Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Síða 17
17
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003____________________________________________________________________________________________
DV______________________________________________________________________________________________ Útlönd
Andstaða bandamanna Bandaríkjanna við einhliða innrás í írak vex dag frá degi:
Bush segir
frekari bið
George W. Bush sagði í gær að
greinilegt væri að Saddam Hussein
íraksforseti myndi ekki afvopnast
sjálfviljugur og að tilgangslaust
væri að gefa vopnaeftirlitsmönnum
SÞ meiri tíma til þess að sinna leit
sinni í írak.
„Hversu mikinn tíma þurfum við
til þess að vera viss um að hann af-
vopnist?" sagði Bush. „Þetta lítur út
eins og endursýning á slæmri kvik-
mynd og ég hef engan áhuga á að
horfa á hana.“ Stjómvöld í Wash-
ington sjá ekki fyrir að frekari
ályktana Öryggisráðs SÞ sé þörf fyr-
ir innrás inn í landið.
Á meðan Bush þykir vigreifur
virðast bandamenn hans, sérstaklega
í Evrópu, mjög svo mótfallnir hvers
kyns einhliða aðgerðum af hálfu
Bandaríkjanna. í fararbroddi þeirra
fylkingar fer Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, sem ætíð hefur
verið mótfallinn hugmyndum um
innrás á þessu stigi málsihs. „Ekki
enga þörf á
á aðgerðum
búast við þvi að Þýskaland samþykki
ályktun sem kveður á um stríð,“ sagði
Schröder, ákveðinn í máli.
„Við sjáum í dag enga réttlætingu
fyrir hemaðarlegum aðgerðum þar
sem að vopnaeftirlitsmennimir eru
fullfærir um að sinna sínu starfi í
írak,“ sagði utanríkisráðherra
Frakka, Dominique de Villepin.
Af þeim 15 þjóðum sem eiga full-
trúa i Öryggisráði SÞ hafa Frakkar,
Bandarikjamenn, Bretar, Rússar og
Kínverjar neitunarvald í ráðinu. Og
það er alls ekki víst að Bandaríkin fái
þau 9 atkvæði i Öryggisráðinu sem
þörf er á og þar með eru líkurnar á
einhliða aðgerðum stórauknar.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær að upplýsingar um
ólöglega vopnaeign íraks væru sífellt
að aukast og nauðsynlegt væri að
halda áfram að þrýsta á Saddam.
Hann útilokar ekki þátttöku Breta þó
svo að Öryggisráðið samþykkti ekki
hernaðarlega íhlutun.
Hernaöaraðgeröum mótmælt
Mótmælendur í Lundúnum í Englandi láta í Ijós skoöun sína fyrir utan þing-
húsiö í borginni, á sama tíma og breskar hersveitir eru sendar til íraks.
REUTERS
Mettap hjá
Credit Suisse
Mikið tap varð á starfsemi Credit
Suisse á síðasta ári, eða sem nam
3,4 milljörðum svissneskra franka.
Jafngildir það um 2,5 milljörðum
Bandaríkjadala.
Aldrei áður hefur bankinn tapað
svo miklu en tap á fjórða ársíjórð-
ungi einum var um 1 milljarður
franka eftir að bankinn lagði til
hliðar um 456 milljónir í afskrifta-
sjóð til að mæta hugsanlegum bóta-
kröfum vegna ásakana um að Credit
Suisse First Boston Securities héfði
brotið trúnað við viðskiptamenn
sína með vilhöllum greiningum.
Þetta kom fram í Morgunpunktum
Kaupþings í gær.
Bankinn gerjr ráð fyrir viðsnún-
ingi í afkomunni á þessu ári. Sú
áætlun hlýtur þó að markast nokk-
uð af því áð viðsnúningur verði í af-
komu verðbréfa- og tryggingahluta
bankans en viðvarandi tap hefur
verið á Credit Suisse First Boston
og Winterthur tryggingafélaginu.
Gengi Credit Suisse hefur lækkað
um nær helming frá því í byrjun
síðasta árs og þarf þaö vart að koma
á óvart í ljósi afkomuþróunar fé-
lagsins. -vb
Sáttasemjari
Jimmy Carter hefur aö undanförnu
beitt sér í máium Venesúela.
Carter beitir sér
í Venesúela
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna og handhafi friðar-
verðlauna Nóbels, hefur að undan-
fcirnu beitt sér í málum Venesúela
en verkfóll olíuverkamanna hafa
skekið landiö síðastliðnar sjö vikur.
Carter mun hafa sent Hugo Chaves,
forseta landsins, og stjórnarand-
stæðingum áætlun um lausn sem
myndi binda enda á verkfóllin. Ann-
ars vegar vill Carter að boðað verði
til kosninga í landinu eða gengið
verði til þjóðaratkvæðis um áfram-
haldandi stjórnartíð Chaves.
Stjórnarandstæðingar fagna til-
lögu Carters og segja hana til þess
fallna að ráðamenn setjist niður og
finni lausn mála.
Nutreco
áformar stór-
fellt þorskeldi
Nutreco, sem er stærsti fóður-
framleiðandi heims og leiðandi í
fiskeldi, áætlar í samstarfi við Cod
Culture Norway að framleiða um
eina milljón þorskseiða á þessu ári.
Á næstu árum gerir Nutreco ráð
fyrir að framieiðslan margfaldist og
verði í Noregi orðin 50 milljónir
seiða árið 2008. Frá þessu var sagt í
Morgunkorni íslandsbanka í gær.
Erlend sérrit um sjávarútveg hafa
að undanfornu fjallað um þessi
áform Nutreco. Gangi áform Nu-
treco eftir getur farið svo að um
3.000 tonnum af eldisþorski verði
slátrað þegar á þessu ári. í sam-
ræmi við vaxtaráform félagsins yrði
10.000 tonnum slátrað á næsta ári og
verður sú tala komin upp i 80.000
tonn árið 2008. Gangi framleiðslan
að óskum sjá forsvarsmenn Nutreco
fyrir sér að allt að 400.000 tonnum af
eldisþorski verði slátrað árið 2015
en til samanburðar má nefna að
heildarþorskafli íslenskra skipa á
árinu 2002 var 213.000 tonn. -vb
Heyrnarlausir á tónleikum
/ tilefni af ári fatlaöra í Evrópu voru haldnir tónleikar fyrír heyrnarlaus börn í Muziekcentre i Utrecht í Hollandi í gær.
Nokkur þúsund börn voru viöstödd og nutu tónleikanna mörg hver á mismunandi hátt, þessi stúlka setti blööru upp
aö andlitinu til þess aö finna titringinn af tónaflæöinu.
Kýpur-leiðtogar sestir
að samningaborðinu
Leiðtogar þjóðarbrotanna á Kýpur,
þeir Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja og Glafcos Clerides, forseti
Kýpur-Grikkja, settust loks að samn-
ingaborðinu í fyrradag til þess að
ræða sáttatillögu Sameinuðu þjóð-
anna um sameiningu eyjarinnar í eitt
ríki eftir nærri þrjátíu ára aðskilnað
frá árinu 1975.
Leiðtogamir hafa frest til 28. febrú-
ar til þess að komast að samkomulagi
en þá rennur út frestur Evrópusam-
bandsins, sem gerir sameiningu þjóð-
arbrotanna að skilyrði fyrir inngöngu
Kýpur í ESB í maí á næsta ári, en að
öðrum kosti verði Kýpur-Grikkjum
aðeins veitt aðild að sambandinu.
Miðað við síðustu yfirlýsingar leið-
toganna virðast litlar líkur á því að
samkomulag sé í nánd og hefur
Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, ít-
rekað lýst því yfir að fyrr segi hann af
Rauf Denktash
leiötogi Kýpur-Tyrkja.
sér en að samþykkja fyrirliggjandi til-
lögur SÞ óbreyttar en þær séu í flestu
sniðnar að hagsmunum Kýpur-
Grikkja.
Hann fordæmdi fjöldamótmæli um
50 þúsund Kýpur-Tyrkja sem kröfðust
saméiningar fyrr i mánuðinum og
sagði þau ekkert annaö en hnifstungu
í bakið. „Ég hef miklar efasemdir um
stjómarskrárhluta tillögunnar og ef-
ast þar að auki um að þjóðarbrotin
séu tilbúin til þess að lifa saman í sátt
og samlyndi,“ sagði Denktash.
Á móti segir Yiannakis Cassou-
lides, utanríkisráðherra Kýpur-
Grikkja, að hinn 78 ára gamli Denk-
tash sé maður fortíðarinnar.
„Ég tel daga hans talda sem þjóðar-
leiðtoga Kýpur-Tyrkja og að afsögn
hans sé tímabær.
Leiðtogamir hafa samþykkt að hitt-
ast annan hvern dag næstu vikumar.