Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Page 4
20
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
Sport
Essódeild kvenna í handknattleik:
Stefnan sett á
heimaleikjarett
-- segir þjálfari Víkingsstúlkna
Víkingur sigraði KA/Þór mjög ör-
ugglega í Víkinni í gærdag í Esso-
deild kvenna í handknattleik. Loka-
tölur urðu 27-14. Víkingsstelpur tóku
forystuna strax í byrjun og er óhætt
að segja að þær hafi aldrei litiö til
baka.
Með Helgu Torfadóttur afar sterka
í markinu og liðsheildina mjög öfl-
uga gerði liöið í raun út um leikinn
áður en fyrri háMeik var lokið. Liðið
hélt sínu striki og slakaði ekkert á
klónni í síðari háifleik og munurinn
í leikslok því þrettán mörk. Norðan-
stelpur sáu í raun aldrei til sólar í
þessum leik en þær hafa oft strítt lið-
unum í efri hluta deildarinnar og náð
finum sprettum.
Inga Dís Sigurðardóttir var þeirra
langatkvæðamest með sex mörk,
Eyrún Gígja Káradóttir kom næst
með tvö mörk ásamt Mörthu Her-
mannsdóttur. Annars var þetta ein-
faldlega ekki dagur þeirra norðan-
stelpna. Helga Torfadóttir var mjög
góð í marki Víkingsstelpna en það
þykja nú ekki ýkja merkileg tíðindi;
það er sjaldan sem hún á slæman
leik. Guðbjörg Guðmannsdóttir var
mjög öflug í sókninni og skoraði níu
mörk.
Annars var liðsheildin afar sterk
eins og áður sagði og undir það tók
Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Vík-
ingsstelpna, þegar DV-Sport ræddi
við hann eftir leik. „Við byrjuðum af
krafti og það varð bara ekki aftur
snúið og segja má að þetta hefi verið
mjög þægilegt hjá okkur, þægilegra
en maður bjóst við fyrirfram. Ég var
mjög ánægður með liðið í heild sinni
og þetta var í fyrsta sinn í nokkuð
langan tíma sem stelpurnar unnu af
fullum krafti allan leiktímann. Það
var alveg sama hver kom inn á, hún
var alveg tilbúin í það sem hún átti
að gera. Stelpurnar eru nú famar að
uppskera eins og þær hafa sáð.“ Er
Andrés búinn að merkja sér eitthvert
sæti í deildinni, hvert er markmiðið?
„Nei,“ segir Andrés og glottir, „það
er alltof mikið eftir af mótinu til þess
að velta fyrir sér einhverju sæti en
stefnan er auðvitað að fá heima-
leikjaréttinn því hann getur skipt
sköpum," sagði Andrés.
Hlynur Jóhannsson, þjálfari
Haukar-ÍBV 27-25
0-1, 1-5, 2-6, 4-10, 6-10, 8-11, 13-14,
(14-15), 16-15, 17-17, 20-17, 24-20, 24-24,
27-25.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Hanna G.
Stefánsdóttir 14/6 (18/7), Sandra Anulyte
3 (3), Inga Fríða Tryggvadóttir 3 (3),
Tinna Halldórsdóttir 3 (10), Ingibjörg
Karlsdóttir 1 (1), Sonja Jónsdóttir 1 (4),
Harpa Melsteð 1 (6), Nina Björnsdóttir 1
(10).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Hanna
3, Sonja 1).
Vitanýting: Skoraö úr 6 af 7.
Fiskuó viti: Inga Fríða 2, Harpa 2, Tinna
Hanna, Sandra.
Varin skot/viti (skot á sig): Lukrecija
Bokan 9/1 (29/3, eitt víti í stöng, hélt 4,
32%), Bryndís Jónsdóttir 3 (9/1, hélt 2,
33%).
Brottvisanir: 12 mínútur.
Dómarar (1-10):
Brynjar Einarsson
og Vilbergur
Sverrisson (4).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 141.
Ðest á vellinum
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar
ÍBV:
Mörk/víti (skot/viti): Anna Yakova 8
(14), Alla Gorcorian 5/3 (11/5), Ingibjörg
Jónsdóttir 4 (4), Elísa Sigurðardóttir 3
(4), Sylvia Strass 2 (5), Birgit Engi 1 (1),
Ana Perez 1 (1), Þorsteina Sigurbjörns-
dóttir 1 (2), Björg Helgadóttir 0 (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 6
(Ingibjörg 2, Elísa 2, Yakova, Engi).
Vítanýting: Skoraö úr 3 af 5.
Fiskuö viti: Ingibjörg 4, Sylvia 1.
Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís
Sigurðardóttir 18 (45/6, 1 víti í stöng,
hélt 6, 40%).
Brottvísanir: 6 mínútur.
Þórs/KA, sagði leikinn hafa verið
erfiðan fyrir sitt lið: „Við virðumst
aldrei eiga góðan leik þegar Helga
Torfadóttir stendur í markinu. Það
virðist ekki vera nein trú hjá mínum
stelpum á að geta skorað hjá henni
og það er erfitt við að eiga. Þetta var
erfitt strax frá byijun og við náðum
einfaldlega aldrei neinum takti í okk-
ar leik. Það setti líka strik í okkar
reikning að þær áttu að spila við ÍBV
á fóstudaginn en sá leikur fór ekki
fram og á sama tíma spiluðum við
mjög erfiðan leik á móti Gróttu/KR.
Hins vegar vil ég ekkert vera að af-
saka slappa frammistöðu liðsins í
dag því auðvitað er Vikingsliðið mun
sterkara en við en svona er staðan
einfaldlega hjá okkur. Við verðum þó
bara að horfa björtum augum fram á
veginn, bíta á jaxlinn og vona það
besta. Efniviðurinn er til staðar og
við eigum að geta gert betur en hér í
dag,“ sagði Hlynur. -SMS
Víkingur-KA/Þór 27-14
Vikineur:
Mörk: Guöbjörg Guömannsdóttir 9,
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir 4,
Steinunn Þorsteinsdóttir 3, Guörún Drífa
Hólmgeirsdóttir 3, Helga Birna
Brypjólfsdóttir 2, Helga Guðmundsdóttir
2, Geröur Beta Jóhannsdóttir 2, Ásta
Björk Agnarsdóttir 1, Anna Kristín
Ámadóttir 1.
Brottvísanir: 10 mínútur.
KA/Þór:
Mörk: Inga Dís Siguröardóttir 6, Martha
Hermannsdóttir 2, Eyrún Gígja
Káradóttir 2, Ásdís Sigurðardóttir 1, Erla
Tryggvadóttir 1, Katrin Vilhjálmsdóttir
1, Þóra Hjaltadóttir 1.
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Anton Gylfi
Pálsson og Hlynur
Leifsson (8).
Gϗi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 80.
Best á vellinum:
Helga Torfadóttir, Vikingur
Fram-FH 20-22
0-2, 1-4, 4-4, 6-8, 8-10 (11-10), 11-11,
12-13, 14-13, 14-16, 17-19, 20-21, 20-22.
Fram:
Mörk/viti (skot/viti): Katrín Tómasdótt-
ir 1/6 (22/6), Guörún Þóra Hálfdánardótt-
ir 5 (9), Linda Hilmarsdóttir 2 (10), Anna
M. Sighvatsdóttir 1 (2), Rósa Jónsdóttir 1
(5), Ásta B. Gunnarsdóttir (2), Sigurlín
Freysteinsdóttir (2), Þórey Hannesdóttir
(2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Rósa).
Vítanýting: Skoraö úr 6 af 6.
Fiskuó víti: Guörún 2, Sigurlín, Ásta,
Eva Hrund Harðardóttir, Anna.
Varin skot/víti (skot á sig): Guörún
Bjartmarz 15 (37/2, hélt 5, 41%).
Brottvisanir: 2 mínútur.
Dómarar (1-10):
Ingi Már Gunnars-
son og Þorsteinn
Guönason (7).
GϚi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 35.
Best á vellinum:
Dröfn Sæmundsdóttir, FH
FH:
Mörk/viti (skot/viti): Dröfn Sæmunds-
dóttir 7/2 (8/2), Harpa Vifilsdóttir 4 (8),
Sigrún Gilsdóttir 2 (3), Bjarný Þorvarðar-
dóttir 2 (3), Berglind Björgvinsdóttir 2 (6),
Björk Ægisdóttir 2 (8), Sigurlaug Jóns-
dóttir 1 (1), Jolanta Slapikiene 1 (1), Jóna
K. Heimisdóttir 1(2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Harpa,
Berglind).
Vítanýting: Skoraö úr 2 af 2.
Fiskuö víti: Berglind 2.
Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta
Slapikiene 12 (28/5, hélt 4, 43%), Kristín
Guðjónsdóttir 4 (8/1, hélt 3, 50%.
Brottvísanir: 6 mínútur.
DV
Guörún Helga Tryggvadóttir i KA Pór reynir hér aö stoöva Stemunni
Porsteinsdottur. leikmann Vikings DV-mynd E.ÓI
.
Sögulegur hörkuleikur á Ásvöllum í Hafrjarfirði:
Fyrsta tap IBV
- rautt spjald eftir 40 sekúndna leik til handa þjálfara ÍBV
Það vantaði ekki lætin þegar
Haukar tóku á móti toppliði ÍBV í
gærdag og átti eftir að ganga á ýmsu
áður en flautað var til leiksloka. Oft
og tíðum var meira um að vera í
stúkunni en á veflinum þar sem bú-
ið var að senda þjálfara og leikmenn
upp í stúku með rautt spjald og þá
var einn áhorfandi fluttur burt með
valdi. Eftir finan handboltaleik
unnu Haukar frækinn sigur, 27-25,
og þar með tapaði ÍBV sínum fyrsta
leik i vetur.
Fólk á Ásvöllum var að koma sér
fyrir þegar fjörið byrjaði strax eftir
40 sekúndur en þá fékk Unnur Sig-
marsdóttir, þjálfari ÍBV, að líta
rauða spjaldið fyrir að fara inn á
völlinn þegar Anna Yakova meidd-
ist eftir að hafa skorað fyrsta mark
leiksins. Dómarar leiksins höfðu
ekki gefið Unni leyfi til að hlúa að
Önnu og tóku ekki eftir því að Unn-
ur hafði stigið inn á en ritari leiks-
ins lét þá svartklæddu vita og fékk
Unnur þvi rautt spjald og einn leik-
maður ÍBV varð að yfirgefa völlinn
í tvær mínútur.
Vestmannaeyingar voru ekki
hressir með þessa niðurstöðu og
urðu mikil læti. Dómarar leiksins
og ritaraborðið þurftu að gera at-
hugasemdir um það meðan á leik
stóð hvar Unnur sat í stúkunni og
sjá til þess að hún væri ekki að
stjóma liðinu og eins og áður segir
þá var oft meira um að vera á pöll-
unum en á vellinum. Einfaldast
væri að breyta reglunni þannig að
þjálfarar þyrftu að yfirgefa salinn
til að koma í veg fyrir svona uppá-
komur þar sem Unnur var látin
færa sig ofar í stúkuna til að hún
gæti ekki kallað á leikmenn sína.
Leikmenn ÍBV voru þvi þjálfara-
lausir allan leikinn en Erlingur Ric-
hardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV,
settist á bekkinn í seinni hálfleik til
að hjálpa til.
Þetta atvik hafði þó ekki áhrif á
spilamennsku liðsins í byrjun því
ÍBV byrjaði leikinn sterkt og var
staðan 4-10 um miðjan fyrri hálf-
leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir hélt
Haukum inni í leiknum i fyrri hálf-
leik og sá til þess að ekki munaði
nema einu marki í hálfleik, 14-15,
með því að skora 10 fyrir hlé.
Haukar náðu síðan undirtökunum í
byrjun seinni hálfleiks en gestimir
náðu að jafna í tvígang, fyrst 17-17
og síðan 24-24 þegar tæpar fjórar
mínútur voru eftir. Þá komu þrjú
mörk i röð hjá Haukum sem gerðu
út um leikinn og Haukar urðu því
fyrsttr til aö sigra ÍBV í vetur og var
sigrinum fagnað vel og innilega.
Hanna átti enn einn stórleikinn og
Inga Fríða Tryggvadóttir og Sandra
Anulyte voru traustar. Aðrir leik-
menn liðsins geta betur.
Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari
ÍBV, var ekki hress með fyrsta tap
liðsins í vetur. „Anna meiddist
strax í upphafi og ég ætlaði að hlúa
að henni þar sem ég hélt að leikur-
inn væri stopp en tímavörðurinn
stoppaði ekki tímann. Ég hélt að
það væri hans skylda að stoppa tím-
ann þegar leikmaður meiddist. Eftir
að ég fékk rautt frá skelfilegum
dómurum leiksins var eins og ég
væri í fangelsi því starfsfólk húss-
ins vaktaði mig eins og fanga. Síðan
var mér hótað banni af tímaverði ef
ég héldi mig ekki á mottunni í
stúkunni. Stelpumar stóðu sig vel
og vora betri aðilinn í fyrri hálfleik.
Ég er ekki vön að tjá mig um dóm-
gæsluna en hún var skelffleg í þess-
um leik og þetta dómarapar er
skelfllegt." -Ben
FRAM-FH í Essódeild kvenna í handknattleik:
Herslumuninn vantaði
FH náði sér í tvö stig gegn
ákveðnu liði Framara i gærkvöld,
22-20. Framstúlkur vora greinilega
ákveðnar í að selja sig dýrt í þess-
um leik eftir dýrkeypt tap gegn
Fylki/ÍR á föstudag á meöan FH-
ingar voru værukærir eftir að hafa
átt góðan leik gegn Haukum. FH-
stúlkur létu hins vegar finna fyrir
sér í seinni hálfleik og náðu að
knýja fram sigur.
Leikurinn byrjaði fjörlega með
miklu skori. FH-ingar náðu undir-
tökunum og komust í 4-1 eftir fjór-
ar mínútur en Framarar minnkuðu
muninn fljótt og voru aldrei langt á
eftir þeim eftir það. Um miðjan fyrri
hálfleik var eins og slökkt hefði ver-
ið á FH-stúlkum í sókninni og nýttu
þær aðeins eina af síðustu 17 sókn-
um sínum í fyrri hálfleik. Framarar
nýttu sér það ekki til fulls en
komust þó yfir fyrir hálfleik, 11-10.
Seinni hálfleikur var jafn lengst
af en FH-ingar ætluðu greinilega
ekki að endurtaka leikinn frá því í
fyrri hálfleik og náðu hægt og ró-
lega undirtökunum. Ógnunin í
sókninni dreifðist á fleiri leikmenn
FH en hjá Fram og undir lokin tókst
vöm FH betur að brjóta á bak aftur
sóknarlotur Framara og tryggja sér
sigur þótt þær færa sjálfar oft illa
að ráði sínu í sókninni.
Dröfn Sæmundsdóttir var fremst
í flokki í annars jöfnu liði FH sem
átti í heild fremur slakan dag. Hjá
Fram voru Katrín Tómasdóttir,
Guðrún Hálfdánardóttir og Guðrún
Bjartmarz bestar.
-HRM