Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
31
I>V
Sport
Óvissuástand hjá Jóhannesi Karli:
Betis snerist hugur og
setur fram nýjar kröfur
- félagiö vill nú fá tvöfalt meira fyrir leikmanninn
Leigusamningur Aston Viila við
Real Betis vegna Jóhannesar Karls
Guðjónssonar er í uppnámi eftir að
forráðamenn Real Betis ákváðu á
elleftu stundu að krefjast tvöfait
hærri greiðslu £rá Villa fyrir Jó-
hannes.
Félögin komust að samkomulagi
um leiguverðið á Jóhannesi á
mánudaginn og voru forráðamenn
Betis búnir að skrifa undir alla
samninga þess efnis og þegar kom
aö því að senda samningana þá
snerist þeim allt í einu hugur.
Þeir krefjast þess nú að Vilia
greiði tvöfalt hærri upphæð fyrir
þjónustu Jóhannesar en upphaf-
lega var búið að semja um.
Þetta er að sjálfsögðu mikið reið-
arslag fyrir Jóhannes sem var
kominn til Englands í huganum og
hlakkaði mikið til að taka á vænt-
anlegum andstæðingum í enska
boltanum, eins og við greindum
frá í gær.
Félögin eru því sest að samn-
ingaborðinu á nýjan leik og alls
óljóst hvort þau ná lendingu í mál-
inu í þetta sinn.
Ef þau gera það ekki fyrir lok
janúar verður Jóhannes áfram á
Spáni. -HBG
Var að spá
í Bowyer
Alan Cur-
bishleys, fram-
kvæmdastjóri
Charlton, hefur
viðurkennt að
honum hafi
flogið það í hug
og í raun viljað
fá Lee Bowyer
að nýju til liðs-
ins á dögunum þegar leikmaðurinn t
gekk til liðs við West Ham.
„Ég hefði haft áhuga á að fá hann
til liðsins að nýju, en ég fékk það á
tilflnninguna að hann væri bara á
leiðinni til West Ham. Ég taldi mig
sjá þaö fyrir að ef hann kæmi til
London aö nýju væri hugur hans
hjá hans uppáhaldsfélagi, þar sem
allir félagar hans eru.“
-PS
Liverpool tryggði sér í gærkvöld
sæti í úrslitaleik enska deilarbikars-
ins með því að leggja Sheffield
United að velli 1 síðari leik liðanna á
Anfield Road í Liverpool í fram-
lengdum leik, 2-0. Fyrri leikur lið-
anna fór 2-1 fyrir Sheffield United,
en staðan í gær að loknum venjuleg-
um leiktíma var 1-0 Liverpool í vil
og því þurfti að grípa til framleng-
ingarinnar.
Það var E1 Hadji Diouf sem kom
Liverpool yflr strax á áttundu mín-
útu leiksins og eftir það sóttu leik-
menn Liverpool talsvert það sem eft-
ir lifði leiks, en án þess að það bæri
árangur. Eftir að liöin höfðu leikið í
107 mínútur náði hinn mjög svo
gagnrýndi Michael Owen að skora
annað mark Liverpool sem tryggði
sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer í
Cardiff.
f kvöld mætast í hinum undanúr-
slitaleiknum lið Blackburn og
Manchester United á Eawood park,
heimavelli Blackburn, en fyrri leik
liðanna lauk með jafntefli, 1-1,
þannig að róður Man. Utd gæti orðið
þungur.
-PS
Knattspyrnusamband Úganda:
Ekkert kynlíf dóm-
ara daginn fýrir leik
Knattspymusamband Úganda í Afr- iðka kynlíf og því geti þeir alveg neit-
íku hefur beðið knattspymudómara
landsins um að hafa ekki kynmök
daginn fyrir leik. Forsvarsmenn sam-
bandsins telja að kynlíf svo stuttu fyr-
ir leikinn muni hafa áhrif á dóm-
gæslu þeirra og draga úr þeim aiia
orku. Formaður sambandsins telur að
það gefist fjöldi annarra stunda til að
að sér um það á þeim timapunkti. Það
er þekkt að þjálfarar knattspyruliða
hafa bannað leikmönnum sínum að
stunda kynlíf daginn fyrir leik, en
ekki er þó sannað að það hafi slæm
áhrif á frammistöðu manna í kapp-
leikjum.
-PS
Norskir viöur-
kenna veðmál
spyrnumanna á þessari flkn.
Skömmu eftir að viðtalið við Eið
birtist i The People viðurkenndi
Micheal Owen að hafa stundað veð-
mál. Og það eru ekki bara leikmenn
í Englandi sem opna sig um þessar
mundir heldur hefur norski knatt-
spyrnumaðurinn Andre Bergdölmo,
sem leikur með Ajax frá Amsterdam,
viðurkennt að stunda spilavíti I
Amsterdam, auk þess sem hann hef-
ur brugðið sér til Las Vegas, en þar
segist hann hafa unnið rúmar 5
milljónir íslenskra króna. Hann seg-
ist þó aldrei sitja lengi við heldur
bregði sér kannski í eina eða tvær
klukkustundir til að freista gæfunn-
ar. Bergdölmo segist enn fremur
þekkja marga knattspyrnumenn sem
stundi spilavítin.
Fyrrum félagi Eyjólfs Sverrisson-
ar hjá Herthu Berlín, Kjetil Rekdal,
sem nú leikur með Válerenga í Nor-
egi, hefur aldrei dregiö dul á það að
honum þyki gaman að grípa í fjár-
hættuspil eða að kíkja í spilavíti, en
hann segir það ekki ánægjulegar
fréttir að knattspyrnumenn sói millj-
ónum króna á skömmum tíma í
spilavítum. -PS
meistaradeildarsæti
Eiður Smári Guðjohnsen virðist
ekki hafa mikla trú á því að hann
og félagar hans í Chelsea geti
hampað enska meistaratitlinum á
þessari leiktíð. Chelsea hefur á
fyrstu vikum þessarar leiktíðar tap-
að fyrir báðum þeim liðum sem eru
fyrir ofan það í deildinni og virðist
vera að missa af lestinni eftir góða
frammistöðu fyrri hluta tímabils-
ins. Eru þeir nú 11 stigum á eftir
Arsenal sem situr á toppi deildar-
innar.
„Bilið á
milli okkar
og efstu lið-
anna verður
breiðara og
breiðara,"
sagði Eiður í
samtali við
enska blaðið
Standard.
„Okkar takmark hefur alltaf ver-
ið að ná meistaradeildarsæti og við
verðum að halda áfram og berjast
fyrir þvi takmarki. Við höfum verið
á góðu skriði og nú verðum við að
vonast eftir því að liðin fyrir ofan
okkur fari að tapa stigurn," sagði
Eiður aö lokum en hann hefur
leikið ágætlega fyrir Chelsea að
undanförnu og skoraði ágætt mark
fyrir Chelsea gegn Man. Utd á Old
Trafford um síðustu helgi.
-HBG
El Hadji Diouf fagnar hér fyrra marki
Liverpool gegn Sheffield United í
gærkvöld. Síðara mark liðsins gerði
Michael Owen. Reuters
Eftir að Eiður Smári Guðjohnsen
viðurkenndi að vera haldinn
spilafíkn hafa fleiri knattspyrnu-
menn viðurkennt hið sama og tala
sumir um öldu viðurkenninga knatt-
Eiður Smári ekki bjartsýnn á að Chelsea verði meistari:
Stefnan er sett á
C3 B &
Urslit í nótt
Cleveland-Orlando....94-103
Ilgauskas 35 (12 frák.), Wagner 14,
Davis 11 (7 stoðs.) - McGrady 35 (11
frák., 6 stoðs.), Garrity 20 (8 frák., 4
stoðs.), Sasser 14.
Dallas-Houston.......107-86
Nowitzki 26 (8 frák.), Nash 20 (8
stoðs.), Finley 19 - Francis 26 (8 frák.,
4 stoðs), Mobley 16 (7 frák.), Taylor 8.
Sacramento-New Jersey. 109-102
Webber 36 (15 frák., 8 stoðs.),
Stojakovic 26 (7 frák.), Bibby 13 (10
stoðs.) - Kidd 27 (5 stoðs.), Jefferson
19 (7 frák.), Martin 17 (13 frák.).
pool í úrslit
v
xC.
4-
c