Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Page 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
py______________________________________________________________ Útlönd
írakar leyfa loks notkun
ómannaðra eftirlitsflugvéla
- telja sig þó ekki geta tryggt öryggi þeirra nema loftárásum verði hætt
írösk stjórnvöld hafa farið að
óskum vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna og samþykkt að leyfa
notkun ómannaðra U-2 eftirlitsvéla
við vopnaeftirlitið í landinu.
Tilkynning þess efnis frá Saddam
íraksforseta var lesin upp i íraska
sjónvarpinu í gær og á eftir sagði
Mohammed al-Douri, sendiherra
íraka hjá Sameinuðu þjóðunum, að
stjómvöld þar í landi myndu koma
til móts við aðrar kröfur eins og
setningu nýrra laga sem bönnuðu
framleiðslu kjamavopna í landinu.
Fram til þessa höfðu írakar lagst
gegn notkun eftirlitsvélanna á þeim
rökum að þeir gætu ekki tryggt
öryggi þeirra á meðan Bretar og
Bandaríkjamenn, sem fara með
eftirlit á flugbannssvæðunum í suð-
ur- og norðurhluta landsins, stund-
uðu stöðugar sprengjuárásir.
„Það aö stöðva loftvarnir okkar
gegn loftárásunum væri það sama
og að gefast upp og ef Sameinuðu
þjóöunum, að undanskildum Banda-
ríkjamönnum, finnst nauðsynlegt að
nota U-2 vélarnar- við eftirlitið þá
verða Sameinuðu þjóðimar að
stöðva loftárásimar. Öðruvísi er
ekki hægt að tryggja öryggi þeirra,"
sagði í tilkynningunni frá Saddam.
Þar með hafa írösk stjómvöld
komið til móts viö lykilkröfur
vopnaeftirlitsins en áður höfðu þau
samþykkt að leyfa skilyrðislaus
viðtöl við vísindamenn sína, sem
vopnaeftirlitið hefur þó fyrst um
sinn tekið með fyrirvara nema þeir
fái sjáifir að ráða því við hverja þeir
tala og hvenær.
Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir
þessar nýjustu tilkynningar íraka
og kalla þær aðeins kænskubragð.
Richard Boucher, talsmaður banda-
ríska utanríkisráöuneytisins sagði í
gær að þeir hefðu ekki enn sýnt
nein merki um vilja til afvopnunar
sem sé krafa númer eitt. „Ég hef
ekki séð né heyrt neitt nýtt sem gef-
ur tilefni til að kætast yfir og spum-
ing hvort þessar yfirlýsingar þeirra
hafa nokkurt gildi,“ sagði Boucher.
Tveir íraskir borgar munu hafa
látið lífið og að minnsta kosti níu
særst í loftárásum Bandaríkja-
manna og Breta á flugbanns-
svæðinu í suðurhluta íraks, nálægt
borginni Basra, í gærkvöld.
Að sögn talsmanns Bandaríkja-
hers voru árásimar gerðar á loft-
vamarstöðvar íraka eftir að skotið
hafði verið á eftirlitsvélar yfir
flugbannssvæðinu.
Liösmaöur öryggissveitanna.
Þjóðverjar taka
við stjórninni
Þjóðverjar og Hollendingar tóku í
gær formlega við stjóm alþjóðlegu
öryggissveitanna i Afganistan af
Tykjum sem farið hafa með stjómina
síðustu átta mánuðina.
Það eru þýski herforinginn
Norbert van Heyst, sem fer með
yflrstjóm öryggissveitanna næstu
sex mánuðina, með Hollendinginn
Robert Bertholee sér við hlið, og
tóku þeir við af Tyrkjanum Akin
Zorlu við hátíðlega athöfn í gær.
Aðeins klukkustund eftir
athöfnina var sprengjuflaug skotið að
aðalbækistöð öryggissveitanna í
nágrenni Kabúl án þess þó að slys
eða skemmdir hlytust af.
[l w 7
^ w 3. ) i W-'S
REUTERSMYND
Oöld í Peking
Leigubílstjórar í Peking, höfuöborg Kína, veröa aö gera sér þaö að góöu aö keyra bíla sína á bak viö lás og slá vegna
sífellt aukinna rána. Eins og sést á myndinni eru plasthlífar ekki látnar duga heldur hafa veriö settir járnrimlar fyrir
glugga til aö tryggja algjört öryggi bílstjóranna sem kvarta sáran undan þrengslum viö stýriö.
Sprengjumaöurinn sýnir hvernig
hann setti saman Balí-sprengjuna.
Sprengjumaður
biðst afsökunar
Ali Imron, einn þeirra sem eru í
haldi indónesísku lögreglunnar,
grunaður um aðild að sprengjutil-
ræðinu á Balí í október sl. viður-
kenndi á blaðamannafundi í gær
aö hafa hannað sprengjuna sem
varð tæplega 200 manns að bana.
Hann sagðist stoltur af því hversu
miklu hópur hans gat áorkað en
bað einnig aðstandendur fómar-
lambanna afsökunar.
Það er hryðjuverkahópurinn
Jemaah Islamiah sem Imron
tilheyrir og stóð fyrir tilræðinu.
Mörg lönd hafa tengt hópinn al-
Qaeda samtökum Osama bin
Ladens en Imron neitaði öllum
tengslum viö nokkum annan hóp
og sagði þá hafa staðið eina að
tilræðinu.
Flest fómarlambanna vom
erlendir ferðamenn en þó fórust
einnig tugir Indónesa.
Vinstri vængur-
inn fundinn
Embættismenn NASA telja að
nú hafi allir hlutar vinstri vængs
Colombia-skutlunnar sem fórst
um fyrri helgi komið í leitirnar.
Vinstri vængurinn er vitanlega
mikilvægur rannsókninni þar
sem skemmd á honum varð til
þess að skutlan liðaðist í sundur
þegar hún kom aftur inn í gufu-
hvolfið.
Alls hafa nú 12 þúsund hlutar
komið í leitirnar en það er þó
langt í frá að sérfræðingar NASA
hafi borið kennsl á þá alla.
Þannig er óvíst hvort flísamar
sem klæddu flaugina að utan og
vernduðu hana frá þeim mikla
hita sem myndast við endurkom-
una koma í leitirnar þannig að
hægt verði að rannsaka þær.
Ekki hefur enn verið hægt að
segja neitt með vissu um það
hvað olli slysinu og virðast ráða-
menn NASA jafnráðþrota og al-
menningur.
Ferskir tónar
DV
^ Tonar ^
eingöngu fyrir
^NOKIA sima.
Til aö panta hringitón sendir þú skeytið: Tone DV kódi.
T.d.: Tone DV 2142, til að velja Lose Yourself með
EMINEM og sendir á 1919. 99 kr. stk.
Fáðu stjörnuspána þína beint í farsímann þinn á hverjum
degi. Ef þú ert t.d. fiskur sendirðu skeytið DV FISKUR. Á
hverjum degi munum við senda þér stjörnuspá dagsins
beint í farsímann þinn.
Að móttaka hvert SMS kostar 49 kr.
Flytjandi
EMINEM
Jennifer Lopez
Theme
Lenny Kravitz
Led Zeppelin
Keliy Osborne
Nirvana
No Doubt
Weezer
Europe
Deep Purple
Coldplay
Bryan Adams
Buffy the Vampire
ACDC
lag
Lose Yourself
Jenny From The Block
Mothy Python
American Woman
Stairway to heaven
Papa Dont Preach
Smells Like Teen Spirit
Hey Baby(DTI)
Hashpipe
FinalCountdown
Smoke On The Water
In my Place
Summer of 69
Theme 2
TNT
kodi
2142
2144
3147
5026
9425
1864
9431
0587
9540
7008
5064
1762
1772
9269
9566
Til að stoðva þjonustuna sendu DV FISKUR STOPP á
númerið 1919.
SENDU:
DV Steingeit
DV Hrutur
DV Naut
DV Tviburi
DV Krabbi
DV Ljon
DV Meyja
DV Vog
DV Sporddreki
DV Bogamadur
DV Fiskur
DV Vatnsberi
Nú senda allir sitt SMS
áeitt númer: 1919
T I ■ ■