Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2003, Síða 25
25
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003
DV Tilvera
Diane Lane 38 ára
Leikkonan Diane Lane
á afinæli í dag. Þrátt fyr-
ir aö hafa verið megnið
af ævi sinni fyrir framan
kvikmyndavélina þá er
þaö fyrst nú sem hún er
að sjá árangur erfiðis
síns. Það er frammistaða hennar í Un-
faithful sem gerir það að verkum að hún
getur nánast gengið að óskarstilfnefn-
ingu í ár. Hún var sex ára þegar hún hóf
að leika á sviði og þrettán ára þegar hún
lék á móti Laurence Olivier í A Little
Romance, og hann sagði hana vera
næstu Grace Keliy. Þegar hún var 18 ára
birtist mynd af henni á forsíðu Time þar
sem sagði að hún yrði næsta stóra
stjaman. Síðan eru liðin 20 ár.
■ ..
Jf
"X
Gildir fyrir fímmtudaginn 23. janúar
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.):
I Ekki láta það fara í
' taugarnar á þér þótt
samstarfsfólk þitt sé
svartsýnt. Reyndu að
skapa betra andrúmsloft
í vinnunni.
Flskamlr(19. febr.-20. marsl:
í kringum þig er fólk
Isem þú gætir fengið
góð ráð hjá ef þú ein-
ungis gæfir þér meiri
tima til að hlusta á það.
Happatölur þínar eru 5, 12 og 36.
Hrúturinn (21. mars-19. acdUi
. Vinur þinn segir þér
'fréttir sem eiga eftir
að hafa mikil áhrif á
þig á næstunni. Þú
hefur möcið að gera í dag.
Happatölur þínar eru 1, 23 og 29.
Nautið (20. apríl-20. maí):
/ Forðastu óhóflega
eyðslu í dag og hugaðu
að fjármálimum. Þetta
V. -V er ekki besti timinn til
að gera tjáríéstingar.
Happatölur þínar eru 9,11 og 37.
Tviburarnlr (21. maí-21. iúní);
Vertu tillitssamur við
'vin þinn sem hefur
orðið fyrir óhappi eða
vonbrigðum. Gefðu
þér méiri tíma fyrir einkalifið.
Happatölur þínar eru 15, 16 og 28.
Krabbinn (22. iúní-22. íúid:
Vertu bjartsýnn varð-
| andi frama í vinnunni.
' Þú nýtur æ meiri
____ virðingar og fólk
treystir þér. Þér gengur vel að
vinna fram úr vandamálum.
Liónlð (23. iúli- 22. ágúst):
. Ástvinur þinn þarfnast
meiri athygli. Þú færð
hrós í vinnunni fyrir
vel unnið starf og
verður við það afar kátur.
Happatölur þínar eru 3, 7 og 26.
Mevlan (23, áaúst-22. seot.):
Reyndu að skipuleggja
daginn vel svo að þú
.komist yfir allt sem
þú þarft að gera og
náir einnig að slappa af seinni
hluta dagsins.
Vogin (23. sept-23. okt.):
^ Þú mætir góðvild og
jákvæðu hugarfari hjá
\ f vinum þínum í dag.
f f Þú nýtur þess að vera
í margmenni og kvöldið verður
ánægjulegt með fjölskyldunni.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.):
| Þú átt auðvelt með að
gera öðrum til geðs á
■vinnustað þínum í dag
og fólk kann vel að
meta starf þitt.
Happatölur þínar eru 3, 25 og 27.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.i
|Þér bjóðast óvenjulega
'mörg tækifæri í dag
í vinnunni en það
krefst þess hins
vegar að þú leggir töluvert á
þig og vinnir mikið.
Steingeltin (22. des.-19. ian.l:
Varaðu þig á þeim sem
sýna vinum þínum
óvirðingu. Líklegt er
að þú hittir fólk í dag
sem kemur þannig fram.
Happatölur þínar eru 4, 13 og 18.
Hljómsveitin Santiago tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin:
Með metnað í farteskinu
Bíógagnrýni
Laugarásbíó/Háskólabíó/Sambíóin - 8 Mile •k'k'i
Hilmar
Karlsson
Rappað í bílaborginni
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
„Mér finnst þetta mikiii heiður
og mjög spennandi,“ segir Jökull
Jörgensen, bassaleikari og texta-
höfundur hljómsveitarinnar Santi-
ago sem er tilnefnd til íslensku
tónlistarverðlaunanna sem
bjartasta vonin. Nafn hljómsveit-
arinnar er fengið úr bókinni
Gamli maðurinn og hafið eftir
Hemingway en gamli maðurinn
sem bókin fjallar um heitir Santi-
ago.
Jökull segist hafa verið viðloð-
andi tónlist frá því að hann var
smástrákur. „Ég var í þessum
hefðbundnu unglingahljómsveit-
um og bílskúrsböndum og spilaði í
Tónabæ og víðar. Ætli frægasta
hljómsveitin hafi ekki verið Exit
og hún varð aldrei neitt sérstak-
lega fræg.“
Dellan tók sig upp
Jökull segist hafa tekið sér langt
hlé frá hljómsveitastússinu þegar
hann nálgaðist tvítugt en alitaf
verið að plokka bassann heima
við. „Eins og gerist þá tók þessi
delia sig upp aftur hjá mér þegar
ég fór að eldrast. Mér finnst reynd-
ar algengt að það gerist hjá mönn-
um á mínum aldri sem voru í
hljómsveitum í gamla daga. í
framhaldi af þvi fór ég aö spila í
tríói með kassagítarleikurunum
Sævari Magnússyni og Samúel
Þórarinssyni. Við fórum fljótlega
að semja lög og eithvað af þeim
rataði inn á safndisk.“ Eitt þessara
laga, Heygðu mitt hjarta, er með
undirliggjandi indíánatakti og hef-
ur fengið mikla spilun í útvarpi.
„Eftir þvi sem metnaðurinn óx
fengum við fleiri til liðs við okkur
og eftir að Sigríður Eyþórsdóttir
söngkona og Birgir Ólafsson gítar-
leikari gengu í hljómsveitina
breyttist mikið.“
Að sögn Jökuls æxluðust málin
þannig að hann fór að spila meira
með Sigríði og Birgi. „Sævar og
Samúel hættu en Oddur Sigur-
bjömsson trommari og Ragnar
Emilsson gítarleikari komu inn og
við fórum að spila reglulega. Að
lokum ákváðum við að fara í hljóð-
ver og tókum upp löginn á Girl
sem kom út fyrir jól.“
Persónulegir textar
Þegar Jökull er spurður af
hverju textamir á Girl séu á
DV-MYND SIG. JOKULL
Fékk ungur áhuga á tónlist og textagerð
Jökull Jörgensen, bassaleikari og textahöfundur hljómsveitarinnar Santiago, segir aö þaö sé mikill heiöur fyrir
Santíago aö vera tilnefnd til tónlistarverðlaunanna. „Þaö veröur spennandi aö sjá hvernig þetta fer. “
ensku segist hann hafa verið und-
ir miklum þrýstingi að hafa þá á
íslensku. „En ég á amerískan foð-
ur, finnst ég vera í rétti,“ segir
Jökull og hlær. „Ég sem reyndar
bæði á ensku og íslensku en við
ákváðum að hafa textana enska að
þessu sinni en þeir verða á ís-
lensku.“ Jökull segir að Santiago
eigi nú þegar efni á næsta disk en
að hann viti ekki hvort hann kem-
ur út á þessu ári eða því næsta.
Jökull segist hafa mjög gaman
af því að skrifa og alltaf vera að
pára eitthvað hjá sér. „Ég hef
skrifað mikið af rökkursögum fyr-
ir böm og ljóð og vonast til að gefa
eitthvað af því út í framtíðinni.
George Harrison líkti ljóðagerð
við það að vera katólskur og ganga
til skrifta og ég er sammála hon-
um því fyrir mér er textasmíð
mjög persónuleg og ristir djúpt;
blóð, sviti og tár.“ Jökull segir að
sem textahöfundur hafi hann
fimdið sér góðan farveg í Santiago.
„Þetta eru frábærir tónlistarmenn
og því glæsilegt tækifæri fyrir mig
til að koma textunum á framfæri.“
Þegar Jökull er beðinn um ljóð
færist hann undan en gefur sig að
lokum og samþykkir að birta ljóð-
ið Eldsmiðurinn:
Nóttin fœrðist yfir bœinn
allir sváfu nema hann.
í smiðjunn gömlu úti við sœinn
saltur svitinn rann.
Blóörauð stundi glóð og hvœsti
er hamarfell og lamdi
eldur beit og klónum læsti
er smióur járnið tamdi.
Mildur svipur og augu sýna
huga hans og innri ró,
styrkur stálsins tekur aó dvína
en að lokum styrkist þó.
Nœmar eru og sterkar hendur
við konubrjóst og stál,
var hann okkur ofan sendur
eóa löngu liðin sál.
Undanfamar vikur hefur Santi-
ago spilað mikiö opinberlega og að
sögn Jökuls langar þá að heim-
sækja nokkra skóla í vetur og
spila fyrir krakkana. „Við höfum
svo sem ekki verið að trana okkur
fram en það er mikil alvara í
þessu hjá okkur og við ætlum að
halda áfram að spila.“
-Kip
Einn á báti
Eminem í hlutverki rapparans sem heyr baráttu á
mörgum vígstöðvum.
Það er ekki svo vitlaust að álíta,
eftir að hafa séð 8 Mile, að þeir sem
best fóru með rímur og slyngastir
voru að kveðast á hafi verið hinir
upphaflegu rapparar. Ég get til að
mynda alveg séð fyrir mér Flosa
Ólafsson á sínum yngri árum rappa
út frá sínum fræga texta, Það er svo
geggjað að geta hneggjað. Ekki vant-
ar hann hæfileikann til að kveðast á
og láta textann rima. Þetta er rifjað
upp hér vegna þess að bestu atriöin
í 8 Mile sýna rappara kveðast á í
keppni um það hver sé færastur í
þessari list. Það sem kemur á óvart
I þessum atriðum er hversu snilld
rapparanna er mikil þegar kemur
að því að láta textann ríma. Þarna á
textaþýðandi í nokkrum vandræð-
um en sleppur samt furðanlega vel í
gegnum þá orðaleiki sem eiga sér
stað á tjaldinu.
Fremstur meðal rappara nú er
Eminem. Hann er einnig undan-
tekning frá reglunni því hann er
hvítur, en segja má að svartir tón-
listarmenn hafi einokað rappið,
allavega í Bandaríkjunum. Eminem
hefur persónutöfra sem koma vel
fram í þessari mynd sem gerist í
Detroit fyrir um það bil tíu árum og
er lauslega byggð á ferli Eminems
sjálfs. Við fylgjumst með fátækum
dreng sem hefur meira vald á
enskri tungu, og þá sérstaklega
götumáli, en flestir félagar hans.
Hans draumur er að slá í gegn sem
rappari. Þetta er draumur fjöl-
margra pilta í Bandaríkjunum sem
flestir alast upp á götunni í um-
hverfi þar sem glæpir eru daglegt
brauð. Það er sjálfsagt þess vegna
sem flestir rapparar tengjast ein-
hverjum glæpaklikum og hafa
nokkrir þeirra
látiö lífið
vegna fortíðar
sem þeir hafa
ekki losnað
við, viljandi
eða óviljandi.
Jimmy eða
Rabbit, eins og
hann er kallað-
ur, reynir að
vera utan við
klíkurnar, á
sína vini sem
styðja hann í
einu og öllu.
Lifsbaráttan er
hörð og í þess-
um heimi verð-
ur aldrei kom-
ist hjá alvarlegum átökum. Jimmy
býr hjá móður sinni og ungri syst-
ur, vinnur í verksmiðju á daginn og
eyðir kvöldum á götunni. Hann hef-
ur hæfileikana og það vita vinir
hans sem mana hann að taka þátt í
rappkeppni þar sem hann er ekki
aðeins eini hvíti þátttakandinn,
heldur er hægt að tefja hvíta áhorf-
endur á fingrum annarrar handar.
Eminem hefur persónutöfra og
kemst vel frá hlutverki sínu, er
sannfærandi og bregst ekki þegar
reynir á tilfmningaþrunginn leik.
Spumingunni um hversu mikla
hæfileika Eminem hefur sem leik-
ari er ekki auðsvarað. Hann er að
leika persónu sem að stórum hluta
er hann sjálfur og hann er í um-
hverfi sem hann þekkir. Þegar svo
við bætist aö leikstjóri er Curtis
Hanson, sem nær yfirleitt því besta
út úr leikurum sínum, þá á Eminem
eftir að sanna sig stefni hann á það
að fara úr rappinu yfir í kvikmynd-
ir (Will Smith tókst það). Staðreynd-
in er samt sú að hann stendur sig
vel i stykkinu og er þungamiöjan í
myndinni. Hvað varðar myndina að
öðru leyti er fátt sem kemur á óvart.
Sagan um fátæka drenginn sem ríf-
ur sig upp úr slömminu er marg-
tuggin og rappið kemur ekki í veg
fyrir að sagan er gegnsæ að því leyt-
inu til. Eminem og Curtis Hanson
sjá svo til þess að allt er gert af mik-
illi fagmennsku og að engum leiðist
sem á annað borð er búinn að setja
sig í gír gagnvart tónlistinni.
Leikstjóri: Curtis Hanson. Handrit: Scott
Silver. Kvikmyndataka: Rodrigo Prieto.
Tónlist: Eminem. Aðalleikarar: Eminem,
Kim Basinger, Brittany Murphy og Mekhi
Phifer.