Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Qupperneq 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 x>v Inderjit Singh Reyat Játar sprengjutil- ræði í Balí Inderjit Singh Reyat, 51 árs bar- áttumaöur sikh-trúarinnar, játaði í gær hlutverk sitt í gröndun flug- vélar Air India-flugfélagsins, árið 1985. Fyrir utan hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 er þaö mesta skemmdarverk flugsögunnar en allir farþegamir, 329 talsins, fórust með vélinni sem fórst utan stranda írlands þann 23. júní árið 1985. Ekki nema helmingur líkanna fannst nokkum tímann. Reyat situr nú þegar í fangelsi en hann er að afplána 10 ára dóm fyrir manndráp og sprengjutil- ræði á Tókíó-flugvelli sama dag og fyrrgreind flugvél fórst. Hann fékk 5 árum bætt við dóminn sinn. Sikh-baráttusinnar voru að berjast fyrir aðskilnaði frá Ind- verjum og voru með þessum verkum að hefna árásar Indlands- hers á Gullna hofið, helgasta stað sikh-trúarinnar. Þungar áhyggjur Bandaríkjamanna Bandaríkjamenn hafa lýst yfir „mjög þungum áhyggjum" af þeirri yfirlýsingu írana að þeir hygðust vinna úran úr námu í þeim tflgangi að framleiða kjarn- orkueldsneyti. Þeir sögðu að þessi þróun væri aðeins skiljanleg í því samhengi að hún væri tilraun til framleiðslu kjarnorkuvopna, ann- að kæmi ekki tfl greina. íranar em meðlimir hins svo- kaUaða NPT-sáttmála sem kveður á um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna, en fyrir nokkru sagði N-Kórea upp sáttmálanum eftir að hafa tilkynnt áætlanir um að ræsa kjarnaofna í sams konar tOgangi og íranar hafa gef- ið út. Þeir hafa nú boðið Mo- hamed ElBaradei, formanni Al- þjóða kjarnorkumálastofnunar- innar, til írans til að sýna að ekk- ert óeðlilegt sé að íinna. Mótmæli í S-Kóreu Viö bandaríska sendiráöiö í Seoul Vilja enn beinar viðræður N-Kóreumenn viröast ósveigj- anlegir í þeirri kröfu sinni að þeir vOji við engan annan ræða um kjarnorkumálefni sín en sjálfa Bandaríkjamenn. Deilan hófst með því að sáttmáli ríkj- anna var roflnn eftir að upp komst kjarnorkustarfsemi N- Kóreu og hættu Bandaríkjamenn þá að aöstoða ríkið eins og þeir höfðu gert frá árinu 1994. Javier Solana, einn æðstu manna ESB, kom tO Seoul frá Tókíó í gær og er enn óvíst hvort hann fer tO N-Kóreu tO viðræðna í Pyongyang. ísraelar fyrirskipa algjört ferðabann - eftir vísbendingar um yfirvofandi hryðjuverk ísraelar fyrirskipuðu í gær ferðabann á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og lokuðu á alla umferð frá palestínsku heima- svæðunum inn til ísraels. Að sögn talsmanns varnarmála- ráðuneytisins var gripið til þess- ara aðgerða eftir að vísbendingar bárust um yfirvofandi hryðjuverk palestínskra öfgahópa. Banninu verði þó fljótlega aflétt þannig að verkamenn sem starfa í Israel fengju að fara til vinnu sinnar auk þess sem Palestínu- menn, 45 ára og eldri, fengju að sækja bænahald í gamla hluta Jer- úsalem á fórnarhátíð múslíma sem nú stendur sem hæst. Til þessa hefur aðeins verið gripið til slíkra ferðabanna eftir alvarlegar sjálfsmorðsárásir en ísraelar leggja nú aUa áherslu á að koma í veg fyrir alvarleg átök á meðan Sharon forsætisráðherra, sem fékk formlegt stjórnarmynd- Handtökur í Nablus Þrírgrunaöir hryöjuverkamenn voru handteknir í Nablus í gær og fannst sprengjubelti í fórum eins þeirra. unarumboð á sunnnudaginn, þreifar áfram fyrir sér í von um að takast megi að mynda þjóð- stjórn með þátttöku Verkamanna- flokksins þó hverfandi líkur séu á því. Þrátt fyrir allt hefur þó ofbeldið haldið áfram víða á heimastjóm- arsvæðunum og munu að minnsta kosti tveir Palestínumenn hafa fallið í gær auk þess sem þrír voru handteknir grunaðir um að hafa skipulagt sjálfsmorösárásir. Annar hinna föOnu var liðsmað- ur vopnaðs arms Frelsishreyfing- ar Palestínu, PFLP, og var hann skotinn til bana í skotbardaga í bænum Nablus á Vesturbakkan- um. Hinn var skotinn til bana í nágrenni Netzarim-landtöku- byggðarinnar á Gaza-svæðinu. Þeir handteknu náðust viö hús- leit í Nablus og fannst skotbelti með 20 kílóum af sprengiefni í fór- um eins þeirra. REUTERS Gantast í Berlín Leikararnir Sam Rockwell og George Clooney eru í Berlín til aö kynna nýjustu mynd sína, Confessions of a Dangerous Mind, sem sá síöarnefndi leikstýrir en Rockwell leikur aöalhlutverkiö í. Hún segir frá þekktum bandarískum sjónvarps- framleiöanda, Chuck Barris, sem í bók frá 9. áratugnum segir frá sínu tvöfalda lífi, í sjónvarpi og sem leynimoröingi bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Barris hefur ekki veriö tekinn mjög trúanlegur en CIA hefur ákveöiö aö tjá sig ekkert um máliö. NATO-deilan: Reynt til þrautar í dag Donald Rumsfeld, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, segir að deilan innan NATO muni engin áhrif hafa á fyrirhugaðar hernað- araðgerðir Bandaríkjamanna gegn írökum verði þeir ekki við skil- yrðislausri afvopnun samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Rumsfeld boðaði eftir að Frakkar og Belgíumenn og síð- an Þjóðverjar höfðu beitt neitun- arvaldi sínu í NATO gegn beiöni Bandaríkjamanna um aðstoö viö varnir Tyrklands komi til stríðs í írak. Hann sagði að hernaðarundir- búningi yrði haldið áfram þrátt fyrir ágreininginn innan NATO og leitað annarra leiða ef Rumsfeld og Robertson Reynt veröur til þrautar í dag aö ná samkomulagi innan NATO. andstæðingar aðgerðanna héldu sínu til streitu. Fulltrúar aðildarríkja NATO voru kallaðir saman til neyðar- fundar í höfuðstöðvum bandalags- ins í Brussel strax í gærmorgun eftir að Belgar og Frakkar höfðu beitt neitunarvaldinu og síðan aft- ur síðdegis eftir að mistekist hafði að ná samkomulagi og er málið enn í hnút. Bandaríkjamenn lýstu að von- um mikilli óánægju með afstööu ríkjanna þriggja og sagðist Bush Bandaríkjaforseti ekki skilja þessa afstöðu þeirra. Aftur hefur verið boðað til fundar í dag og þar verður reynt til þrautar hvort samkomulag náist í þessari mestu deilu sem komið hefur upp innan NATO frá stofnun bandalagsins. Stuðningur dvínar Stuðningur við Verkamannaflokk- inn í Bretlandi hefur ekki verið minni í áratug, samkvæmt skoð- anakönnunum. Er þessi minnkandi stuðningur aðal- lega rakinn til þess að Tony Blair forsætisráðherra er einn ötulasti stuðningsmaður Bush Bandaríkja- forseta í umræðunni um írak. Nýr forsætisráðherra Forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, hefur tilnefnt nýjan mann í stöðu forsætisráð- herra í landinu. Sá heitir Seydou Diarra en skipan hans er talin vera fyrsta skrefið sem er tekið samkvæmt nýjum friðarsáttmála stjómvalda og uppreisnarmanna sem undirritaður var í París fyr- ir skömmu. Leifar Ramons heim Líkamsleifar Ilans Ramons, fyrsta ísraelska geimfarans, komu á heimaslóðir í gær. Hann var mikiö dáður í sínu heima- landi og var þjóðin harmi slegin þegar geimskutlan Columbia fórst um fyrri helgi. Var mikil viöhöfn er líkamsleifarnar komu heim og voru forsætisráðherrann Ariel Sharon og aðrir háttsettir emb- ættismenn viðstaddir athöfnina ásamt fjölskyldu Ramons. Zimbabwe aftur inn Suður-Afríka og Nígería hafa lýst því yfir að þau telji að Breska samveldið eigi ekki að halda úti eins árs banni við þátt- töku Zimbabwe í samveldinu sem rennur út í mars næstkomandi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, segir kollega sína í fyrr- nefndum löndum ekki deila þeirri skoðun sinni að berjast verði frekar fyrir auknum mann- réttindum í landinu. Hermaður heiðraður Hinn 106 ára gamli franskættaði Bandaríkjamaður Anthony Pierro var í gær heiðraður með hæstu sæmdargráðu franska hersins fyr- ir störf sín í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem hann barðist með franska hernum gegn Þjóðverj- um. Var þessi athöfn talin minna á samstöðu Frakka og Banda- ríkjamanna þá en tengsl þjóð- anna eru viðkvæm nú vegna mis- munandi skoðana varðandi írak. 2 tonn af kókaíni Mexíkóski herinn hefur lagt hald á 2 tonn af kókaíni og hand- tók 3 menn í tengslum við það þegar flugvél þeirra lenti í Mexíkó. Hún mun hafa verið að koma frá Kólumbíu en ekki var upp gefið hver ákvörðunarstaður hennar var. Ástralía í sárum Einhverjir mestu þurrkar í 100 ár í Ástralíu hafa ýtt undir hrika- lega skógarelda sem hafa geisað í Ástralíu undanfarna vikur og mánuði. Hefur verið mælt að brunnið skóglendi nær yfir um 660 ferkílómetra svæði, meira en 6 sinnum stærð íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.