Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2002 Ökuskólinn íMjódd ehf. óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. M'/ SÍMI567 0300 <-' JvUÍKK^-" Ökuskólinn í Mjódd Þarabakka 3 -109 fte S. 567 0300 - mjodd@bilprof.is á> • • OKU SKOLINN IMJODD ENDURSÝNINGAR? ÉG VAR ÖKUGGLtGA EKKI BÚINN Ab SJÁ PESSA MYND! VWÍ 5 '•^' ^" ¦^mn^ sa* B0NUSVIDE0 ii Leigan í þínu hverfí Fréttir DV Reykjavíkurlistinn á bláþræði fram eftir gærdeginum: Mögnuð rás atburða Mörgum sem fylgdust með at- burðarásinni í kringum Reykjavík- urlistann í gær - fréttamönnum jafnt sem stjórnmálamönnum - varð á orði að þeir hefðu sjaldan eða aldrei orðið vitni að öðru eins. Það gekk mikið á. Klukkan tvö eftir hádegi settust oddvitar R-listans, borgarstjóri og forystumenn ílokkanna þriggja í borgarstjórn, á fund til þess að ræða tillögu borgarstjóra um sættir í mál- inu. Það sem þá lá fyrir var að borg- arstjóri hafði fyrir helgi hafnað til- boði Framsóknar um aö Árni Þór Sigurðsson tæki við af henni; hún hafði boðið á móti að hún tæki sér tímabundið leyfi en Framsókn hafn- aði því og sagði fyrra tilboð vera lokatilboð. Það stefndi því í að R- listanum yrði slitið um helgina. Á fundinum í gær féllst Ingibjörg Sólrún á að hverfa úr embætti og lagði til að fenginn yrði ópólitískur borgarsrjóri; Þórólfur Árnason. Al- freð Þorsteinsson féllst þegar á til- löguna enda mun honum ekki hafa verið ókunnugt um hana fyrir fund- inn. Þeir Árni Þór Sigurðsson og Stefán Jón Hafstein sögðust hins vegar þurfa tíma til að ræða hana við sitt fólk. Heldur þungt var í Alfreð Þor- steinssyni eftir fundinn; hann sagði í viðtali við fréttastofu Útvarps í kjölfarið að Samfylking og Vinstri- - grænir hefðu ekki séð sér fært að samþykkja tillögu borgarstjóra og því gæti allt eins komið til greina að framsóknarmenn ákvæðu á fundi, sem hefjast átti klukkan fimm, að slíta samstarfinu um R-listann og mynda nýjan meirihluta með Sjálf- stæðisfiokknum. Flokkarnir þrír settust í kjölfarið á fundi hver í sínu lagi; framsóknar- menn í höfuðstöðvum sinum við Hverfisgötu. Ekki leið á löngu áður en þangað komu á harðahlaupum tveir óháðir R-listamenn, þau Dagur B. Eggertsson læknir og séra Jóna Hrönn Bolladóttir, til þess að bera þau boð inn á fund Framsóknar að Vinstri-grænir og Samfylkingin væru reiðubúin að ræða tillögu borgarstjóra. Framsóknarmenn funduðu áfram góða stund en ákváðu siðan að gera hlé og fóru fram á að þegar yrði skotið á öðrum fundi oddvita flokk- anna í Ráðhúsinu. Þegar þangað kom var engu líkara en kosninga- sjónvarp eða álíka umstang stæði fyrir dyrum því ekki varð þverfótað fyrir stjórnmála- og fréttamönnum og hver beina útsendingin rak aðra. Árni Þór og Stefán Jón sögðu al- rangt að þeir hefðu fyrr um daginn hafhað tillögu borgarstjóra en Alfreð Megum vlð komast að? Þau Björn Ingi Hrafnsson og Anna Kristínsdóttir voru ekki á því aö hleypa séra Jónu Hrönn Bolladóttur og Degi B. Eggertssyni umsvifalaust inn á lokaöan fund Framsóknarflokksins ígær. Þau síöarnefndu vildu koma íveg fyrir aö Framsókn sliti R-listasamstarfinu án þess ab vita um sáttahug Samfylkingar og Vinstri-grænna. Þröngt mega sáttlr... ÞeirAlfreö Þorsteinsson ogÁrni Þór Sigurðsson halda hér til fundar meö borgarstjóra eftir að Framsókn hafði gert hlé á fundum sínum. Húsvörður Ráðhússins átti fullt í fangi með að bægja fréttamönnum frá. sagðist kominn í Ráðhúsið til að fá skýr svör um afstöðu þeirra. Auð- heyrt var að Framsókn var ekki til- búin í langar viðræður heldur vildi útkljá málið fyrir kvöldið og engar refjar. Við svo búið sluppu þeir þre- menningar við illan leik undan að- gangshörðum fréttamönnum inn í lyftu og héldu á fund borgarstjóra. Þegar ein beina útsendingin í and- dyrinu á hæðinni fyrir neðan - þátt- urinn ísland í dag - stóð sem hæst, kom Árni Þór Sigurðsson niður af fundinum og tukynnti fréttamönnum að samkomulag hefði náðst. Borgar- stjóri fylgdi í kjölfarið og greindi frá efhi samkomulagsins. Það var svo endanlega staðfest á tilfinninga- þrungnum fundi borgarstjórnar- fiokks R-listans í kjölfarið. -ÓTG „Eg vll skýr svör" Alfreð mætir í Ráðhúsiö eftir fund Framsóknar og segist vilja skýr svör um afstöðu samstarfsflokkanna. Aramótabrennur 2002 Valhúsahæð kl. 21. Ægisíöa kl. 20.30 ^ Kjalarnes Kléberg kl. 20.30 Laugarásvegur M. 20.30 ufunes kl. 20.30 Mosfellsbær Ullarnesbrekka kl. 20.30 Skerjafjörbur kl. 20.30 Suðurhlíðarld. 20.30 Gelrsnef kl. 20.30 ' Æ HBBiiA %ís Kópavogur Dalsmárl kl. 20.30 Fylklsvöllur kl. 20.30 ÚKarsfell Id. 20.30 Bessastaðahr. Gesthús kl. 20.30 Suourfell kl. 20.3t Hafnarfjörðui Asvelllr kl. 20. 00 Lelrubakkl kl. 20.30 Garðabær Arnarneshæo kl. 20.30 - Lögregían hafii voltt loyfl fylr þcssum bnnnum i höfuöborgarsvæðlnu 28. desembor s/. r 1 Lögreglan hefur gefiö leyfl fyrlr 17 brennum á höfuöborgarsvæöinu um áramótln en brennurnar verða jafnmargar og í fyrra. Kvelkt verður í flestum brennum um klukkan hálfníu, nema þelrri í Hafnarfiröi. Kvelkt verður í henni klukkan átta. Lögreglan blður fólk um að fara varlega og bendlr á að notkun hlífðargleraugna sé æskileg, bæði vib bálin sem og þegar skotið er upp flugeldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.