Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Blaðsíða 25
MANUDAGUR 30. DESEMBER 2002 49 I*V Tilvera •Skemmtanir á gamlárskvöld ¦Sáiin á Broadwav Það verður enginn svikinn af gamlárskvöldi með Sálinni og ættu skemmtanafíklar að huga að Broadway þetta árið. Allir velkomnir sem náð hafa 20 árum en miðaverð er 2.500 krónur. ¦Gullfoss og Gevsir á Vegamótum Plötusnúðarnir Gullfoss og Geysir trylla lýðinn, 1.600 kr. inn og 22 ára aldurstakmark. ¦Híd hop á Þórscafé Forgotten Lores, Bent & 7berg, O.N.E., DJ Rampage og DJ Paranoya koma fram ásamt DJ Elvari, DJ Tryggva og DJ 0 Prime sem spila Drum'n'bass. Miðaverð er 2.500 krónur og aldurstakmarkið er 20 ár. ¦Hugarástand á Flauel DJ Frímann og DJ Arnar koma fram auk gesta. í hliðarherbergi verða DJ Grétar og DJ Birkir. Miðaverð er 1.500 krónur og 20 ára aldurstakmark. ¦Stuómenn á Nasa Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, skemmtir á Nasa, miðaverð er 2.500 krónur og aldurstakmark er 22 ár. ¦Land og svnir á Gauknum Hinir stórskemmtilegu Land og synir sjá um fjörið á Gauknum. 20 ára aldurstakmark og miðaverð er 1.500 krónur. ¦Jagúar á Grand Rokk Fönksjúklingamir í Jagúar eru skriðnir undan Krossgáta feldi og blása í herlúðra á Grand Rokk. Þetta er ávísun á gott kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur og aldurstakmark 20 ár. ¦Sixties á Kaffi Revkiavik Brjáluð stemning væntanlega, 1.500 krónur inn og 20 ára aldurstakmark. ¦Plötusnúðar á Prikinu DJ Kári, DJ Magic og DJ Rampage leiða hóp plötusnúða I áramótagleðinni á Prikinu. Frítt er inn og aldurstakmark er 20 ár. ¦Hunang á Plavers Gleðisveitin Hunang skemmtir á Players fyrir litlar 1.500 krónur fyrir þá sem náð hafa tvltugsaldri. •Skemmtanir á nýárskvöld ¦MiMarnir _______________í Leikhúskiallaranum Það er boðið upp á Gala-kvöldverð í Þjóðleikhúskjallaranum á nýársdag, Bogomil Font, Páll Óskar og Milljónamæringarnir spila. Miðaverð er 15.000 krónur en 3.000 ef þú ferð bara á dansleikinn. 20 ára aldurstakmark. ¦ Lúdó og Stefán á Broadwav Dansleikur Islensku óperunnar er á Broadway, kðr ásamt Sinfoníuhljómsveit Islands. Hljómsveit Lúdó og Stefáns. Miðaverð er 9.900 ásamt kvöldyerði, aldurstakmark 20 ár. ¦Pons. Píddú og Raggi á Sögu Pops spila á Hótel Sögu ásamt Diddú og Ragga Bjarna. Miðaverð er 2.900 og aldurstakmark 20 ár. ¦Hótel Borg Óskar Guðjónsson og Davíð Þór Jónsson spila á meöan kokkteill er borinn fram. Lamúr spilar undir matnum ásamt öðrum uppákomum, Bigband Samma i Jagúar spilar fyrir dansi. Míðaverð er 22.000 með mat og vlni. ¦Apparat Organ Ouartet á Grand Rokk Hin stórskemmtilega hljómsveit Apparat Organ Quartet fagnar nýju ári með hljómleikum á Grand Rokk I kvöld ásamt Rassa prump. Miðaverð er 1.000 krónur og hefjast tónleikarnir um klukkan 22.30. Lárétt: 1 land, 4 blekking, 7 dragspil, 8 for, 10 slæmt, 12 hár, 13 fljótir, 14 barefli, 15 leyfl, 16 litía, 18 kát, 21 ausa, 22 steintegund, 23 kaup. Lóðrétt: 1 vujugur, 2 ofna, 3 ræsi, 4 ómerkileg, 5 fálka, 6 glöð, 9 rólegum, 11 tré, 16 barði, 17 hæðir, 19 óvissu, 20 málmur. Lausn neöst á síðunni. Hvítur á leik! Uppgangur Indverja á skáksviðinu hefur vakið verðskuldaða athygli. Vishy Anand hefur verið í fremstu röð nú í um 2 áratugi og nú fylgir fjöldinn í kjölfarið. Eins og t.d. þessi unga stúlka, Humpy Koneru, sem er aðeins 15 ára en hefur samt stór- meistaratitil karla. Hún deildi efsta sæti mótsins ásamt kínversku stúlkuni Zhao Xue sem er aðeins 17 Lausn á krossgátu Umsjón: Sævar Bjarnason ára en sú kínverska varð aðeins hærri að stigum. Hér hefur hvítur lít- ið frumkvæði nema frípeðið á a-lín- unni sem sú indverska mjakar upp í borð og tryggir sér sigur. Hvítt: Humpy Koneru (2484). Svart: S. MHliet (2164). Heimsmeistarakeppni unglinga, stúlknaflokkur. Goa, Indlandi (13), 20.12. 2002. 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. e3 c6 4. c4 a6 5. b3 Bg4 6. Rbd2 e6 7. Bd3 Rbd7 8. Bb2 Bd6 9. 0-0 0-0 10. Dc2 Db8 11. a4 a5 12. Bc3 Bh5 13. Hfbl Dc7 14. c5 Be7 15. b4 axb4 16. Hxb4 b6 17. cxb6 Rxb6 18. Hbbl Rbd7 19. Ha2 Bg6 20. Bxg6 hxg6 21. Hab2 Hfb8 22. Hxb8+ Hxb8 23. a5 c5 24. Hxb8+ Rxb8 25. dxc5 Dxc5 26. Rb3 Dc7 27. Db2 Rc6 28. Rfd4 Ra7 29. Rd2 Rd7 30. g3 Bf6 31. Db4 Be5 32. Bb2 Bf6 (Stöðu- myndin) 33. R2b3 e5 34. Rf3 Rc6 35. 1)1)5 Dd6 36. a6 d4 37. exd4 exd4 38. Db7 Dd5 39. a7 1-0. Dagfari Samfélagslega þroskaheftir Um helgina kom fram á frétta- vefjum að lögregla hefði staðið í stappi við að hafa upp á pörupilt- um sem gerðu sér það til skeinm t- unar að skjóta upp flugeldum í leyfisleysi og banni. Töldu svo- kallaðir góðborgarar þetta koma við kaun sín og raska ró sinni. Fyrir hátíðar var síðan greint frá því að Húseigendafélagið hefði í nokkrum tilviktun, venju sam- kvæmt fyrir jól, þurft að koma með málaini ölanir í þrætumálum vegna jólaskreytinga. Nú er ég svo einfaldur að mér finnst beinlínis fáránlegt að einhver geri sér rellu út af því þótt krakkar skjóti upp rakettum á síðustu dögum árs. Myndasögur Þetta er nokkuð sem tilheyrir. Sömuleiðis er kjánalegt að gera mál úr því hvort jjósaskreytingar fólksins í næstu fbúð séu fallegar eða ekki - eða láta þær fara í taugarnar á sér. Það sem hér að framan er nefnt og raunar fleira til er vel innan hreppamarka al- menns velsæmis. Er þá ekki ofsög- um sagt að þeir sem láta til dæm- is jólaskreytingar fara í taugarnar á sér séu samfélagslega þroska- heftir og afdalafólk í hugsun. Ung meyja sem býr í blokkinni minni bankaði upp á um daginn og spurði hvort mér væri að meina- lausu þótt hún héldi partí sem myndi standa svona fram að miðnótt. Kannski yrði einhver há- vaði en það yrði reynt að halda öllu í skikki. Auðvitað var allt i góðu með gleðskapinn af minni hálfu; mín einasta ósk var sú að fólk skemmti sér vel. Enda hefur teitið víst verið til þess haldið. Það er óskaplega mikilvægt að við mætum breytni fólksins í kring- um okkur af umburðarlyndi og förum ekki á limingunum gagn- vart saklausum prakkarastrikum. Annars verður tilveran svo ævin- týralega leiðinleg að það hálfa væri gjörsamlega nóg. J Gleðilegt ár. Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður •UTÍ 03 'BJ8 61 'BSB il 'QIS 91 'T5[jai \\ 'uiruæA 6 'J?5i 9 'Tba g 'niitCTS f 'UBjjnpiu g 'buo z 'snj i iijaigoi •unei ez 'Bdo iz 'jiais \z 'jiaj 8Í 'bbuis 91 'ijj qt 'JIJni n 'jijo 81 'IF z\ 'JU! 01 'QBAS 8 'Bjpnu i 'jtjas \ 'upjj \ :w?JTri Mmmtmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.