Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Síða 18
18
Menning
Bókmenntir,
listir og saga
- mikið úrval námskeiða hjá Endurmenntun um þjóðleg jafnt sem alþjóðleg fræði
Fjölmörg menning-
arnámskeiö veröa á
vegum Endurmennt-
unar Háskóla íslands
í vor fyrir menning-
arþyrsta íslendinga
og ber þar hœst síö-
ari hluta námskeiös
Jóns Böövarssonar
um Brennu-Njáls
sögu sem hefst 27.
janúar. Þar verður
fjallaö um tvo síöari
þriöjunga sögunnar,
lýst tildrögum og
framkvœmd brenn-
unnar, eftirmálum,
afleiöingum og mála-
lokum. Auk þess er
rætt um helstu per-
sónur hinnar miklu
bókar.
Jón Böóvarsson.
Meðal annarra námskeiða um bókmenntir
má nefna að Magnús Jónsson byijar nám-
skeið um Heimskringlu 4. febrúar og fjallar
um sögur um uppruna kongungdæmis í Nor-
egi og ævi hinna fyrstu Noregskonunga í
Heimskringlu Snorra. Rúnar Helgi Vignisson
rithöfundur og þýðandi fjallar um bandarísk-
ar samtímabókmenntir frá 4. febrúar undir
heitinu „Sýnt í tvo heimana". Þar verður rætt
um gróskuna í bandariskum bókmenntum
undanfarna áratugi sem má að hluta til rekja
til höfunda úr röðum innflytjenda og minni-
hlutahópa. Verða skoðuð verk eftir Amy Tan,
Jhumpa Lahiri, Philip Roth, Toni Morrison
og Maya Angelou. Verkin eru lesin í íslensk-
um þýðingum.
Námskeiðaröð um lykilverk heimsbók-
menntanna i heimspeki, þekkingarfræði og
siðfræði undir heitinu „Maður, sál og sjálf'
hefst 6. feb. í umsjón Jóns Ólafssonar heim-
spekings og Gauta Kristmannssonar þýðinga-
fræðings. Soffia Auður Birgisdóttir bók-
menntafræðingur rýnir í jólabækurnar frá 12.
febrúar og Svanhildur Óskarsdóttir hefur um-
Rúnar Helgi Vignisson.
sjón með námskeiði um handritin frá 12. feb.
í samstarfí við Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi og Þjóðmenningarhúsið.
Leiklist og tónlist
Námskeið um verk sem verið er að setja upp
í íslenskum leikhúsum hafa verið mjög vinsæl
undanfarin ár. Á þeim er jafnan farið á æfmgu
eða sýningu á verkinu og rætt við aðstandend-
ur á eftir. Af þessu tagi er námskeiöið „Gaman-
leikur er dauðans alvara! Um farsa, kómedíur
og annað leikið gamanefni“. Það hefst 4. feb. og
er haldið í samstarfí við Þjóðleikhúsið í tilefni
af sýningu þess á gamanleiknum Allir á svið!
eftir Michael Frayn í þýðingu og staðfærslu
Gísla Rúnars Jónssonar sem lika leikstýrir.
Umsjón hefur Melkorka Tekla Ólafsdóttir en
meðal kennara eru Ámi Ibsen, Gísli Rúnar
Jónsson og Karl Ágúst Úlfsson.
Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri er
kennari á námskeiði um Macbethsem hefst 17.
febrúar og er haldið í samstarfi við Vinafélag
íslensku óperunnar. Óperan Macbeth. eftir
Verdi verður stærsta verkefni íslensku óper-
unnar á vormisseri 2003. Á námskeiðinu er far-
Svanhildur Óskarsdóttlr.
ið ofan I saumana á því hvaða meðulum Verdi
beitir til þess að undirstrika spennuna og hryll-
inginn á sviðinu, hvernig hann málar hverja
persónu fyrir sig, sérstaklega lafði Macbeth og
Macbeth konung, og sýnt hvemig tónlistin
túlkar hugsanir þeirra og innra samband.
Hvað ertu tónlist? er haldið áfram frá 10. feb.
vegna fjölda áskorana í samstarfi við Scdinn en
þetta námskeið Jónasar Ingimundarsonar varð
gríðarlega vinsælt í fyrra. Fyrirkomulag er
svipað og þá: Jónas leiðir áheyrendur inn í
undraheim tónlistarinnar með spili og spjalli
og fær til sín góða gesti úr röðum íslenskra tón-
listarmanna. Kynningarkvöld verður haldið í
Salnum á mánudagskvöldið kemur, 27. janúar,
og em allir velkomnir meðan húsrúm leyfír.
Halldór Hauksson útvarpsmaður fjallar um
Bach og Mendelssohn á námskeiði í maí í sam-
starfí við Kirkjulistahátíð i Hallgrímskirkju en
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur mótettur
Bachs og óratóríuna Elía eftir Mendelssohn á
hátíðinni undir stjóm Harðar Áskelssonar.
Auk þess má nefna sérstakt námskeið um
Feneyjar og námskeiðið „Maöur og borg“. Nán-
ari upplýsingar eru á slóðinni www.endur-
menntun.is eða í síma 525 4444.
Tónlist
Engin lyftumúsík
Eþos-kvartettinn, sem samanstendur af
fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og
Grétu Guðnadóttur, Guðmundi Kristmunds-
syni víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfa-
dóttur sellóleikara, hélt tónleika á vegum
Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á
sunnudagskvöldið. Á efnisskránni var meðal
annars strengjakvartett í B-dúr opus 133, svo-
nefnd Grosse fuge eða Stóra fúgan eftir Beet-
hoven. Það sætir tíðindum því verkið mun
ekki hafa verið flutt hér á landi áður af „al-
íslenskum" hópi hljóðfæraleikara. Kvartett-
inn er líka stór og mikil tónsmíð sem þótti
lengi óspilandi og þar að auki ákaflega óað-
gengilegur, eins og reyndar flest sem Beet-
hoven samdi á síðustu árum ævi sinnar. í
tónleikaskránni stóð að einn stjómarmanna
Kammermúsíkklúbbsins hefði þurft að
hlusta fjórtán sinnum á verkið áður en það
„opnaðist honum“ og ætti því að vera ljóst að
Beethoven samdi ekki neina lyftumúsfk.
í fyrstu átti Stóra fúgan að vera lokaþáttur
strengjakvartettsins opus 130 en útgefandi
nokkur mútaði tónskáldinu og lét hann
semja einfaldari lokakafla til að stytta kvart-
ettinn, sem þótti óhóflega langur. Stóra fúg-
an fékk því annað ópusnúmer og telst eftir
það vera sjálfstæð tónsmíð. Sumum finnst þó
að hún ætti enn að vera hluti af upphaflega
kvartettinum - það er a.m.k. skoðun undir-
ritaðs; mætti kalla það „director’s cut“ svo
notað sé slanguryröi úr kvikmyndaheimin-
Ludwig van Beethoven
Stóra fúgan hans hafði ekki áður veriö flutt hér
á iandi af „alíslenskum" hópi hljóðfæraleikara.
Stóra fúgan er að mestu fremur ómstríð, Þá er eins og birti yfir tónlistinni og yfirveg-
hröð fúga eins og verið sé aö lýsa ákafri leit unin í síðustu töktunum er einstaklega
að einhverju sem finnst ekki fyrr en í lokin. áhrifamikil.
Leikur fjórmenninganna var sérlega fal-
lega mótaður, hann var öruggur tæknilega,
krafturinn skilaði sér fyllilega í markvissri
túlkuninni og lófatakið á eftir benti ekki til
þess að áheyrendur þyrftu að hlusta á flutn-
inginn þrettán sinnum í viðbót til að skynja
út á hvað þetta allt saman gengur.
Svipað var uppi á teningnum í stílhreinum
og glaðlegum kvartetti eftir Haydn, hinum
svonefnda Keisarakvartetti ópus 76 nr. 3.
Hann rann ljúflega niöur, enda spilamennsk-
an tær og hnitmiðuð og túlkunin geislaði af
fjöri.
Ekki eins góður var flutningurinn á síð-
asta verki efnisskrárinnar, strengjakvartett-
inum eftir Schubert sem jafnan er nefndur
Dauðinn og stúlkan. Fyrir þá sem ekki vita
dregur verkið nafn sitt af stefinu í hæga
þættinum, sem er upphaflega söngljóð er tón-
skáldið samdi sjö árum áður. Hér fann mað-
ur þreytumerki á hljóðfæraleikurunum, það
var eins og þau hefðu lagt allt sitt í Haydn og
Beethoven og ættu lítið eftir til að gefa
áheyrendum. Margt var að vísu ágætlega
spilað en tæknilegir hnökrar í hæga þættin-
um voru óþægilega áberandi og einnig voru
ekki nógu miklar andstæður í hinum þáttun-
um til að gera kvartettinn áhugaverðan. Tón-
listin var of fyrirsjáanleg og flæðið vantaði.
Kannski má segja túlkuninni það til hróss að
dauðinn kom óneitanlega upp í hugann.
í það heila má segja að þessir tónleikar
hafl verið nokkuð misjafnir, en fyrst Beet-
hoven var svona glæsilegur er auðvelt að fyr-
irgefa allt annað.
Jónas Sen
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
______________________________x>v
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Hermann með Sinfó
Fyrsti klarínettleikari Konunglegu
Stokkhólmsfilharmoníunnar, Hermann
Stefánsson, þreytir frumraun sína með Sin-
fóníuhljómsveit íslands annað kvöld kl.
19.30 í Háskólabíó í tveimur af meginverk-
um klarínettsögunnar: Klarínettukonsert
nr. 2 í Es-dúr op. 74 eftir Carl Maria von
Weber og Premiére rhapsodie eftir Claude
Debussy.
Að auki eru á efnisskránni Lifið fyrir
keisarann, forleikur eftir Mikhail Glinka,
Valses nobles et sentimentales eftir
Maurice Ravel og L’Apprenti sorcier (Læri-
sveinn galdrameistarans) eftir Paul Dukas.
Hljómsveitarstjóri er Rússinn Alexander
Vedemikov sem hefur stjórnað fjölmörgum
hljómsveitum á heimsmælikvarða, til
dæmis Fílharmóníuhljómsveitunum í
London, Tokyo og Pétursborg og Sinfóníu-
hljómsveitinni í Montréal. Þá hefur hann
stjórnað óperuflutningi við La scala í
Mílanó, La Fenice í Feneyjum, Covent Gar-
den í Lundúnum og Lincoln Center í New
York, en Vedernikov hefur sérhæft sig í óp-
erum.
Nýárstónleikar
Við minnum á nýárstónleika Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar sem hefjast á
sunnudagskvöldiö kemur kl. 20 og verða
endurteknir mánudags- og þriðjudagskvöld
í vikunni þar á eftir. Með Tríóinu syngja
ljúf lög hinir ástsælu söngvarar Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson.
Á tónleikunum fá menn að heyra Vínar-
tónlist, sígaunatónlist og lög úr þekktum
söngleikum en líka perlur eftir Mozart,
Brahms, Dvorák, Fauré og fleiri.
Saga tvisvar á ári
Nýlega kom út í fyrsta sinn hausthefti
tímaritsins Sögu, en frá
og með 2002 verða tölu-
blöðin tvö á ári. Nýja
heftið hefst á ávarpi for-
seta íslands, Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, frá ald-
arafmælishátíð Sögufé-
lags 7. mars sl.
Sú nýbreytni er nú tek-
in upp að birta viðtal í
ritinu og ræðir Páll
Björnsson við prófessor Júrgen Kocka, einn
þriggja gesta á 2. íslenska söguþinginu í vor
sem leið um stöðu sagnfræðinnar í Evrópu
á okkar tímum, hlutverk greinarinnar og
framtíðarsýn. Söguþinginu sjálfu eru gerð
skil í máli og myndum í grein Erlings Hans-
sonar og Margrétar Guðmundsdóttur.
í greininni „Sagan á skjánum" skyggnist
Þorsteinn Helgason á bak við fyrirbærið
„söguleg heimildamynd" og dregur upp
mynd af því helsta sem gert hefur verið á
þeim vettvangi hér á landi undanfarna ára-
tugi. Tengsl skáldskapar og sannleika ber
einnig á góma í grein Helgu Kress, „Á
hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar".
Þar eru til mnfjöllunar fyrstu sögulegu
skáldsögurnar á íslandi, sögur Torfhildar
Hólm, og þær bornar saman við verk Hall-
dórs Laxness. Sigrún Pálsdóttir ritar grein-
ina „Bresk stjórnmál í ljósi íslenskrar
menningar" og skoðar hvernig íslensk sjálf-
stæðisbarátta og tengsl íslands við Dan-
mörku fléttuðust inn í breska stjórnmála-
umræðu. Magnús Stefánsson hefur um ára-
tugaskeið sinnt kirkjusögu og í greininni
„Staðir og staðamál" dregur hann saman öO
meginrökin fyrir túlkun sinni og reifar viö-
horf annarra fræðimanna til efnisins í gagn-
rýnu ljósi. Loks fjallar Ámi Heimir Ingólfs-
son um Þjóðhvöt Jóns Leifs og Alþingishá-
tíðina í greininni „Hetjur styrkar standa".
I Viðhorfum birtir Árni Björnsson þanka
um íslenskt þjóðerni og Ámi Heimir Ingólfs-
son og Torfi K. Stefánsson Hjaltalín bregð-
ast við fyrri skrifum í Sögu. í ritdómum
fjaOa 10 höfundar um 13 bækur.
Ritstjórar Sögu em Guðmundur J. Guð-
mundsson og Hrefna Róbertsdóttir. Útgef-
andi er Sögufélag.