Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
Sport
DV
I í stuttu máliil
Dorgveiðimenn hafa aðeins verið að
kíkja á stöðuna síðustu daga eftir að
kólna tók og ís kom á vötnin víða um
land. Enda er dorgveiðitíminn stutt-
ur hérlendis þegar hlýindi eru mán-
uð eftir mánuð. Ekki er vitað á þess-
ari stundu hvar íslandsmótið í dorg-
veiði fer fram þetta árið en það síð-
asta var á Hólavatni í Eyjafirði og
tókst vel.
Veiöimaður kastar flugunni
við Seglbúðasvæðið í Gren-
læk en margir hafa fariö á
flugukastsæfingar núna f
vetur. DV-mynd GHH
Fluguveiðin í íslenskum ám er merkileg fyrir margar sakir:
Leyndardómur
Salan á hreindýraveiðileyfum fyrir
næsta timabil hefur farið vel af stað
en salan stendur til 15. febrúar og eru
þau seld á Egilsstöðum hjá Hrein-
dýraráði. Þaö er Karen Erla Erlings-
dóttir sem selur veiðileyfin.
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas-
sonar og Veiðifélagið Lax-á selja
veiðileyfi til Grænlandsen þeim fjölg-
ar sem fara þangaö til að veiða silung
eða til skotveiða. Guðmundur Jónas-
son býður 4 og 5 daga ferðir frá 80.900
krónur upp í 98.900 krónur, með öllu.
Þessa dagana er veiðistjórasvið Um-
hverfisstofunnar að senda skotveiði-
mönnum um allt land veiöiskýrslur
til að komast að því hvað veiddist
mikið á síðasta tímabili. Margir
veiðimenn nota sér það að hægt er að
senda tölumar á Netinu. Það sparar
mikla pappírsvinnu.
Lítið hefur heyrst að árshátíð Stanga-
veiöifélags Reykjavíkur sem haldin
veröur í byrjun febrúar en hátíðin er
víst í fullum undirbúningi þessa dag-
ana. Formaður skemmtinefndar er
Brynja Gunnarsdóttir og eru aðeins
konur í nefndinni og verður gaman
að sjá hver verður heiðursgestur á
þessari hátíð. Við spáum því að það
verði Guöni Ágústsson eða Jóhannes
Kristjánsson. -G. Bender
Veiðimaður með með sex væna urriða á Staöartorfu í Laxá í Aðaldal f sumar.
DV-mynd Gísli Egill Hrafnsson.
Víða góð veiðisvæði
- í Aðaldal sem er rómaður fyrir fallega
Aðaldalur er rómaður vegna nátt-
úrufegurðar og fuglalífs og af þeim
sökum er dalurinn hinn fullkomni
staður fyrir fjölskylduna þegar fara
á í ferðalag.
Allt í seilingarfjarlægö
Innan seilingarfjarlægðar eru all-
ir helstu staðir Noröausturlands,
s.s. Akureyri, Laxárvirkjun, Goða-
foss, Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss,
Mývatn og Hljóðaklettar. í Laxá í
Aðaldal eru fjölbreytt laxa- og
silungasvæði. Mýrarkvíslin gaf vel
síðasta sumar.
Kjörinn fjölskyldustaöur
í Laxá í Aðaldal er Árbót en Ár-
bótin er kjörinn staður fyrir íjöl-
skylduna þar sem hægt er að sam-
einast um ferðir í sund og skoðun-
arferðir milli þess sem veitt er.
Aðeins ein stöng er í Árbót, veiöi-
svæðið er 3 km svo nægt rými er
fyrir veiðimanninn. Ágætis aðgengi
er að ánni og hægt er að keyra um
stóran hluta veiðisvæðisins. Leyfi-
legt agn er fluga, maðkur og spónn.
Sumarið 2002 var veiðin 24 laxar
og 230 urriðar og var stærsti urrið-
inn 10 pund. Veiðihúsið í Árbót,
Vörðuholt, er mjög gott, búið öll-
um helstu þægindum, 100 fermetar,
3 herbergi með gistiaðstöðu fyrir
samtals 6 fullorðna, stór verönd
með útigrilli og stór stofa með arni.
Frábært útsýni er yflr hraunið og í
góðu skyggni sést til Flateyjar á
Skjálfanda.
Góður kostur fyrir veiöihópa
Það getur veriö góður kostur fyr-
ir veiðihópa að bóka sig á Staðar-
torfu og Múlatorfu með Árbót til að
fá húsið og veiöa á 5 stangir í einu.
Staðartorfa og Múlatorfa gáfu um
900 urriða og nokkra laxa síðasta
sumar. Þar er eingöngu leyfð flugu-
veiði en ekki leyft að veiða á maðka
eða spón, líkt og til dæmis í Laxá í
Aðaldal.
náttúru og fuglalíf
Byrjað aö selja leyfi
Þessa dagana er byrjað að selja
veiðileyfl á urriðasvæðin í Laxá í
Þingeyjarsýslu og gengur salan vel
enda fjölgar þeim sem reyna urriða-
svæðið í fyrsta sinn. Við fréttum af
einum sem var búhm að fara frnim
sinnum á svæðið hjá Hólmfríði og
fékk ekki fisk, enda var hann að
læra á svæðið. 1 sjötta skiptiö var
allt annað uppi á teningnum, hann
mokveiddi og næstu skipti á eftir.
Hann hafði lært á svæðið.
Ætlaði ekki aö gefast upp
„Ég ætlaði alls ekki að gefast upp,
svæðið er flott en erfitt og ég vildi
bara læra á það. Það gekk og núna
veiði ég alltaf vel af urriða. Fá veiði-
svæði eru skemmtilegri fyrir flugu-
veiðimenn," sagði veiðimaður í
samtali við DV-Sport um leið og
hann pantaði sér veiðileyfi fyrir
næsta sumar. -G. Bender
veiðiskaparins?
Fleiri og fleiri læra fluguveiði og
leyndardóma hennar því fátt er
skemmtilegra en að kasta flugu fyr-
ir fiska sem taka innan tíðar og
landslagið er eins fallegt og á mynd-
inni hér að ofan sem er tekin í
haust við Seglbúðasvæðið í Gren-
læk.
Veiöimaður kastar flugunni sem
fellur í rennisléttan hylinn og þarna
var mikið af bleikju og sjóbirtingi.
Veiðimaöurinn fékk nokkra fiska.
„Svæðið er fallegt og fjölbreytt
fyrir fluguveiðina, margir góðir
veiðistaðir og flskurinn vænn,“
sagöi Þröstur Elliðason í viðtali við
DV-Sport en hann leigir svæðið og
hefur veitt þarna nokkrum sinnum.
Fluguveiði er leyndardómur sem
allir ættu að læra. Menn æfa
fluguköst hjá stangveiðifélögunum,
mest hjá Kastklúbbi Reykjavíkur og
Ármönnum. Menn og konur, en
þeim hefur fjölgað verulega í veiði-
skapnum, æfa köst af krafti.
Fluguveiðiskólar hafa verið stofn-
aðir, til dæmis við Langá á Mýrum,
og hafa þeir fengið feikna undirtekt-
ir veiðimanna. Enda er fátt betra en
að kasta flugunni undir handleiðslu
manna sem kunna að segja til og
lesa í vatnið. Núna í sumar ætla
margir að nema þessi fræði við
Langá um leið og fyrstu laxamir
koma í ámar.
Á hverju ári bætast við veiðiár
sem eingöngu leyfa fluguveiði.
Maðkurinn er greinilega á undan-
haldi hjá veiðimönnum. Þó er auð-
vitað ekkert sem mælir gegn þvi að
veitt sé á maðkinn, allavega
snemma sumars þegar fiskurinn er
nýgenginn. -G. Bender