Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
DV
Kolbelnn Óttarsson Proppé, efstl maður á llsta Vinstrl-grænna í Suðurkjördæmi.
Yngsti oddvitinn
Nafn: Kolbeinn Ottarsson Proppé.
Aldur: 30 ára.
Heimili: Reykjavík
Staöa: Efsti maður á lista VG í Suöurkjórdæmi.
Efni: Yngsti oddviti framboðs- lista fyrir komandi þing- kosningar.
Vmstrihreyfmgin - grænt fram-
boð reið ekki feitum hesti frá sið-
ustu þingkosningum á svæðinu sem
núna heitir Suðurkjördæmi. Flokk-
urinn hlaut tæp 6% á Reykjanesi og
ekki nema tæp 3% á Suðurlandi,
samanborið við rúm 9% á lands-
vísu. Og sveitarstjórnarkosningarn-
ar sl. vor gáfu ekki tilefni til að ætla
að hagurinn hefði vænkast mikið.
Það er því ekki létt verk sem bíð-
ur Kolbeins Óttarssonar Proppé,
efsta manns á lista flokksins í Suð-
urlyördæmi - og jafnframt lang-
yngsta oddvita nokkurs framboðs-
lista á landinu. Ofmælt er að segja
að kraftaverk þyrfti til að tryggja
honum þingsæti - en allt að því.
Af rótum Framsóknar
Kolbeinn er sonur Óttars heitins
Proppé, sem var meðal annars bæj-
arstjóri á Siglufirði, ritstjóri Þjóð-
viljans og framkvæmdastjóri Al-
þýðubandalagsins, og Guðnýjar Ás-
ólfsdóttur frá Ásólfsstöðum i Þjórs-
árdal.
Hann ólst upp í Reykjavík, á Dal-
vík, í Hafnarfirði og á Siglufirði,
gekk í Menntaskólann í Kópavogi
og býr nú í Reykjavík. Sumir spyrja
því - þeirra á meðal stórvinur hans
og briddsfélagi Flosi Eiríksson, bæj-
arfulltrúi fyrir Samfylkinguna í
Kópavogi - hvers vegna Kolbeinn
reyndi ekki heldur að komast á
framboðslista í Suðvesturkjördæmi;
þar hefur hann þó búið og þar eiga
vinstri-grænir líka að flestra mati
meiri möguleika á þingsæti. Þá er
leitt að því líkum að honum myndi
þykja kratinn Guðmundur Ámi
æskilegri andstæðingur en gamla
flokkssystirin Margrét Frímanns-
dóttir. Þessari spurningu er ósvar-
að. Hitt er víst, að Kolbeinn á ættir
að rekja á Suðurland; meðal annars
til Gests Einarssonar á Hæli í Gnúp-
verjahreppi, sem var einn af aðal-
hvatamönnum þess að bændur sam-
Nærmynd
Olafur Teitur Guðnason
blaöamaður
einuðust í einn flokk - stjómaði
reyndar undirbúningsfundi fyrir
framboð Óháðra bænda, sem seinna
varð Framsóknarflokkurinn. Eirík-
ur bróðir hans var í hópi fyrstu
þingmanna flokksins en seinna fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn. Sonur Gests,
Steinþór, var þingmaður fyrir Sjálf-
stæöisflokkinn i ein funmtán ár.
Inn meö Flosa
Ef marka má stjömuspekina vom
allar líkur á því frá upphafi að Kol-
beinn yrði vinstra megin í stjóm-
málum, því hann á sama afmælis-
dag og Leonid Breshnev Sovétein-
valdur. Flosi Eiríksson segist hins
vegar eiga heiðurinn af því að draga
hann inn í stjómmálastarfið með
því að fá hann til liðs við Æskulýðs-
hreyfingu Alþýðubandalagsins, sem
Flosi hafði stofnað. Kolbeinn var
síðan formaður hreyfmgarinnar á
menntaskólaárunum.
Hann helgaði sig því næst sagn-
fræðinámi en varð formaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík 1997,
þá 24 ára. Hann tók sér frá upphafi
stöðu með Vinstri-grænum; var á
framboðslista flokksins í Reykjavík
í síðustu þingkosningum og raunar
kosningastjóri flokksins í kjördæm-
inu. Hann er nú varaborgarfulltrúi
og formaður umhverfis- og heil-
brigðisnefndar borgarinnar.
Raspútín
Á námsárunum framfleytti Kol-
beinn sér meðal annars með togara-
sjómennsku og garðyrkjustörfum,
svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar fóm-
aði hann einu sumri á togara til
þess að helga sig rokkhljómsveit-
inni Sonum Raspútíns, en hún mun
hafa komið lagi á safnplötu á há-
tindi fræðgar sinnar.
Segja má að þjóðerniskennd sé
sérsvið Kolbeins á sviði sagnfræði
og um hana hefur hann ritað fjölda
greina og gert útvarpsþætti. Af öðr-
um störfum má nefna vinnu við ætt-
fræðigagnagrunn íslenskrar erfða-
greiningar og skrif um atvinnu- og
efnahagssögu í ritröðina Island i
aldanna rás.
Kolbeinn er í hópi svokallaðra Múr-
verja, ritstjóm vefritsins Múrsins.
KoUegi hans þar, Ármann Jakobsson,
segir að Kolbeinn leyni á sér við
fyrstu kynni, enda hafi hann tvær
hliöar: „Annars vegar er hann há-
skólamaður, sagnfræðingur sem er
öflugur á sinu sviði, og hins vegar er
hann alþýðlegur og laus við mennta-
mannsbrag. Honum er gjamt að tala
um pólitík á hversdagslegu máli og er
lítið gefinn fyrir frasa.“
Ríkið
Kolbeinn er ekki sagður djúpur
pólitískur hugsuður. Sumir segja að
hann sé „atvinnulífsmegin" í
Vinstri-grænum en Flosi Eiríksson
segist ekki viss um það. „Hann viU
nú að ríkiö eigi aUa skapaða hluti,
banka, síma, sjónvarp og svo fram-
vegis. Hann er þó sjálfsagt frjáls-
lyndari en einhverjir aðrir - og hef-
ur kannski oröið víðsýnni með
skrifum um atvinnulífsmál íslend-
inga,“ segir Flosi. Hann bætir við að
Kolbeinn hafi verið í hópi þeirra
flokksmanna sem gagnrýndu Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur hvað
harðast fyrir þingframboð hennar:
„Hann var Steingrímsmegin á með-
an Ögmundur vUdi tala blíðar."
Sveigjanleg festa
Kolbeinn er sagður fastur fyrir,
og sumir koUega hans segja að hann
eigi tU að vera ekki nægUega sveigj-
anlegur. Ámi Þór Sigurðsson, for-
seti borgarstjómar, tekur ekki und-
ir það: „Kolbeinn er hörkuduglegur
og afskaplega þægUegur í samstarfi;
það er hans stærsti kostur," segir
Árni Þór. „Hann hefur þurft að axla
ábyrgð sem fylgir því að vera i
meirihluta og er sveigjanlegur þeg-
ar þarf að ná samkomulagi mUli
ólíkra sjónarmiða."
En málamiðlanir verða ekki efstar
á baugi í komandi kosningaslag, þar
sem á brattann er að sækja í barátt-
unni fyrir þingsæti. Segja má að í
þeim slag komi í ljós hvort hljómsveit-
in góða hafi staðið undir nafni.
Raspútín var jú kraftaverkamaður.
Sementsverksmiöjan hf. með 80% markaðshlutdeild:
Ekki með markaðsráðandi stöðu
- segir áfrýjunarnefnd samkeppnismála
ið gegn ákvæðum
11. greinar sam-
keppnislaga. Þá seg-
ir:
„Því einungis get-
ur verið um brot
gegn þeim ákvæð-
um að ræða að fyrir-
tæki það sem um
ræðir hafi „mark-
aðsráðandi stöðu“
og hafi jafnframt
misnotað þá stööu,
sbr. 1. mgr. um-
ræddrar lagagrein-
ar.
Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi.
Áfrýjunamefhd samkeppnismála
sendi á mánudag frá sér úrskurð í
kæru Aalborg Portland íslandi hf.
(APÍ) á niðurstöðu samkeppnisráðs
frá 28. október. Þar er staðfest áUt
samkeppnisráðs um að ekki sé tUefni
tU aðgerða vegna viöskiptahátta
Sementsverksmiðjunnar hf. (SV) á
Akranesi sem APÍ kærði í ijósi mark-
aðsráðandi stöðu fyrirtækisins. Er
vísað tU sérstöðu á sementsmarkaðn-
um hérlendis. Samkeppnisstofnun
hefur þó viðurkennt að markaðshlut-
deUd Sementsverksmiðjunnar hf.
hérlendis hefúr verið um 80% en APÍ
um 20%. Taldi stofnunin því í sumar
koma tU áUta aö beita SV stjóm-
valdssekt vegna viðskipta verksmiðj-
unnar við B.M. Vallá.
I niöurstöðu áfrýjunamefndar
kemur fram að kæra APÍ snúist um
hvort Sementsverksmiðjan hafi brot-
MarkaðshlutdeUd SV er með þeim
hætti að jafngUda myndi markaðs-
ráðandi stöðu við flestar aðstæður
eftir hefðbundnum viömiðunum.
Hins vegar fer ekki á mUli mála aö
aöstaöan á sementsmarkaönum hér á
landi er sérstök eins og nú er háttað,
ekki síst með hliðsjón af því aö kaup-
endur era örfáir að þvi er varðar
stærsta hluta vörunnar. Hefur þetta
óhjákvæmUega mikU áhrif á mat
þess, hvort um markaðsráðandi
stöðu sé að ræða eða ekki.
I forsendum hinnar kærðu ákvörð-
unar samkeppnisráðs era færð rök
fyrir jpeirri niðurstöðu ráðsins, að
miðað við hinar sérstöku aðstæður á
sementsmarkaði verði ekki taUð, að
svo búnu máli, að staða SV sé mark-
aðsráðandi og geti því ekki komið tU
álita að beita 11. gr. samkeppnislaga
um þá háttsemi þess fyrirtækis, sem
hér um ræðir. Áfrýjunamefnd sam-
keppnismála feUst aö öUu leyti á þá
röksemdafærslu, sem hér var vikið
að, og tekur jaöiframt undir niður-
stöðu samkeppnisráðs í máli þessu,
með vísan tU þeirra raka.
Ekki er tekin afstaða tU krafna
áfrýjanda sem ekki hafa fengið um-
fjöUun í samkeppnisráði. Niðurstað-
an er því sú, að kröfur áfrýjanda era
ekki teknar tU greina og ber aö stað-
festa hina kærðu ákvörðun.“ -HKr.
Seðlabankinn:
Frekari vaxta-
lækkanir vænt-
anlegar?
Skiptar skoðanir eru meðal fjár-
festa og greiningaraöUa um það
hvort frekari stýrivaxtalækkana sé
að vænta af hálfu Seðlabankans. í
Markaðsyfirliti janúarmánaðar,
sem Greining Islandsbanka sendi
nýverið frá sér, kom fram að Grein-
ing teldi vaxtalækkunina í desem-
ber hafa verið síðustu vaxtalækkun
Seðlabankans um hríð a.m.k. I
Morgunkomi bankans í gær kveður
við nokkuö annan tón en þar segir
að þótt slakinn i efnahagslUinu hafi
færst í aukana undanfarið séu líkur
á vaxandi verðbólguþrýstingi á
næsta ári samhliða auknum hag-
vexti tengdum auknum fjárfesting-
um og neyslu. LUdegt sé að Seðla-
bankinn vUji bregðast við því nú, enda
hafl vaxtabreytmgar bankans áhrif á
hagkerflð með talsverðri töf. -VB
Frá störfum
vegna veikinda
Margrét Frímannsdóttir, alþingis-
maður og varaformaður Samfylk-
ingarinnar, verður frá störfum um
óákveðinn tíma
vegna veikinda.
Margrét greind-
ist nýlega með
krabbamein í
brjósti og gekkst
undir aðgerð á
Landspítalanum
síöastliöinn
fóstudag. Aðgerð-
in tókst vel og
verður ákvörðun
um framhald meðferðar tekin á
næstu dögum.
Margrét fór heim af sjúkrahúsinu i
gær og tekur sem fyrr segir hlé frá
störfum um hríð, en hún mun leiða
lista Samfýlkingarinnar í Suðurkjör-
dæmi í komandi kosningum. -aþ
Margrét
Frímannsdóttir.
V irðisaukaskattsskýrslur:
Sýna aukna
veltu hjá
fyrirtækjum
Heildarvelta fyrirtækja í landinu,
samkvæmt virðisaukaskattskýrsl-
um, var 1.069 milljarðar króna á
fyrstu tíu mánuðum síðastliðins
árs, samanborið við 1.032 milljarða
á sama tímabili 2001. Aukningin er
3,6%. Kemur þetta fram í gögnum
sem Hagstofa íslands birti á mánu-
dagsmorgun. Aukningin skýrist að
hluta til af 5,5% verðbólgu sem
mældist á tímabilinu. Þannig var
t.d. samdráttur í veltu á fóstu verði
í smásölu og byggingarstarfsemi á
tímabilinu. Lítils háttar veltuaukn-
ing var í umboðsverslun en sam-
dráttur í magni innfluttra neyslu-
og fjárfestingavara. Magn innflutn-
ings í heild dróst saman um ríflega
4% á tímabilinu. Vöxtm- var hins
vegar í útflutningi og sést það m.a. í
um 12% aukningu í veltu í fískveið-
um og um 9% vexti í framleiðslu
málma en til þess liðar telst stóriðj-
an. Samtals jókst útflutningur í
magni á tímabilinu um ríflega 9%.
Tölumar lýsa enn hagkerfi þar sem
misjafnt gengi er í útflutningsat-
vinnuvegunum annars vegar og
hins vegar þeim greinum sem þjón-
usta og selja inn á innlendan mark-
að hins vegar. Greining Islands-
banka telur líklegt að jafnara gengi
verði í vexti einstakra greina efna-
hagslifsins á þessu ári. -vb