Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Side 6
22
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
HANDBOlTiy Mf
DV
Patrekur Jóhannesson:
Hvað var hægt
að gera betur?
„Ég veit hvað
maður á að segja
eftir svona leik
en þetta var að
minnsta kosti fln
æfing. Mér
fannst við leysa
þennan leik
ágætlega og svo
getur maður
spurt sig hvað hægt sé að gera bet-
ur. Maður hugsar um það þegar
maður leikur gegn svona liði hvað
fyrirkomulagið á keppninni er
furðulegt á meðan þjóðir eins og
Norðmenn og Sviss eru ekki með
vegna þess að álfumar eiga trygg
ákveðin sæti,” sagði Patrekur Jó-
hannesson í samtali við DV eftir
leikinn við Katar.
„Maður sá strax hvernig lið þetta
var en þeir hvíldu sína bestu menn
fyrir leikinn gegn Grænlendingum.
Aðalatriðið í mínum huga var að
klára leikinn og það var gott að eng-
inn meiddist. Það er ekki auðvelt að
leika leik sem þennan en einbeting-
in veröur að vera í lagi þegar mað
veit að andstæðingurinn er mun
lakari,” sagði Patrekur. -JKS
Einar Þorvarðarson:
Við unnum
okkar vinnu
„Þessi leikur
þróaðist með
þeim hætti sem
ég átti von á en
þeir voru að ein-
hverju leyti að
hvíla sína menn.
Katarar voru
með hugann við
leikinn við
Grænlendinga þar sem þeir verða að
leggja allt undir. Þetta var ekki góð-
ur leikur en viö getum sagt að hann
hafi verið skylduvinna. Ég er
ánægðustur með það að við höfum
ekki verið að leika illa í mótinu til
þessa,” sagði Einar Þorvarðarson,
aðstoðarþjálfari íslenska landsliðs-
ins, við DV eftir leikinn.
„Það er ósköp lítið hægt að segja
um svona mótherja en liðið hélt að
mestu einbeitingunni og það var
gott. Við unnum okkar vinnu, þetta
var nóg og við emm öraggir í milli-
riðil með tvö stig. Það er það sem
skiptir öllu máli en Katarar era meö
fleiri betri einstaklinga en t.d. Ástr-
alar,” sagði Einar.
--------------------=3KS
Róbert Sighvatsson:
Rólegt og
þægilegt
„Þetta var ró-
legt og þægilegt
og léttur leikur i
alla staði. Það er
hættan, þegar
leikið er gegn lak-
ari andstæðingi,
að missa sig en
það gerðist ekki
og liðið var á tánum allan tímann.
Mér finnst það líka sýna vissan styrk
að við kláraðum leikinn með góðum
mun sem mér finnst jákvætt,” sagði
Róbert Sighvatsson landsliðsmaður
við DV eftir leikinn á móti Katar.
„Katarar virtust ekki taka þennan
leik alvarlega og vora greinilega með
hugann við leikinn á móti Græn-
lendingum. Mér fmnst best að þessi
leikur er að baki og við getum farið
að hugsa um næstu verkefni. Þau
verða mun erfiðari en þetta,” sagði
Róbert Sighvatsson. -JKS
Sádi-Arabi
rekinn
heim
Einn leikmaður Sádí-Araba var
sendur heim eftir leikinn gegn Ung-
verjum sl. fimmtudag. Hann lenti í
áflogum við samherja sinn í miðjum
leik en þeim hafði orðið sundur-
orða. Forsvarsmenn tóku síðan þá
ákvörðun eftir leikinn að senda
annan þeirra heim með skömm.
Leikmenn Sádanna voru ekki
ánægðir með skrif landa síns frá mót-
inu og létu íþróttafréttamanninn
heyra það. Vakti þessi uppákoma
mikla athygli og var leikmönnum liðs-
ins hótað refsingu ef svona atburður
endurtæki sig. -JKS
Ekki var hún rismikil, viðureign
íslendinga og Katara á heimsmeist-
aramótinu i handknattleik í Viseu
sl. laugardag. Islendingar gjörsigr-
uðu Katara með tuttugu marka
mun, 42-22, en i hálfleik var staðan
24-9. Leikurinn var leiðinlegur á
að horfa en yfirburðir íslenska liðs-
ins voru algjörir allan leikinn eins
og lokatölur hans gefa glöggt til
kynna. Sigfús Sigurðsson tók ekki
þátt í leiknum en stigið hafði verið
ofan á ristina á honum í leiknum
gegn Portúgal. Hún bólgnaði upp
og var engin áhætta tekin með að
láta hann leika gegn jafn veikum
andstæöingum og Katarar eru. Með
þessum sigri var annað sætið í B-
riðlinum endanlega tryggt en Þjóð-
verjaleikurinn skar úr um hvor
þjóðin hreppti fyrsta sætið.
íslendingar skoruðu sjö fyrstu
mörkin og Katarar skoruðu ekki
fyrsta markið fyrr en átta mínútur
voru liðnar af leiknum. Bilið
breikkaði síðan jafht og þétt. ís-
lendingar þurftu ekki að hafa mik-
ið fyrir leik sínum í hálfleiknum
því mótspyma Katara var lítil.
Þjálfari liðsins ákvað að hvíla þrjá
lykilmenn fyrir leikinn gegn Græn-
lendingum i þeirri von að komast
áfram upp úr riölinum sem fjórða
lið.
I síðari hálfleik skipti Guðmund-
ur Hrafiikelsson viö Roland Val
Eradze en það reyndist skammgóð-
ur vermir fyrir Roland því hann
þurfti að yfirgefa völlinn eftir að-
eins fimm mínútna leik. Hann fann
fyrir eymslum í nára sem kom
fyrst upp á æfingu liðsins á föstu-
dag. Guðmundur var því kallaður í
markið á nýjan leik.
íslenska liðið missti á köflum
einbeitinguna og leikmönnum
brást bogalistin, oft í dauðafærum.
Það kom þó ekki í veg fyrir yfir-
burðasigur í þessu skylduverki
sem aldrei var skemmtilegt á að
horfa.
Allir leikmenn á leikskýrslu
fengu að spreyta sig og vegna
meiðsla Sigfúsar fékk Gunnar Berg
Viktorsson að spreyta sig í sínum
fyrsta leik í keppninni. Gunnar
Berg náði sér ekki á strik í leikn-
um og var eini útileikmaðurinn
sem náði ekki að skora þrátt fyrir
nokkur afbragðsfæri en markvörð-
ur Katara sá við honum í öll skipt-
in.
Gústaf Bjamason lék einna best í
íslenska liðinu og skoraði nokkur
falleg mörk í öllum regnbogans lit-
um úr hominu. Hann gerði átta
mörk og lék lítið með í síðari hálf-
leik. Línuvinnan hvildi öll á Róbert
Sighvatssyni sem stóð sig vel og
var með góða skotnýtingu. Róbert
hefur komist ágætlega frá sínu í
mótinu og virðist vera í mun betra
formi en á Evrópumótinu í Svíþjóð
í fyrra.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari ákvað eins og von
var að hvíla menn mikið enda var
mikilvægm- leikur við Þjóðverja
daginn eftir. Ólafur Stefánsson lék
til að mynda ekkert með í síðari
hálfleik. Mönnum var almennt létt
þegar þessum leik var lokið enda
örugglega. leiðinlegur að leika,
hvað þá að horfa á hann. -JKS
-- þegar íslendingar lögöu Katara meö 20 marka mun
Þjóðverjar fóru á kostum
- sýndu mikinn styrk gegn Portúgölum
Þýska landsliðið i handknattleik
fór hamforum gegn Portúgölum í
B-riðli á heimsmeistaramótinu í
handknattleik i Viseu á laugardag-
inn var. Þýska liðiö sigraöi, 37-29,
i hálfleik var staöan 15-9. Þjóðverj-
ar hófu leikinn með látum og
geröu fyrstu þrjú mörkin en Portú-
galar náðu aö jafna, 4-4. Lengra
komust þeir ekki því Þjóðverjar
tóku leikinn gjörsamlega í sínar
hendur og Portúgalar sáu eftir það
aldrei til sólar. Þjóöverjar náöu
níu marka forystu, 25-16, og léku á
als oddi á þessum tíma.
Portúgalar gáfust hreinlega upp,
virkuðu þreyttir og ollu heima-
mönnum miklum vonbrigðum.
Hennig Fritz, markvörður Þjóð-
verja, átti sannkallaðan stórleik og
varði 22 skot. Florian Khermann
lék einnig vel og skoraði 11 mörk
og Stefan Kretzschmar gerði 8
mörk. Þýska liðið er ekki árenni-
legt þegar það nær sér á strik. Svo
viröist sem allur vindur sé úr
portúgalska liðinu eftir töpin gegn
íslendingum og Þjóðverjum.
Meiðsl hafa einnig sett strik í
reikninginn hjá þeim en ekkert af-
sakar baráttuleysi liðsins í þessum
leik.
Carlos Resende var markahæst-
ur og skoraði sjö mörk. Carcia
Guesta, þjálfara Portúgala, var
ekki skemmt í leikslok og sagöi
hann leikinn mikil vonbrigði. „Það
er ekki öfundsvert verkefni að
berjast við þýska liðið í þessum
ham. Þegar þeir náðu fimm marka
forystu var þetta búið. Við lékum
betur í síðari hálfleik en vömin
náði sér að sama skapi ekki á
strik,” Guesta.
Heinar Brand, þjálfari þýska
liðsins, sagðist alls ekki hafa átt
von á að leikurinn þróaðist með
þessum hætti. „Viö vorum að leika
geysilega vel og ég er virkilega
ánægður með liöið. Þetta var einn
besti leikur liðsins lengi undir
minni stjóm,” sagði Heiner Brand.
-JKS
Rislítil
m
ALLZJZ&r* Við 9 Kandboíta J^port