Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Fram fyrir Framsókn Friðrik Þór Frið- I riksson kvikmynda- gerðarmaður skipar 15. sæti á framboðs- lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir næstu alþingis- 1 kosningar. Flokkur- inn hefur gengið endanlega frá uppstiil- ingu á framboðslista beggja Reykjavík- urkjördæma fyrir komandi kosningar. Fýigst með lífeyrissparnaöi Fjármálaeftirlitið hefur sent sjóðum og fjármálastofhunum bréf þar sem mirrnt er á að þeim sem taka við lífeyr- isspamaði beri að upplýsa fólk ná- kvæmlega um allan kostnað sem því getur fylgt. RÚV greindi frá. FBM vill nýtt nafn Félag bókagerðarmanna, FBM, hefur óskað eftir því að félagsmenn komi með tiilögur að nýju nafni félagsins. Að sögn mun ástæðan meðal annars sú að margir nýir félagsmenn, sem starfa við hönnun og margmiðlun, frnni ekki samsvörun í því að vera kallaðir bóka- gerðarmenn. Vegur að Dettifossi Heilsársvegur með bundnu slitlagi veröur lagður að vestanverðu við Jök- ulsá og er áætlað að vegurinn liggi milli hringvegar og Norðausturvegar að vestanverðu við Dettifoss. Þetta er niðurstaða samráðshóps um vegamál. Vinnueftirlitið hyggst loka starfsstöð lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli: Æ fleiri í miöborgina Tveir af hveijum þremur lands- mönnum áttu erindi í miðborg Reykja- víkur í desember síðastliðnum sam- kvæmt nýrri könnun Gallups. Þriðj- ungur aðspurðra kom aldrei í miðborg- ina. Flestir fara til að skoða sig um en þriðji hver miðborgarfari, eða um 28%, fer til að kaupa inn. ■aþ Leifsstöðvar Hannes tapaði fyrstu skákinni í 6 skáka einvigi Hannes Hlífar Stefánsson tapaöi fyrstu skákinni í einvíginu gegn Sergei Movsesian í gær. Hannes stýröi svörtu mönnunum og tefld var sikileysk vörn. Hannes fékk fljótlega mun verri stööu og þrátt fyrir hetjulega vörn varö hann aö viöurkenna sig sigraöan eftir 41 leik. Önnur skákin veröur tefld í dag, þriöjudag, en þá stýrir Hannes hvítu mönnunum. Teflt er í höfuöstöövum Olís, Sunda- göröum 2, og tefla þeir samtals 6 skákir. í dag fer jafnframt fram tölvuskák en þá tefla Arnar E. Gunnarsson og Bragi Þorfmnsson viö öflugt skákforrit á skákstaö. Helga Friöriksdóttir hjá OLÍS sést hér leika fyrsta leikinn. Bandaríkjamaðurinn með sjálfshjálparnámskeiðin: Lögreglan og landlækn- ir skoöa starfsemina - John Alden hefur ekki svarað ítrekuðum boðum landlæknis John Alden, Bandaríkjamaðurinn sem hefur verið með fólk á svokölluð- um sjálfshjálpamámskeiðum hér á landi í gegnum tíðina, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum Sig- urðar Guðmundssonar landlæknis um að gefa sig fram við embættið. Alden hefur þó verið staddur hér á landi að undanfómu, enda dvelur hann langdvölum hér. Útlendingaeft- irlitsdeild lögreglunnar, svo og Út- lendingaeftirlitið, em jafnframt að skoða mál Johns Aldens. „Við erum ekki sátt við að svona margir hafi átt svo mjög um sárt að binda að þeir hafi þurft að leita sér ein- hvers konar hjálpar í heilbrigðiskerf- inu í kjölfar þess að hafa lent í meðferð hjá þessum manni," sagði Sigurður. „Það teljum við vera alvarlegt mál. Þess vegna emm við aö leita manninn uppi til þess að ræða við hann, en það —~ hefur ekki tekist enn . sem komið er þar sem hann hefur ekki svarað ítrekuðum á jksI skilaboðum minum á símsvara sínum. Við I munum halda því I áfram.“ Sigurður sagði að Alderi. samkvæmt saman- tekt væm það a.m.k. á bilinu 20-25 manns sem hefðu leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfmu eftir að hafa verið í sjálfshjálparhópi hjá John Alden á undanfómum árum. Eins og DV greindi ítarlega frá fyrir skömmu hefur maður þessi starfrækt eins konar sjálfshjálpamámskeið hér á landi undanfarinn áratug a.m.k. Sam- kvæmt upplýsingum allmargra við- mælenda blaðsins, sem lent hafa í „meðferðinni" eða þekkja vel til henn- ar, hafa ársgjöldin verið miðuð við gengi dollara og hafa fariö hækkandi frá 7 til 10.000 dollara á mann. Þau hafa runnið til Aldens. Að auki hefur fólk þurft að greiða aukalega fyrir auka- tima, svo og svokallaðar orkuferðir til Hawaii, Ástraliu, Grikklands, Arizona, Alaska og Colorado. Flest hefur verið 30-35 manns í hópi Aldens en em um 10-12 nú. Fólk hefur orðið mjög illa úti and- lega eftir dvöl í hópnum, auk þess sem það hefur stundað dýran lífsmáta og tekist á hendur miklar skuldbindingar vegna framfærslulána, visareikninga og fleira, að sögn viömælenda DV. Þess em dæmi aö einstaklingar hafi orðið, eða séu að verða, gjaldþrota eftir að hafa verið í sjáifshjálparhópnum um nokkurt skeið. John Alden er hvergi skráður til heimilis hér á landi né með síma. -JSS Sólmyrkvi dregur að Ekkert gistirými er laust á Raufar- höfn í lok maímánaðar en þá verður sólmyrkvi yfir landinu. RÚV greindi frá því í gær að franskir sérfræðingar hefðu metið það svo að Raufarhöfn sé einn ákjósanlegasti staður heims til að fylgjast með þessum myrkva. Ráöinn kosningastjóri Gestur Kr. Gestsson hefur verið ráð- inn kosningastjóri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík fyrir komandi þing- kosningar. Gestur er innflutningsfull- trúi hjá Samskipum og formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Þá hefur sjö manna kosningastjóm flokks- ins tekið til starfa. mbl.is sagði frá. Ekki fólk í kjördeildum Sjáifstæðisflokkur- inn í Reykjavík verð- ur ekki með fulltrúa í kjördeildum í þing- kosningunum í vog, með sama hætti og verið hefur. Maigeir Pétursson, formaður fulltrúaráðs flokks- ins, sagði i samtali við RÚV að ákvörð- unin feli aðeins í sér hvernig málum verði háttað í næstu kosningum en ekki hafi verið ákveðið hvemig síðar verði haldið á málum. Grunaöir beittir ofbeldi Nærfellt þriðjungur grunaðra manna, sem tóku nýlega þátt í rann- sókn á vegum Ríkislögreglustjóra, kveðst hafa verið beittur ofbeldi vegna flkniefna. Þá kvaðst fjórðungur að- spurðra hafa beitt aðra ofbeldi vegna fíkniefna. mbLis sagði frá. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli er komin með starfsaðstöðu i gámi við brottfarardyr Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn segir að við fjölgun innritunarborða i flug- stöðinni megi segja að starfsaðstöðu lögreglunnar hafi verið ýtt út á stétt og þá hafi bráðabirgðaskúr verið sett- ur upp. Óskað hefur verið leyfis hjá Leifsstöð til þess að setja upp 12 gáma á svæðinu, 90 fermetra að grunnfleti á tveimur hæðum, sem eiga að hýsa þá starfsemi sem nú er í Grænási. Rann- sóknardeildin er með 4 gáma og svo verða skrifstofur í einhverjum gám- um. „Á morgun (í dag, innsk. blm.) ætl- ar Vinnueftirlitiö að loka starfsstöð lögreglunnar í Grænási þar sem vinnuaðstaðan uppfyllir ekki kröfur stofnunarinnar. Mannskapurinn hef- ur gengið á því að þaö á að byggja var- anlega stjórnsýslubyggingu undir starfsemi embættis sýslumannsins við Leifsstöð og hún á að vera þannig Við eigum í viðræðum við Lögreglufé- lagið og auðvitað vona ég að við fáum enn einn frestinn en kannski verðum við beittir dagsektum. Það er hálfnöt- urlegt að vera í þessari húsnæðiseklu við hliðina á þessari glæsilegu flug- stöð. Starfsemi okkar hefur verið að aukast hér, ekki síst vegna Schengen- samningsins, og um áramótin hófst 100% sprengjuleit á öllum innritunar- farangri og farþegum," segir Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn. Lögregluliðið er nú 47 manns, auk öryggisvarða sem m.a. starfa við sprengjuleit en heyra undir lögregl- una. Óskar segir að þegar áætlanir um byggingu stjómsýsluaðstöðu hafi breyst og Ijóst var að ekki fengist fjár- veiting til starfseminnar hafi hljóðið breyst, bæði í starfsmönnum og vinnueftirliti. Gefið hafi verið leyfi til þess að selja húsin í Grænásnum en hugmyndin sé að leita að einhverjum einkaaðila til að byggja húsnæði sem lögreglan hafi síðan á leigu. Sú lausn er hins vegar ekki í sjónmáli. -GG Aðalstöövar „alþjóðalögreglunnar" a Keflavíkurflugvelli. Þaö er lágt risiö á byggingunni sem sker sig nokkuö úr byggingarstíl Leifsstöövar. staðsett að hægt verði að ganga að kvæmd. Vinnueftirlitið hefur marg- henni báðum megin girðingarinnar. sinnis gefið okkur frest til koma á úr- Nú er kominn afturkippur í þá fram- bótum, ekki síst í búningsaðstöðu. Ráðherra heim- sækir Aicoa Valgerður Sverrisdóttir. Viðskiptasendi- nefiid islenskra stjómvalda og fyrir- tækja undir forystu Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráöherra, er í Kanada og ræðir þar m.a. fríverslun- arviðræður Kanada og EFTA-ríkjanna sem hafa legið niðri sl. þrjú ár og flug- samgöngur milli landanna. í Ottawa og Montreal verður einnig völdum fjárfestum boðið tfi hádegisverðar þar sem aðstæður á íslandi verða kynntar. í dag, þriðjudag, mun iðnaðarráðherra heimsækja álver Alcoa í Quebec. Um er að ræða eitt nýjasta álver Alcoa og er af svipaðri gerð og Fjarðaál sem Alcoa mun byggja í Reyðarfirði. Á miðvikudag kemur ráðherra til móts við fulltrúa frá 14 íslenskum fyr- irtækjum sem þá verða komnir til Halifax í Nova Scotia-fylki. Þar verður boðað til kynningarfundar þar sem annars vegar verður farið yfir rekstr- araðstæður á íslandi og hins vegar munu íslensk fyrirtæki kynna starf- semi sína. 1 heimsókn sinni til Nova Scotia mun ráðherra leggja áherslu á aukið samstarf fyrirtækja og viðskipti milli svæðanna. Ein meginforsenda til að það takist er að treysta samgöngur milli Islands og Kanada. Fram kemur annars staðar í blaðinu í dag að flugfélagið HMY er hætt við flug til íslands, en félagið hugðist fljúga daglega á milli íslands og Kanada. -GG KOMDU INN I KOFANN MINN -! Hímir í kofa utan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.