Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 19
19 MIÐVDCUDAGUR 22. JANÚAR 2003 PV_____________________________________________________________________________________________________Menning Hlutverk og eðli konunga Nýútkomin doktorsrit- gerð Ármanns .Jakobsson- ar, Staður í nýjum heimi, er ítarleg úttekt á Morkin- skinnu, því elsta af nokkrum söfnum konunga- sagna sem rituð voru hér- lendis á fyrstu áratugum 13. aldar. Önnur verk af sama meiði eru Fagur- skinna og svo sjálf Heimskringla Snorra Sturlusonar. Einhvem veginn hefur svo æxlast að Morkinskinna hef- ur fallið í skuggann af þessum tveimur síðar- nefndu ritum, einkum þó meistaraverkinu Heimskringlu. Hún hefur aðeins tvisvar verið gefm út á prenti auk einnar ljósprentunar og ekki hefur enn séð dagsins ljós textaútgáfa af henni fyrir almenning. Bókmenntir Efni Morkinskinnu er ævisögur norsku konunganna, frá Magnúsi góða Ólafssyni og Haraldi harðráða til og með Inga konungi og bræðrum hans. Morkinskinna er í grunninn sagnfræðiverk, saga norsku konungsættarinn- ar á miklum umbrotatímum útrásar og borg- arastyrjalda, en í bók sinni sýnir Ármann fram á að verkið er ofið úr fleiri þáttum en einskærum áhuga á liðnum atburðum. Mork- inskinna er nefnilega ekki síður hugsuð sem athugun á hlutverki og eðli konungsins og hirðarinnar í samfélaginu, valdi þessara aðila og áhrifum. Eitt af því sem talið er að hafi orðið til þess að Morkinskinna féll í skuggann af öðrum konungasögum er að formgerð hennar er með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venjast. í stað þess að fylgt sé línulaga frásögn frá ein- um atburði til annars er hoppað fram og aftur í tíma, teknir langir útúrdúrar, stimdum um eitthvað sem í fljótu bragði virðist allsóskylt meginsöguþræðinum, og stundum fer tvenn- um sögum fram samtímis. Ármann líkir þess- ari aðferð á einum stað við bútasaum og á það Ármann Jakobsson íslenskufræöingur. vel við. Þessi frásagnaraðferð var þeim fræði- mönnum sem aldir voru upp við fræðikenn- ingu Aristótelesar lítt að skapi og fór þvi mestur tími þeirra sem á annað borð lögðu fyrir sig Morkinskinnurannsóknir í að tína út eitthvað sem þeir töldu vera viðbætur við hinn eiginlega texta og síðan deila um hvað væru viðbætur. Ármann lætur slíka iðju lönd og leið enda sýnir hann fram á með sterkum rökum að einmitt svona hafi Morkinskinna alla tíð átt að vera, þetta form hafi tíðkast á miðöldum og verið miðaldamönnum jafneðli- legt og hin línulaga frásögn okkur nútíma- mönnum. íslendingurinn - heppilegur spegill Aðalumfjöllunarefni Ármanns er, eins og áður segir, konungurinn, konungsvaldið og hirðin ásamt siðum og venjum þeim tengdum. Hann telur að þættirnir sem eldri fræðimenn töldu innskot gegni einmitt því hlutverki að varpa ljósi á þessi atriði með ýmsum hætti. Oft og tíðum eru það einmitt íslendingar sem leika aðalhlutverkið i þessum þáttum og er konungsvaldið látið speglast f sýn þeirra á það. Þetta er áreiðanlega engin tilviljun og ástæðan er ekki bara sú að Morkinskinna var skrifuð hér á landi. íslendingar hentuðu eink- ar vel i þetta hlutverk af fleiri en einni ástæðu. Þeir eru útlendingar en þó nátengdir Norðmönnum menningarlega, framandlegir og pínulítið hallærislegir en þó kunnuglegir um leið. Síðast en ekki sist bjuggu þeir við stjómskipulag sem var gerólíkt því sem tíðk- aðist annars staðar í Evrópu: Samfélag án framkvæmdavalds og landfræðilega afmark- aðra höfðingjavelda. Allt þetta gerir íslending- inn heppilegan spegil til að varpa ljósi á kon- ungsvaldið og eðli þess. Eins og öll góð fræðirit vekur Staður í nýj- um heimi fleiri spumingar en það svarar. Til dæmis er umhugsunarvert hvort sú aðferð Ár- manns að nota bókmenntafræðilegar aðferðir til að fjalla um sagnfræðilegan texta takmarki ekki sýn okkar á efni Morkinskinnu og mikil- vægur þáttur hennar, sagnfræðin, lendi því utan garðs. Einnig er forvitnilegt að velta fyr- ir sér hvor tengsl séu milli formgerðar Mork- inskinnu og munnlegrar geymdar og hvort það sé ekki einmitt hin munnlega geymd sem móti að einhverju leyti formgerð hennar? Svona mætti lengi telja, en hversu mikið sem um er rætt þá verður niðurstaðan ætíð sú sama; að þetta sé mikilvægt grundvallarrit sem hver einasti áhugamaður um íslensk fræði þurfi að eignast og kynna sér vandlega. Og svo er bara að vona að Ármann ráðist í að gefa út handhæga textaútgáfu af Morkin- skinnu fyrir almenning. Guðmmidur J. Guðmundsson Ármann Jakobsson, Staöur í nýjum heimi. Konunga- sagan Morkinskinna. HSskólaútgáfan 2002. Ármann Jakobsson ver doktorsritgerö sína viö Há skóla Islands þann 1. febrúar. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & AAÁNI eftir Sálina og KarlÁgmt Úlfsson 5. sýn. fó. 24/1, ld. 20, blá kort Lau. 25/1, kl. 20 Fö. 31/1, kl. 20 Lau. 1/2, kl. 20 Fi. 6/2, kl, 20 Fö. 7/2, kl. 20 Lau. 8/2, kl. 20 Fö. 14/2, kl. 20 Lau. 15/2, kl. 19 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su. 26/1, kl. 20. Fi. 30/1, kl. 20. Su. 2/2 kl. 20. Su. 9/2, kl 20. Su. 16/2 kl. 20. Fi. 20/2, kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HONKl UÓTIANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allaJjölskylduna. Su. 26/1, kl. 14. Su. 2/2, kl. 14. Su. 9/2, kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Fi. 23/1, kl. 20 _____________ NÝJASVIÐ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN SÍN VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Héléne Estienne Frumsýning lau. 1/2, kl. 20. UPPSELT Su. 2/2, kl. 20. UPPSELT Fö. 7/2, kl. 20. Lau. 8/2, kl. 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit íprem páttum e. Gabor Rassov Lau. 25/1, kl. 20. Fö. 31/1, kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff, I SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Su. 26/1, kl. 21. UPPSELT Fi. 30/1, kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma ÞRIÐJA HÆÐIN GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER-PÍKUSÖGUR áfereysku, dönsku og islensku. Birita Mohr, Chorlotte Böving, Kristbjörg Kjeld og María Ellingsen. Leiksýning, kaffi, tónleikar. Eyvör Pálsdóttir syngur. Lau. 25/1 kl. 20 _______________ LITLASVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA Shakcspcare [ SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Fi. 23/1, kl. 20 Fö. 31/l.kl. 20UPPSELT Fi. 6/2, kl. 20 Fö. 14/2, kl. 20 V................................... SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR Miöasalan í lönó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Fös. 24. jan. kl. 21.00, uppselt Fös. 31.jan. kl. 21.00 ertir Salina hans Jóns míns og Kar! Agúst Ultsson * sýnin<3 BORGARLEIKHÚSIÐ Miðasala 568 8000 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Háskólabíói Fimmtudaginn 23. janúar, kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri: Alexander Vedernikov Einleikari: Hermann Stefánsson Mikhaíl Glinka: Lífið fyrir keisarann, forleikur Carl Maria von Weber: Klarínettukonsert nr. 2 í Es-dúr, op. 74 Claude Debussy: Premiére Rhapsodie Maurice Ravel: Valses nobles et sentimentales Paul Dukas: L’Apprenti sorcier (Lærisveinn galdrameistarans) Alexander Vedemikov „Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijújfengt smurhrauðfyrir sýningu ogþvíóhœtt lofaþeim sem taka allanpakkann nærandi kvöldstundfyrir sál og l(kama.“ H.F., DV Hin smyrjandi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkomo og sól. Sýnt íIðnó: Síðdegissýningar Sun. 26. jan., kl. 15.00 Sun. 2. febr., kl. 15.00 Kvöldsýningar Sun. 26. jan., kl. 20.00 Lau. 1. febr., ld. 20.00 Sun. 2. febr., kl. 20.00 GVUt L lötui Hin smyrjandi Jómfrú á ra: IÍ...T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.