Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 DV Ungur maður ákærður fyrir ítrekað ofbeldi - var með fylgdarmann í eitt skiptið: Slasaðir lögreglumenn og fjórar líkamsárásir Ungur maður viðurkenndi fyrir dómara í gær að hafa orðiö svo frá sér af bræði þegar hann heyrði út- grátna unnustu sína kvarta yfir að annar maður hefði „farið mjög illa“ meö hana að hann ákvað að fá mann til liðs við sig til að ganga í skrokk á sökudólginum. Fór hann ásamt öðrum að íbúð mannsins í Breiðholti og ruddist inn í svefnherbergi þar sem bæði húsráðandinn og kona sem hjá honum var voru dregin úr rúminu út á gólf. Við svo búið kvaðst maö- urinn hafa látið högg og spörk dynja á honum en honum er gefið að sök að hafa bæði slegið og sparkað í höfuð hins liggjandi fórnarlambs. Hlaut það meðal annars kjálkabrot og brot á augn- tóft, mar og miklar bólgur. Hús- ráöandinn fer fram á að árás- armaðurinn og fylgdarmaður hans greiði sér tæplega 1,2 millj- ónir króna í skaðabætur. Þessir atburðir áttu sér stað fyrir réttum tveimur árum. Meiddir lögreglumenn Þegar árásin stóð yfir var hringt á lögreglu. Komu tveir lög- reglumenn á vettvang. Samferða- manni ákærða, sem einnig kom fyrir dóm í gær, er gefið að sök að hafa veist með barsmíöum að lög- reglumönnunum þar sem þeir voru að sinna skyldustörfum sín- um - slegið lögreglumann á vanga, gripið í hár hans og hrist höfuð hans. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa hrint lög- reglukonu þannig að hún skall með höfuðið á hátalarakassa. Bæði hlutu þau meiðsl og þau krefjast hvort um sig 143 þúsund króna skaðabóta úr hendi manns- ins. Hann neitar hins vegar að hafa átt sök á að hafa meitt lag- anna verði en segist hafa lent í átökum við lögreglumanninn. Hann hlaut mar yfir kinnbeini og húðblæðingar á hvirfli, eymsl við úlnið og hnéskel. Lögreglukonan hlaut mar á sköflungi, mikla bólguhellu framan við eyra og eymsl þaðan og upp í hársvörð, sem og eymsl í kjálkalið og í bak- vöðvum. Óttar Sveinsson Önnur, þriðja og fjórða Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur báðum mönnunum í lok júlí. Var þá annar þeirra, sá sem átti framangreinda unnustu, einnig ákærður fyrir að kasta gler- flösku í andlit annars manns í lyftu í fjölbýlishúsi í Hátúni. Var síðan ákveðið að fresta réttarhöld- um þar sem önnur ákæra, einnig fyrir líkamsárásir og ofbeldi, var á leiðinni. Var hún gefin út 24. sept- ember síðastliðinn og nú fyrst eru málin að koma fyrir dóm en komið er á þriðja ár síðan glerflöskumál- ið átti sér stað. í síðarnefndu ákærunni er mað- urinn ákærður fyrir líkamsárásir í apríl og maí á síðasta ári - í ann- að skiptið fyrir að slá mann niður og sparka í höfuð hans þar sem hann lá fyrir utan bíl sem stöðvað- ur hafði verið á Bústaðavegi. Að síðustu er maðurinn svo ákærður fyrir fjársvik og líkamsárás með því að hafa slegið leigubílsjóra hnefahögg í andlit eftir að hafa tekið sér far með honum, án þess að hafa möguleika á að greiða far- gjaldið. Bílstjórinn fer fram á 4.400 krónur í skaðabætur en fyrr- greindi maðurinn, sem sleginn var niður, fer fram á 230 þúsund krónur. Þingmenn telja líklegt að vínauglýsingar muni koma í íslenska fjölmiðla: Frelsið kann að gera sigar- ettuna löglega í blöðum Svo kann að fara að afnám banns á auglýsingum áfengis komi til kasta Alþingis í náinni framtíð. Án efa verður þar um að ræða þverpólitískt mál, menn hafa afar misjafnar skoðanir á áfengisnotkun og auglýsingu og umfjöLlun á þessari vörutegund. Til skamms tíma þótti það ljóöur á ráði fjölmiðils að minnast á áfengi, hvað þá birta mynd af áfengisflösku eða vínglasi. Önnur hugsun ríkir í Evrópu og frelsi til athafna viröist inni á borði hjá Evrópusambandinu. Menn spyrja sig í leiðinni hvort sígarettuaug- lýsingar eigi líka eftir aö koma aftur í íslensk blöð. Þingmenn munu sumir styðja tóbaksauglýs- ingar sem og áfengis. Aðrir þing- menn standa þverir fyrir gagn- vart hvoru tveggja. DV ræddi viö nokkra þingmenn í gær. Fyrirvarinn í EES Steingrímur J. Sigfússon, for- maöur Vinstri grænna, er andvíg- ur auglýsingum á áfengi. Hann telur trúlegt aö auglýsingamálið komi til umræðu á þingi. „Ég er ákaflega lítið hriflnn af áróðri fyrir aukinni áfengis- eða tóbaksnotkun. Ég vil trúa því í lengstu lög að við getum komið við einhverjum skynsamlegum forvarnar- og aðhaldssjónarmið- um í þessum efnum. Ég hef óttast það að svo færi að lokum að sú stefna Norðurlandaþjóða annarra en Dana að líta á stefnu í áfengis- málum sem hluta af heilbrigðis- málum en ekki sem viðskiptamál yrði brotin á bak aftur. Þetta hef- ur gerst. En ég tel að við eigum að berjast til þrautar í þessum efn- um. Þótt núverandi bannákvæði yrðu ekki talin standast, þá kynni ef til vill að vera hægt að beita einhverjum takmörkunum eftir sem áður, til dæmis að menn veröi neyddir til að kynna skað- semi neyslunnar í sömu auglýs- ingu með áberandi hætti,“ sagði Steingrímur. Hann segist óttast þaö að sígarettuauglýsingar verði næsta vígið sem falli. „Ég minni á það þegar íslend- Steingrímur J. Ásta Sigfússon. Möller. ,Ámi R. Sverrir Árnason. Hermannsson. ingar voru ásamt Noregi, Sviþjóð og Finnlandi í samningaviöræð- um um EES-samninginn þá var tekinn inn sérstakur fyrirvari af hálfu þessara fjögurra Norður- landaþjóða hvað varðaði það fyrir- komulag sem haft hafði verið í áfengismálum. Það var sagt að þessar þjóðir litu á löggjöf sína á þessu sviði sem hluta af heilbrigð- isstefnu landanna - ekki sem mál viðskiptalegs eðlis. Þennan fyrir- vara sem við gerðum ættum við auðvitað að nota okkur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. tel að við verðum að endurskoða þetta bann,“ sagði Ásta Möll- er, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. Ásta segir að tóbak gangi i þveröfuga átt og flokkist sem heil- brigðismál, reyk- ingar skaði alla, en áfengið aðeins örlítinn hluta þeirra sem þess neyta. „Ég tel auglýsingar ekki ráðandi þátt gagnvart neysl- unni,“ sagði Ásta Möiler alþingis- maður. Hún hef- ur talað fyrir því að sala á léttu víni og bjór verði leyfð í matvöruverslunum. „Spumingin er hvað Norðmenn gera, við verðum meira í þeirra sporum í þessum málum, en auð- vitað kemur að því að þessar áfengis- og bjórauglýsingar verða leyfðar. Þær blasa við hvort eð er hvar sem er og þær flæða yfir í er- lendum fjölmiðlum og oft dulbún- ar í íslenskum fjölmiðlum. Sjálf er ég ekkert hrædd viö að auglýsing- ar á áfengi verði leyfðar hér á landi,“ sagði Guðrún Ögmunds- dóttir, alþingismaður Samfylking- ar, í gær. Hluti af menningu „Ég tel að við komumst ekki hjá því að skoða þetta. Reglur Evr- ópusambandsins kveða á um þetta og við erum hluti af þessu reglukerfi. í rauninni tíðkast áfengisauglýsingar hér á landi nú þegar, þær eru bara dulbúnar og það á hlægilegan máta. Mér finnst þörf á aö endurskoða þessar regl- ur. Allavega aö auglýsa mætti áfengi í fagblöðum eins og Gest- gjafanum og slíkum blöðum. Þetta er i raun upplýsingaþjónusta fyr- ir neytendur. ÁTVR stendur sjálf fyrir auglýsingum. Áfengi er sem betur fer orðið hluti af menningu okkar frekar en ómenningu. Eg Tjáningarfrelsi aö augiýsa Árni R. Árnason, foringi sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi, er eindregið hlynntur auglýsingum á áfengi og einnig á tóbaki. „Mér finnst þetta varða tjáningarfrelsi þeirra sem bjóða fram vörur og þjónustu. Það er til lítils að banna auglýsingar á þessum vörum þeg- ar blöð og tímarit berast hingað til lands með slíku efni. Allur al- menningur er að skoða áfengis- auglýsingar flesta daga og bannið við þessum auglýsingum er óskyn- samlegt. Heilsuíarsástæðum þarf að mæta eftir öðrum leiðum en neysla verður aldrei stöðvuð með því að banna kynningu og auglýs- ingu, miklu fremur með því að hafa bein áhrif á lífsstíl fólks með upplýsingum,“ sagði Ámi Ragnar. „Eftir því sem löggjafinn hefur leyft fólki að umgangast þessar vörur frjálslegar þá hefur það gætt meiri hófsemi," sagði Ámi Ragnar Ámason alþingismaður. Mundi auka drykkjuna „Ég geld stóran varhug viö því að farið veröi að auglýsa áfengi í fjölmiðlunum okkar,“ sagði Sverr- ir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. „Þetta mundi stórauka drykkju landans. Hvort þetta kemur hingað skal ég ekki um segja, en standist þetta þær nýju reglur sem flæða alls staðar yfir þá er vandséð annað en að þetta komi á daginn hér líka,“ sagði Sverrir. Aðspurður um tóbaksauglýsing- ar sagði hann: „Ja, hérna hér, það er eitur í lagi. Það er skelfilegt til að hugsa þar sem við megum til með að venja alla þjóðina af reyk- ingum. Sjálfur hætti ég fyrir tutt- ugu ámm rúmum og hafði þá reykt í þrjátíu ár.“ Sverrir Her- mannsson talaði á sínum tíma gegn lögleiðingu áfengs bjórs á ís- landi. Ekki gott frelsi „Ég er áreiðanlega íhaldssöm og gamaldags varðandi þessi mál,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, í gær. „Þessi dómur er vísbending um að í sjónmáli sé aukið frelsi á öllum sviðum, líka á auglýsingum á áfengi sem skapar þá annað yfir- bragð á áfengisnotkuninni. Ég get ekki leynt því að mér finnst þessi frelsisþróun ekki góð, ég er í hópi þeirra sem vilja fara mjög varlega í áfengismálum. Við eigum meö öllum ráðum að berjast gegn allri fíkniefnaneyslu og áfengisböli. Það er annað frelsi sem ég set í öndvegi en þetta,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir. -JBP Rífandi gangur á Reykjanesbraut Hafnar eru framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar, en að verkinu vinna þrír verktakar: Há- fell og Jarðvélar sjá um vegagerð- ina en Eykt sér um mislægu gatnamótin við Kúageröi og Hvassahraun og hefjast fram- kvæmdir við þau í næstu viku. Ingi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Háfells, segir að það sé of snemmt aö fullyrða að verkið sé þegar mikið á undan áætlun, enda séu skil á verkinu 1. nóvember 2004. En verkið gangi vel og stefnt sé að því að koma malbiki á Reykjanesbrautina á þessu ári. Frágangsvinna verður á árinu 2004. Verktakar eru nú að „ribba“ niður svokallaðan Afstapabruna sem er í Kúagerði og nær þar að núverandi vegarstæði. „Við fáum bónus fyrir að skila verkinu fyrr, en samningsupphæð- in var 616 milljónir króna. Bónus- inn er 400 þúsund krónur á dag og getur orðið 24 milljónir króna svo það er eftir heilmiklu að slægjast," segir Ingi Guðmundsson. -GG Þyrla sótti slas- aðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti slasaðan sjómann um borð í risaolíuskipið Dundee í fyrrinótt. Mjög erfið skilyrði voru til flugs en skipið var statt um 60 sjómílur suður af Reykjavík. Landhelgisgæslunni barst ósk um aðstoð frá Alþjóðlegu fjarlækn- ingamiðstöðinni í Róm á Ítalíu um að hinn slasaöi, sem er pólsk- ur, væri tvírifbeinsbrotinn. Greiðlega gekk að ná mann- inum um borð en skyggni við híf- ingu var 3 km og vindhraðinn 19 m/s. Hann dvelur nú á Landspít- alanum í Fossvogi. Olíuskipið Dundee er 156.408 brúttótonn, 332 metrar að lengd, 58 metrar aö breidd og mesta djúp- rista þess er 28,1 metri. Skipið er skráð í Monróvíu í Líberíu. -aþ Síldin fundin í síldarrannsóknum á rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni í nóvember og desember á síðasta ári fannst, líkt og árin á undan, lítið af stórsíld. Var hún jafn- framt dreifð og greinilega ekki komin í vetursetuástand. Því var ákveðið að fara af staö að nýju í byrjun febrúar til að freista þess að mæla stærð veiðistofnsins. í leiðangrinum var lögð áhersla á að kanna svæðið frá Suðvestur- landi að Vestfjöröum. Enda þótt leiðangri Árna Friðrikssonar sé enn ekki lokið er ljóst að búið er að finna töluvert af kynþroska síld, þ.e. veiðistofninum. Mest var um síldina í Kolluál, norðan við 64°30N. Með þessu er aflétt þeirri óvissu sem verið hefur um ástand síldarstofnsins. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.