Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 16
4 MANUDAGUR 30. DESEMBER 2002 MANUDAGUR 30. DESEMBER 2002 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Öm Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skattahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsjngar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugero og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til a& birta aosent efni blaosins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Umbrotaár að baki Áriö sem nú er senn á enda er mikið umbrotaár í íslensku þjóðlífi - ár gerjunar og breytinga á flestum sviðum frá stjórnmálum til atvinnu- lífs, ár átaka en um leið framfara. Þróunin í íslensku viðskiptalífi hefur í flestu verið ánæguleg síðustu ár. Bylting hefur orðið á fjármála- markaði sem hefur skapað fyrirtækj- um tækifæri til að sækja fram. Fjármálafyrirtæki hafa haslað sér völl á erlendum mörkuðum með góðum, jafnvel glæsilegum ár- angri. íslensk framleiðslu- og þjónustufyrirtæki hafa fengið betri aðgang að áhættufjármagni en áður og þar með staðið sterkar að vígi í alþjóðlegri samkeppni. Fram á sjónarsviðið hafa komið nýir aðilar með fjárhagslegt bolmagn til að takast á við verkefni sem áður voru aðeins á færi fámenns hóps. Og ahnenningur hefur fengið tækifæri til að taka þátt í atvinnurekstri með beinum hætti fyrir milligóngu hlutabréfamarkaðar. En hætturnar leynast víða. Nú grípa menn gæsina í hvert skipti sem hún gefst. Hámörk- un hagnaðarins skiptir öllu. Siðferðilegar spurningar um hvort rétt sé að eiga viðskiptin hafa vikið fyrir stundargróðanum. í stundargróðanum liggur ein mesta ógnun sem nú steðjar að ís- lenskum fjármálamarkaði og raunar að íslensku viðskiptalífi í heild. Því miður bendir ýmislegt til þess að hægt en örugglega sé verið að grafa undan eðlilegum hlutabréfamarkaði hér á landi. Fyrir fjölmiðla hefur árið verið viðburðaríkt. Annars vegar hefur árið verið þeim erfitt. Eitt dagblað varð gjaldþrota en reis upp aftur með nýrri kennitölu. Stjórnskipuleg og fjárhagsleg end- urskipulagning hefur átt sér stað hjá tvehnur fjöhniðlafyrirtækj- um og annað glímir við gríðarlegan vanda. En mitt í erfiðleikun- um hafa fjölmiðlar hins vegar haft af nægu að taka - fréttir hafa verið margar og feitar eins og ætíð á umbrotatímum. Reykjavíkurlistinn vann glæsilegan kosningasigur í borgar- stjórnarkosningunum í vor en er nú klofinn. Einkavæðing ríkis- bankanna er loksins á lokastigi. Hatrömm átök hafa einkennt fyr- irhugaða virkjun við Kárahnjúka. Og viðamikil lögreglurannsókn og húsleit í einu stærsta fyrirtæki landsins var gott fóður fyrir fjölmiðla. Skyhningar og valdabarátta einkenndi viðskiptalífið og á stundum áttu fjöhniðlar erfitt með að sjá undir kraumandi yfir- borðið. En þrátt fyrir hrakspár hefur árið 2002 reynst íslendingum í flestu hagstætt. Efnahagslífið stendur sterkar en í ársbyrjun. Hin „mjúka" lending tókst með ágætum. Sú lægð sem einkenndi efna- hagslífið fyrri hluta árs virðist senn að baki enda hefur bjartsýni tekið við - uppdráttarsýki og svartsýni ráða ekki lengur ferðinni. Umbrotatímar geta verið mörgum erfiðir, en breytingar og gerjun skapa tækifæri sem annars væru aldrei til staðar. Árið 2002 hefur í flestu verið hagstætt og grunnurinn til efnahagslegr- ar framsóknar er traustur. Ástæða er til bjartsýni þegar tekist verður á við verkefni í síbreytilegu umhverfi á nýju ári. Gleðilegt ár Arið 2002 hefur verið tími mikilla breytinga og átaka fyrir DV - tími undirbúnings fyrir framtíðina. Blaðið hefur staðið af sér mikinn ólgusjó. Nýtt ár bíður með ný tækifæri til framsóknar. DV hefur að líkindum aldrei verið betur í stakk búið en nú til að nýta sér þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Lesendur blaðsins munu sjá þess merki á nýju ári. En áfram verður unnið eftir þeirri grunnhugsjón að fyrir almenning sé nauðsynlegt að fjöl- miðlar sinni hlutverki sínu af einurð, heiðarleika og óhlutdrægni - óháðir sérhagsmunum fámennra stétta, hagsmunahópa eða nokkurra einstaklinga. DV óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Óli Björn Kárason I>^ Skoðun Verðbréfaþjóðfélagið og hinir nýríku Agnar Hallgrímsson sagnfræöingur I heilagri ritningu stendur þetta einhvers staðar: „í sveita andiitis þíns skaltu neyta brauðs þíns". Þetta hafa menn talið vera góð og gild sannindi um aldir og ár- þúsundir, allt frá því að Biblían var skrifuð. En hvernig er staðan núna? Hún gæti veriö eitthvað á þessa leið: Því minna sem þú leggur á þig fyrir lífs- björgina, þeim mun auðugri verður þú, að eins ef þú kannt lagið á að sýsla með alls kyns „bréf', sem kost- ar enga fyrirhöfn. Það er komið á daginn að hér í landinu búa orðið tvær stéttir fólks. Annars vegar þeir sem eru svo ríkir að þeir vita ekki aura sinna tal. Hins vegar þeir sem eru miðlungi snauðir og svo þeim við hlið bláfátækir er eiga vart mál- ungi matar og sjá sífellt fram á að endar nái ekki saman. Og verðbréfa- viðskiptin ala af sér þá sem kallaðir eru fjárfestar, en nefna mættl hina nýríku, þar sem gróði þeirra flestra er tiltölulega nýtilkominn og þeir flestir á góðum aldri. Banki fyrir bjór Lítum nú nánar á þessu til stuðn- ings hvernig þetta er í reynd: Fátæk- ur kaupfélagsstjórasonur er allt í einu orðinn svo ríkur á því að selja Rússum áfengan bjór að hann getur keypt einn þriðja hlut í stærsta banka landsins. Hversu sem það er nú heiðarlegt, að nota sér drykkjusýki meðbræðra okkar austur í Rússíá til að auðgast á. En hann lætur ekki þar með staðar numið, enda næg auðæfi í pokahorninu. Hann gerir sér því lítið fyrir og kaupir helming í stærsta leiguflugfélagi heims, aðal- lega vegna þess að hann hafði, að eigin sögn, svo gaman af því að leika sér að flugvélamódelum þegar hann var lítUl. Með kaupfélagsstjórasyn- inum eru tveir aðrir menn í bankakaupunum, feðgar sem ekki skortir fé. Er þó faðirinn kunnur að því að hafa verið viðriðinn gjald- þrot kaupskipafélags fyrir nokkrum áram. Hann virð- ist því hafa náð sér aftur á strik, þótt farinn sé að reskjast. Eru þetta ekki augljós dæmi um hina nýríku í þjóð- félaginu, verðbréfamennina í Félagi fjárfesta, er hafa vissulega kunnáttu og reynslu í því að versla með bréf er gefa góðan arð. Miðaldra til milljarða Annað dæmi: Miðaldra kaupsýslumaður, sem verið hefur ofarlega á blaði hjá einni stærstu verslanakeðju landsins, en er jafnvel orðað- ur við fjármálabrask. Þessi maður er orðinn svo ríkur að hann getur, svo til á eigin spýtur og frumkvæði, keypt eitt stærsta heildsölu- og verslunarfyrirtæki landsins. Og kaupverðið? Hvorki meira né minna en fjögur þúsund muljónir króna. Er það hugsanlegt að mið- aldra maður sé búinn að vinna fyrir svo miklum auð- æfum á sinum starfsferli? Ég held ekki. Hér mun það vera „Hingað til hafa hinir auðugustu viljað búa í einbýlishúsum, en nú virðist það rétt eins vera á óskálistanum að búa í fjölbýlishúsum, þar sem íbúðirnar kosta á við nokkur einbýlishús." verðbréfabraskið sem ger- ir þessa menn að hinum nýríku. í lúxusblokk Eins og ég sagði hér í upphafi, virðist mikill fjöldi landsmanna ekki vita aura sinna tal og ógjörla hvað skuli við þá gera. Þessi herraþjóð gengur orðið svo langt að hún er farin að segja sig úr lögum við hinn al- menna borgara í eyðslu og íburði, að því er fréttir herma. Það nýjasta í þeim efnum er það að farið er að byggja „lúxusblokkir" sem ætlaðar eru hinum nýríku. Venjulegt gang- verð á blokkaríbúðum hefur verið þetta 10 til 20 milljónir. Þessi herraþjóð vill ekki greiða svo lágt verð. Hún er boðin og búin til að kaupa og greiða 65 til 70 milljónir fyrir íbúðirnar. Hingað til hafa hinir auðugustu viljað búa í einbýlishúsum, en nú virðist það rétt eins vera á óskalistanum að búa í fjöl- býlishúsum, þar sem íbúðirnar kosta á við nokkur einbýlishús. Er þetta ekki augljóst dæmi um þá nýríku? Þeir hinir auðugustu í þessu landi virðast þó ekki allir tilheyra þeim. Þeir sem orðnir eru aldr- aðir virðast sumir hverjir einnig hafa komist vel áfram i verðbréfaþjóðfélaginu. Þessu til stuðnings nefni ég að fyrir nokkra var skýrt frá því að Hrafnista í Hafn- arfirði væri hætt að byggja íbúðir fyrir efhalítið fólk, a.m.k. í bráð, en byggir þess í stað lúxus-leiguíbúðir fyrir aldraða en auöuga einstaklinga er losna vilja úr eigin íbúðum. Til að festa sér íbúð á þessum stað skal greiða 8 milljónir, en síðan greiðast 140 þús. kr. á mánuði í leigu. Aug- ljóst er að hér er ekki um neina fá- tæklinga að ræða er geta staðið und- ir þessu, og eins hitt að húsaleigu- okrinu eru engin takmörk sett hér á landi. Á fölskum forsendum? Nú kunna einhverjir að segja sem svo: Úr því að hægt er að hagnast svona á verðbréfaviðskiptum, hvers vegna fara þá ekki allir landsmenn út í það að versla með bréf og verða ríkir? Svarið er einfalt. - Þegar spil- að er upp á peninga, hvort sem það er fjárhættuspil (í casino) eða bara venjulegur lomber, þá er það vana- lega einn sem græðir og sópar til sín afrakstrinum, aðrir tapa. Þannig er það víst alltaf í lífinu, eins dauði er annars brauð, einn græðir, annar tapar. En er ekki gróði fjárfestanna og verðbréfamannanna fenginn á fölsk- um forsendum? Er ekki eyrir gamla fólksins og hinna fátæku sem er und- irstaðan að auðæfum þeirra? Það geta nefnilega ekki allir grætt, ein- hverjir verða að tapa til þess að hægt sé að halda uppi gróða hinna ríku. Þessu þurfa allir íslendingar að gera sér grein fyrir. Og svo hinu að það þjóðfélag er ekki vel stætt, þar sem hinir ríku verða stóðugt ríkari en hinir fátæku fátækari. Sandkora Karl en ekki kona Þegar þetta er skrifað hefur R-listinn efnt til samn- ingaviðræðna við Þórólf Árnason, fyrrverandi forsrjóra ^Tals, um að verða næsti borgarsrjóri en floTíkafnír^ém standa að R-listanum samþykktu tillögu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur þar um í gær. Hér verður ekki efast eitt andartak um ágæti Þórólfs eða hann geti valdið starfi borgarstjóra. En hitt hljóta að teljast tímamót og vekja um leið nokkrar spurningar, ekki síst meðal þeirra er fremst standa í kvennapólitik, að Ingibjörg Sólrún skyldi velja karlmann til að setjast í stólinn góða í ráðhúsinu en ekki konu ... Skiptar skoðanir Á Hriflu.is, vef framsóknarmanna, er mikið fjallað um borgarstjóramálið og skrifar Björn Ingi Hrafnsson langa grern þar sem hann segir að átakalínur á vett- vangi stjórnmálanna hafi skýrst með framboði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur en því fari fjarri að fram- sandkorn@dv.is boð hennar valdi einhverjum sér- stökum straum- hvörfum fisTens,kíi pólitík. Enginn stjórnmálamaður sé ómissandi, hvorki borgarstjór- inn í Reykjavík né aðrir. En til vinstri á vefnum er at- kvæðagreiðsla und- ir fyrirsögninni Hvað á Framsóknarflokkurmn að gera? Þegar um 100 manns höfðu svarað vora 49% á því að halda áfram R-lista-samstarfi þótt Ingibjörg fari. 9% voru á því að ef Ingibjörg færi ættu framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta með vinstri-grænum og sjálf- stæðismönnum. Og loks töldu 42% farsælast að myndað- ur yrði nýr meirihluti með Sjálfstæðisflokknum. Það er því ljóst að skoöanir era skiptar innan Framsóknar um framhald Reykjavíkurlistans... Ummælí Ríkið tryggir af- komuna „Sala á svína- og kjúklingakjöti hefur vaxið hröðum skref- um og þeir framleið- endur náð aukinni markaðshlutdeild. Það stefnir í að á næstu tveimur árum eða svo verði þetta stærstu kjötgreinarnar í landinu. Af hverju minnist formaður (Bænda)samtak- anna ekki á stöðuna varðandi birgðir og sölu á lambakjöti og hvort það séu ekki hugsanlega of margir framleiðendur í þeirri grein? Eða þá það að helmingurinn af verði lambakjöts til bænda er í formi beingreiðslna frá rikinu? Aðrir kjötframleiðendur búa ekki við þá stöðu að hafa samning við ríkið sem tryggir að hluta til af- komu þeirra." Kristinn Gylfi Jónsson í Morgunblaöinu. Bara ein af hinum „Eiðsrofsmálið frá 1944 setti mik- inn svip á samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins lengi á eftir. Það er því auðskilið að menn skoði áhrif þess að Sam- fylkingin virðist hafa svikið sam- starfsflokka sína á framtíðar sam- starfsmöguleika þessara flokka á öðrum vettvangi. Eitt er ljóst að stjórnmálamaður- inn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem sameiningartákn vinstri- manna i Reykjavík, er ekki lengur til. Ljóminn er horfinn, hún er nú bara ein af hinum." Torfi Kristjánsson á deiglan.com S j álf skaparvítin verst „Á síðustu dögum hefur Ingibjörg Sólrún greinilega ákveðið að feta í fótspor don Kíkóta, búið til sinn eig- in heim og hafið baráttu við and- stæðinga sína innan hans. Síst af öllu vill Ingibjörg Sólrún horfast í augu við þá staðreynd að hún rauf R-listasamstarfið með yfirlýsingu sinni 18. desember. Sjálfskaparvítin hafa löngum þótt verst" Björn Bjarnason á vef sínum Eru Islendingar heimskir? Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur Kjallarí „Því, verr duga heimskra manna ráð sem þeir fleiri koma saman" stendur í sögunum. Ætli það sé ekki svona upp og niður með landann eins og aðra; alhæfingar eru óhæfar og ósæmilegar. En ekki vantar sjálfs- traustið hjá mörgum og drýldni; engin skoðana- könnun eða fræðileg rannsókn getur gefið svar við því hvort íslendingar séu heimskari en fólk í útlöndum. Þetta er gert að umtalsefni hér því umfjöllun margra um nýtingu auðlinda landsins er á þann veg að svo virðist sem gert sé ráð fyrir því að gámafar fólks, lesendur blaða og áheyrendur ljósvakaefnis, sé tak- markað. Þetta á við um nýtingu sjávarauðlinda, og nú þessa dagana um beislun orkulinda fyrir stóriðju; mörg stóryrði og yfirlýsingar hafa verið gefnar í mjög flóknum málum, þar sem litlu munar í útreikningum til eða frá um orku- og álverð hvort málið sé fýsilegt eða ekki. Flestir bíta sig fasta í fá atriði sem þeir hafa úr fréttum og taka síðan frem- ur huglæga afstöðu, en koma með stóryrði. Gott og vel; fólk er alla vega og er það fremur kostur. Glappaskot og grín Fyrir rúmum aldarfjórðungi var ráðist í virkjun Kröflu eins og kall- að var. AUt málið var mjög flókið og erfitt að átta sig á því og hvort virkjun væri arðbær eða ekki. Eitt sinn hélt Verkfræðingafélagið fund í Kristalssal á Hótel Loftleiðum; salurinn var stútfullur stafna á milli af áhugasömum, og yfirverk- fræðingur virkjunar hélt langt er- indi og sýndi margar ljósvarpaðar glærur með aragrúa af tölum. Fundargestir vora allir einhverjir fræðingar, alvarlegir og ábyrgir á svipinn, og sukku dýpra og dýpra niður í sæti sín; svo hljott var að heyra mætti saumnál detta. Þá gell- ur við í einum gestanna: „Segðu bara hvað tapið er mikið!" Fundar- salurinn beinlínis sprakk af hlátri. Þetta mál sýndi gjörla eftir að eldar hófust að ekki er allt sem sýnist á líðandi stund og enn þá er rifist um hvort álverið í Straums- vík sé hagkvæmt fyrir landið, en smám saman hefur fennt í þau spor. Varðandi Kröfluvirkjun verð- ur aldrei unnt að reikna út hvað það dæmi kostar allt né hver verð- miðinn á rafmagni þaðan á að vera svo reikna megi út hversu mikið tapið er. Mannasiðir til sjós Ekki þarf að fjölyrða um deilur um kvótakerfið í sjávarútvegi og um- gengni sumra sjómanna á miðunum. Þetta er viðkvæmt mál eins og aug- ljóst er en dómur hefur fallið nýlega í sambandi við fréttir af brottkasti fisks. Prófessor í Háskóla íslands, Hannes H. Gissurarson, sagði mörg- um sinnum i sjónvarpi og útvarpi að sjómenn myndu fara betur með auð- lindina ef útgerðarmenn ættu hana, þ.e. veiðiréttinn; það fari allir betur með þau verðmæti sem menn sjálfir eiga en þau sem eru í almannaeigu. Prófessorinn virtist hafa næsta óheft- an og tíðan aðgang að ljósvakamiðl- um fyrir rúmu ári eða svo, en flestir vita að þetta er bara bull. Það sem skiptir meira máli er hvernig á því stendur að hann komst upp með það ítrekað að álíta almenning heimskan og láti mata sig með hverju sem er. Vel má vera að nemendur hans fái að heyra þetta á fyrsta ári í Hl og standi einhvers staðar í Adam Smith frá átjándu öld. Stærðfræðingur að nafni John Nash fékk nóbelsverðlaun í hag- fræði 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína (equilibrium theorem) um háttalag fólks við tilteknar aðstæð- ur á markaði eða í leik. Dálkahöf- undur Newsweek 20.3. sl. átti viðtal við P. Milgrom, prófessor í Stan- ford, um kenningu Nash, sem reiknaði út formúlu sem gildir í hvaða leik sem er eða atferli fólks á markaöi. Áætlanir einstaklinga í hóp, þar sem hver um sig gerir eig- Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. - „Fræði- kenningin segir einnig að prófessor Hannes hafi fund- ið bestu lausnina fyrir sjálfan sig þegar hann tönnlast á áðurnefndri umgengni við auðlindina; þar með hefur hann gefið tilefni til tortryggni eða grun- semda um þekkingarskort, nema hvort tveggja sé." in áætlun, era í Nash-jafnvægi, ef hver þáttakendi um sig gerir það sem er best fyrir hann sjálfan á sama tíma og hann gengur út frá því að áætlanir hinna, hvers fyrir sig, séu fastmótaðar. Þetta útskýrir hvers vegna sumt endar illa eins og dæmin sýna í ofveiði og ofbeit. Hver um sig hefur ekki hvöt til að gera það sem er best fyrir heild- ina og gerir það sem gagnast hon- um sjálfum best. Þetta veldur til- hneigingu tO að kasta verðlitlum fiski en hirða þá verðmeiri til að auka verðmæti síns afla þegar hann er fyrir fram takmarkaður í magni. Háttalag hans eins skaðar hagsmuni heildarinnar lítið, en þegar allir aðrir gera hið sama skaðast allir. Fræðikenningin segir einnig að prófessor Hannes hafi fundið bestu lausnina fyrir sjálfan sig þegar hann tönnlast á áðurnefndri um- gengni við auðlindina; þar með hef- ur hann gefið tilefni til tortryggni eða grunsemda um þekkingarskort, nema hvort tveggja sé. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.