Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2002 I>V Bjorgunarliöar aö störfum Fjöldi látinna eftir árásina á stjórnsýslu- húsiö í Grosní var í gær kominn í 61 og óttast að hún ætti enn eftir að hækka en meira en 100 manns liggja slasaöir á sjúkrahúsum borgarinnar. Að minnsta kosti 61 látinn í Grosní Að sögn talsmanns tsjestjensku heimastjómarinnar var fjöldi látinna kominn í 61 þegar leit var hætt í rústum stjómsýsluhússins í Grosní í gær, tveimur dögum eftir að tvær öfl- ugar sprengjur sprungu þar á fóstu- daginn. Rússnesk stjómvöld hafa ver- ið harðlega gagnrýnd eftir árásina og sökuð um slaka öryggisgæslu og hefur Sergei Fridinsky aðstoðarsaksóknari i kjölfarið lofað að þeir sem beri ábyrgðina verði sóttir til saka. Að sögn talsmanns öryggissveita hersins munu þrír menn á tveimur herbílum, klæddir einkennisbúning- um rússneska hersins, hafa komist óhindrað í gegnum tvær eftirlitsstöðv- ar með fólsuð skilríki en síðan ruðst í gegnum þau þriðju áður en þeir kom- ust að stjómsýsluhúsinu. Einn talsmanna tsjetsjensku heima- stjómarinnar sakaði í gær landa sinn, Aslan Maskhadov, fyrrv. forseta Tsjetsjeníu og skæruliðaforingja, um að hafa skipulagt árásina en því hefur Maskhadov neitað og jafnframt for- dæmt árásina. Rússnesk stjórnvöld telja líklegra að íslamskir öfgamenn hafi staðiö að árásinni og segja að líta beri á hana sem alþjóðlegt hryðjuverk. Þau segja að árásin muni engin áhrif hafa á áform stjómvalda um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjómarskrá í landinu i byrjun næsta árs eða forsetakosningar í mars. Engin áform um aðgerðir gegn Norður-Kóreu Colin Powell, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sagði í gær að Banda- ríkjamenn hefðu ekki uppi nein áform um að ráðast gegn Norður-Kóreu- mönnum, þrátt fyrir hótanir þeirra um að hefja aftur vinnslu á kjarn- orku. „Við munum ekkert aðhafast til þess að auka á spennuna og bíða átekta en þó halda opnum öllum möguleikum," sagði Powell og bætti við að nægur tími væri til stefnu. Bandaríkjamenn höfðu áður hótað Norður-Kóreumönnum að beita þá frekari efnahagsþvingunum hætti þeir ekki við kjarnorkuáform sin en á móti hafa Norður-Kóreumenn hótað að láta ekki undan þrýstingi. Ariel Sharon boðar framhald aðgerða gegn Palestínumönnum: Tvö börn skotin til bana um helgina Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, varði í gær aðgerðir ísraelska hersins að undanfómu, sem miðað hafa að því að elta uppi eftirlýsta liðs- menn palestínskra öfgasamtaka sem grunaðir em um hryðjuverk og ná þeim dauðum eða lifandi. Sharon, sem legið hefur undir aukinni gagnrýni vegna þessa, sagði aögerðimar nauðsynlegar og benti því til sönnunar á atburðina á fóstu- daginn þar sem palestínskur byssu- maður skaut fjóra ísraelska landnema til bana og særði að minnsta kosti átta aðra í Otniel-landtökubyggðinni í nágrenni bæjarins Hebron á Vestur- bakkanum. „Við verðum að herða baráttuna gegn hryðjuverkunum og markmiðið með aðgerðunum er að veikja styrk þeirra og samtakanna sem standa á bak við hryðjuverkin og skipuleggja þau,“ sagði Sharon og bætti við að aðgerðunum yrði haldið áfram. Þetta voru viöbrögð Sharons við Níu ára stúlka borin tll grafar Aukin harka hefur færst í aögeröir ísraela gegn Paiestínumönnum síöustu daga. gagnrýni Elyakims Rubinsteins ríkis- saksóknara, sem sagði í viðtali um helgina, eftir drápin á landnemunum, að þessi skipulögðu dráp á meintum hryðjuverkamönnum skiluðu ekki öðru en aukinni skelfingu og áfram- haldandi ofbeldi, en í yfirlýsingu frá Jihad-samtökunum, sem lýsa ábyrgð á árásinni, segir að hún hafi verið hefnd fyrir skipulögð dráp ísraels- manna á síðustu dögum og vikum. Sýnileg harka hefur færst í að- gerðir fsraelsmanna á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna að undan- fórnu og að sögn palestínskra stjórn- valda voru tvö böm skotin til bana um helgina, annað á Gaza-svæðinu og hitt á Vesturbakkanum. í fyrra tilfellinu lést níu ára gömul stúlka eftir að hafa orðið fyrir skoti utan við heimili sitt í Khan Younis- flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu og er talið að skotið hafi verið frá nærliggjandi landtökubyggð gyðinga. f seinna tilfellinu var ellefu ára drengur skotinn til bana í bænum Tulkarm á vesturbakkanum þar sem hann var á leið heim úr skólanum, en að sögn sjónarvotta varð hann fyrir skoti þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp bama sem grýttu þá. REUTERSMYND Hressir hjarðmenn í hring Hjarömenn frá Rajasthan-héraöi í norövesturhiuta Indlands fjölmenna þessa dagana meö nautgripahjaröir sínar, auk úlfalda, tii nágrannahéraösins Madhya Pradesh, þar sem þeir fá góöfúslegt ieyfí landeigenda til þess að beita hjöröum sínum yfír köldustu vetrarmánuöina. í staöinn fá landeigendur dýrmætan áburö sem gengur hjálparlaust aftur úr nautgripunum, sem una hag sínum vel hjá gestgjöfunum. SMLLAGRIMSSO s. rd// ® r KH- S • V \. CxiVi J Jd ® U1 ® - Kraftmikil terta sem skýtur upp kúlum meö qylltum hala sem springa út i silfruöum blómum, mikill hraöi og dreifir vel úr sér. Þyngd: 8 kg Tími: 15 sek ' FumDAMARKABlK BJOR&UKARSVEITANNA ^^SenduJ>M^BO!MBA^M^^^ajHjö^^4MSíminn^9kr/stk^ána^^wwwJandsbjorVi Leyfa Sádi-Arabar afnot herstöðva? Samkvæmt fréttum bandariska dagblaðs- ins New York Times, hafa Sádi-Arabar sam- þykkt að leyfa Banda- ríkjamönnum afnot af lofthelgi, her- og stjómstöðvum sínum í Sádi-Arabíu komi til strfð við íraka. Þetta er haft eftir ónefndum yfirmanni í bandaríska hernum sem fullyrðir að bandarískum stjóm- völdum hafi verið gefið vilyrði fyrir afnotum af aðalbækistöð sinni, Prins Sultan-herstöðinni, í útjaðri höfuðborgarinnar Riyadh og einnig að birgða- og könnunarvélum yrði leyft að fljúga frá sádi-arabískum flugvöllum auk þess sem herleið- angrar og aðgerðir yrðu leyfð um lofthelgi landsins til ír- aks. Þá kemur fram í frétt- inni að umræddur for- ingi telji sig nokkuð sannfærðan um að Sádi- Arabar munu að lokum leyfa loftárásir á írösk skotmörk frá sádi-ara- bískum flugvöflum, en það sé hemaðarlega mikilvægasti þátturinn en jafnframt pólitískt séð sá viðkvæmasti. Reynist þessar fuflyrðingar réttar hafa stjómvöld í Sádi-Arabíu tekið algjörum sinna- skiptum í málinu því síðast í síðasta mánuði lýstu þau því yfir að Bandaríkjamönnum yrði aldrei leyft að nota þarlenda flugvefli eða herstöðvar til árása á íraka. Prins Saud al-Faisel Mun utanríkisráöherrann leyfa Bandarikjamönnum afnot af flugvöllum? Kibaki lofar umbótum Mwai Kibaki, leið- M togi stjórnarandstöð- H unnai' í Kenía, sem ® vann yfirburðasigur í forsetakosningun- um um helgina, hef- ur lofað skjótum um- bótum á stjórnar- háttum i landinu. Hann segist ætla að berjast gegn hvers konar spillingu og að það verði eitt af sínum fyrstu verkum að krefja þá sem makað hafi krókinn skýringa á auði sínum. Kibaki hlaut 63% fylgi í kosningun- um en Uhuru Kenyatta, frambjóðandi stjórnarflokksins, aöeins um 30% og segist hann sætta sig við úrslitin. Einnig var kosið til þings og munu Regnbogasamtök Kibaki einnig hafa unnið stórsigur í þeim kosningum. Geislavirk jólatré Lögregluyfirvöld í bænum Rovno í suðurhluta Úkraínu hafa stöðvað sölu á jólatrjám sem grunur leikur á að hafi verið höggvin í geislavirku skóg- lendi eftir kjamorkuslysið í Tsjemo- byl árið 1986, en jólavertiðin stendur nú sem hæst í Austur-Evrópu þar sem jól Rétttrúnaðarkirkjunnar eru haldin hálfum mánuði seinna en hjá flestum öðrum kristnum kirkjudeildum. Kaupmaðurinn sem seldi trén við- urkennir að hafa fengið þau frá Zhytomyr-héraði í nágrenni Tsjemo- byl, en þar eins og annars staðar á ná- lægum svæðum var sett bann við öllu skógarhöggi, sem enn er í gildi, eftir að geislavirkt eiturský hafði þakið stórt svæði kringum slysstaðinn og víðar í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Rússlandi. Lögreglan reynir nú að hafa upp á þeim sem þegar hafa keypt tré þar sem óttast er að þau geti enn valdið heilsuskaða. Chavez lýsir yfir sigri Tugir þúsunda stjórnarandstæðinga tóku í gær þátt í mót- mælum í höfuðborg- inni Caracas á 28. degi yfirstandandi allsherjarverkfalls í landinu og heimtuðu afsögn Hugos Chavez forseta. Þrátt fyrir það lýsti Chavez yfir sigri gegn stjómarandstæðingum eftir að hafa tekið á móti fyrsta olíufarminum sem keyptur var til þessa fimmta stærsta olíuframleiðslulands veraldar vegna olíuskorts í kjölfar verkfallsins. Mikið tjón í bruna Að minnsta kosti ellefu manns, þar af tveir öryggisverðir, þurftu á lækn- ishjálp að halda eftir að kveikt hafði verið í Baxter-flóttamannabúðunum í nágrenni Port Augusta í suðurhluta Ástralíu í gærmorgun. Stór hluti búðanna brann til ösku og er talið að tjónið nemi um tólf hundruð mifljónum BNA-dollara. Eldurinn var kveiktur á þremur stöðum samtímis og eru íbúar í búð- unum, sem era alls um 200 talsins, að- allega frá Mið-Austurlöndum og Suð- ur-Asíu, grunaðir um verknaðinn, sem er annar slikur á jafnmörgum dögum. Framsals krafist Aukinn þrýsting- ur er nú á stjórnvöld í Serbíu um að fram- selja Milan Miluti- novic, forseta lands- ins, til stríðsglæpa- dómstólsins i Haag þegar hann hverfur úr embætti um ára- mótin, en hingað til hafa þarlend stjómvöld neitað að handtaka hann þar sem það þyki hin mesta smán fyr- ir embættið. Milutinovic er ásamt Slobodan Milosevic og félögum sakað- ur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu frá því í stríðinu í Kosovo. Rannsókn á einræktuninni Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að láta rannsaka fullyrðingar líftæknifyrirtækisins Cloinaids um að þau hafi staðið að einræktun fyrsta bamsins sem þegar sé fætt, en málið hefur viða valdið miklu íjaðrafoki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.