Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 21
21
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
X>v Tilvera
Sheryl Crow fertug
Rokkstjarnan Sheryl
Crow á stórafmæli í i
dag. Crow skaust upp á |S0Þ®jjg
stjörnuhimininn þegar MKaslW
hún sendi frá sér lagið
All I Wanna Do. Fór hún strax í röð
allra vinsælustu söngkvenna og þó
að ferillinn hafi verið skrykkjóttur
þá er hún mjög vinsæl og selur vel.
Áður en Crow hóf sólóferilinn var
hún meðal annars í bakraddahóp
Michaels Jacksons og söngvari og
gítarleikari hjá Don Henley. Crow
hefur verið orðuð við marga fræga
kappa. Crow hafði tónlistina i blóð-
inu frá fæðingu en foreldrar hennar
eru báðir hljóðfæraleikarar.
Gildir fyrir miövikudaginn 12. febrúar
i vmuiauni iz
>v'
Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.r
■ Eitthvað sem þú
' hefur heðið eftir lengi
gerist loksins þér
til óblandinnar gleði.
Kvöldið verður mjög ánægjulegt.
Happatölur þínar eru 7, 28 og 30.
Fiskarnirno. fehr.-?o. marsr
Hreinskilni dugar best
lí vandamáli sem þú
stendur frammi fyrir í
dag. Vinir þínir standa
með þér í einu og öllu. Ástvinir
eiga góða stimd í kvöld.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
. Gefðu þér nægan tima
*fyrir það sem þú þarft
að gera, þá er minni
hætta á mistökum.
Þér hættTr til óþarfa svartsýni.
Happatölur þínar eru 11,12 og 28.
Nautið (20. apríl-20. mai):
/ Þú færð fréttir frá
JL. vini þinum sem býr
[ langt í burtu. Það
setur að þér trega
þegar þú minnist gamalla tímar
þegar allt var svo skemmtilegt.
Tvíburarnir 121. maí-21. iúntt:
Unga fólkið er í
’aðalhlutverki í dag.
Það getur verið að
þeim sem eldri eru
þyki nóg um fyrirganginn. Þú
gætir þurft að miðla málum.
Krabbinn 122. ifjní-22. iúin:
Til þín verður leitað
1 í dag og þér flnnst
ábyrgð þín mikil.
Vinir þínir eru að
skipuleggja einhverja
skemmtun saman.
Liónið (23. iúlí- 22. áaúst);
, Fjölskyldan stendur
þétt saman og vinnur
að framtíðaráætlunum
sínum. Búferlaflutn-
ingar eru sennilega á döflnni.
Happatölur þínar eru 5, 8 og 24.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.):
Þú skalt vera viðbúinn
^VSA því að til tíðinda dragi
'R.í ástarmálum þinum.
* f Rómantíkin er svo
sannarlega alls staðar
í kringum þig.
Vogln (23. sept.-23. okt.):
J Þú ert að skipuleggja
eitthvert ferðalag og
V f hlakkar mikið til.
r j Auk þess er heilmikið
að gera í vinnunni þannig að
ekki er mikið um frístundir.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóvJ:
Láttu sem þú takir ekki
\ eftir því þó að vinur
V\ V^þinn sé eitthvað
* afundinn við þig. Það
lagast af sjálfú sér og er í rauninni
ekkert til að gera veður út af.
Bogmaðurinn f22. nfiv.-2.i. rifis.i:
|Þú gerir einhveijum
Fheilmikinn greiða
og færð hann
ríkulega endurgoldinn
þó að siðar verði. Þér virðist
ganga allt í haginn.
Steingeltin (22. des.-19. ianO:
Þú hefur í mörg hom
að lita og er ekki víst
að þú hafir tíma fyrir
allt sem þú ætlaðir.
Fjárhagsstaðan fer batnandi.
Happatölur þínar eru 9, 17 og 38.
Nýkominn úr einni hörðustu matreiðslukeppni heims:
Hver mínúta skiptir máli
- segir Björgvin Mýrdal
Björgvin Mýrdal er nýkominn
frá Frakklandi úr einni hörðustu
matreiðslukeppni heims, Bocuse
d’Or. Þar náði hann níunda sæti
af 24. „Við höfum alltaf sætt okk-
ur við að vera í 10 efstu sætunum
og það hefur tekist hingað til,“
segir hann og á þar við Klúbb mat-
reiðslumeistara sem sendir einn
keppanda hverju sinni. Hann seg-
ir þátttöku í keppninni gríðarleg-
an skóla enda komi virtustu mat-
reiðslumeistarar veraldar að þess-
um viðburði.
Fimm tíma maraþon
Björgvin er ættaður af Skagan-
um en fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Þótt hann sé aðeins 25
ára á hann ótrúlegan feril að baki
sem matargerðarmaður. Hann hóf
námið 17 ára í Perlunni og útskrif-
aðist 21 árs. Strax árið eftir vann
hann titilinn matreiðslumaður
ársins á íslandi og hlaut brons-
verðláun í Norðurlandakeppni
árið 2001. Hann var aðstoðarmað-
ur Sturlu Birgissonar í Bocuse
d’Or-keppninni árið 1999 og hefur
dreymt um þátttöku síðan. Nú var
hann langyngstur keppenda og
trúlega sá yngsti frá upphafi, að
því er hann segir sjálfur. Hann
byrjaði að huga að keppninni fyr-
ir einu og hálfu ári og hætti
vinnu 1. september til að helga
sig undirbúningnum. „Mestur
tíminn fer í hugmyndavinnu
við að þróa rétti sem ekkert er
hægt að setja út á,“ segir
hann.
Björgvin segir alla þátt
takendur nota sama
grunnhráefhi og það sé
ákveðið tveimur árum
áður en keppnin fer
fram. í þetta sinn voru
það franskar nauta-
lundir og norskur
sjóbirtingur,
ásamt þremur
tegundum af
meðlæti og sósu
með hvorri teg-
und fyrir sig, allt
ætlað fyrir 14
manns. „Undir venjulegum kring-
umstæðum tæki svona matreiðsla
10-15 klukkustundir en þarna
verður að ljúka henni á fimm tím-
um. Ég var með Daníel Inga Jó-
hannsson, matreiðslunema í
Perlunni, sem aðstoðarmann og
við vorum búnir að æfa hvert
handtak vel, enda skiptir hver
minúta máli,“ segir hann
í fótspor Sturlu
og Hákonar
Bocuse d’Or
keppnin hefur
verið haldin á
tveggja ára
fresti frá 1987.
Við íslendingar
hófum þátttöku
fyrir fjórum árum
er Sturla Birgis-
son, matreiðslu-
meistari í Perlunni,
reið á vaðið og varð
í fimmta sæti og fyr-
ir tveimur árum var
það Hákon Már Örv-
arsson sem
hélt
.’-í6ARP
uppi heiðri íslendinga og hreppti
þriðja sæti. Björgvin segir að
þurft hafi talsvert áræði til að fara
í keppnina eftir svo góða frammi-
stöðu þeirra tveggja en bendir á
að það sé mikill heiður fyrir smá-
þjóð að fá að taka þátt og alls ekki
sjálfgefið því um 40 þjóðir sæki
um. „Þetta er gríðarlega hörð
keppni sem best sést á
því að Norðmenn
sigruðu Frakka
með eins stigs
mun og Þjóð-
verjar voru
aðeins tveim-
ur stigum á
eftir Frökk-
um. Þó eru
1440 stig í
pottinum.
Flestar þjóðir
eyða tugum
milljóna í
keppnina en
hjá okkur er
þetta framtak
rekið á góðvild
fjöl-
margra fyrirtækja. Stærstu styrkt-
araðilar eru SÍF, SH, Klúbbur
matreiðslumeistara og sjávarút-
vegsráðuneytið en einnig má
nefna Visa Island, íslandsbanka
og Ingvar Helgason," segir Björg-
vin Hann getur þess að Bandarík-
in og Bretland hafi aldrei náð
fimmta sæti keppninnar og hafi
þó tekið þátt frá upphafi og eytt í
hana stórfé. Lúxemborg sé líka
þekkt fyrir góða kokka en hafi nú
hafnað í 15. sæti. í Frakklandi sé
sérstakt fyrirtæki sem sjái um
þjálfun þeirra kandídats og Norð-
menn séu strax búnir að velja
þátttakanda fyrir 2005.
Notaði ævaforna aðferð við
nautið
En nú viljum við vita hvernig
hann fór með norska silunginn og
nautalundirnar. „Þegar ég hafði
roðflett og beinhreinsað silungs-
flökin stakk ég þau út, setti í form
og sprautaði humarfarsi utan um
þau þannig að þau yrðu innbökuð.
Setti þau síðan í 45 stiga heita olíu
og hafði þau þar í 20 mínútur.
Þess má geta að við vorum með 4.
eða 5. hæst metna fiskréttinn.
Kjötið hafði ég innbakað í
brieostdeigi (brioche brauð-
deig) og mótaði það í hring.
Þetta eru ævafornar aðferð-
ir, annars vegar formið og
hins vegar aðferðin, en þetta
hefur aldrei verið sett svona
saman áður enda vakti það
mikla athygli. Þegar Poul
Bocuse, einn frægasti kokk-
ur í heimi, virti þetta fyrir
sér og rétti upp þumalputt-
ann var ég ánægður. Það eitt
var erfiðisins og útgjald-
anna virði fyrir mig,“ segir
Björgvin og brosir."
-Gun.
DV-MYND HARI
Matreiöslumeistarinn
„Mestur tíminn fer í hug-
myndavinnu viö aö þróa
rétti sem ekkert er hægt
aö setja út á, “ segir Björg-
vin Mýrdal.
7-D í Rimaskóla í heimsókn á DV
Alfreö Andri Alfreösson, Arnór Fannar Theódórsson, Arnór ingi Ingvarsson, Guö-
mundur Smári Guömundsson, Helga Haraldsdóttir, Jón Hilmar Kristjánsson,
Katrín Hrund Pálsdóttir, Lára Ingileif Henrysdóttir, María Araceli Qunitana, Ólaf-
ur Páll Ólafsson, Sandra Ósk Karlsdóttir, Sigurást Valdís Viktorsdóttir, Siguröur
Trausti Ásgrímsson, Sigurjón Árni Pálsson, Stephanie Rósa Bosma, Tinna Jök-
uisdótlir, Tinna Lind Hallsdóttir. Kennari er Rósa Ingvarsdóttir.
B0NUSVIDE0
ÞARFASTI
ÞJÓNNINN!