Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 22
22 ______________________MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 Tilvera DV Robbie gagnrýnd- a ur af ráöherra Eins og fram kom fyrir stuttu í DV lét breski poppar- inn Robbie Williams hafa eftir sér að hon- um þætti sjó- ræningjastarf- semin í kring- um tónlistar- bransann vera af hinu góða. „Mér finnst hún frábær, í al- vöru,“ sagði hann. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum en breski menn- ingarráöherrann, Kim Howells, segir Robbie með þessu að vera að styðja eiturlyfja- og vændis- bransann, þar sem ólögleg tónlist- arútgáfa tengist oftar en ekki skipulögðum glæpum þar sem það þykir vera kjörin leið til að „þvo“ peningahagnað sem fylgir vændi og eiturlyfjasölu. Renée tilbúin í framhaldið Að eigin sögn er Renée Zellweger reiðubúin til að gera framhald á Bridget Jones’s Diary, en sú bók og væntanleg kvikmynd heita The Edge of Reason. Hún mun ekki hafa getað staðist beiðni Colin Firth, þess er -" lék elskhugann Mark Darcy i fyrstu myndinni, um að taka þátt í þessu en einnig er búist við að hann endurveki hlutverk sitt í nýju myndinni. Zellweger þurfti að þyngja sig talsvert fyrir fyrstu myndina en handritshöfundar þeirrar nýju segja að á slíku sé ekki þörf aftur. „Á meðal þess sem gerist í myndinni er að hún fer í fangelsi í Taílandi vegna eiturlyfjasmygls sem þýðir beinlínis að hún þarf að missa nokkur kíló. Zellweger hefur sagt að hún vilji alls ekki bæta á sig þeim 10 kílóum sem hún gerði fyrir fyrstu dagbókarfærsluna. Richard Crenna allur Bandaríski leikarinn Ric- hard Crenna lést um síðustu helgi, 76 ára að aldri. Líklega er hann þekkt- astur sem ofurstinn sem Sylvester Stallone barðist með og fyrir í öllum sínum Rambó-myndum en hann er einnig kunnugur sjón- varpsáhorfendum vegna hlut- verks síns í Judging Amy sem sýndur er á Skjá einum. Hlutverki hans þar var slegið á frest vegna baráttu Crenna við ^ krabbamein í brisi. „Hann var vinur allra,“ sagði Stallone um fýrrverandi samstarfsmann sinn. HáList og HáMenning í Háskólanum: Markmiðið er að skapa samkennd meðal nemenda Menningar- og listviðburðir verða áberandi í byggingum Há- skóla íslands dagana 22. -24. janúar. Þá eru í fyrsta sinn haldnir menn- ingar- og listadagar á vegum Stúd- entaráðs. Markmið daganna er að sýna hversu mikil gróska er í menn- ingarlífi Háskólans og að fella niður múra milli deilda með því að tengja saman stúdenta á nýjum vettvangi. Nemendafélögin, Háskólakórinn, Stúdentaleikhúsið, Félag samkyn- hneigðra stúdenta og Samtök er- lendra nema sjá um fjölbreytta við- burði. Á dagskrá verða m.a. fyrir- lestrar um „freak-show“ og fljúg- andi furðuhluti og rithöfundar úr röðum stúdenta lesa upp úr verkum sínum. Háskólakórinn stendur fyrir opinni kóræfingu þar sem gestum og gangandi er gefið tækifæri á að liðka raddböndin. Á kafflstofunum munu spákonur spá í framtíðina og hárgreiðslunemar bjóða upp á ódýr- ar klippingar í Odda og Háskóla- bíói. Auk þess verður smásagna- samkeppni á vegum íslenskufræði- nema og ljósmyndamaraþon. Félag samkynhneigðra stúdenta setur mark sitt á dagana með því aö sýna aðalbyggingu Háskólans í nýju ljósi á fimmtudagskvöldið. Á kvöld- in verður Stúdentakjallarinn vett- vangur listhneigðra stúdenta. í kvöld verður dagskráin tileinkuð Spáni þar sem sýnd verður spænsk kvikmynd, alþjóðadegi verður fagn- að að kvöldi fimmtudags og slegið verður upp skákmóti og skemmtun- um á fóstudagskvöldi. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningardaga, segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir Framkvæmdastjóri menningardag- anna í Háskólanum. dagana hafa mikla þýðingu fyrir Háskóla íslands, bæði út á við og inn á við. „Út á við er þetta ákveðin kynning á skólanum þar sem HáList og HáMenning er tækifæri fyrir stúdenta til að sýna að við Há- skóla Islands er ekki eingöngu stundað bóknám heldur að hér blómstrar líka mikið menningar- og félagslíf. Markmið daganna er einnig að skapa samkennd meðal stúdenta svo þeir upplili að þeir til- heyri Háskólanum, sérstaklega þar sem hann stækkar sífellt. Það er líka gaman að lífga upp á tilveruna í skólanum í svartasta skammdeg- inu,“ segir Steinunn. Hægt er að nálgast dagskrá HáList og HáMenningar á www.stu- dent.is. -HAB/DH Ragnar Sigurjónsson sýnir ljósmyndir í Lóuhreiðrinu: Esjan séð frá Viðey - sýnir einnig á samsýningu í Vestmannaeyjum á gosafmæli Ragnar Sigurjónsson, sem nú gegnir starfi ráðsmanns i Viðey, starfaði um langt skeið sem ljós- myndari, meðal annars á DV. Áhugi hans á ljósmyndum dvínaði ekki þótt hann flytti búferlum í Viðey fyrir nokkrum árum og gerðist Við- eyjarbóndi. Hann hefur myndað náttúruna i Viðey og ferðast með ljósmyndavélina á hina ýmsu staði, meðal annars í hópi stuðnings- manna ÍBV, en þar hefur hann um árabil verið fremstur í flokki. Þá hefur hann tekið sig til og myndað Esjuna í ýmsum tilbrigðum og í dag opnar Ragnar sýningu í Lóuhreiðr- inu við Hverfisgötu þar sem hann sýnir Esjumyndir sínar. Sýnir hann ellefu ljósmyndir og er ein í fjórum hlutum. Þetta er ekki eina sýningin sem Ragnar er með. Hann er meðal þeirra sem sýna ljósmyndir á sam- sýningu í Vestmannaeyjum í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að gos hófst. Ragnar er einn af þeim Vest- mannaeyingum sem komu í land þá DV-MYND E.ÓL Myndir á sýningu Ragnar Sigurjónsson var í óöaönn aö setja upp myndir í Lóuhreiörinu þegar Ijósmyndara bar aö garöi. örlagaríku nótt, 23. janúar 1973, og eyjum sýnir hann eldri myndir frá var þá með aðeins nokkurra vikna heimaslóðum. -HK barn. Á sýningunni í Vestmanna- Af erlendu þjóðemi Stefan Bottenberg er einn af listamönnunum. Hann skapar óvenjulegan ullarútsaum í krossviö. Hinir eru Andrew Chitd, Tom Merry og Jonathan Dronsfield Nútímalist og líf Ustamenn Þeir eiga verk á sýningunni: Miles Henderson Smith, Birgir Snæbjörn Birgis- son og Gísli Bergmann. Ungir listamenn, íslenskir og breskir, opnuðu samsýningu á Kjar- valsstöðum um síðustu helgi undir yf- irskriftinni then...hluti 4 - minni forma. Eins og nafnið ber með sér á hún að vekja hugsanir um form og þau form byggjast á menningu nútim- ans, jafhvel þótt þau séu til í endur- minningunni eða séu ímynduð. then er alþjóðlegur hópur listamanna sem hefur miðstöð í Lundúnum en mark- mið hans er að sýna, gefa út og ræða málefni sem tengjast nútímalist og lífí. Þetta er fyrsta sýning then á ís- landi en hópurinn hyggur á samsýn- ingar víða um Evrópu á næstunni. í honum eru Stefan Bottenberg, Gísli Bergmann, Miles Henderson Smith, Birgir Snæbjörn Birgisson, Tom Merry og Andrew Child. -Gxm. Vangavelt- ur um tré og skóga Um þessar mundir sýnir banda- ríska myndlistarkonan Joan Backes myndlist sína í Hafnarborg, Joan Backes kom fyrst til íslands árið 1989 og hafði þá þegið styrk til að kynna sér málverk Þórarins B. Þorláksson- ar. Hún kom aftur árið 1991 og dvaldi þá á gestavinnustofu Hafnarborgar. Upp úr þeirri dvöl varð til sýning á eggtemperu-málverkum þar sem ís- lenskt landslag var tekið fyrir á ný- stárlegan og nærfærinn hátt. Nokkrum árum síðar hélt hún aðra sýningu í Hafnarborg og nú er hún enn komin hingað og sýnir í Hafnar- borg í þriðja sinn. „Eg hef alltaf unnið út frá náttúr- unni og strax fyrst þegar ég kom tii ís- lands fékk ég mikinn áhuga á náttúru landsins og þeirri fjölbreytni sem þar er að finna og hefur hún gefið mér ótal tækifæri til að vinna að list minni eins og ég kýs helst.“ Á sýningunni nú beitir Joan ýms- um miðlum til að koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og það sjónræna viðhorf sem þar kviknar. Málverk af trjábérki mynda kjarna sýningarinnar en til viðbótar sýnir Joan litaglærur af myndunum og endurtekur þemað í verkum sem samsett eru af málningu, glerperlum, neti, pappír, trjáberki, glimmeri, mold og fleiru. Með öllu þessu leitast hún við að endurvekja minningar okkar um tré og skóglendi og kynda þannig undir ímyndunarafli áhorfandans. Joan var mjög ánægð með aðsókn- ina fyrstu daga sýningarinnar: „Ég var alveg hissa hve margir komu og hve mikill áhugi virðist vera á þeim verkum sem ég sýni í þetta skipti." Joan Backes er einnig sýningar- stjóri og hefur hún greitt götu margra íslenskra listamanna i Bandaríkjun- um með því að bjóða þeim þátttöku í sýningum sem vakið hafa athygli og fengið umfjöllun í virtustu dagblöðum vestanhafs. Joan Backes Hún hefur áður sýnt hér á landi og tekiö á móti listamönnum sem koma til Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.