfissina. Þeir láta
öllum illum látum út af virkjana- og
álversframkvæmdum fyrir austan en
hins vegar þegar taláð er um að
stækka álverið í Straumsvík, sem er
tii sýnis við bæjardyr höfuðborgar-
Sandkom
Engin tilviljun
Þannig háttaði til á dögunum að
Hreinn Loftsson stjómarformaður
Baugs, og Jón Ásgeir Jóhannesson for-
stjóri voru báðir á heimleið frá Lund-
únum með Flugleiðavél. Báðir höfðu
verið þar í einkaerindum en fyrir hend-
ingu lentu þeir hlið við hliö á Saga Class í fluginu á leið-
inni heim. Jón Ásgeir var sestur í sæti sitt þegar Hreinn
kemur inn. í sætaröðinni fyrir aftan Jón Ásgeir sátu
tveir menn, þeir Haraldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri og Jón H.B. Snorrason saksóknari Rikislögreglu-
stjóraembættisins og yfirmaður efnahagsbrotadeildar.
Þegar Hreinn kemur inn og ætlar að setjast sér hann
þessa menn, snýr sér að Haraldi og segir: „Þær eru
skrýtnar þessar tilviljanir í lífmu.“ Ríkislögreglustjóri
lítur þá upp úr blaðinu sem hann var aö lesa, hallar sér
fram og segir viö Hrein: „Hreinn, trúir þú á tilviljanir?"
Rétti tíminn
Þess er beðið með talsverðri eftirvæntingu að út komi
Ummæli
Hvaða vitleysa!
„Fáir ferðamenn munu hins vegar fást til þess að
dvelja við þjóðvegi í frístundum sínum.“
Kolbeinn Óttarsson Proppé á Múrnum.is, um fyrirhugaba
lagningu þjóövegar um Héöinsfjörö, sem Kolbeinn telur aö
muni eyöileggja þá náttúruperlu sem fjöröurinn er. Eins og
flestir vita liggur þjéövegur í gegnum eina frægustu nátt-
úruperlu landsins, Geysissvæöiö, og mun þaö síst hafa dreg-
iö úr fjölda feröamanna þangaö. Frá Geysi sjálfum eru um 50
metrar aö þjóöveginum.
Tilburðir Valgerðar
„Þetta minnir á tilskipanir einræðis-
herra á fyrri tímum."
Pétur H. Blöndal á Alþingi, um tiltekin
ákvæöi í iagafrumvarpi viöskiptaráöherra
um fjármálastofnanir sem varöa spari-
sjóöina.
Plott Péturs
„Með þessu er komið í veg fyrir að sparisjóðakerfið í
sandkorn@dv.is
skýrsla Deloitte & Touche um það, hvað það myndi kosta
íslendinga að vera f Evrópusambandinu eftir að sam-
bandið verður stækkað. Utanríkisráðuneytið pantaði
skýrsluna snemma í sumar og Halldór Ásgrímsson hefur
sagt að hann reikni með að hún verði raunhæfari en
skýrsla sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gerði fyrir
forsætisráðneytið fyrr á árinu. Þar var sagt að árlegur
kostnaður yrði allt að 10 milijarðar króna á ári og hélt
Davíð Oddsson þeirri tölu mjög á lofti - en Halldór efað-
ist. Það er því mikið undir. Nú er liðið meira en hálft ár
frá því að skýrsla Deloitte & Touche var pöntuð og eðli-
legt að gera ráö fyrir aö hún fari að birtast hvað úr
hverju. Sandkornsritari hefur reyndar hugboð (og ríflega
það) um að hún sé tilbúin, og nú sé aðeins spurningin
hvenær rétti tíminn sé til að greina frá niðurstöðunni...
Toppamir
Sagan segir að fyrrverandi starfsmaður Siglingastofnun-
ar í Kópavogi hafi gefið stofnuninni jólatré í ár. Það mun
vera þeim eiginleikum gætt að toppamir á því eru nokkrir.
Gárungarnir í hópi starfsmanna segja að toppamir séu
jafnmargir og topparnir í fyrirtækinu ...
landinu verði eyðilagt á einni nóttu eins og hefði getað
orðið ella.“
Valgeröur Sverrisdóttir á Alþingi, um sömu ákvæöi frumvarps-
ins og Pétur gagnrýndi.
Vel þess virði
Svo eru líka pitsur í boði.“
Unglingspiltur i viötali viö fréttamann Sjónvarpsins, spuröur
um þaö hvers vegna hann legöi þaö á sig aö bíöa yfir nótt og
langt fram á næsta dag i biöröö til aö tryggja sér sæti á for-
sýningu Turnanna tveggja, annars hluta kvikmyndanna um
Hringadróttinssögu.
Engar myndir
„Það var leitað á mér eins og ég væri
að fara um borð í ísraelska flugvél."
Ólafur H. Torfason, kvikmyndagagnrýnandi
Rásar 2, um öryggisgæsluna fyrir forsýningu
Turnanna tveggja þar sem þess var vandlega
gætt aö biógestir færu ekki meö upptökuvélar
inn i salinn.
svæðisins, fyrir alla þá sem koma frá
Flugstöð Leifs Eiríkssonar til hins
„hreina og ómengaða íslands" eða
talað um að stækka álverið í Hval:
firði, þá er eins og umhverfissinnar
líti með blinda auganu á þessar fyrir-
huguðu framkvæmdir, a.m.k. sjá þeir
engar ástæður til að gagnrýna þær.
Krafa umhverfissinna um þjóðgarð
á öllu svæðinu norðan Vatnajökuls
hefur bara einn tilgang; að koma í
veg fyrir að nokkum tíma verði
virkjað á þessu svæði. Vilji þeir fá
þjóðgarð geta þeir rétt eins krafist
þess að fá Austurvöll sem þjóðgarð
svo þeir geti farið í pflagrímsfór
þangað.
Ég skora á atvinnulaust fólk að
flykkjast á Austurvöll næst þegar
þessi sértrúarsöfnuður er kallar sig
umhverfissinna iðkar þar trúarat-
hafnir sínar og spyija þá hvað þeir
vilji gera til að skapa atvinnu á tím-
um aukins atvinnuleysis og sam-
dráttar.
Ég er forviða á að umhverfissinnar
skuli hafa fengið að komast upp með
að vanvirða minningu frelsishetju
okkar íslendinga með því að vefa
styttuna af honum inn í álpappír. í
öðrum löndum myndi slík vanvirða
við þjóðhetju jafnast á við guðlast og
ég er hissa á því hversu lögregluyfir-
völd tóku létt á málinu að mínu mati.
Opinber rannsókn
Að undanförnu hefur einnig komið
í ijós að ýmis erlend verktakafyrir-
tæki hafa hætt við að bjóða í fram-
kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun af
umhverfissjónarmiðum. Auk þess
hefur komið í ljós að umhverfissam-
tök og ýmsir aðilar hér á landi hafa
beitt þessi sömu verktakafyrirtæki
þrýstingi til að hætta við að koma ná-
lægt þessu verkefni. Ef rétt er fyndist
mér að stjórnvöld ættu að setja á fót
opinbera rannsókn á framferðinu og
því hverjir þessir aðilar eru sem
spUlt hafa fyrir Kárahnjúkafram-
kvæmdunum.
39
Þarfnast Island EES?
Friðrik
Daníelsson
efnaverkfræöingur
Sögur eru komnar á
kreik í Noregi um að Evr-
ópusambandið ætii sér
að segja upp EES-samn-
ingnum ef Noregur,
Liechtenstein og ísland
gangi ekki að afarkost-
um ESB og borgi fúlgur
fjár í sjóði ESB.
Möguleiki er að milda risann með
því að leyfa fyrirtækjum í ESB að
kaupa sig inn i sjávarútveginn (sem
myndi þýða að íslendingar ættu ekki
lengur einir fiskimiðin við ísland).
Percy Westerlund, sænskur samn-
ingamaður ESB við EES-löndin, vill
hvorki játa þessu né neita en er
ákveðinn í að láta EES-löndin borga
(Svíar þekkja vel olíuauð Norð-
manna). Norðmönnum er brugðið,
enda hafa þeir einatt verið háðari
ESB-löndum en íslendingar. íslensku
ríkisstjórninni er aftur á móti ekki
brugðið, hún hefur þegar hafnað hin-
um óskammfeilnu kröfum ESB.
Viöskiptahagsmunir íslands
Viðskipti íslands við flest löndin
sem lenda innan múra ESB við
stækkunina eru hverfandi og engin
ástæða til þess að kaupa fríverslun
við þau á margfóldu okurverði ESB.
Reyndar er það aöeins ESB sem
reynir að selja aðgang að fríverslun,
slík „fríverslunarsala" tíðkast ekki í
þeim alþjóðastofnunum sem ísland
er aðili að og berjast fyrir raunveru-
legri fríverslun um allan heim, ekki
aðeins innan múra ESB. Fríverslun
er ekki seld, heldur umsamin og
gagnkvæm (nema ESB eigi í hlut).
Það væri grátbroslegt ef íslend-
ingar þyrftu að styrkja landbúnað
suður í Evrópu í margfalt betri land-
búnaðarlöndum en kalda ísland er!
Hagsmunir íslands eru fremur
fólgnir í viðskiptum við Rússland,
sem forðum bjargaði okkur úr klóm
Evrópuveldanna þegar átti að
stöðva landhelgisútfærslurnar.
Rússar eru ekki og verða aldrei vel-
komnir í ESB, að sögn Romano
Prodis aðalritara. Taka skal fram að
Rússar eru stærsta þjóð Evrópu og
hafa farið verst allra út úr yfirgangi
stórveldanna í ESB.
Eru aðstæöur svipaðar?
Velviljaðir kunnáttumenn innan
raða ESB-valdsins gera sér grein
fyrir því að ísland hefur algera sér-
stöðu sé miðað við Vestur-Evrópu-
lönd. Hér er bæði efnahagsþróun og
fólksfjölgun; hvort tveggja er hverf-
andi í ESB. Hér þarf mikla uppbygg-
ingu í erfiðu, köldu og strjálbýlu
landi. Hér eru auðlindir mjög fáar
og kalla á sérhæfða efnahagsstefnu.
Að nota sömu stjórnarhætti hér
og í ESB er álíka og að setja umferð-
arljós á hvert götuhorn í Hrísey og
senda nokkra lögregluþjóna og skrif-
finna tfi eftirlits með Hríseyingum
(stærðarhlutfall Hríseyjar og íslands
er álíka og íslands og ESB). Diana
WaUis, breskur Evrópuþingmaöur,
bendir á sérstöðu íslands í nýút-
kominni bók. Hún varar ESB við að
beita harðri stefnu gegn íslandi og
hvetur til að ESB viðurkenni sér-
stöðu landsins.
Verður sett viðskiptabann?
Saga viðskipta íslendinga við
ESB-lönd sýnir að á ýmsu er von
þaðan. Þegar íslendingar voru að
berjast fyrir sínum hagsmunamál-
um áður voru lagðar fram hótanir
um útilokun eða sett löndunarbann
á íslenskar vörur. En íslendingar
höföu sitt fram að lokum. Ástæðan
er sú að í ESB-löndum er almenn-
ingsálitið ekki hlynnt því aö kúga
íslendinga.
Þetta kom í ljós á miðjum 8. ára-
tugnum þegar andstaða við 200
mílna landhelgisútfærsluna breytt-
ist í almenna samúð þegar almenn-
ingur fékk að kynnast málinu. ís-
„Það vœri grátbroslegt ef íslendingar þyrftu að
styrkja landbúnað suður í Evrópu í margfalt betri
landbúnaðarlöndum en kalda ísland er!“ - Frá
landbúnaðarhéraði á Ítalíu.
lendingar eru í augum Evrópubúa
nokkrir varðmenn eins dýrmætasta
menningararfs Norður-Evrópu. Þar
hefur því aldrei verið grundvöllur
fyrir hörðum aðgerðum, viðskipta-
banni eða langtima efnahagsþving-
unum gegn íslandi.
Stöðvast fiskútflutningur?
ESB-skriffinngálknið ætlar sér nú
að draga úr fiskveiðum við strendur
Evrópu svo mjög að fiskur verður
torfengnari þar en áður. Það er því
ljóst að ekki verður skortur á mark-
aði fyrir íslenskar fiskafurðir í ESB,
jafnvel þó að ESB-hækkaði tollana
eitthvað til að refsa íslendingum fyr-
ir óþekktina. Það væri því réttur
tími nú til þess að breyta EES-samn-
ingnum í viðskiptasamning og við
héldum svo áfram að versla við Evr-
ópuríkin á grundvelli lögmálsins
um framboð og eftirspurn - eins og
Hannes Jónsson, fyrrum sendiherra,
orðar það - hann þekkir utanríkis-
viðskipti íslands af langri reynslu.
Það yrði einstakt happ fyrir !s-
land ef ESB segði upp verstu gerð ís-
lenskra stjórnmálamanna síðan
1262, EES-samningnum.
Uppsagnarfresturinn er 12 mán-
uðir samkvæmt uppsagnarákvæði
samningsins. Við gætum þá jafnvel
haldið upp á endurheimt fullveldis-
ins um leið og 60 ára sjálfstæðisaf-
mælið 2004.
Leirkarlar í kvenmannshöndum
Rúnar Helgi
Vignisson
rithöfundur
I bæklingi frá Félagi
ísienskra leikskólakenn-
ara er spurt: Munu karl-
menn framtíðarinnar pissa
standandi? Því er ekki
svarað í bæklingnum en
svo er að skilja sem
körlum megi innræta
aðra aðferð við að svara
þessu kalli náttúrunnar
og að þetta höfuðvígi
karimennskunnar verði í
hættu ef fleiri karlar
gerist ekki leikskóla-
kennarar.
Reyndar virðist meint innræting
þegar vera hafin því spurst hefur að
ekki pissi allir karlmenn standandi
lengur. Jafnvel stæðilegustu karl-
menn ku vera famir að pissa sitj-
andi en opinberlega er látið sem það
sé gert af fúsum og frjálsum vilja,
enda er fátt hættulegra orðspori
karla en að láta konur kúga sig til
svo ókarlmannlegrar hegðunar.
Ungir drengir standa hins vegar
ekki jafn vel að. vígi gagnvart hinu
nýja fagnaðarerindi og heyrst hefur
að þeim sé kennt að pissa sitjandi á
sumum heimilum.
Hjúkrunarkona, vel að sér í starf-
semi þvagfæranna, sagði mér einu
sinni að ekki væri æskilegt að karl-
ar pissuðu sitjandi því að þeim tæk-
ist ekki að tæma þvagblöðruna með
því móti. Þetta geta allir karlar
reynt á sjálfum sér.
Hver mótar hvern?
Nú er ljóst að bæði grunnskólar
og leikskólar eru næstum eingöngu
mannaðir konum. Sumir hefðu
kannski haldið að þar með fæddist
það sæluríki jafnræðisins sem okk-
ur hefur öll dreymt um; innblásnar
af mótunarhyggju mundu konumar
ala drengina okkar upp í góðum sið-
um og rétta þar með af feðraveld-
isslagsíðuna á þjóðfélaginu.
En málið er ekki svo einfalt. Á
ráðstefnu um kvenna- og kynjafræði
í Háskóla íslands fyrir skömmu
sagðist einn fyrirlesarinn telja
kynjaslagsíðuna á skólakerfinu mik-
ið vandamál. Drengir þyrftu nefni-
lega að umgangast karlmenn dag-
lega til að kynhugmyndir þeirra
yrðu eðlilegar. Þeir þyrftu með öðr-
um orðum að samsama sig körlum
af holdi og blóði, annars væri haétta
á því að þeir heyjuðu sér ýktar karl-
mennskuimyndir úr bíómyndum
eða öðrum vafasömum miðlum. Út-
koman gæti t.d. orðið meira ofbeldi.
Þá sætu konur framtíðarinnar
sannarlega í súpunni, já og við öll,
en trúlega er málið ekki svo einfalt
heldur enda vísa því margir á bug
að drengjum stafi hætta af kennslu-
konum. Samkvæmt mótunarhyggj-
„Það breytir ekki því að í
skólanum eru heilbrigðir
og tápmiklir drengir
ávítaðir daglega fyrir
hegðun sem við náttúru-
legri skilyrði væri skiljan-
leg ef ekki ofur eðlileg.
Eiga ekki litlir strákar að
vera eins og íþróttaálfar
upp um allt, eiga þeir
ekki að vera svolitlir
prakkarar?“
unni geti þær t.d. breytt kyngervi
sínu og hagaö sér nánast eins og
karlar ef því er að skipta. Virtir
fræðimenn hafa líka komist að því
að konur séu ekkert „kvenlegar"
heldur séu bara að þykjast vera það.
En líklega eru þær þó ekki aö þykj-
ast vera konur og því sitjum við eft-
ir sem áður uppi með tvö kyn þótt
hegðunarmynstur þeirra séu
ákvörðuð að miklu leyti af tíðarand-
anum.
Kjörlendi karlkynsins
Það breytir ekki því að í skólan-
um eru heilbrigðir og tápmiklir
drengir ávítaðir daglega fyrir hegð-
un sem við náttúrulegri skilyrði
væri skiljanleg ef ekki ofur eðlileg.
Eiga ekki litlir strákar að vera eins
og íþróttaálfar upp um allt, eiga þeir
ekki að vera svolitlir prákkarar? í
samfélagi nútímans eru þeir hins
vegar vistaðir í þröngum skólastof-
um lungann úr deginum, þegar orka
þeirra er í hámarki, og gert að sitja
prúöir við lítil borð megnið af þeim
tíma, helst alveg kyrrir. Mér þykir
sjálfum erfitt að sitja langtímum
saman og man enn hvað það var
mér mikil raun alla mína skóla-
göngu, ailt upp í háskóla. Hins veg-
ar eru kennararnir iðulega á ferð-
inni meðan bömin sitja.
í rauninni eru skólar, kannski að
leikskólum undanskildum, óeðlilegt
umhverfi fyrir ung böm, ekki síst
fyrir drengi sem hafa allajafna enn
meiri hreyfiþörf en stúlkur. Leik-
fimisalurinn er sjálfsagt nær þvi að
vera kjörlendi fyrir unga og iðandi
drengi, en þeir fá hins vegar aðeins
tvo leikfimitíma á viku - og þá get-
ur reyndar drjúgur hluti timans far-
ið í að fá kappana til að standa
kyrra eða jafnvel sitja. Kannski eng-
in furða að þeim þyki frímínúturnar
allajafna skemmtiiegastar.
Að teknu tilliti tO aðstæðna er
vart hægt að áfellast konumar i
skólakerfmu. Mín reynsla er sú að
þær séu fagmenn, þrautseigar og
duglegar og meövitaðar um fjöl-
breytOeika mannlífsins. Það er þó
ekki hægt að ætlast tO þess að þær
geti sett sig fullkomlega inn í hugar-
heim drengja og kannski hvarflar
stöku sinnum að þeim í argaþrasinu
miðju að það væri nú munur ef
strákamir pissuðu sitjandi og yrðu
þannig að hálfgerðum stelpum, með-
færOegum og þægum, en innst inni
held ég að þær beri meiri virðingu
fyrir sköpunarverkinu en það enda
eiga þær flestar drengi sjálfar og
vita hvemig þeir voru búnir tO.
+