Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2002 Fréttir BV Þórólfur Árnason: Verðandi borgarstjóri Nafn: Þórólfur Arnason Aldur: 45 ára, fæddur í hrútsmerkinu 24. mars. Fjölskylda: Kvœntur Margréti Bald- ursdóttur, fæddri 28. mars 1959, og eiga þau tvö börn: Baldur, fæddur 1985, og Rósa Björk, fædd 1988. Lögheimlli: 101 Reykjavík. Menntun: Læröi véla-, iönaöar- og rekstrarverkfræðl. Efni: Veröandi borgarstjóri í Reykjavík. í annað sinn á skömmum tíma er prestssonurinn Þórólfur Arnason orðinn miðdepill þjóðfélagsumræð- unnar á íslandi. í haust varð mikil umræða er ljóst varð að hann myndi hætta sem farsæll forstjóri Tals eftir samruna fyrirtækisins við íslandssíma. Síðdegis í gær var hann svo allt í einu orðinn miðdep- ill umræðunnar á nýjan leik og lyk- illinn að því að meirihlutasamstarfi R-listans yrði bjargað frá sundr- ungu. Atburðarásin hefur verið hröð síðustu sólarhringa varðandi meiri- hlutasamstarf þeirra fylkinga sem standa að R-listanum í Reykjavík. Sú ákvörðun Ingi- bjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra að setjast í Funmta sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík norður í þingkosningum í vor vakti mikið uppnám. Harðar kröfur komu strax fram frá samstarfsaðilum Samfylk- Höröur Kristjánsson blaöamaöur ingarinnar, þ.e. vinstri-grænum og ekki síst frá framsóknarmönnum, um að Ingibjörg segði af sér eða hætti ella við þingframboð. Ingi- björg þvertók fyrir að hætta við framboð sitt og í kjölfarið urðu mik- il átök á bak við tjöldin. Það réðst ekki fyrr en í gærkvöld að R- listasamstarfinu væri bjargað með tilboði Ingibjarg- ar um að segja af sér borgarstjóra- stöðunni og Þórólfur tæki við hennar stöðu. Það er þó ekki endilega vlst að frumkvæðiö að því að fara fram á það við Þórólf að taka að sér embætti borgarstjóra sé runnið undan rifjum Ingibjargar Sólrúnar. Svo vill til að bróöir Þór- ólfs, Árni Páll Árnason lögfræðing- ur, er náinn vinur og samstarfsmað- ur bæði Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknarflokksins, og Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar. Teh'a margir að upp úr þessu samstarfi og vinskap sé hugmyndin að því að kalla Þórólf til runnin. Maðurinn sem gerði Tal að stórveldi Þórólfur Árnason er prestssonur sem lærði véla-, iðnaðar- og rekstr- arverkfræði og segist líta á sig sem atvinnustjórnanda. Hann er sonur sr. Árna Pálssonar, prests í Kópa- vogi, og Rósu Bjarkar Þorbjarnar- dóttur, fyrrum kennara. Páll, afi Þórólfs, er aftur sonur sr. Árna Þórarinssonar af Snæfellsnesi sem frægur var úr ritverkum Þórbergs Þórðarsonar. Þórólfur á þrjú systk- ini. Elst þeirra er Þorbjörn Hlynur Árnason, prestur á Borg á Mýrum og fyrrum biskupsritari, þá Þórólf- ur, síðan Anna Katrin sem er gift Guðmundi Val Stefánssyni (Val- geirssonar, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins), en þau sjá nú um fiskeldi Samherja í Mjóafirði. Yngstur í systkinahópn- um er svo lögfræðingurinn Árni Páll. Þórólfur var forstjóri Tals frá því það fyrirtæki nam land á íslensk- um markaði fyrir fjórum árum í kjölfar aukins frelsis í fjarskiptum 1998. Þórólfur leiddi Tal allt þar til sameining við íslandssíma var orð- in að veruleika í haust. Hann byggði fyrirtækið upp nánast úr engu í það að verða stórveldi á ís- lenskan mælikvarða með sterka markaðsstöðu á íslenskum farsíma- markaði í samkeppni við Lands- síma íslands. Fyrirtækið var við samrunann metið á ríflega fjóra milljarða og faríð að skila eigend- um sínum hundruðum milljóna í hagnað á ári. Það var því engin til- viljun að hann hlaut í haust skemmtilega viðurkenningu fyrir vel unnin störf þegar ÍMARK-sam- tökin útnefndu hann markaðs- mann ársins 2002. Það vakti því eðlilega töluverða athygli þegar ljóst varð að Þórólfur myndi standa upp úr forstjórastóli Tals er íslandssími keypti 57% hlut Western Wireless í Tali. Við það bættist eignarhlutur á Halló - Frjálsum fjarskiptum og var þá orðið til fyrirtæki sem stendur eitt á markaðnum andspænis risanum, sjálfum Landssímanum. Þórólfur hefur tjáð sig opinskátt um að hann sóttist ákaft eftir for- stjórastólnum í nýju fyrirtæki og barðist af fullri hörku fyrir þeim áfanga. Hann sagðist sætta sig við að Óskar Magnússon, forstjóri ís- landssíma, yrði forstjóri nýs fyrir- tækis en fór samt ekki dult með þá skoðun sína að besta samsetningin fyrir fyrirtækið hefði verið með hann sjálfan í forstjórastóli en Ósk- ar í stóli stjórnarformanns. I samtali við blaðamann DV í haust var hann spurður af hverju þeir hefðu átt að ráða hann. Því svaraði hann þannig: „Ég hef alltaf verið að selja í mínu starfi. Ég seldi hljómtæki á Norðurlöndum fyrir Óla Anton Bieltvedt í utanlandsdeild Nesco og enginn maður kenndi mér meira i bisness en hann. Ég seldi vörur fyr- ir fiskiðnaðinn fyrir Marel í all- mörg ár og síðan í Esso þar sem við markaðssettum Safnkortið og fleira. Hér höfum við alltaf skil- greint Tal sem markaðsdrifið þjón- ustufyrirtæki sem byggir á tækni- legum lausnum. Þetta taldi ég að myndi nýtast sameiginlegu félagi en þegar aðrir taka ákvörðun ætla ég ekki að berja höfðinu við steininn." Þórólfur hætti endanlega störf- um hjá Tali um mánaðamótin nóv- ember-desember og segist skilja við það í fullri sátt. Spilar með Lunch United Þórólfur er mikil félagsvera og tekur meðal annars þátt í starfi „Lunch United," sem er hópur manna sem kemur saman eins oft og kostur er til að leika saman knattspyrnu í hádeginu virka daga. Þar sparkar hann tuðru þegar tæki- færi gefst með mönnum eins og Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstarétt- arlögmanni, fótboltáhetjunum Ás- geiri Sigurvinssyni og Arnóri Guðjohnsen, Sigmundi Erni Rún- arssyni, ritstjóra DV, Víði Sigurðs- syni, íþróttafréttamanni á Morgun- blaðinu, Gylfa Arnarsyni, forstjóra Opinna kerfa, Eyjólfi Ólafssyni knattspyrnudómara og Jóni Braga Bjarnasyni prófessor svo einhverjir séu nefndir. Góður félagi Einn góður vinur hans og félagi úr þessum hópi lýsir honum á þann hátt að hann sé mikiil keppn- ismaður sem komi sér einatt í þá stöðu að hlaða á sig verkefnum. Því komist hann sjaldnar í boltann en félagarnir telji æskilegt. Honum er lýst sem ljúfmenni, geðgóðum, hrif- næmum og tilfinningasömum manni. Hann eigi því afar auövelt með að vinna með öðrum og hans stjórnunarstíll sé að vinna með fólki en ekki að drottna yfir því. Undir þetta hefur samstarfsfólk hans hjá Tali tekið og það ber hon- um yfirleitt vel söguna. ýi^^ií sjíiyíirj&JJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15:40 Sólarupprás á morgun 11:20 Síðdegisflóð 15:31 Árdegisflóð á morgun 04:10 14:55 11:34 20:04 08:43 '¦'Jé&jJL J jÚL\Ú "^LÆ^^ r£2) i&: 1ÖD v Austlæg átt og kalt Austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og léttskýjað, en hvassari og stöku skúrir eða él viö suður- og austurströndina. Frost 1 til 11 stig til landsins en víða frostlaust úti við ströndina. BVJSJJ 2J UXjJ^SJJ *tífc Þurrt að mestu Austlaég átt, 3-8 m/s við S-strönd- ina. SHýjað meö köflum og þurrt að : mestu N- og NV til en annars lítils háttar rigning eöa súld. Frost 0-7 stig N-lands. Annars 0-6 stiga hiti. 'íoJjSL mb^iii J^£n Miðvíkudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti -1° Hiti -V HKi -1" «1-10° til-tO" «1-10», Vmdur: Vindur: VmrJur: 3hB>h/s 3-6 «V» 6-8m''s Hægaustlæg Hægaustlæg Suðaustlæg átt og skúrir átt og skúrlr eða breytlleg eða 61 A- og eða él A- og átt, él vlð SA-lands en SA-lands en itröndina annars bjart. annars bjart. sunnan tll en Kölnandl Kólnandi annarsvfoa veður. Frost veður. Frost bjartveður. 1-lOsUglnn l-10stlglnn Kaltíveðri. tll landslns. tll landslns. SSŒ2EE3I 1 m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul " 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl S,0-10,7 Stlnnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveour 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 iwKwáaiH' AKUREYRI léttskýjaö -8 BERGSSTAÐIR heiðskírt -6 BOLUNGARVÍK léttskýjað -3 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -6 KEFLAVÍK hálfskýjaö 2 KIRKJUBÆJARKL skýjaö 3 RAUFARHÖFN léttskýjaö -1 REYKJAVÍK hálfskýjaö 1 STÓRHÖFÐI léttskýjað 4 BERGEN slydda 1 HELSINKI snjókoma -12 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 1 ÓSLÓ snjókoma -5 STOKKHÓLMUR -7 ÞÓRSHÖFN rigning 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -6 ALGARVE skýjað. 14 AMSTERDAM alskýjaö 8 BARCaONA hálfskýjaö 14 BERLÍN CHICAGO þokumóöa -3 DUBLIN rigning 9 HALIFAX hálfskýjað -3 HAMBORG rigning 7 FRANKFURT rigning 7 JAN MAYEN skýjaö 0 LONDON rigning 11 LÚXEMBORG rigning 5 MALLORCA léttskýjaö 16 MONTREAL skýjað alskýjaö -4 NARSSARSSUAQ 6 NEW YORK skýjað 2 ORLANDO léttskýjaö 4 PARÍS rigning 12 8 VÍN léttskýjaö WASHINGTON létskýjað -4 WINNIPEG heiöskírt -8 M.-UiMftlllttíM.-H.W IbXlröttM ;j1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.