Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 Tilvera z>v íslenskar uppfinningar Landssamband hugvitsmanna stóð á laugardaginn var að opnun sýningar á nokkrum uppfinningum íslendinga í Hönnunarsafni íslands við Garðatorg i Garðabæ. Þar eru til sýnis ýmis brot af því sem íslend- ingar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis. Marg- ir þeirra uppfmningamanna sem koma við sögu hafa barist móti straumnum við að koma nýjungum á markað og sumir þurft að flytja úr landi til að hugmyndir þeirra yrðu að vöru. Haldið var málþing um ís- lenskt hugvit í tengslum við sýn- inguna. Hugmynd Jóns skoöuö Steingrímur J. Sigfússon skoöar hér hugmynd Jóns Ármanns Héöinsson- ar aö sildarflokkunarvél. Meö þeim á myndinni er Árni Matthías SSigurösson. Uppfinningafólk Elinóra Inga Sig- uröardóttir er formaöur Lands- sambands hug- vitsmanna. Með henni á mynd- inni er upþfmn- ingamaöurinn Guöjón Orms- son. Gestlr á sýningu Meöal gesta í Hönnunarsafni íslands voru Ingi Fernandes og Sigurður Örn Árnason. í bakgrunni sést í Aöalstein Ingólfsson, forstööumann Hönnunar- safnsins. Kvíkmyndagagnrýni taugarásbíö/Regnboginr) - Chicago ★★★ Svalar stelpur DV-MYNDIR TEITUR Rýnt í gegnum gler Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maöur flutti erindi á málþinginu um hugvit. Meö honum á myndinni er Sveinbjörg Jónsdóttir. Hugmyndir skoðaðar Meöal gesta viö opnun hugvitssýn- ingarinnar voru Steingrímur A. Jóns- son og Ástþór Ragnars- son. Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Strax í upphafsatriðinu í Chicago, All That Jazz, er komin tengingin við Bob Fosse, ekki aðeins að ein fimm kvik- mynda sem hann leikstýrði heitir All That Jazz heldur minnir atriðið á hans bestu kvikmynd, Cabaret. Þessi tenging við Fosse er áþreifanleg í allri myndinni og eitthvað sem sjálfsagt hefur ekki ver- ið hægt að komast hjá, Fosse var jú sá sem setti þennan vinsæla söngleik fyrst- ur á svið árið 1975 og höfundareinkenni hans hafa alltaf verið sterk. Þegar svo sett var á svið vinsæl endurupptaka söngleiksins árið 1996 þá var stuðst við dansútsetningar Fosse og það er einnig gert í kvikmyndinni. Rob Marshall, sem hefur sama bak- grunn og Fosse (meðal annars leikstýrði Caberet á Broadway fyrir stuttu) og er að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd, ger- ir mjög vel í að koma söngleiknum sem gerist að mestu innan fangelsiveggja í skemmtilegt kvikmyndaform þar sem aldrei fer á milli mála að um leiksviðs- verk er að ræða. Hann nýtir sér mögu- leika kvikmyndarinnar í að tvöfalda sviðsatriðin og lætur yfirleitt söguna ganga áfram í gegnum frábær söng- og dansatriði. Með þessu tekst honum að víkka þröngt form söngleiksins, þó ekki alveg nóg. í Chicago er það ekki hinn talaði texti sem leikaramir þurfa að glíma við held- ur frekar líkamleg túlkun, hvort sem er í dansi eða söng. Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones og Richard Gere leggja mikið á sig í erfíðum hlutverkum og uppskera í samræmi við það. Renée Zellweger, sem fyrir hafði enga Vllma Kelly Catherine Zeta-Jones nýtur sín vel í dans- og söngatriöum. reynslu af dansi og söng, kemur mest á óvart. Hún nær góðum tökum á Roxie Hart sem „slysast" til að myrða elsk- huga sinn. Hún er sakleysið uppmálað en kann ýmsilegt fyrir sér þegar kemur að slægð og undirferli. Söngur hennar er góður, ekki kraftmikill en í fullu sam- ræmi við persónuna og hún hélt sínu í dansinum en ekki mikið meira. Á móti kemur að hún er best þeirra þriggja þeg- ar kemur að leiknum og í heildina vinn- ur hún sigur í þessu hlutverki. Catherine Zeta-Jones i hlutverki Velma Kelly hefur meira aðdráttarafl en Zellweger, er fædd í dansinn, leggjalöng og fim. Röddin er einnig kraftmikil og góð. Nýtur hún sín vel í femme fatale- hlutverkinu, glæsileg og hættuleg. Hennar leikur er samt ekki eins innileg- ur og Zellwegers. Það er ekki hægt að segja að Richard Gere komi á óvart með þvi að syngja og dansa eins og sá sem valdið hefur. Hann er góður tónlistarmaður og hefur af og til leikið sér að söngleikjaforminu. Með- al annars í The Cotton Club. Hann nær góðum tökum á hinum útsjónarsama lögfræðingi Billy Flynn sem aldrei hef- ur tapað máli. Að mínu mati á Gere besta atriðið í kvikmyndinni, stepp= dansinn, þegar hann sýnir snilld sína í réttarsalnum og steppar á sviði í sam- ræmi við atburðarásina í réttarsalnum. Chigao líður einna helst fyrir það að vera of mikið sviðsverk. Kvikmyndin á það til að hverfa í leikhúsið. Það vantar í myndina sögu á borð við þá sem var í Cabaret, svo enn einu sinni sé vitnað í þá kvikmynd, þar sem við höfðum áhrifaríka sögu um leið og snilldin í sviðsetningu var til staðar. í Chicago eru persónumar meira til hliðar. Svið- setningin er framhliðin og innihaldið og sem slík er Chicago stórfengleg. Lögin, textar og flutningur eru slík að hægt er að fara strax aftur á næstu sýningu og hafa jafngaman af. Leikstjóri og danshöfundur: Rob Mars- hall. Handrit: Bill Condon eftir söngleikja- texta Fred Epp og Bob Fosse. Kvik- myndataka: Dione Beebe. Tónlist: John Kander (lög) og Danny Elfman. Aóalleik- arar: Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jo- nes, Richard Gere og John C. Reilly. Samskipti Aðsókn í bíó í Bandaríkjunum var góð um síðustu helgi. Sérstak- lega voru það tvær nýjar kvikmynd- ir, How to Lose a Guy in 10 Days og Shanghai Knights, sem fengu góða aðsókn. Þá var sýningarsölum fyrir Chicago fjölgað um 1200 og aðsókn- in lét ekki á sér standa. How to Lose a Guy in 10 Days er lauflétt gamanmynd með róman- tískum þræði. Fjallar myndin um forhertan kvennabósa sem aldrei getur tollað með neinni stelpu. Vin- ir hans veðja að hann geti ekki haldið út í 10 daga með sömu stelp- unni. Kvennabósinn telur þetta lítið mál, velur sér fórnarlamb og hefur leikinn. Honum bregður heldur bet- ur í brún þegar þessi stúlka, sem hann ætlaði að leika með, vill losna strax úr sambandinu, og það löngu áður en tíu dagar eru liðnir. Kate Hudson leikur stúlkuna. IT'»TiMT' 1’V__________________________________ ALLAR UPPHÆÐIR I ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TtnLL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O _ How To Lose a Guy in 10 Days 23.774 23.774 2923 o _ Shanghai Knights 19.603 19.603 2753 o 5 Chicago 10.786 63.803 1841 o 1 The Recruit 9.226 29.822 2376 o 2 Final Destination 2 8.389 27.876 2834 o _ Deliver Us From Eva 6.648 6.648 1139 o 4 Kangaroo Jack 6.105 53.035 2848 o 3 Biker Boyz 4.233 16.017 1769 o 6 Darkness Falls 3.820 26.806 2456 © 7 Lord of the Rings: Two Towers 3.516 320.857 1680 0 10 About Schmidt 3.018 48.484 1240 © 8 Catch Me If You Can 2.979 156.427 1744 0 13 The Hours 2.126 21.727 549 © 9 Just Marrled 2.041 52.626 1796 © 11 National Security 1.458 34.632 1569 © 12 Confession of a Dangerous Mind 1.343 14.443 1376 © 15 My Big Fat Greek Wedding 1.003 239.952 971 © 19 The Pianist 996 9.078 328 © 14 Gangs of New York 862 70.047 891 © 20 Adaptation 751 16.967 415 Vírrsæftistu rnyncfböndín kynjanna How to Lose a Guy in Ten Days Matthew McConaughey leikur kvennabósa sem er hafnaö þegar mikiö liggur viö. Shanghai Knight er framhald á Shanghai Noon með Jackie Chan og Owen Wilson í aðalhlutverkum. Nú eru þeir félagar á hælum Jack the Ripper í London. -HK Partíglaðar stelpur Þriðju vikuna i röð er engin breyting á tveimur efstu myndunum á myndbandalist- anum. Spennumyndin The Sum of All Fears og hin róm- antíska gamanmynd, The Sweetest Thing, hrinda frá sér allri samkeppni. The Sweetest Thing er öll á léttu nótunum. Christina (Cameron Diaz), Courtney (Christina Applega- te) og Jane (Selma Blair) eru þrjár partíglaðar stelpur sem finnst gaman að dansa og daðra og hafa engan áhuga á „alvöru-langtímasambönd- um“. Þær búa saman í íbúð í San Francisco og virðast vera í afar finni vinnu en það er aukaatriði. Hér skiptir aðeins máli hvað gerist utan vixmutima og það er sem sagt partí, partí, partí og að leika sér við sæta stráka. En í einu klúbbpartíinu hittir Diaz drauma- prinsinn, Peter (Thomas Jane). Þau rífast að vísu en finna bæði að það er greini- lega eitthvað meira á milli þeirra en bara loft. Samt lætur hún hann sleppa án þess að fá hjá honum heimilisfang, síma- númer eða tölvupóst- fang og eyðir því sem eftir er af myndinni í að leita að honum. Sú leit felur í sér eitt ferðalag og ótal atriði með þeim Diaz og Applegate á nærbux- unum. -HK r(irLLT»-iij:friniTiilililllillilllliii FYRRI VIKUR SÆT1 VIKA TITILL (DREIRNGARAÐILI) ÁLISTA e 1 The Sum of All Fears <sam myndbönd) 3 2 The Sweetest Thing (skífanj 3 ! © 4 Van Wilder (myndform) 4 1 o 3 Orange County (sam myndbönd) 2 Q 5 Bad Company (sam myndböndi 8 0 8 Elght Legged Freaks (sam myndböndj 2 Q 7 Unfalthful (skífan) 5 Q Q 6 Murder By Numbers <sam myndbönd) 8 _ Servlng Sara isam myndböndj 1 © 10 Bend It Llke Beckham (göðar stundir) 9 0 11 About a Boy (Sam myndbönd) 13 0 9 The New Guy (skífan) 8 0 13 Joe Somebody (skIfanj 2 0 14 Black Knight (skífan) 9 j ífct 16 My Big Fat Greek Wedding (myndformj 18 15 Slap Her... She’s French <sam myndböndj 4 I © !© 19 The Man From Elysian Relds ibergvIki 4 12 The Royal Tennenbaums (sam myndbönd) 10 _ Importance og Being Earnest iskIfan) 1 |S _ The Buisness of Strangers (BErgvIkj 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.