Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Page 22
38
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
Sport unglingar
DV
Annaö íslandsmót vetrarins í 5. flokki karla:
-ingar öflugir
- og unnu annaö mótið í röð sem fram fór á heimavelli þeirra í Austurbergi
Úrslit á öðru ís-
landsmóti 5.
flokks karla
Úrslit A-liöa:
ÍR-Stjaman................23-10
ÍR-KA ....................20-12
ÍBV-ÍR ....................9-22
ÍR-Rram ..................18-10
ÍR-FH ....................16-13
ÍR-Þór....................19-11
Þór-UMFA..................16-11
HK-Þór.....................10-9
Grótta-Þór................12-15
Víkingur-Þór..............14-15
Grótta-Fjölnir.............21-1
Grótta-Víkingur ..........14-10
Valur-Grótta..............12-20
Grótta-UMFA ..............20-14
FH-Grótta.................13-14
FH-Fram...................13-11
Haukar-FH..................9^10
FH-Selfoss.................19-8
KA-FH.....................13-18
KA-tBV....................19-11
KA-Stjaman ...............14-13
KA-Fram...................16-15
KA-Vikingur...............16-15
Vikingur-Valur ...........13-10
Víkingur-Fjölnir...........21-9
Víkingur-UMFA ............16-12
Selfoss-Fram..............16-18
Fram-Haukar ..............11-10
Fram-UMFA ................18-10
UMFA-HK...................16-13
Víkingur-UMFA ............16-12
UMFA-HK...................16-13
HK-Fylkir...................5-0
Haukar-Selfoss ............19-4
Fjölnir-Valur.............11-16
Stjaman-ÍBV...............13-12
Lokastaða A-liða:
1. ÍR
2. Þór
3. Grótta
4. FH
5. KA
6. Víkingur
7. Fram
8. UMFA
9. HK
10. Haukar
11. Valur
12. Stjaman
13. ÍBV
14. Selfoss
15. Fjölnir
16. Fylkir (skráði sig úr móti)
í 5. flokki karla í handbolta eru
spiluð fimm mót á hverjum vetri -
þrjú íslandsmót og tvö deildarmót.
Sigurvegari er þó krýndur í hverju
móti fyrir sig með verðlaunum og
tilheyrandi en það lið sem síðan
vinnur Islandsmeistaratitilinn sjálf-
an er það lið sem nær bestum ár-
angri samanlagt í íslandsmótunum
þremur. Hið sama er upp á teningn-
um í deildarmótunum.
Um síðustu helgi fór fram í
íþróttahúsinu Austurbergi annað ís-
landsmót vetrarins og voru 16 lið
skráð til keppni að þessu sinni en
lið Fylkis dró sig fljótlega úr keppni
þar sem knattspymumót fór fram á
sama tíma á Árbænum og er það
miður þegar aöstandendur þessara
íþrótta geta ekki séð til þess að ekki
sé verið að keppa á sama tíma i
þessum tveim íþróttagreinum þar
sem margir iðkenda eru í háðum
íþróttagreinum og neyðast því til að
velja og hafna.
rÍR-ingar í sérflokki
Heimamenn í ÍR virðast vera með
sterkasta liðið um þessar mundir en
þeir unnu alla leiki sína með
nokkrum yfirburðum. Leikur þeirra
gegn Þór, sem varð í öðru sæti á
mótinu, varð til að mynda aldrei
spennandi því þar sigruðu heima-
menn, 19-11.
Ame Karl Wehmeier átti marga
stórleiki fyrir ÍR-inga um helgina
en einnig áttu ívar Ingólfsson og
Andri Heimir Friðriksson góða
spretti. Þetta ÍR-lið verður ekki
auðunnið á næstu mótum og ljóst að
' þama er á ferð mjög efnilegt lið sem
gaman verður að fylgjast með á
komandi ámm.
Þórsarar sterkir
Lið Þórs frá Akureyri stóð sig frá-
bærlega á mótinu og varð í öðru
sæti. Það tapaði aðeins gegn ÍR og
svo í dramatískum leik gegn HK.
Mesta baráttan var þó í leiknum
gegn Gróttu, sem varð í þriðja sæti,
en þar höfðu Þórsarar þriggja
marka sigur eftir mikinn hasar.' Ar-
on Gunnarsson fór mikinn í liði
Þórs og skoraði meðal annars 8
mörk gegn Gróttu. Einnig lék Jón
Ámason vel í liði norðanmanna
sem eiga vafalítið eftir að velgja ÍR-
ingum undir uggum í næstu
tveimur mótum.
Grótta á uppleiö
Lið Gróttu frá Seltjamamesi
sýndi góða takta á mótinu og tapaði
aðeins einum leik á mótinu - gegn
Þór.
Liðið lenti reyndar í miklum
darraðardansi gegn FH-ingum en
höfðu að lokum eins marks sigur
eftir dramatískan leik. Hinn bráð-
efnilegi Ægir Steinarsson fór ham-
fórum í liði Gróttu og skoraði til að
mynda 9 mörk gegn FH-ingum og
var helsti maðurinn á bak við þann
sigur Gróttu-stráka. Það var annars
sterk liðsheild sem fleytti Gróttu-
liðinu eins langt og raun bar vitni.
FH stóð í ÍR
FH-strákamir gerðu fina hluti
um síðustu helgi og komust næstir
því að leggja ÍR en þeir töpuðu með
aðeins þrem mörkum fyrir hinu
gríðarsterka liði ÍR-inga.
Þeir vom heldur ekki fjarri því
að leggja Gróttuna í lokaleiknum en
lítill getumunur er greinilega á
liðunum tveimur. Einnig var
skemmtilegur Hafnarfjarðarslagur-
inn við Haukana sem FH-ingar
unnu með einu marki, 10-9.
Mótið þótti vel heppnað og veröur
spennandi að fylgjast með strákun-
um i næsta móti og hvort einhverj-
um tekst að ráða við ÍR-ingana.
-HBG
Það var mikil dramatík í leik HK og Þórs en jafnt var eftir venjulegan leiktíma. Andreas Örn, markvörður HK, gerði
sér þá lítið fyrir og tryggði HK-strákum sigurinn með ótrúlegu marki beint úr aukakasti sem við sjáum hér.
DV-myndir Hari