Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Page 32
52
Tilvera
DV-MYNDIR HH
Sýnendur
Þau leggja verk sín undir dóm gesta, Böövar Gunnarsson,
Kristín Helga Káradóttir og Halldóra Ólafsdóttir.
Gestir
Heba og Sjöfn Guðmundsdætur voru mættar tit að viröa verk-
in fyrir sér.
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002
Ánægð með afraksturinn
Hörn Harðardóttir er meðal sýnenda. Hér stendur hún á milli
Hrannar Harðardóttur og Magnúsar Guðmundssonar.
r
StofnuO 1918
Rakarastofan
Klapparstíg
Sími 5S1 3010
Látum okkur
líða vel
rv'
ENDING
GÆÐI
Opið I0-I8. laugard. frá I0-I4
Skeifan 2 • I08 Reykjavík S: S30 S900
pouisen@peulsen.ii • www.pouisen.is
jJíJókertölur
™ laugardags
8 0 5 4 2
BÓNUSTÖLUR
3>S)
Alltaf á t
miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
JNf. 3 3 14 8
Listaháskólanemar í Galleríi Sævars Karls:
Pælingar um
kynjafræði
Nemendur Listaháskólans opn-
uðu sýningu á laugardaginn í Gall-
eríi Sævars Karls. Verkin eru unn-
in í hina ýmsu miðla og þar er með-
al annars velt fyrir sér undanhaldi
karlmannlegra gilda í list samtím-
ans, orsökum þeirrar stefnu og ekki
síst til hvers hún leiðir. Þetta er af-
rakstur pælinga í áfanganum Fall
Íkaríusar, undir leiðsögn Halldórs
Bjöms Runólfssonar. -Gun.
Spáð og spekúlerað
Krsitinn Thorlacius, Elínborg Eggertsdóttir, Silja Rut Thorlacius og Eggrún
Thorlacius velta fyrir sér inntaki sýningarinnar.
I góðu formi
Guðmundur Andri syngur af innlifun með gleraugun um
hálsinn. Bak við hann standa Helgi Guðmundsson með
munnhörpu og Guðmundur Ingólfsson sem spilar á
kontrabassa.
DV-MYNDIR HH
Góður húmor
Þau kunnu greinilega að meta grínið hjá Spöðunum er
þeirsungu af innlifun Kaupakonan hans Gísla ergröm.
Útgáfutónleikar á
Grand Rokk:
Sprell-
fjörugir
Spaðar
spiluðu
og sungu
Bíógagnrýni
vrsi
Aðdáendur
Spaðarnir höfða til flestra.
Syndir
Bíóféíagið 101 í Regnboganum - Ash Wednesdayt: ★ ★ "i,
fortíðar
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Geysilegt stuð var á Grand
Rokk á föstudagskvöld er hin
merka sveit, Spaðamir, hélt út-
gáfutónleika vegna hins nýja
disks, Skipt um peru. Sveitina
skipa menn sem sumir hverjir eru
þekktari fyrir annað en tónlistar-
flutning, menn eins og Guðmimd-
nr Andri Thorsson rithöfundur,
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði, og Sig-
urður G. Valgeirsson fjölmiðla-
maður. Spaðamir eru fjölhæfir og
í tónlist þeirra bregður fyrir
mörgum stefnum sem fá þó mjög
persónulegan blæ í meðförum
þeirra.
-Gun.
Vel mætt
Þröng var á þingi við sviðið þar sem hinir ástsælu Spaðar
skemmtu gestum Grand Rokk. Þess má geta að diskur
þeirra var tekinn upp í Kartöflugarðinum.
Edward Bums er einn af þessum
mönnum sem eru með puttana í
öllu ferli kvikmynda sinna. Hann
skrifar handritið, leikstýrir mynd-
unum og framleiðir þær, fyrir utan
það að leika eitt af aðalhlutverkun-
um. Hann hefur gert fjórar mislétt-
ar myndir um ást og vináttu með
léttu heimspekUegu ívafi, síðast The
Sidewalks of New York sem sýnd
var í Háskólabíói fyrr í ár. Mynd-
imar hans eru athyglisverðar, með
prýðilegri persónusköpun og oft
skemmtUegum samtölum en það
hefur aUtaf vantað herslumuninn á
aö þær nái því að vera verulega góð-
ar.
Fimmta kvikmynd Edwards
Bums er af aUt öðru og myrkara
sauðahúsi en þær fyrri. Sagan ger-
ist á öskudag árið 1983 í New York-
hverfinu HeUs Kitchen í vestur-
hluta Manhattan þar sem írska maf-
ían ræður ríkjum. Francis SuUivan
(Bums) er fyrrverandi glæpamaður
sem hefur tekið sig á eftir að bróðir
Edward Burns í hlutverki Sullivans
Hann leikur aöalhlutverkið, skrifar
handritið og leikstýrir myndinni.
hans var drepinn þrem árum fyrr.
Pabbi Francis hafði verið áhrifa-
mikiU í írsku mafíunni og kennt
Francis á götulífið á meðan yngri
bróðumum Sean (Wood) var ætlað
að komast burt úr hverfmu í há-
skóla og hefja nýtt llf. En eftir morð-
ið á Sean hættir Francis aUri glæp-
astarfsemi, með hjálp kaþólska
prestsins Mahoney (Handy), rekur
bar og eina syndin sem hann drýgir
er að halda við ekkju bróður sins.
En fortíðin leitar hann uppi á ösku-
dag, fyrsta dag fóstunnar, daginn
sem kristnir menn eiga að lúta í
auðmýkt, iðrast og velta fyrir sér
eigin syndum og dauðleika. Daginn
sem allir kaþólikkar hverfisins
ganga um með krossmerki úr ösku
á enninu sprettur upp sá orðrómur
að hinn löngu látni Sean sé risinn
upp frá dauðum og gangi ljóslifandi
um hverfið - er hann draugur eða
dó hann kannski aldrei?
Maður greiðir fyrir syndir sínar,
þótt seint sé - segir Ash Wednesday
okkur og minnir þannig örlítið á
Mendes-kvikmyndina, The Road to
Perdition. Boðskapurinn er dapur-
legur: það þýðir lítið að reyna að
breytast til batnaðar og reyna að
feta hinn þymum stráða stíg dyggð-
arinnar - syndir fortíðarinnar ná
alltaf í skottið á þér.
Kvikmyndataka og tónlist eru
sérlega vel unnir þættir Ash Wed-
nesday. Kvikmyndatakan er komótt
og hrá og staðsetur mann vel bæði í
tima og rúmi, tónlistin er minimal-
ísk og sparlega notuð og mjög
áhrifarík. Bums er sannfærandi í
hlutverki Francis og Wood getur
greinilega leikið fleira en hobbita.
Besta leikinn eiga þó fjölmargir fin-
ir aukaleikarar eins og Platt sem
hefnigjam bófi, James Handy í hlut-
verki prests sem kann að setja kík-
inn fyrir blinda augað og McCourt
sem roskinn bófaforingi.
Eins og með fyrri myndir Bums
finnst manni að hann hafi haft tæki-
færi til að gera eitthvað verulega
gott en ekki alveg tekist það. Það
vantar þéttleika í myndina og of
mikið er um endurtekningar. En
eins og fyrri myndir Burns er Ash
Wednesday athyglisverð og vel bíó-
ferðarinnar virði.
Handrit, lelkstjórn og framleiósla: Ed-
ward Burns. Aðalleikarar: Edward Burns,
Elijah Wood, James Handy, Rosario Daw-
son, Malachy McCourt, Oliver Platt o.fl.