Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Davíð Oddsson um virkjun og álver:
Andstaða
er ábyrgð-
arleysi
DV-MYNDIR SIGURÐUR JÖKULL
Bilkur á lofti
Andstæöingar stóriöju á Austurlandi mættu á þingpalla til aö fylgast meö
umræöunum í gær. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiöur og formaöur Sósí-
alistafélagsins, var einn þeirra og virtist ekki lítast meira en svo á blikuna.
Ábyrgir
Hversu mikiö sem deilt er um Kárahnjúkavirkjun og álver í
Reyöarfiröi geta þó landsmenn allir sæst á aö þeir Halldór
og Davíö séu ábyrgir. Þeir gagnrýna andstæöinga málsins
fyrir ábyrgöarleysi, en þá er svaraö um hæl aö þeir séu
vissulega ábyrgir - fyrir öllu því tjóni sem sé yfirvofandi.
Hugsandi, þegjandi
Valgeröur Sverrisdóttir iönaöarráöherra gjóar augum í átt
aö Ögmundi Jónassyni, ekki beinlínis góölátlega aö því er
viröist ogjafnvei aö honum sé hugsuö þegjandi þörfin.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að það sé ábyrgðarleysi að
standa gegn þeirri miklu atvinnu-
uppbyggingu sem stóriðjufram-
kvæmdir fyrir austan feli í sér.
I utandagskrárumræðu á Al-
þingi í gær krafði Ögmundur Jón-
asson stjómvöld svara um til
hvaða aðgerða yrði gripið til að
bregðast við efnahagslegum áhrif-
um framkvæmdanna. Ríkisstjórn-
in hefði enda sjálf sagt, að „verði
ekkert að gert samhliða gríðar-
mikilli innspýtingu fjármuna inn
í hagkerfið muni það ofhitna með
blússandi verðbólgu og til lengri
tíma grafa undan efnahag þjóðar-
innar.“
Davíð svaraði því til að ótíma-
bært væri að ákveða mótvægisað-
gerðir, enda yrðu mestu áhrif
framkvæmdanna á efnahagslifið
ekki fyrr en árin 2005 og 2006. Þá
sagði hann slíkar aðgerðir tíma-
bundnar á meðan ávinningurinn
af stórðiðju yrði varanlegur - og
verulegur.
„Hagkerfið allt styrkist, hag-
vöxtur verður meiri en ella, út-
flutningur eykst, atvinna eykst,
ríkissjóður styrkist og byggðin á
Austfjörðum eflist til muna. Lífs-
kjör þjóðarinnar batna því óum-
deilanlega," sagði Davíð; andstaða
væri því ábyrgðarleysi.
Margir stjórnarandstæðingar
lýstu í umræðunum áhyggjum af
því að hækkandi gengi krónunnar
kæmi illa niður á útflutningsat-
vinnuvegum á borð við sjávarút-
veg og ferðaþjónustu. Þeir vöruðu
líka við „ruðningsáhrifum" stór-
iðjuverkefnisins, sem fælust í þvi
að skuldsett fyrirtæki og heimili
yrðu illa úti þegar kæmi að þvi að
hækka vexti til að spoma við
þensluáhrifum framkvæmdanna.
Stjómarliðar undruðust það á
hinn bóginn, að stjómarandstæð-
ingar skyldu líta á aukin umsvif í
efnahags- og atvinnulífi sem stór-
kostlegt vandamál. Ögmundur
vakti athygli á því undir lok um-
ræðunnar að forsætisráðherra
hefði ekki svarað spumingum
hans um fyrirhugaðar mótvægis-
aðgerðir. Davíð sagðist þá skyldu
svara Ögmundi árið 2005 - sem
forsætisráðherra. -ÓTG
Samvinnuviðræður sveitarfélaga við Eyjafjörð:
Kunna að leiða til sameiningar
allra eyfirskra sveitarfélaga
Frá Ólafsfiröi.
Bæjarstjóm
Siglufjarðarkaup-
staðar hefur sent
bæjarstjómum
Ólafsfjarðar, Dal-
víkurbyggðar og
Akureyrar bréf
þar sem farið er
fram á viðræður
um sameiningar-
og samstarfsmál
sveitarfélaga. Bréf-
ið er dagsett 30.
desember sl., og þar er þess farið á leit
að sveitarfélögin Óiafsfjöröur, Dalvík-
urbyggð og Akureyri gangi til form-
legra viðræðna um sameiningar- og
samstarfsmál. Tillaga er um að í byrj-
un hittist bæjarstjórar sveitarfélag-
anna og gangi frá tillögum um fram-
gangsmáta viðræðna.
Bæjarráð Dalvikurbyggðar hefur
falið Valdimari Bragasyni bæjarstjóra
að taka þátt í undirbúningsvinnu fýr-
ir þessar viðræður og það umboð hef-
ur Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri
á Ólafsfiröi, einnig fengið. Hún segir
að fyrsta skrefið verði að kanna
möguleika þessara sveitarfélaga á
aukinni samvinnu, en eins og er sé
um mjög góða og vaxandi samvinnu
að ræða milli Dalvíkurbyggðar og
Ólafsfjarðar. Það felist m.a. í sameig-
inlegum félagsmálastjóra og skólafull-
trúa sem kemur mun betur út fyrir
þessi sveitarfélög, bæði faglega og
fjárhagslega. Stefanía segir reynsluna
af þessum tveimur samvinnuverkefn-
um við Dalvíkurbyggð mjög góða.
„Nú er búið að sameina bama-
vemdarnefndir og með í því eru bæði
Siglufjörður og Hrísey. Þannig verður
mun betur hægt að taka á þessum
málaflokki með faglegum hætti. Það
er fulit af verkefnum sem sveitarfélög
þurfa að standa undir og geta sinnt af
meiri myndarskap sameiginlega. Við
erum líka að horfa á þetta verkefni
sem stækkun á atvinnusvasði og sam-
vinnu i þeim málum en um er að
ræða um 5.000 manna byggð sem gæti
sem best staöið sameiginlega að
rekstri tveggja ára framhaldsskóla
þannig að bömin geti verið lengur
heima í þessum byggðalögum, þ.e. tvo
vetur eftir 10. bekk til 18 ára aldurs.
Það tekur ekki nema um 15 mínútur
að aka frá Ólafsfirði til Dalvíkur og
svipaðan tíma til Siglufjarðar þegar
jarðgöngin verða komin. Einnig sjá-
um við fyrir okkur samvinnu á vetr-
aríþróttasviðinu en hér eru mjög góð
skíðasvæði, en ólík. Nú þegar hafa
knattspymumenn í Ólafsfirði og Dal-
vík sameinað krafta sína i einu félagi,
Leiftri-Dalvík.
Það vakti athygli mína að Hríseyj-
arhreppur er ekki með í þessum við-
ræðum en við gerum ekki athuga-
semdir við það. Það er alls ekki
ómögulegt að í framtíðinni verði allur
Eyjafjörður, ffá Siglufirði í vestri til
Grenivíkur í austri, eitt sveitarfélag
með yfir 20.000 íbúa. En nú er það
aukið hagræði af samvinnu sem er til
umræðu tU að tryggja íbúum meira
félagslegt öryggi," segir Stefanía
Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
-GG
mBMMm&Áxrn
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.42 16.09
Sólarupprá5 á morgun 10.35 10.36
Síödegisflóö 21.31 13.37
Árdeglsflóö á morgun 09.50 02.04
Hlýnar talsvert
Austlæg átt, víða 13-18 m/s og
snjókoma eða él um mestallt land,
en hægari norðlæg eða breytileg átt
norðaustan- og austanlands fram á
kvöld. Frost 2 til 15 stig, kaldast I
innsveitum noröaustan til, en hlýnar
talsvert í kvöld og nótt.
Veðriö
Lægir er líður á dag
Austan og suðaustan 15-20 og
slydda eða snjókoma meö köflum,
en heldur hægari austan tll. Lægir
nálægt hádegi með éljum, fyrst
suðvestan til. Hiti um frostmark.
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Hiti 0° c> H»ti 0° w Hitl 0°
tii 5“ tii 6* til 2°
Vindun 8—13m/s Vindur: 4-9nv's Vindur 10-15 °vs
♦
NA 8-13 m/s norðvestantii, en annars hæg suövestanátt. Skúrlr eöa él um mest aitt iand. Hlti 0 tll 5 stlg. Fremur hæg norðlæg átt og él, en víöa bjart veöur sunnanlands. Frost 0 til 6 stlg, en frostlaust vlö suöurströndlna. Austlæg átt, víöa 10-15 m/a og rtgnlng eöa slydda, on sunnan 8-13 og skúrlr nálægt hádegl. Hlýnandi voöur.
m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviörl 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárvlörl >= 32,7
iœeeehi:
AKUREYRI snjókoma -8
BERGSSTAÐIR hálfskýjaö -8
BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. -6
EGILSSTAÐIR snjóél -9
KEFLAVÍK skýjað -4
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö -5
RAUFARHÖFN snjóél -10
REYKJAVÍK alskýjaö -5
STÓRHÖFÐI snjókoma -2
BERGEN skúr 5
HELSINKI þokumóöa 1
KAUPMANNAHÖFN þokumóða 1
ÓSLÓ rigning 3
STOKKHÓLMUR 2
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 0
ÞRÁNDHEIMUR snjókoma -2
ALGARVE þokumóöa 15
AMSTERDAM alskýjaö 7
BARCEL0NA skýjaö 10
BERLÍN
CHICAGO skýjaö -11
DUBLIN léttskýjað 4
HALIFAX skafrenningur 14
HAMBORG skýjaö 4
FRANKFURT skýjaö 6
JAN MAYEN snjóél -20
LONDON skýjaö 6
LÚXEMBORG rigning 5
MALLORCA léttskýjaö 13
M0NTREAL heiöskírt -23
NARSSARSSUAQ skýjaö -2
NEW Y0RK léttskýjaö -9
0RLAND0 hálfskýjaö 12
PARÍS skýjaö 7
VÍN rigning 1
WASHINGTON heiðskírt -8
WINNIPEG léttskýjaö -28