Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 30. DESEMBER 2002 15 I>V Fólk eins og við Menning Á laugardaginn frum- sýndi Egg-leikhúsið þrjá einþáttunga eftir banda- ríska leikskáldið Neil LaBute undir samheit- inu Dýrlingagengið. Ein- þáttungar þessir voru fyrst sviðsettir í heima- landi höfundarins árið 1999 og hlutu einróma lof gagnrýnenda. LaBute hafði áður vakið athygli fyrir kvikmyndir sínar, In the Company of Men og Your Friends and Neighbours, sem mér vitanlega hafa ekki verið ¦sýndar hérlendis, en nýjasta mynd LaBute, Possession, sem byggir á samnefndri skáldsögu A.S. Byatt var til sýnis í íslenskum kvikmynda- húsum fyrir skemmstu. Það skal fúslega viður- kennt að það er dálítið snúið að skrifa um Dýr- lingagengið án þess að gefa of mikið upp um innihaldið. Galdur ein- þáttunganna felst nefni- lega í þeirri staðreynd að persónurnar sem þar segja sögu sína afhjúpa um leið sannleika um sjálfar sig og þá auðvitað mannlegt eðli í leiðinni. Þótt heiti einþáttunganna vísi í grískar goðsögur (Ifigenía i Orem, Dýrlingagengið og Medea Leiklist snýr aftur) fjalla þær um ofur venjulegt fólk og í tveimur fyrstu eru persónurnar morm- ónar eins og LaBute. Það mætti jafnvel Ur Dýrlingagenginu Fyrirmyndar þjóöfélagsþegnar reynast margslungnari þegar nánar er skoðaö. ganga lengra og segja að þetta væru fyrir- myndar þjóðfélagsþegnar, en undir sléttu og felldu yfirborðinu leynast persónur sem eru fullar fordóma og hræsni. Þeim veitist ótrú- lega auðvelt að réttlæta eigin misgjörðir og gera það þá gjarnan í nafni trúarinnar. Þótt trúin komi ekki beint við sögu í þriðja og síðasta þættinum fjallar hann eins og hinir fyrri um siðferði- legar spurningar en þar er það hafrið sem er drifkraft- ur konunnar sem segir frá. Skemmst er frá því að segja að uppsetning Viðars Eggertssonar á Dýrlinga- genginu er vel heppnuð og áhrifarik. Sýningin fer fram í sal á fyrstu hæð Listasafns Reykjavíkur við Tryggva- götu og látlaus en smekkleg umgjörð Gerlu hæfir efninu fullkomlega. Leikararnir eru líka hver öðrum betri. í fyrsta þættinum leikur Björn Hlynur Haraldsson; Agnar Jón Egilsson og Þór- unn E. Clausen fara með hlutverk unga parsins í miðþættinum og í þeim síð- asta leikur Ragnheiður Skúladóttir. Leikmátinn er hófstilltur og agaður en þrunginn tilfinningum og öllum tekst þeim að skapa sannfærandi og eftirminni- legar persónur. Þýðing Bjarna Jónssonar er þjál og lipur. Dýrlingagengið er áleitið verk og ánægjulegt að svo vel skuli takast til í fyrstu uppsetningu á verki eftir Neil LaBute hérlendis. Halldóra Friðjónsdóttir Egg-leikhúsiö sýnlr í Ustasafnl Reykjavíkur viö Tryggvagötu: Dýrlingagengið eftir Neil LaBute. Þýöing: Bjarni Jónsson. Lýsing: Egill Ingibergsson. Leikmynd og búningar: Gerla. Leikstjórn: Viðar Eggertsson. Gamlársdagur í Hallgrímskirkju Á morgun, gamlársdag, kl. 17 verða tón- leikarnir „Hátíðarhljómar við áramót" í Hallgrímskirkju þar sem trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrimsson og Eiríkur Örn Pálsson flytja ásamt Herði Áskels- syni verk eftir Albinoni, Bach og Widor. Kl. 18 hefst aftansöngur þar sem sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari og Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. L'amour fou í Iðnó Salonhljómsveitin L'amour fou heldur tón- leika í Iðnó í kvöld kl. 21. Leikin verður skemmtitónlist i anda 3. og 4. áratugar síðustu aldar, tangóar úr smiðju Carlos Gardels, Astors Piazzolla og Jacob Gade, ýmis vel þekkt íslensk dægurlög og kvikmyndatónlist eftir Chaplin og Nino Rota. L'amour fou skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, vióla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunnlaugur T. Stefánsson, kontrabassi og Tinna Þorsteins- dóttir, píanó. Hljómsveitin var stofnuð árið 1999 en meðlimir hennar hafa allir lagt stund á framhaldsnám i tónlist á meginlandi Evrópu og starfa nú við tónlist heima og heiman. Trú og speki Skálholtsútgáfan hefur gefið út fjórar smá- bækur þar sem tengdir eru saman textar úr Biblíunni og ýmis spakmæli sem kunnir ein- staklingar sem og ókunnir hafa látið sér um munn fara. Bókin Þú sem ert á himnum sæk- ir textann til Faðirvorsins, Drottinn er minn hirðir sækir textann til hins kunna Davíðs- sálms, Fjallræðan er uppistaða í texta bókar- innar Verið ekki áhyggjufull og kærleiksóður postulans er kjarni bókarinnar Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hver bók er sjálfstæð og allar eru þær ríkulega myndskreyttar og í fal- legu broti. Hreinn S. Hákonarson þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.