Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 DV íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________ Nanna Bjarnadóttir, Víkurbraut 30, Höfn. Sigurborg Siguröardóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. 85 óro__________________________ Ragnheiður BJarnadóttir, Dalbraut 18, Reykjavík. Vilhjálmur Oddsson, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfiröi. 75 ára__________________________ Baldvin Ársælsson, Fálkagötu 21, Reykjavík. Sigurveig Magnúsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 70 ára__________________________ Gunnlaugur R. Jónsson, Stekkjarhvammi 10, Hafnarfiröi. Ingibjörg Karlsdóttfr, Selvogsgötu 13, Hafnarfiröi. Magnús Sigurðsson, Hlíö, Tálknafiröi. 60 gra__________________________ Bára Pétursdóttir, Steinholtsvegi 11, Eskifirði. Jón Dan Jóhannsson, Rimasíöu 9, Akureyri. Rafn Kjartansson, Byggðavegi 134, Akureyri. Stelnunn Kristjana Jónsdóttir, Hverfisgötu 25, Siglufiröi. 50 ára__________________________ Birgir Benediktsson, Jakaseli 7, Reykjavík. Brynja Þ. Erlendsdóttir, Furulundi 13a, Akureyri. Grétar Ottó Róbertsson, Drápuhlíð 18, Reykjavík. Heiðar Halldórsson, Selvogsgrunni 8, Reykjavík. Heiðar Sigvaldason, Heiðargerði 3, Húsavík. Magnús Kristjánsson, Furuvöllum 7, Egilsstööum. Sigríður Einarsdóttir, Stífluseli 6, Reykjavík. Sigurður Guðnason, Háteigsvegi 52, Reykjavik. Terézia Holbicková, Réttarseli 7, Reykjavík. 40 ára_________________________ Gestur Ólafsson, Sólvöllum 6, Grindavík. Halibjörg Jónsdóttir, Ránarbraut 19, Skagaströnd. Harpa Hrönn Gunnarsdóttir, Vættagili 18, Akureyri. Helga Hólmfr. Gunnlaugsdóttir, Byggöavegi 136, Akureyri. Hulda Kristín Valgarðsdóttir, Fjaröarseli 20, Reykjavík. Jónína Ágústsdóttir, Hljóöalind 11, Kópavogi. Petra Bragadóttir, Suöurhúsum 13, Reykjavík. Ragnheiður Jónsdóttir, Vesturbergi 100, Reykjavík. Þröstur Valdimarsson, Keilufelli 33, Reykjavík. Örn Sævar Holm, Sunnubraut 21, Garöi. Halldór Hafliðason bóndi Halldór Haíliöason, bóndi i Ögri við ísafjarðardjúp, er sjötugur í dag. Starfsferill Halldór er fæddur á Garðstöð- um í ögurvík, ögursveit, 22.1. 1933, og ólst þar upp til 9 ára ald- urs en þá flutti fjölskyldan í Ögur. Hann gekk í barnaskóla í Ögri og síðan í unglingaskóla í Reykja- nesi. Halldór sinnti hefðbundnum bústörfum í uppvextinum og tók snemma á sig ábyrgð og skyldur í rekstri og verkstjórn búsins. Hann hefur alla tíð síðan búið í Ögri utan tvo vetur í Reykjavík árin 1965-66 þegar hann stundaði sjómennsku á síðutogaranum Júpíter hjá Útgerðinni Júpíter og Mars og starfaði um hríð í Sænska frystihúsinu sem stóð þar sem Seðlabankinn er núna. Hann tók við búinu í Ögri 1967 ásamt konu sinni og þau búa þar enn. Halldór sat í hreppsnefnd Ögur- hrepps í fjölmörg ár þar til hrepp- urinn sameinaöist öðrum. Var hreppstjóri sömuleiðis í íjölmörg ár og oddviti Ögurhrepps síðustu ár hreppsins. Hann var sóknar- nefndarformaður Ögurkirkju, sat í skólanefnd Reykjanesskóla, for- maður Búnaðarfélags Ögur- hrepps og sat fundi Búnaðarsam- bands Vestfjarða. Hann er í jarða- nefnd N-ísafjarðarsýslu og hefur verið í hlutastarfi hjá Flugmála- stjóm siðan 1963. Fjölskylda Halldór kvæntist 15.11. 1967 Maríu Sigríði Guðröðardóttur húsfreyju, f. 15.11. 1942, i Kálfavík í Ögursveit. Foreldrar hennar voru Guðrööur Jónsson og Guð- rún Guðmundsdóttir, bændur í Kálfavík. María Sigríður gekk í skóla i Reykjanesi, ísafirði, Reykjavík og í Húsmæðraskólanum, Staðarfelli í Dölum. Hún starfaði sem mat- sveinn á bát, sem ráðskona í Hvervík Reykjanesi og í Reykja- vík á árunum í kringum 1960, við fiskvinnslu í Bolungarvík, á sjúkrahúsinu ísaflrði. Hún hefur haft umsjón með húsi Landsbank- ans í Ögri síðustu ár og hefur enn. Böm: Halldór á einn son fyrir hjónaband, Ámunda Halldórsson, f. 14.5. 1957, móðir hans: Sigrún Ámundadóttir og maki hans er Margrét Traustadóttir, börn þeirra eru þrjú. Saman eiga Halldór og María sex börn: Halldór Halldórsson, f. 25.7. 1964, bæjarstjóri í ísafjarðar- bæ, kona hans er Guðfinna Hreið- arsdóttir og þau eiga fjögur börn; Leifur Halldórsson, f. 9.5.1967, lög- reglumaður á ísafirði, og hann á þrjú böm; Hafliði Halldórsson, f. 4.2. 1972, matreiðslumaður í Garðabæ, kona hans er Heiða Sig- urbergsdóttir og börn þeirra eru þrjú; Harpa Halldórsdóttir, f. 16.11. 1973, skrifstofumaður í Reykjavík, hennar maður er Ár- mann Magnússon og þau eiga eitt barn; Guðmundur Halldórsson, f. 8.3. 1977, háskólanemi Reykjavík, hans kona er Elísabet Guðrúnar- dóttir; Halla María Halldórsdótt- ir, f. 15.2. 1981, háskólanemi í Reykjavík. Systkini Halldórs: Lára, f. 17.11. 1930, fyrrum skrifstofumaður í Reykjavík; Guðríður, f. 25.12. 1934, d. 2.11. 1956; Ragnhildur, f. 19.7. 1937, húsmóðir á Höfn í Homa- firði; Erla, f. 25.12. 1940, vistmaður hjá Sjálfsbjörgu, Hátúni; Ása, f. 28.9. 1941, d. 8.11. 1998. Uppeldisbróðir er Guðmundur Haraldsson, f. 1934, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Halldórs: Hafliði Ólafsson, bóndi á Garðstöðum og Ögri, Þórðarsonar, bónda á Strandseljum, og Líneik Áma- dóttir, Jakobssonar, bónda í Ögri. Sjötugur Matthías Ingibergsson skipstjóri , $ \m % f - ýi. - Matthías Ingibergsson skip- stjóri, Strandvegi 43, Vestmanna- eyjum, er sjötugur í dag. Starfsferill Matthías fæddist í Vestmanna- eyjum 22.1. 1933 og ólst þar upp. Hann gekk í barnaskóla í Eyjum en tíu ára gamall missti hann móður sína og fór til sjós með föð- ur sínum á snurvoð þegar hann var á ellefta ári. Eftir fermingu fór hann á m/b Nönnu VE með Ósk- ari Matthíassyni, síðan á togar- ann Elliðaey VE og var á togurum í 22 ár og á bátum í 37 ár. Matthi- as stundaði síldveiðar, skelflsk- veiðar og veiðar með snurvoð, línu, net og troll. Hann var skip- stjóri á bátum í 23 ár. Fjölskylda Matthias kvæntist Steinunni Ingvadóttur. Þau skildu. Seinni kona hans er Gréta Magnúsdóttir. Matthías og Steinunn eignuð- ust tvær dætur: Árnýju Matthías- dóttur sem lést 1986 og hún lét eft- ir sig tvö böm: Hin er Karen Ingi- björg Matthíasdóttir, sem á þrjú börn og býr í Grindavík. Stjúpdóttir Matthíasar er Lilja Ósk Þórisdóttir og stjúpsynir Jó- hann Þórisson, forstjóri á Selfossi, Erlendur Þórisson skipstjóri, Garöi, og Magnús Þórisson, verka- maður í Reykjavík. Systkini Matthíasar: Guðjón Ingibergsson sjómaður, látinn, Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsmóðir, Vestmannaeyjum; Inga Ingibergsdóttir, látin, og Ámý Ingibergsdóttir, látin. Hálfsystur hans em tvær; Guðrún Ingibergs- dóttir húsmóðir, Vestmannaeyj- um, og Guðmunda Ingibergsdóttir húsmóðir, Reykjavík. Foreldrar Matthíasar: Ingiberg- ur Gíslason frá Eyrarbakka, skip- stjóri í Vestmannaeyjum, og Ámý Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyj- um, húsmóðir í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Stjúpmóðir Matthí- asar var Lovísa Guðmundsdóttir úr Gaulverjarbæ. Hún er látin. Jens Anton Tómasson, Hvassaleiti 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 10. janúar. Útförin hefur fariö fram I kyrrþey. Ágúst Nathanaelsson, Noröurbrún 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti 18. janúar. Bjarni Marinó Stefánsson, Lindargötu 63, Reykjavík lést á heimili sínu 18. janúar. Björn Guömundsson frá Grjótnesi lést á Landspítalanum viö Hringbraut 19. janúar. Guðmundur Jóhann Guðmundsson, eða Gvendur Jaki eins og hann var oft kállaður, var fæddur 22.1.1927 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Sólveig Jóhannsdóttir hús- móðir og Guömundur Halldór Guð- mundsson sjómaður. Guðmundur fékkst við ýmis verka- mannastörf 1941-1953 en gerðist þá starfsmaður Verkalýðsfélagsins Dags- brúnar og tók viö formennsku þess 1982. Hann var þjngmaður Reykjavík- ur fyrir Alþýðubandalagið 1979M987, formaður Verkamannasambands ís- lands 1975-1991 og sat í ótal nefndum og ráðum fyrir verkalýöshreyfinguna, m.a. samninganefndum VMSf og Dagsbrúnar og var fulltrúi ASf hjá Alþjóðavinnumálastofnun- inni í Genf 1986-91. Hann var í miðstjóm ASÍ Guðmundur J. Guðmundsson 980-88, í stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélag- ánna í Reykjavík frá 1954, í stjóm Verka- mannabústaða í Reykjavík 1974-82. Guð- mundur var borgarfulltrúi 1958-1962 og varaborgarfulltrúi 1962-64. Hann sat í mörgum nefndum hjá Reykjavikur- borg, meðal annars í hafnarstjórn 1962-82. Hann var einnig í stjómum SÁÁ og Vemdar. Guðmundur var kvæntur Elínu Torfadóttur, fóstru og kennara, f. 22.9. 1927. Böm þeirra: Gunnar Öm, Sólveig, Guðmundur Halldór og Elín Helena. Endurminningabækur um Guðmund J. Þær heita Jakinn - í blíðu og stríðu, 1989, og Baráttusaga, 1990, skráðar af Ómari Valdimarssyni. Guðmundur J. lést árið 1997. Anna Soffía Jóhannsdóttir, Hringbraut 86, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. janúar kl. 15.30. Guöni Sigvaldason veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju í dag, 22;janúar, kl. 10.30. Tómas Jónsson, Hafnarstræti 21,. Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 22. janúar, kl. 13.30. Guðni Baldur Ingimundarson, Langholtsvegi 96, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dág, 22. janúar, kl. 15. _ ; ; Guörún Sigurjónsdóttir, Ægislöu‘107, Reykjavík, veður jarösungin frá Fossvogskirkju 23. janúar kl. 13.30. ViðskÍDtabátlurinn Utvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viðskipti og efnahagsmál á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 (tlll )>((() (íluigaverðasta í heinii viðskipta í dag - það borgar sig að hlusta Landsbankinn msmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.