Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Ólýsanleg grimmd
Hundruð eða þúsundir stúlkna í Bangladess
geta ekki sýnt andlit sín á almannafœri
vegna þess að þcer eru afmyndaðar af sýru-
bruna. Það eru sérstaklega ungar og fallegar
stúlkur sem verða fyrir því að sýru er skvett
í andlit þeirra. Þar eru að verki menn sem
stúlkumar hafa hryggbrotið. Þeir hefna sín
með því að koma með vinum sínum á
heimili stúlknanna og hella yfir þœr sýru
sem brennir skinn og hold og jafnvel bein.
Tíðarandinn er sá að stúlkumar em taldar
hafa kallað ósköpin yfir sig og em því sekar
en fantamir eru lausir allra mála og eins
vitorðsmenn þeirra.
Enginn veit með vissu hve
mörgum stúlkum hefur verið
misþyrmt hryllilega í Bangladess
fyrir að hryggbrjóta vonbiðla
sína. En vitað er um 57 sýruárás-
ir á einum mánuði, eða nærri
tvær á dag. Yfirvöldin gera yfir-
leitt lítið úr þessum plagsið í
landinu og ekki hefur verið
gengið eftir því að láta glæpa-
mennina svara til saka. En nú er
það að breytast, ekki síst vegna
þess að evrópskir - aðallega
breskir - lýtalæknar sem reyna
að lagfæra útlit sýrubrenndra
stúlkna gera sér grein fyrir um-
fangi þessara hræðilegu hefndar-
aðgerða sem farnar eru að vekja
athygli og viðbjóð langt út fyrir
landamæri Bangladess. Það kem-
ur óorði á stjóm landsins og þá á
að fara aö grípa í taumana.
Hefndarþyrst illmenni nota yf-
irleitt saltsýru eða brennisteins-
sýru til að afskræma stúlkumar
sem hafna þeim. Þetta eru algeng
efni sem notuð eru í margs kon-
ar iðnaði, svo sem við fram-
leiðslu áburðar og litarefna. Auð-
velt er að kaupa þessar sýruteg-
undir og kostar magn sem svar-
ar bollafylli ekki nema nokkrar
krónur.
Fríðar stúlkur í mestri
hættu
Þegar Nasima Akhter var 15
ára var hún óvenjufríð stúlka og
það varð hennar ógæfa. Á augna-
bliki var andlit hennar afskræmt
og lætur hún ekki sjá sig meðal
fólks nema með stór sólgleraugu
og blæju fyrir andlitinu. Saga
hennar er dæmigerð og lýsir ör-
lögum þúsunda stúlkna sem
svipað er ástatt fyrir og er af-
skræming á andlitum þeirra fyr-
ir svipaðar sakir: að neita að
giftast mönnum sem þær kæra
sig ekki um.
Nasima er frá þorpi vestur af
höfuðborginni Dhaka. Foreldrar
hennar vom búnir að semja um
að hún giftist Shikder frænda
sínum sem hugði á læknisnám.
Hún var enn í skóla og var að
búa sig undir að taka próf sem
veitti henni rétt til að starfa hjá
því opinbera þegar líf hennar
breyttist á svipstundu 1. septem-
ber 1993.
Þá hafði þrítugur maður að
nafni Babul beðið foreldra henn-
ar um hönd dótturinnar. En þeir
neituðu og vissu enda að hann
var á flótta undan lögreglunni.
Þá sneri hann sér beint til
stúlkunnar og bað hana að gift-
ast sér en hún vísaði honum aft-
ur á foreldra sína og sagðist eng-
an áhuga hafa á að giftast hon-
um. Babul varð reiður og stúlk-
an var hrædd um að hann leitaði
hefnda og varaöist hann.
Fjórum sólarhringum síðar
kom hann á heimili stúlkunnar
um miðnæturskeið og hafði tvo
vini sina með sér og sýru í skum
af kókoshnetu. Nasima svaf í
rúmi ásamt ömmu sinni. Hann
kom á glugga og skvetti sýrunni