Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Page 20
20
MIÐVEKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
21
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.ís
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Stutt þing en spennandi
Alþingi kom saman á ný í gær eft-
ir jólaleyfi. Þingiö verður stutt en
væntanlega snarpt enda þingkosn-
ingar í maí. Vegna kosninganna lýk-
ur þingi óvenju snemma, eða 14.
mars. Þessar fáu þingvikur munu
flokkarnir því nýta vel sem og ein-
stakir þingmenn. Mikið er í húfi.
Kosið verður samkvæmt nýrri kjör-
dæmaskipan. Óvissa um kosningaúrslit er því meiri en áður.
Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa skerpt stöðuna.
Samfylkingin hefur verið í sókn, Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð
haldið sínu en Vinstri-grænir hafa verið í vörn og einkum
Framsóknarflokkurinn. Kannanir hafa sýnt verulegt fylgistap
hans, jafnvel svo að óvíst sé um þingsetu flokksformannsins
sem flutti sig um set og fer nú fyrir flokki sínum í nyrðra
Reykjavíkurkjördæminu. Þar etur hann kappi við flokksfor-
mennina Davíð Oddsson og Össur Skarphéðinsson, að
ógleymdri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fráfarandi borgar-
stjóra.
Fyrsti þingdagurinn gaf forsmekkinn. Vinstri-grænir efndu
til utandagskrárumræðu um það mál sem mestum deilum veld-
ur í samfélaginu um þessar mundir, áformaðar stóriðjufram-
kvæmdir á Austurlandi. Andstæðingar framkvæmdanna mót-
mæltu á Austurvelli þegar þing kom saman og fólk var á pöll-
um vegna utandagskrárumræðunnar. Þótt fátt virðist koma í
veg fyrir Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði hafa and-
stæðingar stóriðjuframkvæmdanna ekki gefist upp. Halldór
Blöndal, forseti Alþingis, býst enda við að Kárahnjúkar og allt
það sem að þeim snýr verði helsta mál þessa stutta vorþings.
Hann bendir á að Vinstri-grænir eigi undir högg að sækja í
skoðanakönnunum og reiknar með að þeir sjái sóknarfæri í því
máli.
Eðlilegt er að línur flokkanna skerpist þegar svo skammt er
til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið fyrir ríkisstjórn-
um þrjú síðustu kjörtímabil, fyrst í samstarfi við Alþýðuflokk-
inn en hin tvö síðari með Framsóknarflokknum. Óhætt er að
segja að samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi um
flest verið farsælt og samband flokksformannanna byggt á
trausti. Góðæri og efnahagslegur uppgangur ríkti lengst af þótt
nokkur samdráttur hafi orðið seinni hluta þess kjörtímabils
sem nú er að ljúka. Augljós áherslumunur og afstaða formann-
anna til Evrópusambandsins hefur ekki skaðað stjórnarsam-
starfið.
Eftir svo langt samstarf væri þó ekki óeðlilegt að nokkurrar
þreytu gætti í samstarfinu en hafi sú verið raunin hafa atburð-
ir síðustu vikna frekar orðið til þess að ýta stjómarflokkunum
nær hvor öðram. Uppgangur Samfylkingarinnar í skoðana-
könnunum, klofningur R-listans í afstöðunni til ábyrgðar á
Landsvirkjun vegna Kárahnjúka og samstaða Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks í því máli auka líkur á samstarfi sömu
flokka eftir kosningar.
Á hinn bóginn gerir Samfylkingin sér eðlilega góöar vonir
um kosningaúrslitin. Flokkurinn mælist sterkur í skoðana-
könnunum. Þótt margir hafi orðið til að gagnrýna þátttöku
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í landsmálunum og brotthvarf
úr stóli borgarstjóra er enginn vafi á því að sú breyting styrk-
ir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. Formaður Sam-
fylkingarinnar stígur að nokkru til hliðar og samstaða er um
það innan flokksins að hún verði helsti talsmaður hans í kosn-
ingabaráttunni og forsætisráðherraefni. Ingibjörg Sólrún er
framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar og augljós keppinautur
Davíðs Oddssonar um ríkisstjómarforystu. Miðað við niður-
stöðu síðustu skoðanankannana er sá möguleiki fyrir hendi að
hægt verði að mynda tvegga flokka ríkisstjórn, án þátttöku
Sjálfstæðisflokksins.
Þótt þingið, sem saman kom í gær, verði stutt er víst að það
verður spennandi. Jónas Haraldsson
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
DV________________________Skoðun
Skipulögð offita
„Og sama ráð kann hver kjötframleiðandi. - Með stækkun fóðurskammta og fjölg-
un gjafa eykst fallþungi gripanna. Það er lítill munur á því að fita menn og skepn-
ur. Tilgangurinn sá sami: hámarksgróði framleiðandans.“
Besta kjarabótin
Ingólfur H.
Ingólfsson
félagsfræöingur,
rekstrarstjóri
Tryggingastofnunar
ríkisins
Kjallari
Innbyrðis hlutföll gjalda án sparnaðar Innbyrðis hlutföll gjalda með sparnaði
Mér finnst einhvern veg-
inn orðið tímabært fyrir
íslenskar fjölskyldur að
staidra við þegar horft er
til vaxandi skuldabyrðar
heimilanna og spyrja
hvort ekki sé hægt að
Matvörur
Drykkjarvörur og tóbak
Föt og skófatnaður
Rafmagn og hiti
Húsgögn og heimilisbúnaður
Heilsuvernd
Ferðir og flutningar
Tómstundir og menntun
Ýmsar vörur og þjónusta
Sparnaður/fjárfestingar
••
0
100.000 200.000 300.000 400.000
Heimild: Neyslukönnun Hagstofunnar 1995
" '
■
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Kjallari
Á nýafstöðnum Læknadög-
um var offita til umfjöllun-
ar enda er hún í vaxandi
mæli að verða viðfangs-
efni heilbrigðisþjónustu
vestrænna þjóða sem eru
að hlaupa í spik.
Kostnaður samfélagsins vegna af-
leiddra sjúkdóma hefur margfaldast
á skömmum tíma og meðferðarúr-
ræði eru fá og duga skammt. Einn
læknirinn orðaði það svo að stétt
hans væri farin að fást við afleiðing-
ar vandamáls sem væri ekki læknis-
fræðilegt í eðli sínu heldur þjóðfé-
lagslegt. Ofíita er lífsstílssjúkdómur,
orsakimar ofát og hreyfmgarleysi.
Og fólki er bent á að hafa hóf á
græðginni, éta minna, hreyfa sig
meira, annars sé það að draga úr
lífslíkum sinum og stytta ævina um
svo og svo mörg ár. Matarfikn er
álíka heilsuspillandi og tóbaksfikn
og áfengisfíkn.
Stóri skammturinn
En hvemig gat matur, sem að
sjálfsögðu er mannsins megin líkt og
í árdaga, orðið að útbreiddu fíkniefni
með tilheyrandi áþján og afmyndun
líkamans? Á Læknadögum var sögð
sagan af sælgætissalanum í Ameriku
sem fékk það verkefni að auka sölu á
snakki til bíógesta og kom með hug-
myndina um „stóra skammtinn“.
Þetta var á sjöunda áratugnum.
Samfara þvi að horfa á kvikmynd
var fólk lokkað til að troða sig út
með æ stærri skömmtum af poppi og
kók. Stórskammtamaðurinn var í
framhaldinu keyptur til McDonalds
til að markaðssetja BIG MAC með
frönskum. Og sama ráð kann hver
kjötframleiðandi. - Með stækkun fóð-
urskammta og fjölgun gjafa eykst
fallþungi gripanna. Það er lítill mun-
ur á því aö fita menn og skepnur. Til-
gangurinn sá sami: hámarksgróði
framleiðandans.
Meðvituð breikkun á raskati
1974 gaf Dagur Sigurðarson út bók
sem hét „Meðvituð breikkun á
raskati“. Þar sagði af kapítalista sem
hlóð undir sjálfan sig og óx mjög að
ummáli. Nú er komið á daginn að
ofilta er ekki bundin við kapit-
alistana sjálfa nema síður sé, hún
leggst frekar á lægri stéttir samfé-
lagsins. Þar sitja menn i súpunni og
hafa breyst í alidýr alþjóðlegra
skyndibitarisa sem flestir eru ættað-
ir írá Bandaríkjunum.
En eins og læknarnir á Læknadög-
um bentu á er ofát ekki eina orsök
offituvandans; hreyfingarleysi er
einnig um að kenna. Og aftur er kap-
ítalisminn og bandarískt hugvit að
verki, sú uppfinning sem flestir
elska, elsku bíllinn, sero tekur af
okkur það ómak að ganga.
Aktu - taktu og hlauptu í spik
Það að hætta að ganga hefur sínar
skuggahliðar. í Bandarikjunum hafa
vísindamenn komist að þeirri niður-
stöðu að besti vinur mannsins, bíll-
inn, hafi breyst í hættulegan og
heilsuspfllandi óvin. Það er ekki síst
vegna þess að frá því fyrir miðbik
síðustu aldar hafa borgir þar í landi
verið skipulagðar með tilliti til bUs-
ins á kostnað hins gangandi manns.
Önnur bUvædd lönd hafa farið í hjól-
forin.
Nær öll eðlUeg og lífsnauðsynleg
hreyfing hefur verið skipulögð burt
úr umhverfi bUaborgabúa. Gang-
stéttir og stígar þekkjast ekki í heUu
hverfunum. Börnum er ekið í skól-
ann, fiUlorðnir aka tU vinnu, fólk
ekur um langan veg í verslanamið-
stöðvar eftir daglegum nauðsynjum.
Sama gUdir um bíóferðir og aðra
skemmtun. Allt er farið á bU, líka í
likamsræktina þar sem fólk borgar
sérstaklega fyrir að fá að ganga og
hlaupa á staðnum.
Offitan er alþjóðlega markaðssett
skUgetið afkvæmi bUismans og
skyndibitans. Aktu - taktu og hlauptu
í spik. Hámarskgróði framleiðandans
verður banabiti neytandans.
fara aðra og árangursrík-
ari leið tii að sinna
neysluþörf og lífsgæðum
fjölskyldunnar heldur en
að strauja krítarkortið og
taka ián.
Það er ekki fráleitt að ætla að
rúmur þriðjungur ævitekna fari í
greiðslu vaxta og verðbóta af lánum
miðað við núverandi skuldabyrði
heimUanna og neyslumynstur. Ef
tekið er dæmi af fjölskyldu með 3
milljónir í árstekjur, 250 þúsund á
mánuði, og ætlað að tekjur hennar
verði svo í framtíðinni, myndu
greiðslur vaxta og verðbóta jafn-
gUda um 40 mUljónum af 120 millj-
óna króna ævitekjum.
Ef við hugsum þetta dæmi áfram
og samþykkjum að helmingur tekn-
anna fari í skatta og lögþvinguð
gjöld, eru 20 mUljónir eftir sem fjöl-
skyldan hefur tU frjálsrar ráðstöfun-
ar. Það gefur augaleið að þessi fjöl-
skylda gæti tvöfaldað æviráðstöfun-
artekjur sínar með því einu að losa
sig viö lánin eins hratt og kostur er.
Lán til tíu ára ...
Rekstur heimUisins er ekki ósvip-
aður rekstri fyrirtækja þegar kemur
að því að meta tekjur og gjöld og
áætla framtíðarskuldbindingar. Það
er t.d. óráðlegt að taka lán nema það
gefi af sér arð sem er að minnsta
kosti jafnmikUl og helst meiri en
lánið kostar. Þetta er augljóst en það
þýðir líka að heimUin ættu ekki að
taka neyslulán, og þá er ekki önnur
leið fær en að leggja fyrir tU þess að
fjárfesta síðar í neyslu. Ekki má
heldur gleyma að ársvextir, sem
venjulega eru gefnir upp þegar lán
er tekið, segja ekki alla söguna,
heldur þarf að taka lánstímann með
í reikninginn.
Hugsum okkur lán með einum
gjalddaga tU tíu ára á 10% vöxtum.
Áð loknum lánstimanum höfum við
greitt 100% en ekki 10% í vexti og
gott betur. Við skulum einnig hafa í
huga að vextir og verðbætur af
neyslulánum skerða verulega ráð-
stöfunartekjur heimUisins. Það er
minna eftir tU neyslu en annars
hefði verið. Lántaka hvetur einnig
tU óþarfa neyslu og er í raun íþyngj-
andi fyrir heimUið - við þurfum
ekki annað en að kíkja í geymsluna
eða bUskúrinn eða minnast greiðslu-
kortareikningsins tU þess að sann-
færast um það.
Stjórnlaus útgjöld
Útgjaldastýring er eitt af því sem
„Það er hægt að spara
þrátt fyrir erfiða skulda-
stöðu og því fyrr sem
menn byrja þeim mun
auðveldara verður
að vinda ofan af
skuldunum. “
fyrirtæki fást við og heimUin þurfa
einnig að ástunda. Hvemig er hægt
að réttlæta það fyrir fjölskyldumeð-
limum að tekjur heimUisins renni
stjómlaust út eins og vatn í gegnum
leka fötu. Bakkabræður áttuðu sig
að lokum á því að ekki dygði að
ausa með botninn suður í Borgar-
firði og því fyrr sem við áttum okk-
ur líka, þeim mun betra fyrir fjár-
haginn og heimUið.
Spamaður hefur ekki þótt áhuga-
verður en fjárfestingar þykja hins
vegar spennandi. Fjárfesting er ekki
möguleg nema tU komi spamaður
eða lántaka og lántaka er ekki væn-
legur kostur ef fjárfesta á í neyslu.
Ég hef heyrt marga segja að þeir geti
ekki sparað, ekkert sé afgangs af
mánaðarlegum tekjum, en halda þó
áfram að strauja krítarkortið og
taka lán.
Þetta er alltaf jafii einkennUegt
þegar haft er i huga að það er mun
dýrara að taka lán en leggja fyrir og
það tekur að jafnaði mun skemmri
tíma að leggja fyrir og fá vexti af
innstæðunni en það tekur að greiða
niður lánið sem tekið var í sama tU-
gangi. Það er hægt að spara þrátt
fyrir erfiða skuldastöðu og því fyrr
sem menn byrja, þeim mun auð-
veldara verður að vinda ofan af
skuldunum.
Sparnaður borgar sig
Það þarf ekki erfiða skuldastöðu
tU þess að spamaður borgi sig því
hann eykur raunverulegar ráðstöf-
unartekjur heimUisins. Ónefnd er
ánægjan af því að hafa stjóm á út-
gjöldunum í staðinn fyrir stressið og
vanlíðanina yfir að ná varla endum
saman. Skipulag á fjármálum heim-
Uisins getur eitt og sér aukið lífs-
gæði fjölskyldunnar.
Það er vissulega hægt að auka
ráðstöfunartekjur heimUisins með
þvi að auka einfaldlega tekjumar en
oft reynist auðveldara, farsæUa og
varanlegra að losa sig við skuldir,
stýra útgjöldunum og fjárfesta í
sparnaði. Það eru tU aðferðir tU að
ná þessum markmiðum sem eru í
rauninni besta kjarabótin.
Ummæli
Genagreining fótasveppa
„Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé aðallega
stundað af gömlum mönnum sem hafa orðið út undan í
samfélaginu og gera lítið annað en að rækta fótasveppi
og kíkja á hver er skyldur öðrum.“
Kári Stefánsson um ættfræöinga í viötali við Morgunblaöiö.
Allir Ögmundarnir
„Það fer vart á milli mála að nokkur hópur manna
hefur spUað rassinn úr buxunum í happdrættum og
spUakössum. En ýmsir aðrir hafa brennt sig á hluta-
bréfakaupum. Winston Churchill tapaði stórfé á banda-
rískum hlutabréfum við hrunið á hlutabréfamarkaði
árið 1929. Svo eru þaö fatagreifamir. Það er ekki
minna spennandi að sumra mati að koma út í nýjum
alklæðnaði og ekki víst að aUir séu jafn séðir í inn-
kaupum og bandaríska leikkonan Wynona Ryder - að
ógleymdum bUalánunum. Og ekki skal gera lítið úr
þeim sem ganga í vonlaust hjónaband og sitja uppi
með óhamingjuna þar tU aUt fer í loft upp eða þar tU
yfir lýkur, nema það fari saman. Próf í skólum eru oft
andstyggUeg og hafa stundum grætt þá sem fengu bara
2,5 og ekki síður hina sem stefndu einbeittir á 10 en
fengu bara 9,5. Svo eta menn yfir sig á hinum ýmsu
veitingastöðum og kaupa aUs kyns óhoUustu og sæl-
gæti hvar sem þeir komast í það.
Það er með öðrum orðum hægt að fara sér að voða
hvar sem er, hvenær sem og hvernig sem er. Ef menn
hlusta á aUa Ögmundana sem vUja banna happdrættin
og spUakassana, hvað banna menn þá næst?“
Vefþjóöviljinn á Andriki.is.
Skýring sama og samþykki?
„Kjararannsóknir sýna hvað eftir annað að konur
vantar á bUinu 20-30% launahækkun tU að hafa sam-
bærUeg laun og karlmenn. Sömu rannsóknir taka svo
tU við að „skýra“ og „leiðrétta" þennan mun með því
að taka tiUit tU annarra breytna sem geta haft áhrif. Er
þá réttara að tala um 8-11% „leiöréttan“ launamun?
[...] Hærri talan sýnir launamun sem hægt er að skýra
- en það þýðir ekki að á sama tíma þurfum við að sam-
þykkja hann því þó svo viö höfum skýringar á öUum
kynjabundnum launamun höfum við á sama tíma gert
of lítið tU að minnka hann.“
Svanborg Sigmarsdóttir á Kreml.is.
Hroki
„Furðulegt er það hins vegar hvemig sumir and-
stæðingar málsins bregðast við. Þrátt fyrir að stuðning-
ur almennings við málið sé augljóslega afgerandi leyfa
menn sér að tala þannig að þjóðarvUjinn sé andsnúinn
virkjuninni og álverinu. Þetta lýsir dæmalausum
hroka og fyrirlitningu á skoöunum meirihluta fólks.“
Einar K. Guöfinnsson á vef sínum.
Landlausir finna draumalönd
Fleiri tækifæri-farsælla mannlí
$
.
„Þeim sem misnotar forkosningar er ekki trúandi fyrir þingkosningum. Gömlu og
góðu gildin vantar nú í þennan flokk sem eitt sinn kenndi ungliðum sínum að
segja: Gjör rétt, þol ei órétt!“
Sjálfstæðisflokkurinn
stendur í fyrsta sinn and-
spænis jafnoka sínum í
pólitík frá því flokkurinn
var stofnaður.
Fram undan er hólmganga þar
sem brugðið getur tU beggja vona og
svipt flokkinn axlaskúfum. Maður
skyldi því ætla að flokkurinn þyrfti
að ná vopnum áður en honum lýst-
ur saman viö Samfylkinguna. En
því láni er ekki að fagna.
Þol ei órétt!
SjaUinn hefur ekki gætt sín á guð-
spjöUunum og flækt sig í nauða-
ómerkUeg kosningasvik norður í
landi sem hvorki eru grátleg né
hlægUeg og ekki einu sinni dónaleg.
Eftir stendur berstrípaður flokkur
sem getur ekki tekið á eigin vanda
þótt hann bjóðist tU að leysa vanda
þjóðarinnar. Þeim sem misnotar for-
kosningar er ekki trúandi fyrir
þingkosningum. Gömlu og góðu
gUdin vantar nú í þennan flokk sem
eitt sinn kenndi ungliðum sínum að
segja: Gjör rétt, þol ei órétt!
Misnotkun kjörgagna á víðavangi
er hrein og klár kosningasvik
hvemig sem á málið er litið og próf-
kjörsreglur flokksins leyfa varla
slika svikamyUu á almannafæri þótt
flóknar kunni að vera. Sjálfstæðis-
flokkurinn gjörði ei rétt og þoldi
órétt í þetta skipti. Flokknum
mistókst að leiðrétta kosningasvikin
og tryggja að sökudólgar fengju
makleg málagjöld. Og hvemig ætlar
flokkur þessi að stjóma dómsmálum
landsins í Amarhváli ef sök bítur
ekki lengur sekan í ValhöU?
Vilhjálmur finnur Vínland
Vilhjálmur EgUsson átti samúð
kjaUarahöfundar þangað tU hann
gekk á málann hjá formanni sínum
í Washington. Bitlingurinn í bank-
anum reyndist vera einnar próf-
kjörsmessu virði þrátt fyrir æsku-
drauma um einkarekstur og hvort
sem réttlætið í ValhöU eða ranglæt-
ið í Stykkishólmi helgaði messuna.
Eftir landflóttann sitja samherjar í
súpunni en svindlarar hrósa happi.
Og ekki nóg með það:
Maður hélt einhvem veginn að
starfsmaður Verslunarráðs treysti
frekar en aðrir á einkaframtakið en
léti ekki óprúttna flokksformenn
leysa pólitísk vandamál með ríkis-
sjóði. Hafi Vilhjálmi ekki borist at-
vinnutUboð inn um lúguna var hon-
um í lófa lagið að auglýsa í smáaug-
lýsingum DV eftir starfi. Landflótt-
inn tU Vesturheims staðefsti hins
vegar að þingheimur er áfram bor-
inn uppi af þreyttum búrókrötum
sem bíða vatnsgreiddir við ríkisjöt-
una. En ekki er öU sagan sögð:
Á sínum tima samdi Vilhjálmur
landlausi herbragðið Báknið burt
fyrir Samband ungra sjálfstæðis-
manna og var hugmyndin að draga
úr ríkisumsvifum. Seinna tók Frið-
rik Sophusson upp þetta slagorð í
aðventukosningunum 1979 og var
kosinn á þing ásamt HaUdóri Ás-
grímssyni. Síðan hefur Báknið burt
verið háðsglósa í Sjallanum og náði
hámarki þegar Friðrik fékk sjálfur
vinnu hjá Landsvirkjun. Báknið
burt étur áfram bömin sín og er
kjurt í flokknum.
Klofinn en hreinn
Eldri HeimdeUingum á borð við
kjaUarahöfund svíður að finna ekki
lengur drengskapinn í flokki Jó-
hanns Hafstein og Geirs HaUgríms-
sonar. Hvenær hefði tU að mynda
dr. Bjarni Benediktsson kysst á
vöndinn og heiðrað skálkinn í flokki
sínum? Vitaskuld hefðu þessir
gömlu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins
gengið með hreinan skjöld tU kosn-
inga þótt klofinn væri.