Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
ÖV
Fréttir
Sigurður G. Guðjónsson st^fnir Árna Tómassyni og Óla Birni Kárasyni:
Ummæli Arna í DV verði
dæmd dauð og ómerk
Norðurljós kærðu Búnaðarbankann fyrir brot á bankaleynd:
Sigurður G. leyndi bankann
skilyrðum sambankalánsins
- segir Ámi Tómasson, bankastjóri Rúnaðarbankans
Wmm lil snjMa * «0 mUt*M Jl«m *»tí*tx W tfclu viu hv«
yfinmmu »» Mnm « k«cl tmm mtí btM* bmu öí
jhflffitem tjóihinkaUmiiw w oklui mtfSura Áþnstws hwJi krWQtu
Mú amt * C*rv »*i totókMn b*»* *» Mbtm W feðKfcn.*
Winu yr Arm <• «ia» «Ituwmmi w Wt I
Mmr *r<Etr lí<3»t kð Utv«<ji imiinM ty vtfitðt vtó
Nbrturtx* trytöacfc no Atfvrfi ft (Mtfinnvm u® briein*.
■mmi VmUwt Wta <W fc*l *ð ri»J4 tkoefm O. CaðjCoMOtt Sntjórt
____ M* ttDtfi AðOMttAi u M Istnkbm rth» «au o» u« (fivttMc* t» nOUð í
ÆKM «»tí» 07*0* kr&iu eacr tr*mm <tt «ð*Ui«*iaii
0.0M6- Vmftwrti k«n> Staurfim- G- C»fi NorfiartJów.
“ TOTffiflr^rir nr*1 •‘nnnii
Arn waar ta pmt *a ornm
DV mánudaginn 22. júlí 2002.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa samskiptafélags hf., hefur
stefnt Áma Tómassyni, bankastjóra
Búnaðarbankans, og Óla Bimi Kára-
syni, ritetjóra DV, vegna ummæla sem
höfð voru eftir Áma í DV mánudaginn
22. júlí 2002. Haft var eftir Áma
Tómassyni í blaðinu þennan dag að Sig-
urður G. Guðjónsson hefði leynt bank-
ann skilyrðum sambankaláns þess efnis
að fyrirtækmu væri óheimilt að efna til
lántöku án samþykkis þeirra banka sem
stóðu að sambankaláninu. í stefnunni er
bæði vísað til fyrirsagnar á forsíðu
blaðsins þennan dag, „Sigurður G.
leyndi bankann skilyrðum sambanka-
lánsins", og fréttarinnar þar undir þar
sem haft er eftir Áma Tómassyni: „Það
er ekkert launungarmál að Sigurður G.
Guðjónsson leyndi okkur þeim skilyrð-
um sambankalánsins að fyrirtækinu
verði óheimilt að efna til lántöku án
samþykkis bankanna sem stóðu aö lán-
veitingunni."
Sigurður krefst þess að stefndu verði
dæmdir til að greiða honum 600 þúsund
krónur til að kosta birtingu dómsins í
þremur dagblöðum og að þeir greiði
honum málskostnað.
Þess má geta að Skífan hefúr kært
Reyni Traustason, fyrrum blaðamann
DV, fyrir fréttaskrif um fjárframlög
Jóns Ólafssonar og tengdra fyrirtækja í
kosningasjóð Ólafs Ragnars Grímssonar
og til sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir
síðustu alþingiskosningar. Vill Skífan fá
að vita hvaðan Reynir Traustason fékk
upplýsingar sínar.
Sambankalánið
í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar
gegn Áma og Óla Bimi em málsatvik
rakin og þar fjallað um mikla fjölmiðla-
umræðu um fjármál Norðurljósa fyrri
hluta árs 2002, um vanskil Norðurljósa á
sambankaláni sem félagiö fékk m.a. hjá
Chase Manhattan bankanum í New
York, hollensku bönkunum NIB og
Staal og Landsbanka íslands. Var fjallaö
um að Norðurljós hefðu ekki staðið við
kyrrstöðusamning sem gerður var við
þá banka sem stóðu að sambankaláninu
en það mætti aftur rekja til þess að Jón
Ólafsson hefði ekki staðið við loforð um
að leggja iram aukið hlutafé i félagið.
Umræðan laut einnig að því að
Landsbankinn hefði fellt niður yfirdrátt-
arheimild Norðurljósa á tékkareikningi
og höíðað mál til innheimtu skuldarinn-
ar. Um mánaðamótin febrúar-mars
hætti Hreggviður Jónsson sem forstjóri
hjá félaginu.
Búnaðarbankinn veitti Norðurljósum
3 ára lán upp á 350 milljónir króna í júlí
2001. Segir Sigurður að Hreggviður
Jónsson, Sigurjón Sighvatsson og Jón
Ólafsson hafi séð um öll samskipti við
bankann vegna þessa láns. I lok júní
2002 lýsti Búnaðarbankinn hins vegar
yfir gjaldfellingu lánsins og höfðaði mál
til innheimtu skuldarinnar. I fjölmiðl-
um kom fram að bankinn teldi heimild
vera til gjaldfellingar þar sem forsvars-
menn Norðurljósa hefðu ekki upplýst
bankann um gjaldfellingarákvæði sam-
bankalánsins. í stefnunni vísar Sigurð-
ur sérstaklega til umfjöllunar DV sem
getið er um hér að framan.
Stóð ekki að lántökunni
Sigurður segist hafa ritað Áma
Tómassyni bréf og skorað á hann að
draga ummæli sín til baka. Ámi varð
ekki við þvi en lét að því liggja í svar-
bréfi að bréf Sigurðar væri á misskiln-
ingi byggt. Hann hefði upplýst að bank-
inn teldi Norðurljós hafa leynt þessum
upplýsingum en bætt við að Sigurður
hefði verið í stjóm Norðurljósa þegar
lánið var tekið og lögmaður félagsins að
auki. ítrekaði hann þetta síðan í fréttum
RÚV. í Morgunblaðinu daginn eftir var
haft eftir Áma að hann hefði tjáð
blaðmanni DV að Norðurljós hefðu
leynt bankann skilyrðum samhanka-
lánsins, ekki Sigurður. Hann hefði ekki
rætt um persónu Sigurðar heldur félag-
ið Norðurljós en lagt á það áherslu að
þegar samið var um lánveitinguna hefði
Sigurður verið stjómarmaður í Norður-
ljósum og lögmaður félagsins og sem
slíkur hafi hann hlotið að vita um inni-
hald samninga Norðurljósa og Búnaðar-
bankans.
Sigurður ítrekar að Áma hafi átt að
vera það kunnugt að hann hafi ekki
staðið að lánveitingunni. Vísar Sigurð-
ur síðan í símbréf sem Ámi sendi starfs-
mönnum bankans áður en frá láninu
var gengið og vitnar í það: „Eitt að lok-
um. Við þurfum að fá upplýsingar um
gjaldfellingarákvæði á stóra erlenda lán-
inu til Norðurljósa þannig að við verð-
um ekki lakar sett en þeir með okkar
lán.“
Virðingarhnekkir
Segist Sigurður hafa beðið Óla Bjöm
Kárason, ritstjóra DV, aö upplýsa á
hvem veg ummæli Áma féllu í viðtali
hans við blaðamann DV og birta leið-
réttingu á ummælum Áma sem hefðu
verið á annan veg en komið hafi fram í
fréttDV.
DV stendur við frétt sína og hefur því
ekki séð ástæðu til að birta
„leiðréttingu“.
Sigurður telur að í ummælum Áma
felist aðdróttun sem sé til þess failin aö
verða virðingu hans til alvarlegs hnekk-
is. Sé einnig vegið að trúverðugleika
Norðurljósa. Ummæli Áma séu þeim
mun alvarlegri þar sem þau hafi verið
borin út gegn betri vitund. -hlh
Seyðisfjörður:
Umfangs-
mikil leit að
sjómanni
Mikil leit stóð yfir í allan gær-
dag og fram i myrkur að 55 ára
sjómanni, Guðmundi Sigurðssyni,
sem hvarf af Jónu Edvalds SF 20 í
fyrrinótt. Skipið lá við bryggju á
Seyðisfirði.
Björgunarsveitin á Seyðisfiröi
leitaði vandlega i bænum í gær og
fékk til liðs við sig björgunarsveit-
armenn frá Egilsstöðum, Reyðar-
firði og Borgarfirði. Alls leituðu
um fimmtíu manns í gær.
Reynt hefur verið að kafa en
það hefur ekki borið árangur
vegna dimmunnar. Von er á varð-
skipi til þess að aðstoða við köfun
og köfurum frá Neskaupstað og
Stöðvarflrði auk leitarmanna frá
Eskifirði. Þá kemur leitarhundur
með flugi frá Reykjavík.
Leit var hafln á ný í birtingu í
morgun. -KÞ
DV-MYND E.ÓL
Héit upp á tvöfalt sextugsafmæli
Þaö var mikiö um dýröir hjá Arnari Jónssyni ieikara í gærkvöld þegar hann fagnaöi „tvöföldu“ sextugsafmæli. Fyrst
hélt hann upp á sextugsafmæli Helga Klingenfeldt Hansen í leikritinu Veislunni og síöan upp á sitt eigiö. Fjölskylda og
vinir Arnars samfögnuöu meö honum aö lokinni sýningu og færöi Þjóöleikhússtjóri honum veglegan blómvönd frá leik-
húsinu. Á myndinni heilsar afmælisbarniö upp á Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu.
Afföll húsbréfa snarminnka:
Ibúðakaupendur græða
andvirði notaðs bíls
Sá sem tekur hámarkshúsbréfalán í
dag vegna kaupa á notuðu húsnæði, 8
milljónir króna, fær nær 830 þúsund
krónum meira fyrir bréfin en fyrir
rúmiega háifu ári. Ástæðan er að afföll
húsbréfa hafa minnkað úr um 10 pró-
sentum í 3 prósent. Því er spáð að af-
föllin minnki enn og veröi nánast eng-
in á næstu vikum.
Þetta þýðir aö kaupandi fær sem
nemur andvirði notaðs bils upp í hend-
umar vegna minni affalla. Sem dæmi
má nefna beinskiptan 4 dyra Hyundai
Accent, árgerð 1999, sem ekinn er
36.000 þúsund km, eða 5 dyra sjálfskipt-
an Golf skutbíl, árgerð 1998, sem ekinn
er 72.000 km.
Fyrir ríflega háifu ári voru afföllin
allt að 12 prósent og þá fengust tæpar 7
milljónir fyrir 8 miiljóna króna hús-
hréf. Afföllin voru ríflega ein milljón
króna. Miðað við ávöxtunarkröfú hús-
bréfa I gær eru affóllin nú mun minni.
Af sömu upphæð húsbréfa fást nú tæp-
lega 7,9 miUjónir sem þýöir að afföllin
eru um 100 þúsund krónur. Mismunur-
inn á afföliunum nú og fyrir um hálfu
ári er um 830 þúsund krónur.
Ástæöa lækkandi ávöxtunarkröfu
er rakin til umframeftirspumar,
lækkunar stýrivaxta og stórfelldra
kaupa erlendra aöila á ríkistryggö-
um bréfum. -hlh
mmmmm
Nýr vegamálastjóri
Sturla Böðvarsson
samgönguráöherra
hefur skipað Jón
Rögnvaldsson í stöðu
vegamálastjóra frá 1.
mars nk. og til
næstu fimm ára, í
stað Helga Hall-
grímssonar sem þá
lætur af störfum fyrir aldurs sakir.
Jón var í hópi sex umsækjenda sem
sóttu um stöðuna.
Samþykkir lánsábyrgð
Bæjarstjóm Akureyrar samþykkti
á fundi í gær að veita Landsvirkjun
lánsábyrgð vegna framkvæmda við
Kárahnjúkavirkjun en áður hafði bæj-
arráð mælt með því að ábyrgðin yrði
veitt. Akureyrarbær á 5% í Lands-
virkjun á móti 50% hluta ríkisins og
45% hluta Reykjavíkurborgar sem
áður hefur samþykkt að veita Lands-
virkjun ábyrgö.
Ráðherra efins
Halldór Ásgrímsson utanrikisráð-
herra segist vera mjög svartsýnn á að
samningar takist milli EFTA-ríkjanna
og ESB vegna stækkunar sambands-
ins. Hann segist ekki hafa áhuga á að
undirrita samninga sem séu nánast
óbærilegir fyrir íslenska hagsmuni.
Gegn mengun
Ríkisstjómin samþykkti á fundi
sínum í gærmorgun aö setja á laggfrn-
ar starfshóp til að móta samræmda
stefnu um málefni hafsins, með
áherslu á sjálfbæra nýtingu og vernd
lífríkisins og vamir gegn mengun.
Hámarkskvóti stækkaöur
Framkvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa segir að lög um hámarks
veiðiheimildir hamli eðlilegri stækk-
un sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi.
Hann leggur til að lögum verði breytt
og hámarkskvótinn hækkaður veru-
lega svo fyrirtækin geti vaxið og dafn-
að. - RÚV greindi frá.
Haraldur Öm
Ólafsson undirbýr
nú enn einn fjalla-
leiðangur í sjötmda-
göngunni. Um er að
ræða hæsta tind
Ástralíu, Kosci-
uszko, 2.228 m, og
Carstensz Pyramid,
4.884 m, hæsta tind Eyjaálfu. Skýring-
anna er að leita í því að tveir tindar
eru viðurkenndir sem einn hátind-
anna sjö. - Mbl. greindi frá.
Rækjukvóti
Þormóður rammi-Sæberg á Siglu-
firði fær í sinn hlut nærri 3.000 tonna
rækjukvóta á Flæmingjagrunni á
þessu ári. Samherji fær í sinn hlut
1.700 tonn og Útgerðarfélag Akureyr-
inga tæp 1.000 tonn.
Veöur hamlar björgun
Vetrarveörið í N-Noregi veldur
óvissu um hversu langan tíma tekur
að bjarga fjölveiðiskipinu Guðrúnu
Gísladóttur af hafsbotni úti fyrir Lo-
foten. Köfunarfyrirtækið Selöy Und-
ervannsservice verður komið með öfi
tæki og mannskap á staðinn á morg-
un og getur byrjaö aðgerðir strax og
veður leyfir.
Mega skoða tölvupóst
Stjórnendum fyrirtækja er heimilt
að skoða tölvupóst starfsmanna sé
varlega farið, segir lögmaður Samtaka
atvinnulífsins. Umræða um tölvupóst-
notkun í fyrirtækjum komst í hámæli
eftir að starfsmanni var vikið úr
starfi og tölvupóstur hans síðar lagð-
ur fram sem málsgagn. Persónuvemd
taldi að fyrirtækið hefði gengið of
langt. -HKr.
A hæsta tind