Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
Fréttir DV
Glötuð viðskiptatækifæri vegna deilna Baugs við Jón Gerald Sullenberger:
Verðum af milljörðum
- segir Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarmaður í Baugi
„Það var í kringum 1990 sem við hóf-
um viðskipti við hann. Þá átti hann
heima þama suður á Flórída með sitt
fyrirtæki Nordica og vantaði eitthvað að
gera,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi
Bónuss og stjómarformaður í Fjárfest-
ingafélaginu Gaumi ehf. sem nú á í harð-
vítugum átökum við fyrrum samstarfs-
mann þeirra Bónusfeðga, Jón Gerald
Sullenberger. Hann segir Baug hafa
misst af viðskiptatækifærum vegna
þessa upp á miiljarða króna.
Sem forsvarsmaður Gaums hefur Jó-
hannes staðið í ströngu að undanfömu
og kom m.a. fyrir rétt í Dade-sýslu í Flór-
ída 13. janúar. Var það vegna málflutn-
ings út af kyrrsetningarkröfu Gaums á
skemmtibátnum Thee Viking sem skráð-
ur hefur verið i eigu fyrirtækis Jóns
Geralds, New Viking.
Jóhannes og Jón Ásgeir, sonur hans
og forstjóri Baugs, hafa haldið því fram
að allt þetta mál snúist um óuppgerða
reikninga Jóns Geralds. Kyrrsetningar-
málið á Flórída hafi verið tilraun eig-
enda Gaums til að tryggja sina kröfu
vegna nærri 40 milljóna króna sem félag-
ið hafi lánað Jóni Gerald vegna kaupa á
bátnum.
Viljum fá okkar peninga
„Þetta er í mínum huga afskaplega
einfalt, við lánuðum honum peninga og
viljum fá þá greidda," sagði Jóhannes
þegar DV heimsótti hann á skrifstofuna
i Skútuvogi 13. Þó að maðurinn sé einn
af aðaleigendum milljarðafyrirtækja þá
er greinilega ekki mikið borist á hvað
skrifstofuna varðar. Hún hvorki stór,
klædd harðviði, né búin dýrum húsgögn-
um. Þá er hún ekki i „penthouse" í
dýrasta hverfi borgarinnar, heldur í
kjallaraherbergi undir Bónusverslun-
inni í Súðarvogi. Hún er að vísu með
gluggum, en þeir snúa út í ganginn i
kjallaranum.
Jón Gerald sá um kaupin
„Samskipti okkar Jóns Geralds
Sullenbergers gengu ágætlega um árabil.
Svo kemur þetta til að hann ákveður að
kaupa bát og átti ekki pening i það. Við
lánuðum honum peninga til þess og nut-
um oft góðs af þegar við dvöldum í fríum
á Flórída. Síðan skipti hann í næstu
stærð fyrir ofan, einnig með okkar hjálp.
Þetta er svo þriðji báturinn sem hann
kaupir. Það er talað um þetta eins og
skemmtisnekkju en svona bátar eru
þama í þúsundatali og eru svo sem ekk-
ert merkilegir.
Það sem við lánuðum honum var
hugsað þannig að við yrðum einhvem
tima hluthafar í félagi sem yrði skráð,
en hann dró alltaf að ganga frá því. Aö
því kom aö hann stofnaði þetta félag,
New Viking, um bátinn og það er alfarið
í hans eigu. Við hugsuðum okkur jafnvel
að gera einhvem bissnes úr þessu og
báturinn yrði þá jafnvel leigður út þegar
ekki væri verið að nota hann, rétt eins
og íbúðir sem þúsundir Islendinga eiga
erlendis."
- Af hverju var aldrei gengið frá ykk-
ar eignarhaldi?
„Þegar maður er í svona viðskiptum
þá skapast gagnkvæmt traust og vin-
skapur. Ég treysti honum því alveg full-
komlega, þess vegna stöndum við trygg-
ingarlausir gagnvart þessari skuld Jóns
Geralds í dag.
Breyttar forsendur
Jón Gerald annaðist innkaup og
merkingar á vörum fyrir okkur sam-
kvæmt Evrópusambandsreglum. Þessar
merkingar vom mjög kostnaðarsamar.
Siðan fór gengið á dollaranum upp úr
öllu valdi fyrir einu og hálfu eða tveim
árum. Vörur frá Bandaríkjunum vom
því varla kaupandi lengur og leiddi það
af sér samdrátt í viðskiptum við Nor-
dica. Á þessum tíma vorum við Jón Ás-
geir að fara meira og meira út úr
vöminnkaupunum sjálfir og vom ráðnir
menn til að annast það. Þeim fannst ekki
hagstætt að eiga þessi viðskipti við Nor-
dica og vildu komast frá þeim. Það var
ljóst að við verðum að treysta okkar inn-
kaupamönnum til þess að gera hag-
stæðustu kaupin hverju sinni fyrir félag-
ið og neytendur. Það myndi aldrei ganga
að við værum að skipta okkur af frá degi
til dags, eða skipa mönnum að versla við
einhvem ákveðinn aðila - lægsta verð
gildir og ekkert annað.
Þá var ákveðið að greiða Jóni Gerald
það tjón sem hann hafði orðið fyrir og
um það sáu starfsmenn Baugs. Ég kom
ekkert nálægt því.
Ég talaði við hann svona einu sinni í
viku og þá gjaman á öðrum nótum en
um bein viðskipti. Samband mitt við Jón
Gerald var því vinsamlegt og hnökra-
laust."
Hafði uppi hótanir
- Hvað var það þá sem olli þessum
heiftarlegu viðbrögðum sem leiddu til
kæru og lögreglurannsóknar á Baugi?
„Ég geri mér ekki grein fyrir því.
Hann hringdi í mig hingað i júní á síð-
asta ári og var þá gríðarlega mikið niðri
fyrir. Þá hellti hann yfir mig svivirðing-
um og m.a. að ég skyldi vera góður við
son minn því hann ætlaði að koma til
landsins og ganga frá honum. - Hann
ætti því ekki mikið eftir ólifað. Þessa
hluti hefur Jón Gerald viðurkennt hér
fyrir lögreglu. Um ástæður hans fyrir
þessu uppnámi get ég aðeins sagt að
hann var ekki sáttur við þessi málalok
viðskipta okkar.“
Líka deilt við Jim Schafer
- Nú hafið þið líka staðið í deilum við
Jim Schafer, fyrrverandi forstjóra Bonus
Stores. Hvemig kynntist þú þessum
manni?
„Ég kynntist honum fýrir llklega ein-
um sex árum í gegnum Jón Sullen-
berger. Hann hafði átt viðskipti við Jim
Schafer sem var þá starfsmaður Wall-
Mart. Við fórum og hittum hann úti í
Bangkok þar sem hann sá um rekstur á
stórverslunum og hafði verið að byggja
Fréttaviðtalið
þær upp. Við fómm bæði í gamni og al-
vöm að kikja á hvað hann væri að gera,
en þá lá í loftinu að hann ætlaði aö
hætta þama. Ég fékk hann þá til að
stoppa hér við í eitt ár áður en hann færi
heim til Bandaríkjanna aftur. Hann var
síðan með okkur í að setja upp vöruhús-
ið hér og eins verslun Hagkaups í
Smáratorgi.
Hann hafði síðan fhunkvæði að því
að stofna með okkur Bónusbúðir í Flór-
ída. Jim varð síðan afskapiega spenntur
fyrir að ganga inn í kaup á Biil’s Dollars
Stores sem vom þá í gjaldþrotaskiptum.
Það varð ofan á og hann var síðan ráð-
inn forstjóri. Aðeins einu ári síðar kom
upp trúnaðarbrestur á milli forstjóra og
stjómar og því máli lauk með því að Jim
Schafer hætti störfum."
- Nú hótaöi hann málaferlum, en það
hafa náðst við hann samningar eða
hvað?
„Já, það náðist að semja við hann og
það er búið og gert.“
Lögregluinnrásin
- Nú vakti innrás lögreglu í höfuð-
stöðvar Bónus i haust verulega athygli
hérlendis og einnig erlendis. Þetta virð-
ist allt gerast í einum hvelli eftir að
kæra er lögð fram af Jóni Gerald Sullen-
berger á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva
Jónssyni á sama tima og Jón Ásgeir
stendur í stífum samningaviðræðum um
kaup á Arcadia-verslunarkeðjunni í
Bretlandi. Hvemig lítur þú á þetta mál?
„Maður er óskaplega berskjaldaður
fyrir svona hlutum. Það kemur svo í ljós
að mikill meirihluti þess sem verið var
að væna okkur um var kreditnóta sem
er inni í félaginu sem tekjur en ekki út-
gjöld. Það er ljóst að málið byggist á mis-
skilningi á debet og kredit en maður
hlýtur að spyija sig af hverju lögreglan
bað ekki um að fá að sjá umræddan
reikning fyrr en eftir á, af hveiju bað
héraðsdómur ekki um að fá að sjá reikn-
inginn. Það kemur iram í skýrslutöku af
Jóni Gerald eftir innrásina; þá er hann
fyrst spurður af hveiju hann kynnti
reikning sem sölureikning þegar um
kredi reikning var að ræða.“
- Nú hélt lögregla áfram rannsókn og
gerði líka innrás í verslun ykkar í Fær-
eyjum, vora þeir þá ekki með neitt á bak
við það?
„Það er alveg ljóst að þegar svona
embætti eins og Ríkislögreglustjóri er
komið í gang með svo viðamikla aðgerð
fmnst þeim þeir verða að finna eitthvaö.
Þeir hafa ekki lagt fram nein gögn sem
tengjast Færeyjum en þeim ber að gera
svo ef þetta tengist málinu.
Höfum tapað tugum milljarða
Bretamir urðu hvumsa við þegar lög-
reglurannsóknin var gerð. Hún var líka
akkúrat gerð á þeim tímapunkti þegar
samningaviðræðumar um Arcadia vom
á mjög viðkvæmu stigi. Það má geta þess
að sonur minn hitti Phihp Green síðast-
liðinn fóstudag úti í Bretlandi. Fór hann
yfir hagnað þeirra vörumerkja sem
Baugur hafði gert samning um að kaupa
áður en til innrásar kom. Ljóst er að þau
vörumerki skiluðu umtalsverðum hagn-
aði á aðeins 3 mánuðum. Sé notað lág-
marks verðmat kemur í ijós að þessi
hluti Arcadia væri verðmetinn á 45-51
milljarða í dag en félagið fékk 21 milljarð
fyrir Arcadia eftir innrásina. Þannig má
segja að hluthafar Baugs Group töpuðu á
bilinu 24-31 milljarði. Til samanburðar
jafngildir þetta um 15 ára hagnaði af
Kárahnjúkavirkjun. Þessi hagnaður
varð eftir í Bretlandi en hefði með réttu
átt að enda á íslandi.
- Nú er Davíð Oddsson títt nefndur
sem einhvers konar áhrifavaldur í and-
stöðunni gegn ykkur. Þið beijist nú við
Jón Gerald sem valið hefur sér til að-
.stoðar vin Davíðs, Jón Steinar Gunn-
laugsson. Er Davíð ykkar andstæðingur?
„Ég veit ekki hvaða sjónarmið réðu
hjá Jón Gerald, en það verður ekki ann-
að sagt en hann hafi valið skynsamlega
út frá þessum sjónarmiðum. Ég segi
bara fyrir mína parta að ég skil ekki á
hvaða forsendum þessi andstaða á að
vera. Sjáifur veit ég ekki til þess að ég
hafi gert neitt á hlut Davíðs eða Sjálf-
stæðisflokksins annað en bara að vera
til og kjósa báða. En við erum kannski
ekki fæddir inn í þetta hlutverk.
Samráð tryggingafélaganna
Við höfum svo víða gengið á veggi,
eins og þegar við ætluðum að koma að
Tryggingamiðstöðinni. Það vom ótrúleg-
ar aðfarir að það skyldu vera hin trygg-
ingafélögin sem komu í veg fyrir það.
Við vorum búnir að ræða ýmsa þætti
varðandi það að fara inn á nýjar brautir
í tryggingamálum. Eitt var það að við
ætluðum að koma af stað vildarkortum í
fyrirtækjum okkar þar sem punktamir
nýttust til að greiða niður iðgjöld að
tryggingum. Þetta virtist fara alveg
óskaplega fyrir brjóstið á þeim sem
töldu sig eiga tryggingamar í landinu.
Þama virðast tryggingarfélögin hafa
haft með sér samráð."
- Em þá í gangi víðtæk öfl gegn ykk-
ur?
„í sjálfu sér ekki. Það era einhver öfl
sem sjá ofsjónum yfir því hvemig okkur
hefur gengið, en þau era gríðarlega
sterk. En til allrar hamingju hefur Morg-
unblaðið séð ástæðu til þess að fjalla af
hreinskilni um þessi mál, með birtingu
greinaflokks Agnesar. Ég vil gefa Morg-
unblaðinu rós í hnappagatið fyrir birt-
ingu greinaflokksins.
- Era meiri átök í farvatninu?
„Ég er nú búinn að vera í þessu síðan
ég fæddist. Viðskiptakjörin sem almenn-
ingur hefur mátt búa við í gegnum tíð-
ina era ekkert sambærileg við það sem
tíðkast erlendis. Ég hef verið áhorfandi
að þvi hverju fólk hefur átt kost á í út-
löndum og síðan hér heima. Þegar við
byrjuöum, um 1989, þá vora hér um 150
matvörukaupmenn og 250 heildsalar
sem vora að selja þeim vörumar. Ef við
horfum til þess tíma held ég að verðlag
væri svolítið öðravísi ef það hefði fengið
aö þróast á sama veg. Þegar við opnuð-
um þessa búð hér í Skútuvoginum 1989
komu hingað 80 til 90 bílar á dag með
vörur, allt niður I einn pakka. Nú kem-
ur hér einn vörabíl á nóttunni frá okkar
lager. Auðvitað hafa því margir oröið
fyrir barðinu á því aö við höfum náð
vöraverðinu niður og gera þetta eins
hagstætt og kostur er.“
Kjöt frá Nýja-Sjálandi
- Hvað er hægt að fara langt í hagræð-
ingunni?
„Ég held að við séum búnir að gera
eins vel og við getum. Það sem er eftir
lýtur að landbúnaðargeiranum þó þar
séu hlutimir mjög að lagast eins og í
kjúklinga- og svínarækt. Hér er þó ekki
til nein alvöra nautgriparækt. Um 85%
afhautakjöti sem selt er í Færeyjum
kemur með skipum frá Nýja-Sjálandi.
Það er mánuð á leiðinni, en samt er það
ódýrasta kjötið sem við fáum.“
- Mynduð þið vilja fá að flytja það
hingað?
„Já, ef sú leið opnaðist. Það sárgræti-
legasta við ástandið hér á landi er þó að
kjötið kosti svona mikið, þá er bóndinn
ekki að bera neitt úr býtum. Engu að síð-
ur er verið að greiða á annan tug millj-
arða með landbúnaðarkerfmu hér á ári.“
- Nú era margir sem halda því fram
að þegar þið hafið náð yfirráðum yfir
markaðnum hér munuð þið skrúfa upp
verðið - er hætta á slíku?
„Værum við þá ekki að opna holu
fyrr einhvem annan. Við fórum í holuna
sem var til héma 1989 og viö ætlum ekki
að búa til holu fyrir annan og því verð-
um við að vera með lágt vöraverð. Það
verður lágt svo lengi sem ég stend í lapp-
imar,“ segir Jóhannes Jónsson. -HKr.